Morgunblaðið - 25.03.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.03.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1983 Hækkanir á bilinu 9—24% VERÐLAOSRÁÐ hefur á fundi sínum samþvkkt að heimila 9% hækkun á borðsmjörlíki. Hækkun- in tekur gildi frá og með deginum í dag að telja. Þá samþykkti Verðlagsráð að heimila 13—19% hækkun á brauðum, sem eru undir verð- lagsákvæðum. Loks samþykkti Verðlagsráð, að heimila 20—24% hækkun á fargjöldum sérleyfis- og hóp- ferðabíla. NorÖurland vestra: Göngumenn“ mega nota 6B LANDSKJÖRSTJÓRN ákvað í gærkveldi, að „gönguraenn" í Norðurlandi vestra fengju að merkja framboðslista sinn bókstöfunum „BB“ í kosningun- um hinn 23. aprfl. Landskjörstjórnin fundaði þrí- vegis í gær og var búið að yfirfara listana í öllum kjördæmum lands- ins, nema Norðurlandskjördæmi vestra, þegar þriðji fundurinn hófst kl. 20.30 í gærkvöldi. Áfrýjun stjórnar kjördæmissambands Framsóknarflokksins í því kjör- dæmi til landskjörstjórnar vegna úrskurðar yfirkjörstjórnar um heimild á notkun listabókstafanna BB, varð tilefni mikilla umræðna og langs fundarhalds í gærkvöldi. Stjórn kjördæmissambands Framsóknarflokksins áfrýjaði í gærmorgun úrskurði yfirkjör- stjórnar þess efnis að „göngumenn" fengju listabókstafina BB á fram- boðslista sinn. Yfirkjörstjórnin tók þá ákvörun í fyrradag eftir að hafa fengið skeyti frá Steingrími Her- mannssyni, formanni flokksins, þar sem hana upplýsti að fram- kvæmdastjórn hefði heimilað notk- un þeirra. Áður hafði stjórn kjör- dæmissambandsins Framsóknar mótmælt því að göngumenn fengju* bókstafina, og lét Páll Pétursson, þingflokksformaður og efsti maður á lista flokksins, en hann var full- trúi Framsóknarflokksins á fundi yfirkjörstjórnar, bóka andmæli með tilvísun til kosningalaga og laga Framsóknarflokksins. Landskjörstjórn barst skeyti ár- degis um áfrýjunina, bókun Páls Péturssonar, og fleiri gögn bárust þeim flugleiðis síðdegis. Samkvæmt heimildum Mbl. sýndist sitt hverj- um í landskjörstjórn framan af, og var málið ekki útkljáð fyrr en seint í gærkveldi, eftir langa og stranga fundarsetu. Niðurstaðan varð sú, að sögn Gunnars Möller, formanns landskjörstjórnar, er Mbl. hringdi í hann í gærkveldi, að ákveðið var að hrófla ekki við ákvörðun yfirkjör- stjórnar í Norðurlandskjördæmi vestra, enda væri hún endanleg. Halda „göngumenn" því lista- merkingunni „BB“ eins og þeir höfðu farið fram á. Að sögn Gunn- ars var landskjörstjórn sammála um þessa niðurstöðu. Að öðru leyti samþykkti lands- kjörstjórn fyrir sitt leyti fram- komna framboðslista. Bandalag jafnaðarmanna fær listabókstafinn C. Kvennalistarnir fá bókstafinn V, en þeir bjóða fram undir heitinu „Samtök um kvennalista". Fjölmenni á fundi á Akureyri Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var í gær á Akureyri, heimsótti þar fjóra vinnustaði, en í gærkveldi flutti hann ræðu á fjölmennum fundi í Sjallanum, svo sem fram kemur í baksíðufrétt. Myndin var tekin í gærkveldi, er Geir flutti ræðu sína. símamynd/ Morgunbiaði*/ RAX Saltfisksamningum við Portúgal og Ítalíu lokið: Verðmæti þeirra 13-1400 milljónir SAMIÐ HEFUR verið við ítali um kaup af 3.500 tonn- um af saltfiski héðan í ár. Eins og frá hefur verið skýrt var á dögunum samið við Portúgali um afhendingu á 27 þúsund tonnum af salt- fiski héðan í ár. Verðmæti Heildartekjur Flug- leiða jukust um 91,8% HEILDARTEKJUR Flugleiða námu á árinu 1982 1.667,8 milljónum króna, en voru 869,6 milljónir árið á undan, sem er 91,8% hækkun. Án afskrifta námu rekstrargjöld 1.517,2 milljónum króna, en 772,1 milljón króna árið 1981, sem er 96,5% hækk- un. Afskriftir á árinu 1982 voru 84,0 milljónir króna, en 54,3 milljónir árið 1981. Rekstrarhagnaður án fjármuna- tekna og gjalda nam 1.224 þúsund krónum, en rekstrarhagnaður 1981 var 10.548 þúsund krónur. Hreinn fjármagnskostnaður var á árinu 1982 83,8 milljónir króna, en 64,5 milljónir króna 1981. f árslok voru heildareignir Flugleiða og dótturfyrirtækja 1.389,4 milljónir króna, en skuldir 1.568,8 milljónir króna. Eigið fé er því neikvætt um 179,4 milljónir króna, en var neikvætt um 23,5 milljónir króna árið 1981. Á árinu 1982 lækkuðu vextir á alþjóðamörkuðum nokkuð og hafði það í för með sér lækkun vaxta- kostnaðar fyrirtækisins. Á árinu 1982 var vaxtakostnaður 7,5% af rekstrartekjum, en var 9,9% af rekstrartekjum ársins 1981. Vextir hafa haldið áfram að lækka og al- mennt er ekki búist við vaxta- hækkunum á árinu 1983. Hin