Morgunblaðið - 25.03.1983, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1983
Morgunblaðið/ólafur K. Magnússon
Guðbjörn Guðmundsson
og Morgunblaðið
Morgunblaðið/ólafur K. Magnússon
Guðbjörn Guðmundsson við gömlu prentvélina
í prentsmiðju Morgunblaðsins í
Austurstræti. ásamt aöstoöarmanni. Haraldi Richter.
Eins og fram kom í frétt
Morgunblaðsins við andlát Guð-
björns Guðmundssonar, prent-
ara, er sá starfsmaður, sem
lengst hefur unnið við gerð
Morgunblaðsins, genginn með
honum. Hann var við setningu
fyrsta tölublaðs Morgunblaðsins
1. nóvember 1913, en blaðið kom
út daginn eftir. Ákveðið hafði
verið, að það skyldi heita Dag-
blaðið, en andstæðingar þessa
nýja gróðurs á upplýsingaakri
íslenzkrar fjölmiðlunar, Vísis-
menn, létu þá koma krók á móti
bragði og gáfu út Dagblaðið, ef
það mætti koma í veg fyrir út-
gáfuna. Þá var ákveðið í snar-
heitum eftir samtal í prent-
smiðjunni milli þeirra, sem unnu
við nýgræðinginn, að hann
skyldi heita Morgunblaðið. Þessi
hrekkur náði að sjálfsögðu ekki
þeim tilgangi sínum, að koma í
veg fyrir að nýja blaðið kæmi út,
heldur sannaðist þar, sem oft áð-
ur, að fall er fararheill. Það var í
sjálfu sér merkileg reynsla að
tala við Guðbjörn Guðmundsson
á efri árum hans, mann, sem
hafði verið í prentsmiðjunni,
þegar Morgunblaðið var sett,
brotið um og prentað í fyrsta
sinn — og að sjálfsögðu var
hann viðstaddur, þegar stungið
var upp á nafninu Morgunblaðið
— og það var samþykkt af þeim
hugsjónaríku eldhugum, Vil-
hjálmi Finsen og ólafi Björns-
syni, sem þar voru í forystu.
Guðbjörn Guðmundsson átti
einnig morgunblaðseld alla ævi.
X X
Guðbjörn Guðmundsson var
fæddur 23. nóvember 1894 og var
því einungis 19 ára gamall, þeg-
ar hann setti Morgunblaðið í
fyrsta sinn. Hann fæddist í
Vatnskoti í Þingvallasveit, sonur
Guðmundar bónda þar Þórðar-
sonar og konu hans Guðfinnu
Einarsdóttur frá Skálabrekku.
Guðbjörn hóf prentnám 1. maí
1912 í ísafoldarprentsmiðju og
lærði þar bæði setningu og
prentun. Hann var einn af stofn-
endum prentsmiðjunnar Acta og
prentsmiðjustjóri hennar frá
1919—1936, en hóf þá aftur
vinnu í ísafoidarprentsmiðju og
síðan prentsmiðju Morgunblaðs-
ins frá því hún var stofnuð í
stríðinu. Hann tók mikinn þátt í
félagsmálum prentara, en sú
saga verður ekki rakin hér. Gull-
merki Iðnaðarmannafélagsins
hlaut hann á 100 ára afmæli
þess, 3. febrúar 1967.
Guðbjörn Guðmundsson var
kvæntur Júlíu Magnúsdóttur frá
Syðri-Sýrlæk í Flóa og eignuðust
þau þrjú börn. Júlía er látin
fyrir nokkrum árum.
x x
Guðbjörn Guðmundsson réðst
fyrst sendisveinn í ísafoldar-
prentsmiðju í desember 1908 og
bar þá út höfuðmálgagn Björns
Jónssonar og sjálfstæðismann-
anna gömlu, Isafold. Hann starf-
aði þannig við blöð mestan hluta
ævinnar. Hann tók við prentun
Morgunblaðsins 1915 og hafði
það starf með höndum fram á
sumar 1919, þegar hann fór utan
að kaupa vélar og áhöld fyrir
Acta. Hann kom aftur að Morg-
unblaðinu í janúar 1940 og hóf
prentun þess eins og áður, en nú
var upplagið stórum meira en
fyrstu árin og samkeppni jafn-
framt harðari og miklu meiri
kröfur gerðar til blaðsins en áð-
ur var. í höndum Jóns Kjart-
anssonar og Valtýs Stefánsson-
ar, sem tóku við ritstjórn Morg-
unblaðsins 1924, náði blaðið
þeirri forystu í útbreiðslu, sem
það hefur haft með yfirburðum
ávallt síðan. En það voru ekki
sízt tryggir og vinnusamir
starfsmenn eins og Guðbjörn, ’
sem áttu þar hlut að máli, enda
hefur morgunblaðsandi ávallt
ríkt hér á blaðinu og hagsmunir
þess setið í fyrirrúmi hjá starfs-
fólkinu og er þess að vænta, að
svo verði áfram, meðan blaðið
gegnir því mikilvæga hlutverki í
þjóðlífi íslendinga sem raun ber
vitni.
