Morgunblaðið - 25.03.1983, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1983
Kveðja:
Guðriin Kolbrún
Sigurðardóttir
Guðrún Kolbrún er dáin.
Mannshuganum er það eiginlegt
að leita á vit fagurra minninga úr
umhverfi og lífi þess sem liðinn er.
Þeir eru nú hart fjórir áratug-
irnir síðan við þrjár aðfluttar fjöl-
skyldur á Akureyri tengdumst
órofa vináttuböndum á mann-
dómsárum okkar þar. Börnin uxu
saman úr grasi. í sorg og gleði var
jafnan leitað samveru. Seinna
fluttu þessar fjölskyldur allar til
Reykjavíkur, er börn þeirra voru
mörg flogin úr hreiðrinu og önnur
að hefja sig til flugs.
Nú hefur snöggur sjúkdómur
herjað á eitt þessara barna — sem
öll eru komin á sín manndómsár
— og skilið eftir sig mannfall.
Guðrún Kolbrún, sem átti svo
mikla innri fegurð samfara ágæt-
um gáfum og lund sem bar í sér
meiri kærleik og góðvild en al-
mennt gerist, er öll.
Heiður himinn dagsins og
hækkandi sól megna hvergi að
deyfa þá sorg sem sest að völdum í
hug og hjörtum ástvina og vina
allra er slík mannkostakona
hverfur sjónum.
Guðrún Kolbrún Sigurðardóttir
var fædd í Bolungavík 15. júní
1943. Faðir hennar, Sigurður M.
Helgason lögfræðingur, og móðir,
Þorbjörg Gísladóttir, bjuggu þar
um skeið en Sigurður var lög-
reglustjóri þar.
Tveggja ára gömul flutti Guð-
rún með foreldrum sínum og eldri
systur, Guðnýju, til Akureyrar er
faðir hennar gerðist fulltrúi við
bæjarfógetaembættið þar. Á Ak-
ureyri bættust tveir bræður í fjöl-
skylduna, þeir Gísli Heimir og
Helgi Máni.
Foreldrar þeirra bjuggu á Akur-
eyri í 22 ár uns faðir þeirra varð
borgarfógeti hér í Reykjavík. Á
Akureyri luku þrjú börnin stúd-
entsprófi — en hið yngsta hér í
borg.
Bernskuheimili Guðrúnar var
sérstætt að menningu og mann-
rækt, glaðværð og gestrisni,
minnti þar um margt á heimili
móðurforeldra hennar hér í
Reykjavík, Gísla Kristjánssonar
skipstjóra og Guðnýjar G. Haga-
lín, hinnar landskunnu atorku-
konu á sinni tíð.
Veturinn fyrir stúdentspróf, 28.
desember 1962, giftist Guðrún
Þorsteini Geirssyni lögfræðinema,
sem var tveim árum á undan
henni í menntaskólanum fyrir
norðan. Með þeim var jafnræði
mikið að andlegu atgervi. Þau
stofnuðu heimili sitt í Reykjavík
og hafa búið hér æ síðan. Þor-
steinn er deildarstjóri í fjármála-
ráðuneytinu. Börn þeirra eru þrjú:
Sigurður 19 ára, Þóra Björg 17 ára
og Vala Rebekka 9 ára.
Fyrstu hjúskaparárin vann
Guðrún að skrifstofustörfum sam-
hliða móður- og húsmóðurstörf-
um.
Þau hjón voru samhent í því að
búa börnum sínum gott heimili.
1967 lauk Guðrún prófi frá Kenn-
araskóla íslands, bæði frá aðal-
deild og handavinnudeild. Henni
tókst það með ágætum. Hún hóf
síðan kennslu við Langholtsskól-
ann hér í borg og síðar við Mýr-
arhúsaskóla.
1978 hóf hún nám við Handíða-
og myndlistaskólann og lauk prófi
á sl. vori. Lagði hún einkum stund
á keramiklist og vöktu munir
+
Maöurinn minn,
JÓN VALUR STEINGRÍMSSON,
Birkimel 8,
lést á heimili sfnu 23. mars.
F.h. aöstandenda,
Þóra Þorbjarnardóttir.
