Morgunblaðið - 23.03.1983, Page 22

Morgunblaðið - 23.03.1983, Page 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983 || Jón I>. Árnason: Lífríki og lífshættir LXXXVII. Spurningin er: Hvern hefir hin vélrœna hagvaxtartrú leikiö lúalegar en sakleysingj- ann, sem henni ánetjaöist heils hugar? Nýtni og sparsemi boða engin heimsrof hafa hugfast, að af veraldlegum fjármunum einum saman verður engu lífi lifað, sem þess er vert að kallast líf. Hitt getur síðan verið mörgum verðugt umhugs- unarefni, að peningaleysi hefir oft átt verulegan þátt í að vekja manndóm og baráttuvilja. Afleiðing þess, að alltof fáum hefir lærzt að færa sér svipaðar lexíur til nytja, birtist máski með vorkunnarverðustum hætti í föktum og töktum hins mús- gráa fjölda velferðartrúaðra. Sá fjöldi gerir sér yfirleitt ekki grein fyrir, að takmörk hagvaxt- ar eru landamæri „velferðarrík- isins", sem sjálfkrafa verður skattaríki og að lokum skulda- ríki. Hann skilur ekki heldur, að skuldum vafið skattaríki er skilgetið afsprengi þjóðfélags græðgi og heimtufrekju, klak- stöð fyrirgreiðslusala eða/ og atkvæðakaupenda, og liggur því albert fyrir, að þess konar borg- arar taka ábyrgð og skyldur varla mjög hátíðlega. Öðru er miklu nær: Baráttan fyrir frelsi undan ábyrgð og skyldum hefir verið háð af öfga- fullri eljusemi og fórnfýsi allt Fleiri og fleiri ábyrgir menn eru að komast í skilning um, að þótt framleiðsla og viðskipti bólgni ekki út ár eftir ár, þurfi það út af fyrir sig ekki endilega að boða neins konar heimsslit eða óbæt- anlegar, óþolandi skelfingar. Þvert á móti halda þeir því fram, að þar með yrðu til orðin skilyrði fyrir eðlilegu ástandi og hreint ekki afleitum horfum. Við slík straumhvörf myndi fólk verða að miða lífshætti sína til langframa við hóflega neyzlu, notkun og meðferð náttúruauð- æfa, einkum hinna óendurnýj- anlegu. Ofátshneigðir og bíla- hugsjónir yrðu kvaddar hinztu kveðju, menn yrðu að lifa af vöxtum lífríkisins, ekki höfuð- stól þess eins og tíðkanlegt hefir verið. Alls ekki yrði ófram- kvæmanlegt að koma böndum á náttúruníðinga og lífríkisspell- virkja. Viðtekin hraðgróða- hyggja yrði máski sett á bekk, að siðamati framtíðarinnar, með þrælahaldi, eiturefna-fram- leiðslu, -dreifingu og -neyzlu. Vel má vera, að hér sé um meiri bjartsýni að ræða en nú- ríkjandi ástand leyfir. Það get ég vissulega ekki afsannað, og mér Hamfarif tímans og sögunnar gerast sífellt sviptibyljasamari og höggþyngri. Sérstök djúp- hygli er ekki nauðsynleg til að gera það ljóst. Meðfætt eðlis- næmi eða skynjun nægir. Þjóða- siðmenntir og menningarsamfé- lög vaxa og visna, ríki og þjóðir rísa og hníga — og gleymast með æ snubbóttari hætti. Aðeins örsjaldan áður, ef nokkurn tíma, munu dæmi til í mannkynssögunni, að þjóð eða þjóðafjölskyldur hafi komizt með tærnar á hæla Evrópuþjóða í sókninni upp á hátinda valda og vizku. Á hinn bóginn munu og ekki heldur finnast fordæmi fyrir sneggri og ömurlegri upp- gjöf og hnignun við sambæri- legar aðstæður en viðbrögð Evr- ópu eru vottur um síðan hún hneigði höfuð og beygði sig í duftið við fótskör sovézk/- bandarískrar vinstrimennsku. Traustasta vitnið Reyndar áttu Vesturlanda- þjóðir dæmafárri efnahagsvel- megun að fagna um röskra 2ja áratuga skeið eftir hinn banda- rísk/ sovézka sigur yfir heims- veldum Evrópu, mestu menning- arríkjum veraldar, í heimsstyrj- öldinni síðari. En heilbrigt þjóð- líf og þróttmikið réttarríki fá aldrei staðizt nema um stund- arsakir á Mammonsfótum. For- sendur farsældar eru allt aðrar. Þar má t.d. nefna þjóðarmetnað, hugsjónaeld, blóðvitund, list- sköpun, siðgæðisþrek, lögvald og réttaröryggi, er allt stingur í gegn tilgátu Marx, sem hélt að efnahagslífið væri