Morgunblaðið - 25.03.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.03.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1983 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 180 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 15 kr. eintakið. í rétta átt Ekki þarf að koma á óvart að hið sama gerist hér og í útlöndum að þeir sem atvinnurekstur stunda hafi raunhæfari hugmyndir um stöðu þjóðarbúsins og leiðir út úr efnahagsvandanum en þeir stjórnmálamenn sem lofa kjósendum gulli og grænum skógum og nota skattfé þeirra til atkvæða- kaupa. Þessi kenning um raunsæi atvinnurekenda og þeim mun botnlausara óraunsæi sem stjórnmála- mennirnir eru lengra til vinstri var enn einu sinni staðfest á ársfundi Félags ís- lenskra iðnrekenda á mið- vikudaginn. Þar flutti Hjör- leifur Guttormsson, iðnaðar- áðherra, kerfisbundna möppuræðu um nauðsyn rík- isforsjár, niðurrifs og aft- urhalds en Víglundur Þor- steinsson, formaður FÍI, lagði á ráðin um það hvernig snúa ætti vörn gegn afleið- ingum vinstrimennskunnar í sókn. Víglundur lagði höfuð- áherslu á það markmið að iðnaðarframleiðslan skyldi tvöfölduð á næstu 10 til 12 árum með því að: „Auka markaðshlutdeild á innlendum markaði um allt að 50%. Hefja framleiðslu á nýjum vörum fyrir heimamarkað. Með því að þrefalda núver- andi útflutning iðnaðarvöru án stóriðjuframleiðslu á þessu tímabili. Og loks með því að þre- falda stóriðjuframleiðsluna á þessum sama tíma.“ Víglundur Þorsteinsson sagði að með þessu mætti auka þjóðarframleiðsluna um allt að fimmtung á næstu 10 til 12 árum, en vegna efnahagslegrar óstjórnar á vegum vinstrimanna stefnir nú í það, að á árinu 1984 verði þjóðartekjur og þjóðar- framleiðsla á hvern fslend- ing svipaðar og árið 1976. Með öðrum orðum, vinstri- mennskan hefur leitt til þess að við erum að glata öllum ávinningnum af útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 sjómílur. Þegar tjónið sem vinstrimenn hafa valdið er sett fram með þessum hætti ætti öllum almenningi að vera ljóst í hvert óefni er komið. Formaður Félags ís- lenskra iðnrekenda var ómyrkur í máli þegar hann ræddi um samskipti Hjör- leifs Guttormssonar og Alu- suisse, eiganda álversins í Straumsvík. Kjarni deilu Hjörleifs við Alusuisse nú er sá, að Alþýðubandalagið vill með öllum tiltækum ráðum koma í veg fyrir að álverið í Straumsvík verði stækkað, það fórnar jafnvel möguleik- anum á hækkun raforku- verðs til álversins til að hindra stækkun álbræðsl- unnar. Framsóknarmenn una forræði kommúnista að þessu leyti í ríkisstjórninni en þeir, sem gjörkunnugastir eru, vita að stækkun núver- andi stóriðjuvera er fljót- virkasti og arðsamasti stór- iðjukostur á íslandi um þess- ar mundir. Og það er rétt hjá Víglundi Þorsteinssyni þegar hann segir: „í ljósi núver- andi ástands fiskstofna er djörf iðnaðar- og stóriðju- stefna einfaldlega eini kost- urinn sem getur staðið undir hagvexti hér á næstunni." Af framhaldi vinstri- mennskunnar undir forystu Hjörleifs Guttormssonar leiðir stöðnun, atvinnuleysi, fátækt og fjárhagslegt ósjálfstæði. Skuldasöfnun vinstrimanna í útlöndum veldur því að við höfum ekki sjálfir fjárhagslegt svigrúm til að reisa hér áhættusöm stóriðjufyrirtæki. Niður- rifsstefna vinstrimanna í stóriðjumálum er eitt helsta átakamál komandi kosninga. Vilji menn taka stefnu í rétta hátt hafna þeir forræði vinstrimanna á þessu sviði. Kosningalán í útlöndum