+
Útför eiginkonu minnar,
SVEINGEROAR EGILSDÓTTUR,
Reykjamörk 8,
Hveragerói,
er lést föstudaginn 18. mars, fer fram frá Kotstrandarkirkju, ölfusi,
laugardaginn 26. mars kl. 14.
Magnús Hanneason.
t
Eiginmaöur minn,
VÉSTEINN BJARNASON,
Laugabraut 16, Akranasi,
veröur jarösunginn frá Akraneskirkju laugardaginn 26. mars kl.
11.30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir.
Fyrir hönd fjölskyldunnar.
Rósa Guömundsdóttir.
t
Innilegar þakkir færum viö öllum þeim er auösýndu okkur samúö
og hlýhug við andlát og útför
GUOBJARGAR Þ. GUNNLAUGSDÓTTUR
fré Gjébakka,
Heiðarvegi 26, Vestmannaeyjum.
Guö blessi ykkur öll.
Fyrir hönd dætra og annarra vandamanna.
Björn Kristjénsson.
o
Vilhelmína Ólafsdótt-
ir - Minningarorð
hennar athygli sökum listfengi og
fágaðs handbragðs.
Á ný hóf Guðrún kennslustörf í
haust — við Melaskólann.
Það felst bitur sorg í þeirri stað-
reynd að svo falleg, greind og vel
menntuð kona er dáin í blóma lífs-
ins frá eiginmanni og börnum á
viðkvæmu skeiði. En eins og við
vitum að vorið fer í hönd verðum
við að trúa því, að sá mikli andi
sem glæðir tilveru alla og lýsir til
þroska í gleði og sorg beri hér
einnig smyrsl á stór sár.
Elskulegu vinir. Við Hreiðar og
fjölskyldur okkar sendum ykkur
öllum einlægar samúðarkveðjur.
Fjölmargir vinir hugsa til ykkar
í dag og þótt enginn megni að
græða sárin fela vinakveðjur sam-
úðar í sér blessunarríkar bænir og
einlægar þakkir til Guðrúnar fyrir
þá samfylgd er jafnan lýsti af
fyrir hennar gerðir.
Blessun fylgi minningu hennar.
Jenna Jensdóttir
Grein þessi átti að birtast með
öðrum greinum um hina látnu í blað-
inu í gær, en varð eftir í prentsmiðj-
unni vegna mistaka. Biður blaðið
alla sem hlut eiga að máli afsökunar.
Fædd 11. maí 1905
Dáin 18. marz 1983
í dag verður til moldar borin frá
Hafnarfjarðarkirkju, frú Vil-
helmína Ólafsdóttir frá Gestshús-
um í Hafnarfirði.
Vilhelmína ólst upp í föðurhús-
um ásamt systrum sínum, Ragn-
heiði og Bjarnþóru. Einn son eign-
uðust þau hjón, en hann dó ungur.
Árið 1925 gengu þau í hjónaband
Vilhelmína og Sigurlinni Péturs-
son, byggingameistari. Eignuðust
þau sex börn, Ingibjörgu, Sigur-
linna, Ólaf Pétur, Svanhvíti, Gylfa
Eldjárn og Vilhjálm.
Fyrstu búskaparárin bjuggu
þau í Hafnarfirði, en síðar fluttu
þau til Reykjavíkur og bjuggu þar
á ýmsum stöðum, síðast á Miklu-
braut 42. Hugur þeirra, ekki síst
Vilhelmínu, stóð alltaf til Hafnar-
fjarðar og hraunsins þar, því varð
úr að þau keyptu lóð af landi
Hraunsholts og byggðu sér þar
framtíðarbústað. Þangað fluttu
þau svo með barnahópinn.
Ekki fer á milli mála, að fyrstu
árin hafa verið erfið þar, enda
ekkert rennandi vatn þá, varð að
notast við regnvatn og aðflutt
vatn þegar það þraut.
Ung að árum réðst hún til
starfa og náms að heimili Zimsen
borgarstjóra í Reykjavík. Þar
lærði hún bæði hannyrðir og
matseld. Mun hún meðal annars
hafa þjónað til borðs er Kristján
Danaprins kom í heimsókn til Is-
lands.
Þá lærði hún píanóleik hjá Þór-
arni Guðmundssyni, tónskáldi.