mikla hækkun Bandaríkja- dollars gagnvart helztu gjaldmiðl- um á Evrópumörkuðum félagsins, sem varð á árinu 1982, hafði mjög neikvæð áhrif á tekjumyndun fé- lagsins í millilandaflugi. Hefði meðalgengi Bandaríkjadollars ver- ið hið sama árið 1982 gagnvart Evrópumyntum og það var árið 1981, hefðu nettótekjur félagsins orðið um 3 milljónum Bandaríkja- dollara meiri en raun varð á, og jafngildir það 37,7 milljónum króna á meðalgengi Bandaríkja- dollars á árinu 1982. Meðalverð á eldsneyti var árið 1982 6,7% lægra en árið 1981, mælt í Bandaríkjadollurum. Er það fyrsta árið í langan tíma, sem verð á eldsneyti lækkar. Félagið hélt áfram með góðum árangri að kaupa beint heila eldsneytisfarma, sem uppfylltu hluta af þörfum fé- lagsins á Keflavíkurflugvelli. Eldsneyti hefur haldið áfram að lækka og eru jafnvel horfur á frek- ari lækkun eldsneytisverðs, og ætti það að verða til mikilla hagsbóta fyrir félagið á árinu 1983. þess saltfísks, sem samið hcfur verið um afhendingu á til Portúgal og Ítalíu í ár, nemur 13—1400 milljónum króna. Um nokkra verðlækk- un er að ræða í doilurum frá síðasta ári. í Ítalíu- samningnum nemur lækkun- in um 8%, en Friðrik Páls- son, framkvæmdastjóri SÍF, vildi ekki í gær upplýsa hversu mikil lækkunin væri í samningnum við Portúgali. Varðandi Italíusamninginn sagði Friðrik að nú hefði verið samið um 3.500 tonn, en í sam- svarandi samningagerð í fyrra hefði verið samið um 2.700 tonn. Á síðasta ári hefðu hins vegar verið send tæplega 4 þúsund tonn af saltfiski til Ítalíu. í ár væri þegar búið að afskipa um 500 tonnum af saltfiski til Ítalíu og bættist það magn við fyrr- nefndan samning. Að auki yrði rætt um eitt þúsund tonna við- bót í haust og búast mætti við, að meira yrði sent á Ítalíumark- að í ár en á síðasta ári. Friðrik Pálsson sagði að sam- keppnin á Suður-Evrópumörkuð- um væri orðin mjög hörð. í Portúgal væri meðal annars að glíma við veiðiheimildir, sem í boði væru við Kanada og Noreg og auk þess fengju Portúgalir að kaupa saltfisk í veiðiskip í norskum höfnum. í þessari ferð samningamanna Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda var einnig komið við á Spáni og er búist við að gengið verði frá saltfisksölu til Spánar eftir páska. Tap Cargolux 1,1 millj- arður franka á sl. ári Aframhaldandi hallarekstur hefur verid á þessu ári GRÍÐARLEGIR erfiðleikar hafa steðjað að Cargolux-flugfélaginu undanfarin misseri. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins varð tap Cargolux á síðasta ári um 1.100 milljónir franka, sem jafngildir 485 milljónum króna, miðað við gengið í dag. Hlutafé félagsins var neikvætt um 344 milljónir franka í upphafi ársins, en síðan var það aukið um 330 milljónir króna í janúarmán- uði sl., þannig að það er neikvætt um 14 milljónir króna í dag. Stjórn félagsins mun væntanlega taka ákvörðun um frekari hluta- fjáraukningu í aprílmánuði, en að sögn Sigurðar Helgasonar, for- stjóra Flugleiða, sem situr í stjórn félagsins, munu Flugleiðir vænt- anlega ekki taka þátt í þeirri hlutafjáraukningu. Flugleiðir munu því væntanlega eiga 3,8% hlutafjár í Cargolux í stað 5,6% í dag. Sigurður Helgason sagði enn- fremur, að ekki væru nein teikn á lofti um verulega batnandi tíð í rekstri Cargolux, þar sem sam- keppnin væri gríðarlega mikil á þeim mörkuðum, sem Cargolux hefur aðallega starfað á, þ.e. flug milli Evrópu og Austurlanda fjær. Tap Cargolux var um 82 milljónir franka í janúar og um 84 milljónir franka í febrúar, eða samtals um 166 milljónir franka fyrstu tvo mánuði ársins, sem jafngildir lið- lega 73 milljónum íslenzkra króna. Gaf upp nafn tvíbura- bróður síns er hann var handtekinn UM síðustu mánaðamót var maður handtekinn á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins, grunaður að hafa með- ferðis eiturlyf. í Ijós kom að hann var með mikið af hassolíu í verjum innvort- is og einnig kókaín. Við handtökuna sagði mað- urinn til nafns. Maðurinn var úrskurðaður í sjö daga gæzlu- varðhald og til að sæta lækn- isskoðun, m.a. röntgenmynda- töku. Þessir úrskurðir voru kærðir til Hæstaréttar. Áður en málið kom þangað vöknuðu hins vegar grunsemdir um að maðurinn hefði sagt rangt til nafns. Við yfirheyrslur játaði hann síðar að hafa gefið upp nafn tvíburabróður síns og notað vegabréf hans. Það var síðan sannreynt með fingra- fararannsókn. Úrskurðirnir voru staðfestir í Hæstarétti og þá hafði nafn mannsins verið leiðrétt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.