Morgunblaðið - 25.03.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.03.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1983 Ríkharður Másson skipaður sýslumað- ur Strandasýslu FORSETI íslands skipaði í gær, að tillögu dómsmála- ráðherra, Ríkarð Másson, sýslumannsfulltrúa, Stykk- ishólmi,til að vera sýslumaö- ur í Strandasvslu frá 1. júlf m '+ MM Ríkharður Másson 1983 að telja. Umsækjendur um embættið auk hans voru Finnbogi Alexandersson, bæjarfógetafulltrúi, Hafnar- firði og Ólafur Helgi Kjart- ansson, sýslumannsfulltrúi, Selfossi. Ríkarður Másson fæddist í Reykjavík 1943. Foreldrar hans eru Ríkarður Már Ríkarðsson og kona hans Þórey Jóna Bjarnadótt- ir. Ríkharður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1964 og embættisprófi í lögfræði frá Háskóla íslands 1975. Að af- loknu prófi gerðist hann sýslu- mannsfulltrúi á Patreksfirði og gegndi því embætti í eitt ár. Þá var hann sýslumannsfulltrúi í Búðardal i 2 mánuði. Hann var bæjarfógetafulltrúi í Hafnarfirði í 3 mánuði en haustið 1976 varð hann sýslumannsfulltrúi í Stykk- ishólmi. Ríkharður var settur sýslumaður í Strandasýslu frá 1. janúar 1980 til 5. maí sama ár. Kona Ríkharðs er Sigrún Aspe- lund. Frá blaðamannafundinum. Adda Bára Sigfúsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins, Svavar Gestsson, formaður þess, og Ólafur Ragnar Grímsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins. Moreunbi»«ið/KEE Brottför hersins ekki skil- yrði fyrir stjórnarsamvinnu af hálfu Alþýðubandalagsins Ný símaskrá vænt- anleg í maíbyrjun Prentun nýrrar símaskrár er að byrja um þessar mund- ir, og að sögn Hafsteins Þor- steinssonar hjá Pósti og síma verður skránni væntanlega dreift í byrjun maí. > Skráin verður gefin út í um 106 þúsund eintökum að þessu sinni og verður hún í svipuðu formi og síðasta skrá. Hins vegar sagði Hafsteinn að stofnunin hefði í hyggju að gefa út atvinnu- og viðskiptaskrána í sérstöku hefti í framtíðinni, jafnvel strax á næsta ári. Yrði sú skrá stækkuð og auglýsingar færðar í hana úr nafnaskránni. Hafsteinn sagði að borizt hefðu fyrirspurnir um það er- lendis frá hvort hægt væri að fá „gulu síðurnar" sér. S éméd LANDSBANKIISLANDS SÍMI 27722 lU VfRZlUNflRBflNKi ÍSlftNOS Hf Leiðrétting í LEIÐRÉTTINGU í Mbl. í gær vegna fréttar um vaxtarræktar- keppni á Akureyri tókst ekki betur til en svo, að enn þarf að leiðrétta. Viðkomandi keppandi heitir Rósa Ólafsdóttir og biðst Morgunblaðið enn velvirðingar á mistökunum. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ gerir ekki brottför hersins að skilyrði fyrir stjórnarsamvinnu, eftir komandi kosningar, að því er má ráða af kosningastefnuskrá bandalagsins sem kynnt var blaðamönnum á fundi í gær. Kosningastefnuskráin er í sex köflum. Þar er fjallað um aðgerðir í efnahagsmálum til að vinna bug á verðbólgunni, félagsleg- an jöfnuð, framfarir í húsnæðismál- um, endurskipulagningu stjórnkerf- isins, auðlindir og umhvcrfí og frið- arbaráttu og utanríkismál. Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins kvað þetta grundvallarplagg bandalagsins í komandi kosningum, stefnuskrá í hinum brýnustu málum, sem það væri tilbúið að vinna að með öðrum að kosningum loknum. Að því er fram kom hjá Svavari er meginatriðið í efnahagsstefnu bandalagsins að allir þættir efna- hagsmála verði teknir inn í mynd- ina í baráttunni við verðbólguna, að efnahagsþættirnir verði styttir út eins og hann orðaði það. Talað er í kosningastefnuskránni um þætti eins og bætta verðlagsstjórn, auk- na framleiðslu og verðmætasköp- un, jafnvægi í gjaldeyrismálum, þak á erlendar skuldir, ódýrari inn- flutningsverslun, nýjan vísitölu- grundvöll, skipulagsbreytingar í atvinnuvegunum og raunhæfar rekstrareiningar í öllum atvinnu- greinum, svo dæmi séu tekin af handahófi. Þá er talað um inn- flutningsaðhald, eflingu iðnaðar og aukna notkun íslensks iðnaðar- varnings innanlands, tryggður r Garöur: Menningin blómstr- aði í kuldakastinu Saga heimsins, I. hluti, frumsýnd í Stjörnubíói STJÖRNUBÍÓ frumsýnir í dag páskamynd sína, Saga heimsins, 1. hluti, eða History of the World, Part 