Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983 59 gagnvart ólöglegum tiltækjum. Þá beitti félagið refsingu gagnvart brotlegum veiðimönnum, með því að útiloka þá frá frekari veiðiskap í ánni. Veiðimannahús f rúman áratug eftir að veiðifé- lagið var stofnað, urðu aðkomandi stangveiðimenn sem veiði stund- uðu í Laxá að búa í tjöldum eða tryggja sér gistingu með öðrum hætti, t.d. gistu sumir í Búðardal. Árið 1947 vænkaðist hagur veiði- manna þegar félagið tók á leigu hús eyðibýlisins Þrándarkots og bjó það út fyrir veiðimenn með nauðsynlegum húsgögnum, áhöld- um og tækjum. Húsmálið var öðru hverju á dagskrá hjá félaginu á þessum ár- um. Framsýnir menn gerðu sér grein fyrir því að reisa þyrfti veiðimannahús við ána, ef unnt ætti að vera að leigja veiði í ánni á sómasamlegan hátt. Árið 1947 stofnaði 'félagið sérstakan hús- byggingarsjóð og 1955 var lagt fram fé til sjóðsins, þó enn yrði bið á framkvæmd í þessu skyni. Þegar „Papi“ leigði ána 1952, kom félagið með eigið hús, sem sett var niður við neðsta hluta árinnar. „Papi“ notaði húsið allan sinn tíma. Um það leyti sem leigutím- anum var að ljúka, komst húsmál- ið á verulega hreyfingu innan veiðifélagsins, því árið 1965 var samþykkt á fundi að leggja í hús- byggingarsjóð 100 þús. kr. og ári síðar var ákveðið að kaupa jörðina Þrándarkot í því skyni að þar risi veiðimannahúsið. Um svipað leyti festi félagið kaup á gömlu veiði- mannahúsi sem hafði verið við Miðfjarðarár, en þeirri ráðstöfun var síðar hafnað og húsið selt. Hins vegar var hafist handa um byggingu húss í landi Þrándarkots og var það tekið í notkun í upphafi veiðitímans 1966 enda þótt það væri ekki fullbúið. Árið 1970 og síðar voru gerðar ýmsar lagfær- ingar á húsinu og rafmagn var leitt í það 1971. Á árunum 1978—1980 var húsið stækkað verulega og ýmsar umbætur gerð- ar á húsnæðinu og búnaði fyrir veiðimenn, svo sem komið fyrir frystigeymslu og fleiru. Veiði- mannahúsið við Þrándargil er tvímælalaust ein af bestu bygg- ingum sinnar tegundar í landinu. Skógrækt o.fl. Á vegum veiðifélagsins við Laxá hefur nokkuð verið unnið að skógrækt og annarri ræktun á landi félagsins. Þá hefur félagið að sjálfsögðu notað veiðihúsið til eigin fundahalda, enda einskonar félagsheimili, og þar hafa verið haldin spilakvöld fyrir hreppsbúa að vetrinum. — Veiðifélagið varð aðili að Landssambandi veiðifé- laga 1959, eða strax eftir að þau samtök voru sett á fót, og verið virkur þátttakandi í starfi á veg- um þeirra. Tekjur af veiði Tekjur af veiði hjá Veiðifélagi Laxdæla hafa verið afbragðsgóðar og námu heildartekjur félagsins á árinu 1982 rúml. 912 þús. kr., en það ár var greitt í arð til félags- manna 700 þúsund kr. Afrakstur veiðihlunninda Laxár hefur tví- mælalaust verið byggðinni í Laxárdal mikils virði, m.a. átt þátt í að tryggja blómlegri búsetu þar. Arðskráin Arðskrá félagsins, er sýnir hlutdeild jarða í veiði eða arði af henni og er jafnframt gjaldskrá, hefur verið endurskoðuð sex sinn- um. Heimild er að gera slíkt á átta ára fresti, ef menn vilja, nema í fyrsta skipti sem eru fimm ár. Við lauslega skoðun á arðskránni frá 1935 og 1941 og hins vegar þeirri er gildi tók 1973, kom í ljós, að verulegar breytingar hafa átt sér stað til jöfnunar á arði milli jarða. Fellur það vel að tilgangi og ákvæðum laga um lax- og