Morgunblaðið - 25.03.1983, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.03.1983, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1983 Peninga- markaðurinn Ralph Waite í hlutverki John Chapman skólameistara. Sjónvarp kl. 22.25: John Chapman snýr við blaðinu - bandarísk sjónvarpsmynd frá 1976 Á dagskrá sjónvarps kl. 22.25 er bandarísk sjónvarpsmynd, John Chapman snýr við blaðinu (The Secret Life of John Chapman), frá árinu 1976, gerð eftir skáldsögu John R. Coleman, Blue Collar Journal. Leikstjóri er David Lowell Rich, en í aðalhlutverkum Ralph Waite, Susan Anspach, Pat Hingle og Elaine Heilwell. John Chapman er miðaldra skólameistari, sem finnur ekki iengur gleði í starfi sínu. Eftir deilu við son sinn ákveður hann að taka sér leyfi frá störfum. Hann hyggst leita gæfunnar i gjörólíku umhverfi sem óbreyttur verkamaður meðal alþýðunnar. „Mér eru fornu minnin kæra kl. 10.30: Um Bjarna Halldórs- son á Þingeyrum Á dagskrá hljóðvarps kl. 10.30 er þátturinn „Mér eru fornu minnin k*r“. Umsjónarmaður: Einar Krist- jánsson frá Hermundarfelli. (RÚVAK.) — Það verður fluttur frásagn- arþáttur eftir óskar Clausen, sem hann skráði um Bjarna Halldórs- son, sýslumann á Þingeyrum, sagði Einar. — Bjarni fæddist um aldamótin 1700 og lauk prófi frá Skálholtsskóla, tvítugur að aldri. Eftir liðlega eins árs nám ytra varð hann rektor í Skálholti, þá aðeins 22 ára gamall. Fimm árum síðar lét hann af rektorsstarfinu og gerðist sýslumaður í Húna- vatnssýslu og sat á Þingeyrum. öll hans ævi var talsvert söguleg og maðurinn sérkennilegur. Svo virð- ist sem búskapur og umsvif hafi átt betur við hann en lærdóms- störfin í Skálholti. Bjarni þótti að- gangsharður við vinnufólk sitt, vakti það með löðrungi á morgn- ana ef það var ekki farið á kreik, þegar hann kom á fætur. Á engj- unum varð vinnufólkið helst að vera á nærfötunum og mátti alls Einar Kristjánsson ekki hafa vettlinga, sama hvernig viðraði. Ef því var kalt gaf hann því gjarna utan undir, til að hlýja því. Bjarni var afar feitur maður og þungur eftir því, um 360 pund, og hefur því þurft trausta hesta til að bera hann yfir. Með á nótunum kl. 17.00: Norrænt umferðar- öryggisár og skíða- landsmót á ísafirði Á dagskrá hljóðvarps kl. 17.00 er þátturinn Meó á nótunum. Létt tón- list og leiðbeiningar til vegfarenda. Umsjón: Ragnheiður Davíðsdóttir og Tryggvi Jakobsson. — Við munum m.a. velta fyrir okkur hvernig vegfarendur geta látið gott af sér leiða í tilefni af norræna umferðaröryggisárinu, sagði Ragnheiður. — Þá flytur Bragi Bergmann, kennari á Akur- eyri, pistil um umferðarmálefni. Við verðum með eitthvað um skíðalandsmótið á ísafirði, sláum sennilega á þráðinn hjá lögreglu staðarins til þess að forvitnast um það. Einnig ætlum við að tala um ýmis hjálpartæki, svo sem slökkvitæki, sjúkrakassa, vasaljós, teppi o.fl., sem nauðsynlegt er að hafa í hverjum bíl, en margir gleyma. Útvarp Reykjavík r GENGISSKRANING NR. 57 — 24. MARZ 1983 Kr. Kr. Eining Kl. 09.15 Kaup Sala 1 Bandarikjadollari 21,050 21,120 1 Sterlingspund 30,644 30,745 1 Kanadadollari 17,149 17,206 1 Dönsk króna 2,4487 2,4569 1 Norsk króna 2,9123 2,9220 1 Sœnak króna 2,7881 2,7974 1 Finnskt mark 3,7945 3,8071 1 Franskur franki 2,8992 2,9089 1 Belg. franki 0,4405 0,4419 1 Sviasn. franki 10,1324 10,1661 1 Hollenzkt gyllini 7,7589 7,7847 1 V-þýzkt mark 8,6966 8,7255 1 ítölsk Ifra 0,01461 0,01466 