1. Höfundur handrits, leikstjóri og framleiðandi er Mel Brooks, en með helstu aðalhlutverk fara auk hans sjálfs Dom DeLuise, Madel- eine Kahn og fleiri. Sögumaður er sú fræga kempa, Orson Welles. íiarði, 23. marz. MENNINGARLÍF var með miklum blóma í Garðinum um sl. helgi enda þótt veðurguðirnir sæu ekki ástæðu til að taka tillit til mannfólksins. Tónlistarfélag Gerðahrepps var með tónleika í Útskálakirkju á sunnudag. Þá var kvennakór Suðurnesja á ferð í samkomuhúsinu, cn þar sýndi Gunnar Örn Gunnarsson einnig. Tónleikar Tónlistarfélagsins voru kl. 16 á sunnudag og mættu þar listamenn sem ljúka einleik- araprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík í vor. Þær eru Auður Hafsteinsdóttir, fiðluleikari, og Gréta Guðnadóttir, fiðluleikari. Þá var Arngunnur Yr Gylfadóttir, flautuleikari, meðal flytjenda. Undirleikarar þeirra voru Snorri Sigfús Birgisson og Anna Guðný Guðmundsdóttir. Þá var konsert- meistari Sinfóníuhljómsveitarinn- ar, Guðný Guðmundsdóttir, með í förinni. Tónleikarnir þóttu takast mjög vel og voru ágætlega sóttir. Gunnar Örn Gunnarsson sýndi mikinn fjölda vatnslitamynda en sýning hans stóð frá föstudegi til sunnudags. Ekki hefir verið haldin málverkasýning í áraraðir í Garð- inum og hafði listamaðurinn á verði ákveðinn fjöldi nýrra starfa á hverju ári, styrkingu markaðsöfl- unar erlendis og fleira. Aðspurður um hvers vegna þetta hefði ekki verið framkvæmt í þeirri ríkisstjórn, sem Alþýðubandalagið hefur átt sæti í undanfarin 3 ár sagði Svavar, að þetta hefði tekist að nokkru 1981, en að öfl innan rík- isstjórnarinnar hefðu gert það ókleift á síðastliðnu ári, enda hefði Alþýðubandalagið gert þingrof og nýjar kosningar að tillögu sinni síðastliðið haust. f kaflanum um félagslegan jöfn- uð er fjalla um launajöfnuð, afnám Málþing í háskólanum HEIMSPEKIDEILD Háskóla ís- iands heldur málþing á yfírstand- andi vormisseri, og er viðfangsefnið menntastefna og kennsluhættir í heimspekideild. Áttundi fundur á málþinginu verður haldinn laugar- daginn 26. marz í Árnagarði, stofu 201, og hefst fundurinn kl. 14. Fundarefni er: Heimspekideild, háskólinn og þjóðfélagið. Fram- sögumenn verða dr. Halldór Guð- jónsson, kennslustjóri Háskóla ís- lands, Halldór Halldórsson, fréttamaður og dr. Páll Skúlason, prófessor. Öllum er heimill að- gangur. (Frétt frá Háskéla Islands.) tekjuskatts af lægstu tekjum, jafn- rétti kvenna og karla, búsetujöfnuð og félagslegar framkvæmdir í þágu aldraðra og fatlaðra og jafnrétti í menntunar- og menningarmálum. Alþýðubandalagið gerir ráð fyrir auknum húsnæðislánum til ungs fólks sem er að byggja í fyrsta skipti. í því augnamiði verði settur á stofn sérstakur sjóður, sem verði fjármagnaður með auknu framlagi lífeyrissjóða, með lögbundinni þátttöku bankakerfisins og sér- stakri tekjuöflun. Þá er gert ráð fyrir að þriðjungur íbúðabygginga verði á félagslegum vettvangi. Gert er ráð fyrir endurskipu- lagningu stjórnkerfisins, fram- kvæmdastofnun verði lögð niður, einföldun bankakerfis og að ráðn- ing yfirmanna hjá ríkinu verði tím- abundin. Byggðasjóður öðlist nýjan grundvöll. Auðlindir verði þjóðareign og ís- lenskt forræði íslenskra orkulinda, ásamt náttúruvernd og að stjórn umhverfismála verði sameinuð eru aðalatriði kaflans um auðlindir og umhverfi. í kaflanum um utanríkismál er kveðið á um stöðvun allrar endur- nýjunar á aðstöðu Bandaríkjanna og NATO á íslandi. Sett verði lög um að ísland ásamt fiskveiðiland- helgi og lofthelgi sé kjarnorku- vopnalaust svæði og að Alþingi álykti um slíkt svæði á Norður- löndum. Hætt verði við allar hern- aðarframkvæmdir í Helguvík og að fslendingar auki þróunaraðstoð sína á næstu 4 árum. Gunnar Örn Gunnarsson við nokkur verka sinna ó sýningunni í Garðinum. MorfnbUdid/Arnór. orði að hann yrði ekkert hissa þótt honum yrðu veitt bjartsýnisverð- launin fyrir að setja upp sýningu hér. Veður var mjög óhagstætt um helgina og hefir það eitthvað dreg- ið úr aðsókninni sem var frekar dræm. Hitt er svo annað að ekki lærist okkur að meta listina ef enginn lætur sjá sig. Arnór

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.