Morgunblaðið - 25.03.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.03.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1983 3 Stal lyf- seðlum — og falsaði beiðni um morfínskammt MAÐUR nokkur reyndi í gærmorgun að fá afgreitt morfín í iyfjaverzlun. Ymis- legt þótti hins vegar grun- samlegt í fari mannsins og í Ijós kom að lyfseðillinn, sem maðurinn framvísaði, var falsaður. Maðurinn hafði stolið eyðublöð- um fyrir lyfseðla á sjúkrahúsi í borginni og stílaði morfínbeiðnina á nafn ákveðins læknis. Þegar maðurinn kom í lyfjaverzlunina þótti mönnum ýmislegt athuga- vert við manninn og einhver hafði á orði, að lyfseðillinn væri of vel skrifaður til að vera skrifaður af lækni. Haft var samband við við- komandi lækni og kannaðist hann ekki við að hafa skrifað lyfseðil- inn. Því var kallað á lögreglu. Um- ræddur maður hefur komið við sögu í fíkniefnamálum áður. 12.283 hafa séð Húsið ALLS hafa nú 12.283 áhorf- endur séð nýju íslensku kvikmyndina, Húsið, sem sýnd er í Háskólabíói. Björn Björnsson, einn aðstandenda kvikmyndarinnar, sagði í gær, að þeir væru mjög ánægðir með aðsóknina, sem virtist fara vaxandi. „Þetta hefur farið vel af stað,“ sagði Björn, „og við erum bjart- sýnir á framhaldið. Aðsóknin mun vera eitthvað líkt því sem var með Stuðmannamyndina, það var met- aðsókn að henni, og við hljótum að vera hressir með þetta. Nú á laugardaginn verður myndin svo frumsýnd á Akureyri með smáviðhöfn. Egill Eðvarðsson er frá Akureyri og við höfum boð- að til sérstakrar frumsýningar þar. Þá fer myndin af stað í Vest- mannaeyjum nú um helgina, og verður síðan páskamyndin bæði á ísafirði og í Keflavík. Þrjú eintök myndarinnar verða því í sýningu í einu, enda hafa fjölmargir staðir út um land óskað þess að fá mynd- ina til sýningar." Skákþing hefst í dag KEPPNI í landsliðsflokki Skákþings íslands hefst í kvöld klukkan 19 í skák- heimilinu að Grensásvegi 46. Önnur umferð hefst á morgun klukkan 14 op þá hefst keppnin í áskorenda- og opnum flokki. Þriðja umferð verður á sunnudag í landsliðsflokki og 2. umferð i hin- um flokkunum tveimur. Nafn drengs- ins sem fórst LITLI drengurinn, sem fórst í um- ferðarslysi á Akureyri á þriðju- daginn, hét Heiðar Þeyr Fjölnis- son til heimilis að Sunnuhlíð 2, Akureyri. Fyrirpáska ferNóí í hörku samkeppní við hæntirtiar! Páskaeggin frá Nóa og Síríus, - eggin hans Nóa, hafa ýmislegt fram yfir þau „páskaegg" sem hænumar eru að kreista úr sér þessa dagana. Eggin hans Nóa fást í 6 stærðum, þau eru fagurlega skreytt og búin til úr hreinu súkkulaði. Þau hafa líka mun Qölbreyttara innihald en egg keppinautarins, t.d. brjóstsykur, karameilur, konfekt, súkkulaðirúsínur og kropp, að ógleymdum málshættinum. Þrátt fyrir þessa kosti mælum við ekki með eggjunum hans Nóa í bakstur, ofan á brauð eða með beikoni! Eggin hans Nóa eru gómsæt, - og úr hreínu súkkulaðí! JMOl X ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.