undirstaða þjóðfélagsins. Sú ágizkun er að sjálfsögðu vinstrivilla, sem hinn merki stjórnspekingur Moeller van den Bruck — auk margra annarra fyrr og síðar — leiðrétti eftirminnilega (í bók sinni, „Das Dritte Reich", Berlin 1922) m.a. með þessum orðum: „Sagan er ekki óháð efna- hagslífinu, en sögulífssýnin er grundvöllur efnahagslífsins, og þess vegna er efnahagurinn und- ir sögulífssýninni kominn. Efna- hagsstarfsemin er afleiðingar- fyrirbæri, sögulífssýn er orsök." Ef ríkjandi heimsástand er ekki traustur vitnisburður um réttmæti þessara ívitnuðu um- mæla, fæ ég ekki í fljótu bragði komið auga á annan sanni nær: takmörk hagvaxtar eru greinileg og óyfirstíganleg; takmörk skuldasöfnunar, óhófs, eyðslu og annarrar óreiðu eru hvergi í augsýn; takmörk eymdar og vol- æðis, úrkynjunar og stjórnleysis virðast hvorki vera háð tíma né rúmi. Börn efnahagsundranna stara Skulda- kort bjarga ekki lengur í stórborgum Banda- ríkjanna fá „velferð- arþegnar" víða ókeypis súpu við fjöl- farnar götur Takmörk og takmarka- leysi Skattaríki verður skuldaríki Box 48226, Detroit nú stjörf niður í hyldýpið. Náttúrlega væri ósanngjarnt að geta þess ekki, sem til heilla horfir. „Glæpir gegn mannkyn- inu“ ættu senn að verða úr sög- unni. Réttvísi syndlausra þjóða hefir fyrir skömmu fengið send- an frá menningarríkinu Bólivíu í miðri Suður-Ameríku verandi ákafamann, Barbie að nafni, sem nú er á áttræðisaldri, og heit- strengja nú í x-milljónasta sinn að sjá um, „að þetta komi ekki fyrir aftur". Því miður er þó enn óstaðfest, að Drottins — og heimslýðræðisins — útvalda þjóð hafi léð máls á að „þetta“ bitni ekki framar á vanþakklát- um og óhreinum. Ógeðfellt klak Engum þarf væntanlega að segja, að peningar eru til margs nytsamlegir. Hins vegar eru þeir síður en svo fáir, sem ekki vita, að meðferð þeirra en ekki magn ræður úrslitum um, hvort af þeim hlýst meiri blessun en bölvun. Líklega sannast það bezt af þeirri staðreynd, að vegna peninga hafa margfalt fleiri orð- ið að öpum og ösnum — og bleyðum — en djörfum og hyggnum manneskjum, sem síðan hin Fjögur frelsi Roose- velts, „frelsi ti! tjáningar, frelsi til trúariðkan frelsi undan skorti og frelsi undan ótta“ urðu sá veruleiki sem allur heimurinn þekkir nú í raun, ekki sízt vegna fulltingis vinar hans, Stalíns, er Churchill unni um tíma plat- onskri ást að því er helzt verður ráðið (sbr. heillaóskaskeyti hans í tilefni af 65 ára afmæli Stalíns hinn 21. desember 1944: „Ég sendi yður hjartanlegustu ham- ingjuóskir mínar í tilefni af af- mælisdegi yðar. Ég er sannfærð- ur um, að líf yðar er afar dýr- mætt fyrir framtíð heimsins og hina sífelldu eflingu þeirra tengsla, sem sameina lönd okkar. Það er því ekki nein inn- antóm orðmælgi, þegar ég óska yður: „Many happy returns of the day.““). Nýfræðaþurrð Verulegur ágreiningur ríkir ekki lengur um, að mannkynið allt, en þó Vesturlandafólk alveg sér í lagi, gerði margt fávíslegra en að gera sér grein fyrir þeim möguleika án frekari tafa, að tími vaxandi velmegunar að efnahagslegum skilningi sé end- anlega liðinn í aldanna skaut. er sæmilega vel ljóst, hver for- sendan þarf að vera: Ekki bara hugarfarsbreyting, heldur róttækt hugarfarsbylt- ing. Allt, sem gengur skemmra, er kák og gerir því illt óbærilegt. Meginreglur náttúrlegra bú- skaparhátta yrðu því að vera nærgætni f stað áníðslu, varð- veizla í stað ránsskapar, fyrir- hyggja í stað skuldasöfnunar á kostnað barna og barnabarna, og þess vegna ekki sízt athugun sennilegra athafnaafleiðinga þegar áður en handa er hafizt. Og aldrei má gleymast að „vel- ferðin" hefir oftar en ekki reynzt biðstanz á leið úr fátækt í óánægju. Flest eru þetta gamalreynd úrræði, sem ýmsa hryllir við og mörgum