Morgunblaðið - 25.03.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.03.1983, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1983 eftir ÁGÚST ÁSGEIRSSON AFINNLENDUM VETTVANGI Brestur í flugörygginu SENNILEGA gera fæstir sér í hugarlund hversu gífurlegt afrek flug- mennirnir Mekkínó Björnsson og Viðar Hjálmtýsson unnu er þeir afstýrðu árekstri flugvélar sinnar og varnarliðsflugvélar við suður- ströndina í síðustu viku. Að mati fróðra manna munaði aðeins sek- úndubrotum að þar yrði hrikalegt slys með gífurlegu manntjóni og eignatjóni. Flugmennirnir hafa sjálfir sagt að þeir þyrðu ekki að hugsa þá hugsun til enda hvað gerst hefði ef flugvélarnar hefðu verið á flugi í skýjum. Einnig, að eftir því sem lengra liði frá atvikinu yrði tilhugs- unin við það, sem þarna hefði hæglega getað gerst, verri. því. Og í framhaldi af rann- sókninni hlýtur að verða gripið til ráðstafana til að fyrirbyggja að atvik af þessu tagi komi yfirleitt fyrir, því eitt atvik af þessu tagi er einu of mikið. Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu þessa máls og þeim að- gerðum sem kunna að fylgja í kjölfarið. Talsvert mæðir á ný- skipuðum flugmálastjóra, og ef- laust er þetta mál ekki sú byrjun, sem hann hefur helzt óskað sér. Þá verður fróðlegt að vita hvort rannsóknarnefnd flugslysa, sem mál af þessu tagi heyra undir, grípi til einhverra aðgerða. Nefnd- in vinnur ekki að rannsókn, það er hlutverk flugmálastjórnar, en hún getur farið á vettvang eða krafizt nánari rannsóknar. Nefndinni ber lögum samkvæmt að gera tillögur til úrbóta í öryggismálum flugs- ins. Hún starfar óháð og á að draga ályktanir sjálfstætt, líkt og dómstóll skipaður sérmenntuðum mönnum. Einn af starfsmönnum Flug- málastjórnar hefur á opin- berum vettvangi skellt skuldinni á flugstjóra Orion-flugvélarinnar og flugumferðarstjórann, sem stjórn- aði aðflugsratsjánni í flugturnin- um. í Keflavík, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun vart vera hægt að skella skuldinni á einn aðila eða tvo, heldur mun ýmislegt hafa komið upp við rann- sókn málsins, sem bendi til að við fleiri sé að sakast, og að margir samvirkandi þættir hafi leitt til þessarar ógæfu í sögu flugöryggis- ins. Ljóst er af fréttatilkynningu Flugmálastjórnar að varnarliðs- flugvélin var ekki á þeim slóðum þar sem hún átti að halda sig, en af hálfu stofnunarinnar hefur ekkert verið gefið út um þátt flug- umferðarstjórnunarinnar í þessu máli. Þó virðist mega draga þá ályktun, af því sem út hefur verið gefið, að flugumferðarstjóranum hafi yfirsézt. Svo mun þó vera, að vakt- hafandi flugumferðarstjóri hafi verið að stjórna flugi sjö flugvéla á þeim mínútum, sem hinn afdrifaríki atburður átti sér stað. Og það kann að hafa leitt hann afvega, að varnarliðsvélin var með ratsjársvara sinn, sem sendir upplýsingar um flug vélar- innar inn á ratsjárskjána, stilltan sem hún væri í sjónflugi en ekki blindflugi. Þá er það ljóst að Orion-flugvélin fór ekki eftir Forsaga málsins er í stuttu máli sú, að Boeing 737-þota Arnarflugs var að koma til lands- ins úr áætlunarflugi frá Amster- dam. Flugvélin var í örri lækkun á afmarkaðri flugbraut og flug hennar að öllu leyti eins eðlilegt og hugsazt getur, þegar Orion- flugvél frá varnarliðinu, sem var við æfingar í afmörkuðu hólfi undan suðurströndinni, flaug beint á móti henni, þannig að í árekstur stefndi. Fyrir tilviljun varð Viðari Hjálmtýssyni flugmanni litið út og sá hann hvar Orion-flugvélin var að sveigja í veg fyrir Arnar- flugsþotuna. Sekúndubrotum seinna beygði Mekkínó Björnsson flugstjóri krappt til hægri, lagði þotuna upp á rönd og tókst þannig að skjótast aftur fyrir varnarliðs- flugvélina. Mekkínó sagði í viðtali við Morgunblaðið að hann teldi mjög líklegt að árekstur hefði orð- ið ef þeir hefðu ekki komið auga á varnarliðsvélina, eða ef þeir hefðu verið á flugi í skýjum. Þegar þessar línur eru ritaðar er rannsókn þessa máls ólokið, en að henni er unnið samkvæmt lög- um og reglum um rannsóknir flugslysa og atvik þar sem legið hefur við slysi og tjóni á mönnum og munum. Samkvæmt starfsregl- um Flugmálastjórnar hefur fátt verið látið uppi um málsatvik meðan á rannsókninni stendur, en atburðarásinni þó lýst í stórum dráttum. En burtséð frá því er hér um svo gífurlegan brest í flugör- ygginu að ræða, að öll skynsemi mælir með því að staðreyndir málsins verði dregnar fram í dagsljósið. Er vart við öðru að bú- ast en að svo verði gert og á al-' menningur, sem haft hefur mikla tiltrú á fluginu, beinlínis rétt á Flugmennirnir Mekkínó Björnsson (t.v.) og Viðar Hjálmtýsson hjá Arnarflugi drýgðu hetjudáð er þeir afstýrðu árekstri flugvélar sinnar og varnarliðsvélar við suðurströndina í síðustu viku. Hér eru þeir fyrir framan fararskjóta sinn á Keflavíkurflugvelli. Morgunblaftið/Kristján Einarsson. NISSAN CHERRY NISSAN SUNNY Þeir lang ódýrustu frá Japan, en þó betri Cherry verð frá kr. 179.800.- Sunny verð frá kr. 185.700.- Nýir Nissan bílar væntanlegir til landsins 29. þ.m. Nú eru góð ráð dýr Ef komið er strax og gengið frá kaupum, verða bílarnir reiknaðir á tollgengi marsmánaðar Muniö aö í upphafi hvers mánaöar kemur nýtt tollgengi. INGVAR HELGASON SÝNINGARSALURINN/RAUÐAGERÐI Sími 33560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.