Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983 Hvert okkar átti hann? — eftir Stefán Aðalsteinsson Hvert okkar átti dauðadrukkna unglinginn, sem lá volandi og skrámaður í framan í hnipri hjá kunningja sínum utan við dyrnar á íþróttahúsi Kennaraháskólans, laugardaginn 12. mars, 1983, um kl. 3 e.h.? Enginn af þeim, sem þar komu til að horfa á karate-keppni, áttu hann. Ekki starfslið hússins held- ur. „Hann er bara kófdrukkinn," voru viðbrögðin, þegar ég spurði mann í anddyrinu, hvort búið væri að gera starfsfólki hússins við- vart. Hvert okkar hefði viljað eiga þennan dauðadrukkna ungling, þegar hann litlu síðar ráfaði blindandi óstyrkum fótum inn eft- ir áhorfendabekkjunum með stuðningi félaga síns og lagðist út- af í streintröppunum og sofnaði? Við vildum öll eiga íþróttafólkið niðri í salnum, sem geislaði af lífs- orku og einbeitni við að sýna okkur eftirminnilegan árangur af samþjálfun hugar og líkama í erf- iðri íþrótt. En ekkert okkur hefði viljað eiga drukkna drenginn, þegar hann var aftur kominn undir bert loft og hékk þar máttvana í hönd- um félaga síns og seldi upp. En af hverju skyldi maðurinn vera að skrifa blaðagrein um svona daglegt fyrirbæri?, spyrja sjálfsagt margir lesendur. Því skal ég reyna að svara ykk- ur. Mér finnst þjóðin öll, íslenska þjóðin eins og hún leggur sig, eiga þennan dreng og bera ábyrgð á honum. íslenska þjóðin öll ber ábyrgð á því, að ungmennin okkar leita á náðir vímugjafanna og láta þá eyðileggja sig. Kunningjar unglinganna, sem eldri eru og reyndari, bera mikinn hluta af ábyrgðinni, því að þeir eiga auðveldast með að glepja ístöðulitla minni máttar vini sína til að byrja að fikta við það, sem kannske verður banvænt síðar. Hópurinn ræður ferðinni, ekki einstaklingurinn. Foreldrar unglinganna bera ábyrgð, því að þeir eiga að vera börnum sínum gott fordæmi og veita þeim traust og hlýlegt um- hverfi í uppeldinu. Foreldrarnir átta sig kannske ekki á því, að það er barninu meira virði, að pabbi og mamma hafi tíma til að sýna því ástúð, umhyggju og kannske umfram allt áhuga, heldur en hve mörg tölvu- spil það á eða hve oft það hefur farið til sólarlanda. Það er ekki „Mér fínnst þjóðin öll, íslenska þjóðin eins og hún leggur sig, eiga þenn- an dreng og bera ábyrgð á honum. íslenska þjóðin öll ber ábyrgð á því, að ungmenn- in okkar leita á náðir vímugjafanna og láta þá eyðileggja sig.“ hægt að kaupa af sér ábyrgðina fyrir peninga. Skólarnir bera ábyrgð, því að þeir eiga að leiðbeina börnunum um hollt líferni. Skólinn á að vera fræða-, mennta- og menningar- stofnun, sem laðar fram í nem- andanum löngun til að fræðast og veita honum þá fræðslu, sem völ er á. Skólinn á að gera unglinginn sterkari en ella í átökunum, sem framundan eru á lífsleiðinni. Alþingismenn okkar og ríkis- stjórn bera líka ábyrgð á drengn- um okkar við Iþróttahús Kennara- háskólans, dauðadrukknum um miðjan dag á laugardegi. Alþingi hefur það á sínu valdi að setja lög um stóraukna fræðslu um það, hve hættulegt eitur áfengið er miklum hluta þjóðar- innar. Hvers vegna er slík fræðsla ekki aukin? Er það vegna þess, að á fjárlög- um þeim, sem Alþingi setur þjóð- inni á hverju ári, er hagnaður af áfengissölu veigamikil tekjulind? Er það vegna þeirrar almennu blindu, að það sé á valdi hvers ein- staklings, hvort hann vill neyta áfengis eða hafna því, og að ófarir þeirra, sem verða áfenginu að bráð, séu sjálfskaparvíti? Eða er það vegna þess, að al- þingismenn vilja „lyfta glasi á góðri stund", eins og sagt er í skálaræðum og vitna jafnvel í Bi- blíuna, að hóflega drukkið vín gleðji mannsins hjarta og Jesús hafi breytt vatni í vín? Við getum lengi spurt, en enn um sinn mun standa á svörunum. Sumir telja áfengið reyndar til heilsubótarlyfja, og vafalaust eru til mörg dæmi um, að það geti komið að gagni. En myndu heilbrigðisyfirvöld samþykkja að skrá áfengi sem lyf sem selt væri án lyfseðils? Er hægt að fá án lyfseðils önnur fíknilyf eða vanabindandi lyf, sem eru svo varasöm, að þau leggja líf og heilsu 10. hvers neytanda í rúst? Ráðherrar í ríkisstjórn bera líka ábyrgð á drengnum okkar. Þeir halda veislur, þar sem áfengi er haldið að mönnum. Farir þú, lesandi góður, í ráð- herraboð, getur þú þurft að bíða lengi eftir drykknum þínum ef þú biður um eitthvað óáfengt. Þú getur líka átt á hættu að fá glas, sem er öðru vísi en önnur glös eða með öðru vísi litum drykk, svo að þú skerð þig átak- aniega úr hópnum. Þeir sem drekka áfengi fá betri þjónustu í þessum boðum en bind- indismennirnir. Þó hefur orðið nokkur framför í þessu efni seinni árin. Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrr- verandi menntamálaráðherra, veitti ekki vín í veislum sfnum, meðan hann var ráðherra. Hafi hann þökk fyrir gott fordæmi. SÁA, Samtök áhugamanna um áfengisvarnir, hafa unnið þrek- virki við að bjarga fórnarlömbum áfengisbölsins til nýs lífs. En almenningsálitið liggur eft- ir. Þekkir þú, lesandi góður, ekki einhvern sjálfur, sem áfengið hef- ur eyðilagt eða skemmt um lengri eða skemmri tíma? Þekkirðu ekki einhver hjón, sem hafa skilið vegna áfengisneyslu annars eða beggja? Þekkirðu ekki einhver börn eða unglinga, sem áfengisbölið hefur bitnað á með raunalegum hætti? Berð þú ekki líka ábyrgð, les- andi góður, eins og ég og allir hin- ir? Er ekki kominn tími til, að al- menningsálitið snúist gegn áfeng- inu? í nokkur ár hefur mér borizt blað, sem heitir „The voice of the martyrs", „Rödd píslarvott- anna“. Það er gefið út í Kali- forníu. Ritstjórar eru tveir rúm- enskir prestar. Þeir eru feðgar og flóttamenn. Og hefur annar þeirra verið árum saman í fang- elsi í föðurlandi sínu, vegna frjálslegrar afstöðu í kenningum sínum og störfum. Ber hann líkamleg ör og merki margskonar misþyrminga og pyntinga, sem hann hefur hlotið í fangavist sinni. Hann hefur komið hingað til lands sem predikari og sérstak- ur, heimsþekktur fulltrúi hinnar svonefndu neðanjarðarkirkju í Sovétríkjunum. I þessu blaði eru óteljandi frásagnir og vitnisburðir um trúfrelsi það, sem ríkir opinber- lega í þessum löndum austan járntjaldsins. Það er eftir þeim frásögnum og vitnum að dæma lítið annað en haglega gjört skrauttjald yfir skoðanakúgun, sem birtist á hinn fjölbreyttasta hátt, allt frá trúarbragðafræðslu í uppeldi og skólum til alls konar pyntinga, ofsókna, dóma og þrælahalds í fangelsum og nauð- ungarvinnu. Feðgar þessir og aðstoðar- menn þeirra virðast gerþekkja þessi málefni einkum í sambandi við leynisölu í Heilagri ritningu um öll Sovétríkin. En að sjálf- sögðu þekkja þeir bezt sitt eigið heimaland, Rúmeníu, sem þeir dá og elska sem frjósamt og fag- urt en undirokað alls konar kúg- un og valdníðslu til þess að verða mörgum bárna sinna auðn og ógnir. Samt er það mikil og tignarleg höll í Moskvu, sem blaðið telur æðsta tákn þessara kúgunarað- ferða, og um leið undirdjúp þess alls, sem ægilegast er á þessum voðavegum, í einu orði myrkra- höllin, þar sem sólin skín aldrei. Undir myndum af þessu mikla húsi, sem er í raun þekkt um heim allan standa orðin: „Aðal- bygging sovézku leynilögregl- unnar í Moskvu". Og í fyrsta blaði ársins 1983 af „Rödd píslarvottanna" eru nokkrar örstuttar frásagnir um framkvæmdir og líðan fólks í við gluggann eftir sr Árelius Nielsson Úr undir- djúpum ein- ræðis og grimmdar þessu húsi og öðrum slíkum, sem öll eru annað hvort fangelsi eða geðsjúkrahús í sambandi við það. En vissulega þyrfti mannkyn allt að hlusta á þessar raddir, þessi kvalaóp og strengja þess heit, heitum hjartaslögum, frá- bærum hugsunum og snilli ásamt fórnandi höndum, að breyta þeim andvörpum í gleði- söng og bera ljós inn í þetta myrkradjúp bæði í þessari Moskvuhöll og afkvæmum henn- ar og ættingjum á vegi kúgunar og grimmdar um veröld alla. En máli mínu til sönnunar og einkum til að vekja hugsun og tilfinningu göfugs fólks en eink- um heimssamtaka Amnesty fyrir þessum hryllingi, hvar í veröld sem væri, læt ég fylgja hér með nokkra vitnisburði þeirra, sem reynt hafa eða kynnzt persónulega því brjáiæði, sem á sér stað í þessum myrkra- vítum: „Stjórnvöld þau og fulltrúar þeirra, sem þarna eru að verki, nota mjög fágaða aðferð til þess að bana andstæðingum sínum. Þeir hafa fundið og lært að