koma á óvart og halda að séu nýmæli. Þannig er málið hins vegar ekki vaxið. Þau hafa einungis verið dæmd úrelt eða gamaldags, ósamboðin þegnum vélaaldar og því verið varpað á hræsibrekku. Þar sem nú sýnist vera komið á daginn, að öll heimsins fræð- ingafjöld sé orðin uppiskroppa með nýtízkulega isma og „hag- stjórnartæki", sem véltrúarfólk gæti talið sig fullsæmt af — og það ekki andartaki of snemma — og svokallaðir stjórnmála- menn alltaf að berjast fyrir endurkjöri, verður vart verulegr- ar ókyrrðar. Reynslan hefir tal- að og fært heim sanninn um, að mörg þessara „tækja“ (ekki má nota orð eins og aðferð, tilhögun, vinnubrögð, möguleika eða fyrir- komulag i stað orðskrípisins „hagstjórnartæki" af því að þau gefa ekki nægilega skýrt til kynna, hversu vél- og sjálfvirkt er að verki staðið) hafa ekki beinlínis skilað aðdáunarverðum árangri. Á leikvangi hins mislita skara skólasetumanna — sem margir hverjir hafa numið ný- fræðin fram á fertugsaldur —, þar sem kenningarnar hafa verið teygðar og togaðar með kjafti og klóm, hafa þær reynzt fremur mergrýrar eða vanfóðraðar líkt og búfénaður, sem teymdur er til slátrunar í alþýðulýðveldi. Þegar þeim síðan hefir verið hleypt lausum úr umbúðum orða út á borð veruleikans, hafa þær hrasað um sjálfar sig — og þá félagsmálapakkahúsið, sem þær áttu að bera uppi, sömuleiðis. Matvælagjafir í þakklætisskyni Af greindum sökum vekur naumast undrun, að vissar hugmyndir um viðunandi vinnu- brögð og árangursrík úrræði að reynslunnar dómi „hagstjórnar- tæki“ á félagsmáli), sem fyrir löngu höfðu verið talin mesti ósómi eins og að framan er drep- ið á, rifjast upp fyrir ýmsum þó að ekki fylgi umtalsverður lúðrablástur. Sums staðar virð- ast hinar fornu dyggðir þó vera frísklegri eftir upprisu en fyrir. Fréttir berast t.d. um, að nýtni og sparsemi eigi vaxandi vin- sældum að fagna. Máski eiga skortur og neyð einhvern hlut að. Eigi að síður er fremur sjaldgæft orðið, að gys sé gert að þeim, sem ekki hafa viljað fall- ast á, að hyggilegt sé að kaupa til að kasta. Nær fullvíst má telja, að eig- endur gamla Volkswagen-bíls- ins, sem „Die Welt“ getur um hinn 9. desember sl. og skráður er í þorpinu Bad Fússing í Passau-sýslu, hafi ekki talið góða meðferð hneykslanlegn löst. Þessi bíll var framleiddur árið 1939 og eigendaskipti hafa margsinnis orðið að honum síð- an. Núverandi eigandi, 69 ára gamall eftirlaunaþegi, hefir ekið honum í 19 ár. Við skoðun í haust sýndi mælirinn að honum hafði alls verið ekið 421.000 km. Án þess að skipt hafi verið um vél í honum frá því að hann var afhentur við verksmiðjudyr. Auðvitað get ég ekki vitað fyrir víst, en mér finnst ein- hvern veginn liggja í hlutarins eðli, að erlend blöð og tímarit myndu ekki hafa fundið ástæður til að birta reglulegar fréttir undir flennifyrirsögnum s.s. „Hungursneyð í Detroit", „Sjöundi hver húsnæðislaus", „25% atvinnuleysi" og „Van- nærðir: 400.000“, í haust og vetur frá bandarískri borg, er um ára- tugi hefir verið eins konar aug- lýsingamynd um auðlegð ríkis- ins, ef allir hinir 1.203.339 íbúar hennar hefðu haft í huga lífs- viðhorf og lífsvenjur framleið- enda og eigenda framannefnds Volk-wagens. Ef svo hefði verið, væri einnig ólíklegt að fjöldi Detroit-búa ætti nú líf sitt undir því komið að matargjafir berist án tilfinnanlegra tafa frá Þjóðverj- um, sem nú muna örlæti banda- rískra borgara við þá á meðan Morgenthau-áætlun þeirra Roosevelts og Churchills var í gildi árin 1945—1953. Nú streyma matargjafir frá Þýzkalandi vestur yfir hafið, al- gengust pakkaþyngd 8 kg, burð- argjald DM 36,00, utanáskrift: „Social Fund“, City of Detroit, Box 48226, Michigan, USA.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.