Morgunblaðið - 25.03.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.03.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1983 5 Kagnhildur Darfð Pétur Sólrún Hádegisfundur um endurreisn atvinnulífsins SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Reykjavík, Heimdallur, Hvöt, Óðinn og Vörður, munu halda almennan hádegis- fund um atvinnumál laugardaginn 26. mars nk. frá kl. 12:00—14:00 í Valhöll við Háaleitisbraut. Fundur þessi er sá fyrsti af þremur hádegisfundum sem haldnir verða fram að kosningum um mál sem Sjálfstæðisflokkurinn leggur mikla áherslu á í komandi kosningum. Á þessum fyrsta fundi á laug- ardaginn verða frummælendur fjórir, þ.e. Davíð Scheving Thor- steinsson iðnrekandi og þrír af frambjóðendum flokksins í kom- andi alþingiskosningum, Pétur Sigurðsson, Ragnhildur Helga- dóttir og Sólrún B. Jensdóttir. Að loknum ræðum frummælenda Erna gefst fundarmönnum tækifæri til að bera fram fyrirspurnir. Fundarstjóri verður Erna Hauksdóttir, viðskiptafræðinemi. Á boðstólnum verður léttur há- degisverður á vægu verði fyrir fundargesti. I kjallara Valhallar verða teiknimyndir sýndar fyrir börn fundargesta og barnagæsla. Strætisvagnar Reykjavíkur: Ellilífeyrisþegar fá afslátt - og börn und- ir 4ra ára aldri frítt „Borgarstjórn Reykjavíkur hefur ákveðið, að þeir ellilífeyrisþegar á aidrinum 67—70 ára, sem njóta tekjutryggingar frá Tryggingarstofn- un ríkisins, skuli eiga kost á sama afslætti á fargjöldum SVR og nú býðst ellilífeyrisþegum, 70 ára og eídri. Farmiðaspjöld aldraðra og ör- yrkja eru seld gegn framvísun nafnskírteinis á afgreiðslustöðum SVR á Hlemmi og Lækjartorgi frá og með 28. þ.m. Jafnframt hefur stjórn SVR samþykkt, að börn innan fjögurra ára aldurs, í fylgd með fullorðn- um, ferðist endurgjaldslaust með vögnum fyrirtækisins." Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu, sem Morgunblaðinu barst í gær frá Strætisvögnum Reykjavíkur. Sveinn Björnsson, formaður verðlagsráðs, sagði í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í gær, að þetta mál væri að sínum dómi óháð lögbannsmál- um þeim er í gangi hafa verið milli embættis verðlagsstjóra og borg- aryfirvalda. Þetta hefði ekki verið kynnt verðlagsstofnun á neinn hátt, eða borið undir hana. Sveinn sagði einnig, að öll þessi Landsvirkjun: Fimm sóttu um stöðu forstjóra Umsóknarfrestur um starf fram- kvæmdastjóra Landsvirkjunar rann út 23. þ.m., og bárust Hmm umsóknir um starfið. Umsækjendur eru Gísli Júlíus- son, deildarverkfræðingur hjá Landsvirkjun, Halldór Jónatans- son, aðstoðarframkvæmdastjóri Landsvirkjunar, Jóhann Már Marí- usson, yfirverkfræðingur Lands- virkjunar, og Kári Einarsson, for- stöðumaður tæknideildar Raf- magnsveitna rikisins. Fimmti um- sækjandinn óskaði eftir nafnleynd. mál væru nú í athugun innan verðlagsráðs og hjá verðlags- stjóra. Á meðan þeirri athugun væri ekki lokið, sagði hann verð- lagstjóra hafa fallist á að „doka við“ og aðhafast ekkert í málinu í bili, að ósk verðlagsráðs. Solin hækkar á lofti voriö er á næsta leiti viö erum komin meö nýjar fallegar vorvörur frá Frakklandi, ítalíu, Hollandi og Englandi. Austurstræti 22 Má bjóöa þér í 10 ára afmæli Útsýnar í Lignano? ítölsk helgi í Reykjavík 25.—27. marz á vegum Feröamálaráös Lignano og Útsýnar Itölsk barna- og fjölskylduhátíð áNb** BICCAIDWAT sunnudaginn 27. marz kl. 14.00. Kynning á hinum afburðavinsæla fjölskyldustað Lign- ano meö glæsilegri aðstöðu á „gullnu ströndinni" fyrir börnin, foreldrana og ótal tækifærum fyrir ungt fólk á öllum aldri til að njóta lífsins í sumarleyfinu. Ströndin í Lignano sett upp á sviöi Broadway. Lína Langsokkur kemur i heimsókn. Garðabæjarkórinn syngur undir stjórn Guöfinnu D. Ólafsdóttur. Hin unga söngstjarna Ingunn Gylfadóttir kynnir nýútkomna plötu sína. Kynnir: Bryndís Schram, ritstjóri og fararstjóri. Aðgöngumiðar á kr. 25,00 í Broadway í dag, sími 77500. Húsið opnað kl. 13.30. Krakkar — Krakkar Endur og hendur — stórglæsilegur barnafatnaöur. Modelsamtökin sýna. Danshópur frá Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar sýnir dans og margt fleira til skemmtunar. En aö lokum veröur stórfenglegt gjafa-happdrætti með itölskum leikföngum og ítalskir vinir okkar leysa aö lokum öll börnin (sem aöeins fá aðgang með full- orðnum) út meö ítölskum páskaeggjum. Stórbíngó — Aðalvinningur 2ja vikna sumarleyfisferð til Lignano fyrir alla fjölskylduna. ?roaskrifstofat» Velkomin á ítalska hátíð í Broadway

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.