nota á sérstæðan hátt móðgandi og ógnandi orð, sem bókstaflega valda dauða þess, sem þeim er beint að. Þannig var Trocheta kardináli í Tékkóslóvakíu meðhöndlaður í margar klukkustundir unz hann lézt af hjartaslagi. Hið sama tókst með sann- kristinn Rúmena, Remus Belly að nafni. í Rússlandi hefur slík aðferð verið undirbúin og framkvæmd til að orsaka hjartaslag með sí- endurteknum smánaryrðum og ásökunum, sem hrópuð eru gegn þessum ímynduðu óvinum eða tilbúnu andstæðingum. Þar má sem dæmi nefna: N.. Konrad, U. Rehrich og há- skólakennarann Kratchkeovsky. Hin banvænu orð eru blátt áfram pólitísk tækniaðferð út- hugsuð gegn kristnum mönnum og öðrum sértrúarflokkum, sem taldir eru andstæðingar." „En stjórnvöld þessi nota ekki einungis eitruð orð til mann- drápa. Ofbeldi er þeirra megin- aðferð á einhvern hátt. Þeir hafa þannig slátrað nær helmingi þjóðarinnar í Kamp- útseu. Þeir nota eiturgas í Ang- ola — og Afganistan. Þessir guðhatandi fjöldamorð- ingjar ógna stöðugt öllu mann- kyni. Fjórar milljónir Sovét-borg- ara eru með ofbeldi kúgaðir til þrælkunarvinnu við alls konar störf að gasleiðslunni miklu, sem veröld öll veit um og Vesturlönd veita þarna leiðsögn og tækni- lega handleiðslu!!" (Þessi frétt er í Los Angeles Times 20.11/82.) Ef þeir neita störfum eru þeir slegnir á kynfærin með leðuról- um og þar var frú Neditch sér- fræðingur að verki. (Síðar var hún sjálf tekin af sínum eigin samstarfsmönnum og félögum og pyntuð á sama hátt.) Föngum er einnig veittur of saltur matur og síðan neitað um vatn að drekka, unz þeir örmagnast. Háir múrar umlykja geðveikrahælin. Önnur pyntingaraðferð notuð við þessa þræla í nauðungar- vinnunni var sú, að þeir voru látnir ganga hringinn í kring í klefum sínum viðstöðulaust nótt og dag, en tamdir hundar voru látnir stökkva á þá, ef þeir gáf- ust upp, unz þeir lofuðu að hlýða skipunum verkstjóra sinna eða játuðu því, sem af þeim var kraf- izt. Slíkar játningar leiddu svo oft til nýrra dóma og áframhald- andi misþyrminga. „Þetta tilheyrir allt nútíðinni, eru daglegar athafnir og aðferð- ir í vetur. Viðurværi þessara manna í nauðungarvinnunni er súpa, sem inniheldur 20—30 baunir á mann og eitt pund af brauði. Sök margra er aðeins sú að telja sig kristna og hafa unnið á vegum trúar sinnar, selt biblí- ur, sem hefur verið smyglað inn í land þeirra eða haldið trúar- samkomur í leyfisleysi. Þeir eru nú naumast annað en skinn og bein. Margir deyja úr hungri, þreytu og harðrétti. En það gerir ekki strik í reikninginn fyrir gasleiðsluna miklu, því alltaf er hægt að finna nýja og nýja sakborninga í þeirra stað.“ Kona nokkur í rússnesku fangelsi, var þar eftir að hafa fengið refsidóm sem svikari við hinn lögboðna stjórnmálaflokk, skrifar á þessa leið: „Ég á einn son. Ég óskaði að gera hann úrvalsþegn hins kommúníska þjóðskipulags. En hann var of meyr og viðkvæmur að allri gerð. Ég varð því að æfa hann og þjálfa til karlmennsku. Eitt af því, sem ég reyndi var að fá tvær tylftir hvolpa og kettl- inga, setti þá í poka og pokana í körfu og skipaði honum að drekkja öllu draslinu. Þetta er talið ágætt uppeldisatriði. Hann brast í grát. En ég lét hann hlýða. Hann skyldi verða mis- kunnarlaus baráttumaður fyrir hugsjónum kommúnismans. Við afneitum allri meðaumkun, vorkunnsemi og öðrum borgara- legum aumingjaskap." Og nú er hann einn af fanga- vörðunum, sem kvelur bæði kon- una, sem sendir bréfið og móður sína, sem lenti í andspyrnu við flokkinn og gistir nú sama klefa og þessi kristna kona. Líklega báðar fyrir litlar sakir á venju- legan mælikvarða vestan tjalds. Flestum hlýtur að finnast nóg komið af slíkum myndum, sem eiga hornstein sinn og stjórnun frá höllinni miklu í Moskvu, í myrkum undirdjúpum stjórn- málahugsjóna og valdhafa nú- tímans. En munu ekki flestir telja komið nóg til að sanna, að hér eða öllu heldur þar er ekki full- komnun og heillir mannlífs á jörðu að finna. Um slík vinnubrögð gildir að- eins eitt: „Faðir, fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra." Reykjavík, 27. jan. 1983.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.