silungs- veiði. lleimildir: Kundargorðir Vf. Laxdæla, Valnamadin^ar, Orkustofnun, Veiðimálastofnun. lífslýsingar sem stuðla markvisst að því að lesarinn verður þátt- takandi í þessu friðsæla um- hverfi. Auk þess prýða bókina margar fallegar og skemmtilegar myndir sem gefa henni meira gildi. Teiknarinn heitir Þóra Sig- urðardóttir. Mál bókarinnar er einfalt og auðskilið og mun því ekki valda yngstu lesendunum neinum erf- iðleikum. Asbjörn Hildremyr hefur þýtt bókina og á heiður skilið fyrir góða þýðingu. Blaðamaður frá Fjordingen, Stoyn, skrifar: Þessi bók sem kemur út á- norsku er hreinasta perla fyrir börn í fyrsu bekkjum grunnskól- ans. Hún er ekki aðeins ágætt lesefni fyrir læs börn, heldur hentar hún einnig mjög vel til upplestrar fyrir börn sem ekki kunna enn að lesa. S.G. Armann Kr. Kinarsson • • „Ommustelpa“ fær lof- samlega dóma í Noregi Á síðasta ári kom enn út bók á norsku eftir Ármann Kr. Ein- arsson rithöfund. Var það bókin Ömmustelpa, sem á norsku hlaut nafnið Jenta som ville bli högtalar. Er það 13. bók höfundar sem kemur út á norsku. Nú hafa nýlega borist um bók- ina umsagnir margra norskra blaða og eru þær einkar jákvæð- ar. Verða hér tilfærð þrjú sýn- ishorn: Marianne Lystrup skrifar í Vort Land, Ósló: Bókaútgáfa Norska barna- blaðsins hefur verið athafnamik- il á þessu ári. Tíu nýjar bækur frá því forlagi liggja hér fyrir framan mig. Ein af þeim er frá íslandi, einkar áhugaverð bók, Jenta som ville bli högtalar, eftir rithöfundinn Ármann Kr. Ein- arsson. Það er sjaldgæft að fá barnabækur þar sem aðalpersón- an er aðeins fjögurra ára telpa. Frásögn höfundar er hröð og ein- staklega lífræn og mun áreiðan- lega verða hugstæð öllum börn- um, sem njóta þess að lesa skemmtilegar sögur eða hlusta á þær. Ingunn Flatöy skrifar í Sunn- hordland, Stord: Bókin er bæði fjörlega skrifuð og fyndin. Og þar er einnig að finna margar ágætar náttúru- T ZZ Skaftahlíð 24 • 105 Reykjavík • Sími 27700 JSLENSK ÞEKkInG-ALPJÓÐLEG TÆKNI Ef þú heldur að það sé óskaplega dýrt að breyta yfir í IBM System/34, þá er kominn tími til að þú fáir réttar upplýsingar Það er staðreynd að System/34 frá nokkrum vikum eftir að þú ákveður IBM er ein hagkvæmasta tölvan sem kaup á henni. Uppsetning og hægt er að fá fyrir íslenskar að- undirbúningur er ódýrari en þú stæður. IBM System/34 kom fyrst til heldur og þjónustan fyrsta flokks. íslands 1978 og hefur allar götur síðan reynst frábær starfskraftur hjá íslenskum fyrirtækjum. System/34 hefur verið í stöðugri þróun frá því að hún kom á markað- inn og er því enn í dag í fullu gildi. Nú býður IBM þér meðal annars tvær nýjar gerðir af skermum. Annar þeirra er litaskermur sem skilar 7 litum. Hann opnar þér nýja mögu- leika í framsetningu á upplýsingum, meðal annars á myndrænan hátt. IBM System/34 getur verið komin í fulla vinnu fyrir starfsemi þína IBM System/34 krefst ekki sérnáms í tölvufræðum enda er hún notuð í flestum greinum atvinnulífsins, ekki síður hjá litlum fyrirtækjum en stórum. Þegar þú kaupir IBM System/34 ertu því að fjárfesta í öruggu kerfi sem hefur verið aðlagað íslenskum verkháttum. Það er staðreynd að kaupverð System/34 hefur nýverið lækkað um 40% hérlendis vegna hagstæðrar framleiðsluþróunar hjá IBM. Þú gerir því góð kaup í IBM System/34.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.