Morgunblaðið - 25.03.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1983
13
Blásarakvintett
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Blásarakvintett Reykjavíkur
hélt tónleika á vegum kammer-
músíkklúbbsins og lék þrjú
verk, Summer music eftir
Barber, kvintett eftir Nielson
og píanókvintett eftir Mozart.
Kvintettinn skipa Bernard
Wilkinson, Daði Kolbeinsson,
Einar Jóhannesson, Joseph
Ognibene og Hafsteinn Guð-
mundson. í píanókvintettinum
lék Gísli Magnússon á píanóið.
Blásarakvintett Reykjavíkur,
eins og hann er skipaður nú, er
mjög góður. Meðlimirnir eru að
ná valdi á samspili og sam-
virkri túlkun, sem er aðal-
smerki kammertónlistar-
manna, ásamt þvi að vera góðir
einleikarar. Tónleikar hófust á
Summer music eftir Samuel
Barber. Verkið er frábærlega
vel skrifað, sannkallað Mvítú-
ósa“ verk. I nútímatónlist hafa
tónskáld fríað sig því erfiði að
rita hverja nótu, sem spila skal
og tekið upp á því að nota tón-
tákn, er svipa til tóntákna frá
miðöldum, er nefnast „naum-
ur“. Þessar „naumur" eru að-
eins ábending um hugsanlegt
tónferli en nóturnar, bæði hvað
varðar tónlengd og tónstöðu,
eru ákveðnar af hljóð-
færaleikaranum. Samuel Barb-
er er ekki á því í Summer mus-
ic, að spara sér tímann og til að
eiga ekki undir öðrum með gerð
verka sinna, ritar hann hverja
nótu sjálfur og skilar af sér
þrautunnu verki. Það var einn-
ig vel unnið af hljóðfæraleikur-
unum og var leikur þeirra á
köflum hreint frábær. Annað
verkið á tónleikunum var
kvintett eftir Carl Nielsen.
Verkið er samið 1922 en í raun
og veru ótrúlega gamaldags.
Hreinleiki í tónferli og skýrar
stefmyndir gera framvindu
verksins allt að því „klassíska".
Það er sagt, að í þeim verkum
sem vel eru unnin, heyri hlust-
andinn ekki nútímalegan rit-
hátt eins og glögglega, og í lak- -
ari verkum, þar sem hann er
burðarás verksins. Það er eins
og nýstárleikinn hverfi og dofni
vegna samspils hugmyndanna
en verði því meira áberandi,
sem grennra er ofið til verks-
ins. Það sama má segja um
kvintett Nielsens og Summer
music Barbers, að fimmmenn-
ingarnir léku verkið mjög vel.
Síðasta verkið var svo píanó-
kvintett eftir Mozart. Þrátt
fyrir að bæði píanóleikarinn og
blásararnir léku á köflum mjög
vel, vantaði nokkuð á hinn rétta
„kammer“-anda í samspili og
samvirkri tónmótun.
Erlend náttúru-
verndarsamtök:
Skora á ráö-
herra að loka
Sædýrasafninu
Ingvari Gíslasyni menntamála-
ráðherra hafa að undanfornu borist
kvartanir erlendis frá vegna
„ástandsins** í Sædýrasafninu sunn-
an Hafnarfjarðar, og hvatningar um
að ioka því. Skeyti þessi eru frá
Mark Glover í London, talsmanni
Greenpeacesamtakanna, og frá
Melchet lávarði í London, formanni
Wildlife link, sem talar í umboði sex
kunnra náttúru og dýraverndarsam-
taka.
í skeytunum er meðal annars
vakin athygli á því að þar sem Sæ-
dýrasafnið sé ekki lengur opið al-
menningi sé ástæðulaust að halda
dýrunum þar lengur engum til
gagns eða ánægju. Dýrin séu mörg
við slæma heilsu og sum þeirra
hafi drepist. Upplýsingar þessar
séu byggðar á upplýsingum frá
samstarfsmönnum á íslandi, sem
einnig hafi vakið athygli á því að
safnið sé ekki orðið annað en
miðstöð fyrir verslun með háhyrn-
inga, og hafi veiðarnar hér við
land og geymsla dýranna í
Sædýrasafninu ekki gott orð á sér.
í skeyti Greenpeace er tekið enn
dýpra í árinni og sagt að safnið sé
þekkt um Bretlandseyjar og allan
heim fyrir hið slæma orð sem af
því fari og háhyrningaveiðarnar
og sala þeirra sé íslandi til
skammar.
Ekki hefur náðst í menntamála-
ráðherra vegna þessa máls.
Fróóleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
Austurstræti 10
sími: 27211
hentarbest?
Varki. En þcið velkist ekki jm
þeim sem cjjöfin er œtiuð.
Gjq/akortjm Tbrginu er íihxdin
gjöf~ þú ákveður upþhœdina
- eigandinn gjófina.