Alþingi neitaði Steingrími Hermannssyni, for- manni Framsóknarflokksins, um fé til að fleyta nokkrum skuldugustu fyrirtækjunum í sjávarútvegi fram yfir kjördag. Eftir að þing hefur verið rofið heimtar Stein- grímur að fá þetta fé til út-' deilingar og krefst þess í rík- isstjórninni að tekið verði 120 milljóna króna kosn- ingalán í útlöndum. Engar líkur eru á því að meðráð- herrar Steingríms hafi vit fyrir honum enda hefur lán- beiðninni verið vísað til Ragnars Arnalds, fjármála- ráðherra, sem sagði síðast- liðið sumar að þjóðin væri að sökkva á kaf í skuldafenið en hefur síðan farið ófáar ferð- irnir til City of London og Wall Street til að baða sig í ljómanum af gulli auð- magnsins á kostnað þeirrar kynslóðar íslendinga sem enn er svo ung að árum að hún fær ekki rönd við reist. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir HARRY GRANBERG Kalevi Sorsa, forsætisrádherra. Pár Olav Stenbáck, utanríkisrácV Esko Ollila, verzlunar- og iðnað- Jafnaöarmenn unnu á í kosningun- herra. Flokkur hans, Sænski þjéö arráöherra. Flokkur hans, Mið- um. arflokkurinn, hélt sínu. flokkurinn, tapaði nokkru fylgi. Stjórnarflokkarnir héldu sínu í finnsku kosningunum Nýkjörið þjóðþing Finnlands kemur saman 7. apríl nk. og þá hefst baráttan um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Sú staöreynd er enn augljósari en áður, að núverandi stjórnarflokkar hafa meiri- hluta á þingi. Jafnaðarmenn hafa þannig fleiri þingsnti en nokkru sinni fyrr eftir stríð. Kalevi Sorsa forsætisráðherra hefur því tromp á hendi. Stjórn borgaralegu flokkanna er útilokuö, þar sem þeir hafa ekki meirihluta án fulltingis Landsbyggöarflokksins. Urslit þingkosninganna urðu að verulegu leyti mótmæli við gömlu stjórnmálaflokkana og leiðtoga þeirra. Landsbyggð- arflokkur Vennamos vann stór- sigur. Sameiningarflokkur hægri manna náði ekki þeim arangri, sem skoðanakannan- ir höfðu spáð. Jafnaðarmenn unnu á, en gátu þó ekki náð til sín því fylgi, sem kommúnistar töpuðu. Samanlagt styrktu stjórnar- flokkarnir stöðu sína. Engu að síður má búast við, að stjórn- armyndunin verði erfið. Á þjóð- þinginu þarf að kjósa nýjan þingforseta í stað Johannesar Virolainen, sem féll nú eftir nær 40 ára setu á þingi. Kommúnistar töpuðu 8 þing- sætum og hafa nú 27 þingmenn. Hlutdeild þeirra í atkvæða- magninu minnkaði úr 17,9% í 14%. Jafnaðarmenn juku þing- mannafjölda sinn úr 52 í 57 og fengu nú 26,7% atkvæða í stað 23,9% áður. Miðflokkurinn og Frjálslyndi þjóðarflokkurinn fengu nú til samans 28 þingsæti eða þremur færri en síðast og ekki nema 17,8% atkvæða í stað 20,5% áður. Sameiningarflokki hægri manna hafði verið spáð mikilli fylgisaukningu, sem þó varð ekki. í síðustu kosningum fékk flokkurinn 21,7% atkvæða og 46 þingsæti. Að þessu sinni jókst fylgi flokksins í 22,2%, en engu að síður tapaði hann tveimur þingsætum og hefur nú 44. Sænski þjóðarflokkurinn stóð sig vel og fékk nú einu þingsæti fleira en áður. í hópi þingmanna þeirra er þingmaður Álandsey- inga, sem nú er Gunnar Jansson, en það sæti skipaði áður Gunnar Hæggblom. Sigur Lands- byggðarflokksins Aðalsigurvegari kosninganna var Landsbyggðarflokkurinn, sem vinnur alltaf á, þegar óánægja ríkir á meðal kjósenda og þeir vilja láta hana skorinort í ljós. Flokkurinn meira en tvö- faldaði nú fylgi sitt úr 4,2% í 9,7% og jók þingmannatölu sína úr 6 í 17. Talsmaður flokksins, Pekka Vennamo, sem er sonur