1 Austurr. sch. 1,2364 1,2405 1 Portúg. escudo 0,2181 0,2189 1 Spénskur peseti 0,1548 0,1554 1 Japansktyen 0,08832 0,08861 1 írskt pund 27,491 27,583 (Sérstök dráttarréttindi) 23/03 22,6224 22,6979 J r a GENGISSKRÁNING FERÐAMANNAGJALDEYRIS 24. MARZ 1983 — TOLLGENGI í MARS. — Kr. Toll- Eining Kl. 09.15 Sala gengi 1 Bandaríkjadollari 23,232 19,810 1 Sterlingspund 33,820 30,208 1 Kanadadollari 18,927 16,152 1 Dönsk króna 2,7026 2,4522 1 Norsk króna 3,2142 2,9172 1 Sasnsk króna 3,0771 2,8004 1 Finnskt mark 4,1878 3,8563 1 Franskur franki 3,1998 2,9133 1 Belg. franki 0,4861 0,4437 1 Svissn. franki 11,1827 9,7191 1 Hollenzkt gyllini 8,5632 7,4098 1 V-þýzkt mark 9,5981 8,1920 1 ítölsk líra 0,01613 0,01457 1 Austurr. sch. 1,3646 1,1656 1 Portúg. escudo 0,2408 0,2147 1 Spánskur peseti 0,1709 0,1552 1 Japanskt yen 0,09747 0,08399 1 írskt pund 30,341 27,604 Vextir: (ársvextir) INNLÁNSVEXTIR: 1. Sparisjóösbækur.................42,0% 2. Sparisjóösreikningar, 3 mán.1*.45,0% 3. Sparisjóösreikningar, 12. mán. 1>... 47,0% 4. Verötryggöir 3 mán. reikningar. 0,0% 5. Verðtryggðir 6 mán. reikningar. 1,0% 6. Ávísana- og hlaupareikningar...27,0% 7. Innlendir gjaldeyrisreikningar: a. innstæöur í dollurum....... 8,0% b. innstæöur i sterlingspundum. 7,0% c. innstæöur i v-þýzkum mörkum.... 5,0% d. innstæður í dönskum krónum. 8,0% 1) Vextir færóir tvisvar á ári. ÚTLÁNSVEXTIR: (Veröbótaþáttur í sviga) 1. Víxlar, forvextir...... (32,5%) 38,0% 2. Hlaupareikningar .... (34,0%) 39,0% 3. Afuröalán ........... (29,5%) 33,0% 4. Skuldabréf .......... (40,5%) 47,0% 5. Vísitölubundin skuldabréf: a. Lánstími minnst 9 mán. 2,0% b. Lánstími minnst 2% ár 2,5% c. Lánstími minnst 5 ár 3,0% 6. Vanskilavextir á mán. .........5,0% Lífeyrissjóðslán: Líteyrissjóöur starfsmanna ríkisins: Lánsupphæö er nú 150 þúsund ný- krónur og er lániö vísitölubundiö meö lánskjaravísitölu, en ársvextir eru 2%. Lánstimi er allt aö 25 ár, en getur veriö skemmri, óski lántakandi þess, og eins ef eign sú, sem veö er í er lítilfjörleg, þá getur sjóöurinn stylt lánstímann. Lífeyrissjóöur verzlunarmanna: Lánsupphæö er nú eftir 3ja ára aölld aö lífeyrissjóönum 84.000 nýkrónur, en fyrir hvern ársfjórðung umfram 3 ár bætast viö lániö 7.000 nýkrónur, unz sjóðsfélagi hefur náö 5 ára aöild aö sjóönum. Á tímabilinu frá 5 til 10 ára sjóösaöild bætast viö höfuöstól leyfl- legrar lánsupphæöar 3.500 nýkrónur á hverjum ársfjóröungi, en eftir 10 ára sjóösaöild er lánsupphæöin oröin 210.000 nýkrónur. Eftir 10 ára aöild bætast viö 1.750 nýkrónur fyrir hvern ársfjóröung sem líöur. Því er í raun ekk- ert hámarkslán í sjóönum. Höfuöstóll lánsins er tryggöur meö byggingavísitölu, en lánsupphæöin ber 2% ársvexti. Lánstíminn er 10 til 32 ár aö vali lántakanda. Lánskjaravísitala fyrir marz 1983 er 537 stig og er þá miöaö viö visitöluna 100 1. júní 1979. Byggingavísitala fyrir janúar er 1482 stig og er þá miöaö viö 100 í október 1975. Handhafaskuldabréf í fasteigna- viöskiptum. Algengustu ársvextir eru nú 18—20%. FÖSÍUDKGUR 25. mars MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í mund. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: Málfríður Finn- bogadóttir talar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Þeir kalla mig fitubollu" eftir Kerstin Johansson. Jóhanna Harðardóttir les þýðingu sína (4). 9.20 Leikftmi. Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 „Mér eru fomu minnin kær“. Einar Kristjánsson frá Hermundarfeili sér um þáttinn (RÚVAK). 11.00 „Ég man þá tíð“ Lög frá liðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson. 11.30 Frá Norðurlöndum. Umsjónarmaður: Borgþór Kjærnested. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. SÍDDEGID_______________________ 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Á frívaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynn- ir óskalög sjómanna. 14.30 „Vegurinn að brúnni“ eftir Stefán Jónsson. Þórhallur Sig- urðsson les (30). 15.00 Miðdegistónleikar: Tónlist eftir Ludwig van Beethoven. Wilhelm Kempff leikur á píanó „Fiir Elise“/ Fílharmóníusveit Vínarborgar leikur Sinfóníu nr. 5 í c-moll op. 67; Leonard Bernstein stj. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð- urfregnir. 16.20 Útvarpssaga barnanna: „Hvítu skipin" eftir Johannes Heggland. Ingólfur Jónsson frá Prestbakka þýddi. Anna Mar- grét Björnsdóttir les (7). 16.40 Litli barnatíminn Stjórnandi: Dómhildur Sigurð- ardóttir (RÚVAK). 17.00 Með á nótunum. Létt tónlist og leiðbeiningar til vegfarenda. Umsjónarmenn: Ragnheiður Davíðsdóttir og Tryggvi Jakobsson. 17.30 Nýtt undir nálinni. Kristín Björg Þorsteinsdóttir kynnir nýútkomnar hljómplöt- ur. Tilkynningar. KVÖLDIÐ 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Tilkynningar. Tónleikar. 20.10 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldtónleikar. a. Tokkata úr Orgelsinfóníu nr. 5 í f-moll eftir Charles-Maria Widor. Höfundurinn leikur á orgel Saint-Sulpice-kirkjunnar ( París. b. Smálög eftir Pablo de Sara- sate, Jean Sibelius, Frédéric Chopin, Richard Strauss o.fi. Gidon og Elene Kremer leika á fiðlu og píanó. c. Fagottkvartett í F-dúr op. 19 nr. 6 eftir Carl Stamitz. László Hara leikur með félögum í Tátrai-kvartettinum. d. Tríó í F-dúr eftir Friedrich Wilhelm Zachow. Gyula Czel- ényi, László Hára og Csaba Végvári leika á flautu, fagott og sembal. e. Haustljóð, Melódía og Vals eftir Pjotr Tsjaíkovský. Daniel Shafran og Nina Musinian leika á selló og píanó. 21.40 Svipast um á Suðurlandi. Jón R. Hjálmarsson ræðir við Ingólf Guðmundsson á Miðfelli í Þingvallasveit. 22.05 Tónleikar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Paunksónata“, smásaga eftir llallgrím H. Helgason. Helgi Skúlason les. 23.00 Kvöldgestir — Þáttur Jón- asar Jónassonar. 00.50 Fréttir. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Á næturvaktinni — Sigmar B. Hauksson, Ásta Jóhannesdóttir. 03.00 Dagskrárlok. SKJÁNUM FÖSTUDAGUR 25. mars 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.50 Skonrokk Dægurlagaþáttur í umsjón Eddu Andrésdóttur. 21.20 Kastljós Þáttur um innlend og erlend málefni. Umsjónarmenn: Sigurveig Jónsdóttir og Ögmundur Jón- asson. 22.25 John Chapman snýr við blaðinu (The Secret Life of John Chapman) Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1976. Iæikstjóri David Lowell Rich. Aðalhlutverk: Ralph Waite, Sus- an Anspach, Pat Hingle og El- aine Heilwell. John Chapman er miðaldra skólameistari, sem finnur ekki lengur gleði í starfi sínu. Eftir deilu við son sinn ákveður hann að taka sér leyfi frá störfum. Hann hyggst leita gæfunnar í gjöróiíku umhverfi sem óbreytt- ur verkamaður meðal alþýð- unnar. I>ýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 23.45 Dagskrárlok. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.