Hann kvatti hana til söngnáms, en
ekki varð af því sennilega vegna
fjárskorts því söngrödd hafði hún
forkunnarfagra.
Maður hennar, Sigurlinni Pét-
ursson, var sem fyrr segir bygg-
ingameistari, en hann var einnig
myndlistarmaður og uppfinninga-
maður. Hann var því oft fjarver-
andi langtímum saman vegna
vinnu sinnar. Er augljóst, að þá
hefur mikið reynt á dug og þol-
gæði Vilhelmínu. Kunnátta henn-
ar hefur þá komið að góðum not-
um við umönnun heimilis og
barna, og ekki síður tónlistar-
áhuginn á einverustundum. Enda
mun oft hafa verið gripið í píanóið
og sungið með.
Kynni okkar Vilhelmínu hófust
fyrir um það bil fimm árum, er við
Svanhvít, dóttir hennar, felldum
hugi saman. Þá hafði hún misst
mann sinn fyrir nokkru. Varð ég
fljótt áskynja um veglyndi hennar
og umhyggju fyrir börnum sínum
og barnabörnum.
Hún var bókhneigð mjög og
vandaði vel val þeirra bóka sem
hún las. Hafði hún yndi af kvæð-
um og las þau stundum fyrir
okkur hin. Greinilegt var, að hún
skildi innihald þeirra og boðskap,
enda kom þar fram lífsviðhorf
hennar og vilji til góðra áhrifa.
Eftirfarandi kvæði orti Sigur-
linni Pétursson til minningar um
móður sína, og gerir Svanhvít
dóttir þeirra þau orð að sínum til
móður sinnar.
Móðir, ég á minningar um þig,
minningar, sem leiöa veginn mig.
Ljós mér gafstu, lífsins von og trú,
í ijóssins dýrðarengilmynd ert þú.
Vaktir yfir breyskri barnsins lund,
brostir hverja þunga raunastund.
Leiðréttir öll bernsku minnar brot,
svo brosti við þér kinn mín táravot.
Nú er horfið hýra brosið þitt,
heilög minning fyllir hjarta mitt.
Skautið þitt var skjól og vagga min,
ég skii nú fyrst, hve sæl er minning þín.
Þó lífsins byrðar legðust hart að sál,
þín lundin hreina söng um æðri mál.
Ekkert hjarta æðri móður er,
innsta og dýpsta kærleiksneistann ber.
(Hugur og hönd.)
Ég minnist með þakklæti
margra ánægjustunda á heimili
hennar. Börnum hennar, barna-
börnum og skyldfólki öllu votta ég
dýpstu samúð mína.
Bergur P. Jónsson
Birting
afmœlis- og
minningar-
greina
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess skal
einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort Ijóð um hinn
látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins.
Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
t
Faðir okkar, tengdataðir, ati og langafi,
GUÐBJÖRN GUÐMUNDSSON,
prantarl,
Hagamel 18,
verður jarösunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, föstudaginn
25. mars, kl. 1.30 e.h. Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlega
bent á líknarsjóð Oddfelíów-reglunnar.
Elin Guðbjörnadóttir, Magnús Guðbjörnaaon
Björn Halldórsaon,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móöir mín, tengdamóöir og amma
GUÐRUN GUDMUNDSDÓTTIR
fré Íaafiröí,
Víkurbraut 11, Grindavík,
veröur jarðsungin frá Grindavíkurklrkju laugardaginn 26. mars kl.
14.00.
Kolbrún Sveinbjörnadóttir,
Lúövík P. Jóelaaon,
Sveinbjörg V. Lúövíksdóttir,
Jóel Brynjar Lúövikaaon,
Guðrún Lúövíkadóttir.
t Hjartans þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og
útför móöur okkar.
ÞORBJARGAR ELlSABETAR JÓHANNESDÓTTUR.
Arnoddur Tyrfingaaon, Kristín Magnúsdóttir,
Jóhanna Tyrfingsdóttir, Jón Jóhannsson,
Árný Tyrfingsdóttir, Georg Valentlnusson,
Garðar Tyrfingason, Erla Jónsdóttir,
Þorsteinn Tyrfingsson, Ingibjörg Jakobsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.