stofnanda flokksins, Veikko Vennamos, reyndist mesti at- kvæðaveiðari flokksins. Hann fékk 25.077 atkvæði. Kristilega bandalagið, sem hafði 10 þingsæti, tapaði nú heil- um sjö þingsætum og heldur að- eins þremur. Fékk það aðeins 3,0% atkvæða, en hafði 4,8% áð- ur. Hinn svonefndi Stjórnar- skrárbundni þjóðarflokkur, sem er yzt til hægri, vann á, en fékk þó aðeins eitt þingsæti. Þar var að verki hinn sterki maður flokksins, Georg C. Ehrnroot, en hann hefur ekki setið á þingi frá því 1979. „Græningjarnir" svonefndu höfðu góðan meðbyr í kosning- unum. Þeir buðu fram í Suður- Finnlandi og fengu menn kjörna í Helsingfors og Nyland. Þessi „ópólitíski" flokkur fékk þannig tvö þingsæti og 1,5% atkvæða. Græningjarnir fá þó enga oddaaðstöðu á þingi, því að borg- aralegu flokkarnir fengu þar hreinan meirihluta. Vinstri flok- karnir fengu aðeins 41,9% og 87 þingsæti af 200. Af atkvæðisbæru fólki greiddu 80,7% atkvæði. Úrslit kosninganna má skoða sem viðbrögð kjósenda við hinu mikla atvinnuleysi og umbótum á ellilaunakerfinu, er áttu að bæta hlutskipti gamla fólksins, en höfðu aðeins neikvæð áhrif á kjör um hundrað þúsund manna. Þá voru úrslit kosninganna einnig mótmæli gegn stjórn- málamönnum, sem féllu í áliti, er það kom í ljós, að þeir höfðu hækkað dagpeninga sína á ólög- legum forsendum. Þá hafa nokkrir stjórnmálamenn einnig verið viðriðnir hneykslismál í tengslum við smíði neðanjarð- arlestarinnar í Helsinfors og bætti það ekki úr skák. Nokkrir ráð- berrar féllu Þetta bitnaði m.a. á viður- kenndum stjórnmálamönnum úr röðum hinna eldri. Johannes Virolainen náði þannig ekki endurkjöri og verður að sætta sig við að vera varaþingmaður. Juuso Hæikiö, varaformaður Sameiningarflokks hægri manna, náði ekki heldur endur- kosningu. Nokkrir af ráðherrum jafnaðarmanna í ríkisstjórninni féllu einnig. Um 75 nýir þing- menn voru kosnir á þing og á meðal þeirra voru margir þing- menn Landsbyggðarflokksins, sem sumir voru ekki einu sinni kunnir á vettvangi bæjar- og sveitarstjórnarmála fyrir kosn- ingarnar. Flokkur jafnaðarmanna, Mið- flokkurinn, og Sænski þjóðar- flokkurinn eiga nú aðild að ríkis- stjórn þeirri, sem Kalevi Sorsa hefur verið forsætisráðherra fyrir. Þessir flokkar fengu nú til samans 106 þingmenn og hafa þannig meirihluta á þingi. Þrátt fyrir þetta er talið, að erfitt ver- ið að mynda nýja ríkisstjórn. Fyrir kosningarnar höfðu Miðflokkurinn, Sænski þjóðar- flokkurinn og margir þingmenn jafnaðarmanna gefið í skyn, að Sameiningarflokkur hægri manna ætti eftir að fá sæti í rík- isstjórninni að kosningunum loknum. Síðastnefndi flokkurinn hlaut hins vegar enga fylgis- aukningu og flokkurinn hefur því ekki sterka aðstöðu í viðræð- um um stjórnarmyndun. Mjög erfitt þykir að jafnaði að fá Miðflokkinn til stjórnarsam- starfs og sá flokkur tapaði þar að auki í kosningunum. Þá þykir þátttaka kommúnista í sam- steypustjórn, sem vinstri flokk- arnir stæðu að, vera mjög ósennileg. Þeirri spurningu er ekki held- ur auðvelt að svara, hver á að verða forsætisráðherra. Verður Sorsa áfram forsætisráðherra í samsteypustjórn jafnaðarmanna og Miðflokksins? Slík lausn get- ur vart talizt aðgengileg með til- liti til hins mikla meirihluta borgaraflokkanna á þjóðþinginu. Því má búast við, að stjórnar- myndunin eigi eftir að taka langan tíma og verða mikill prófsteinn á Koivisto forseta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.