x x
Guðbjörn Guðmundsson verð-
ur ávallt minnisstæður okkur,
sem störfuðum með honum um
árabil á gamla Mogga í Austur-
stræti, enda er hann eftirminni-
legur þar sem hann stóð í gömlu
prentsmiðjunni innan um frum-
stæðar setningavélar og smurði
prentvélina upp úr miðnætti, svo
að hún kæmi frá sér því stóra
upplagi, sem til var ætlazt, enda
þótt álagið væri meira en nokk-
urn gat órað fyrir. Blaðið komst
yfirleitt í hendur kaupenda, það
stækkaði og því óx fiskur um
hrygg, og þegar við komum í
nýja húsið hér í Aðalstræti varð
Guðbjörn Guðmundsson að
sjálfsögðu prentstjóri nýju
Goss-vélarinnar, sem þá var í
kjallaranum hér í Morgun-
blaðshúsinu og tók við af gamla
rokknum. Þannig fylgdi Guð-
björn Guðmundsson blaðinu eft-
ir og við vorum stolt af því að
hafa hann á morgunblaðsheimil-
inu svo lengi sem raun bar vitni.
x x
Á fertugsafmæli Morgun-
blaðsins, 2. nóvember 1953,
skrifaði Sigurður Bjarnason
samtal við Guðbjörn Guð-
mundsson og þykir mér rétt að
grípa niður í það. Guðbjörn
minnir á, að fyrstu árin sem
hann vann við Morgunblaðið,
hafi það verið handsett, en síðan
prentað í hraðpressu, sem skil-
aði af sér 1.200 blöðum á klst.
Það tók rúman klukkutíma að
prenta upplagið. Nú hefur það
40-faldast og með nýju press-
Guðbjörn prentari
í gömlu prentsmiðjunni
í Austurstræti.
unni í Skeifunni tekur ekki
lengri tíma en tvær til þrjár
klukkustundir að prenta þessi
45—48 þús. eintök á degi hverj-
um.
Guðbjörn Guðmundsson segir
í samtalinu, að oft hafi verið
unnið við setninguna til klukkan
tvö til þrjú á nóttunni fyrst í
stað og stundum lengur. Ég man
eftir því, að setningu var oft ekki
lokið fyrr en eftir miðnætti á
gamla Mogga, en nú heyrir slíkt
undantekningum til, enda er
tæknin orðin svo fullkomin, að
vart er unnt að lýsa framförun-
um fyrir þeim, sem hafa ekki
fylgst með þeim. Geta má þess,
að í stað handsetningar fyrr á
árum er nú skrifað á skerma
beint inn í tölvu, sem síðan skil-
ar efninu eins og á silfurbakka.
Sú tækniþróun, sem orðið hefur
á þessu sviði í okkar tíð, er raun-
ar með ólíkindum.
Hraðpressan, sem fyrr er
nefnd, gekk fyrir orku frá gas-
stöðinni. „I því sambandi minn-
ist ég eins sérkennilegs atviks,"
segir Guðbjörn Guðmundsson í
fyrrnefndu samtali, „það mun
hafa verið 1917. Þá var gasið
skammtað um tíma vegna kola-
skorts, frá kl. 10 árd.—4 síðd.
Varð þá að ljúka prentun blaðs-
ins fyrir klukkan fjögur síðdegis.
Þá var gasið tekið af og stöðv-
aðist þá gasmótorinn hjá okkur í
prentsmiðjunni, ef hann var þá
enn í gangi og varð ekki settur í
gang aftur fyrr en kl. 10 árd.
næsta dag.“
Guðbjörn Guðmundsson segir
ennfremur að fyrsta setningar-
vélin hafi komið í ísafoldar-
prentsmiðju 1918 eða 1919 og
prentvélin hafi verið knúin með
rafmagni frá 1921. Áður hafði
prentsmiðjan fengið rafmagn til
ljósa frá mótorrrafstöð, sem
Natan & Olsen áttu. Allmörg
hús í miðbænum fengu rafljós
frá þessari rafstöð fyrirtækisins.
Morgunblaðið fékk nýja
prentvél 1943 og notaði hana,
þar til flutt var hingað í Aðal-
stræti, eins og fyrr segir.
Guðbjörn Guðmundsson hefur
þetta að segja um starf þeirra
prentaranna, meðan við vorum í
Austurstræti: „Öll okkar vinna
er nú næturvinna. Ég er vana-
lega kominn til vinnu um klukk-
an ellefu að kvöldi. Þá þarf að
undirbúa prentunina, ganga frá
myndamótum, smyrja vélina og
„gera klárt“. Upp úr miðnættinu
hefst svo prentunin og stendur í
8— 8% klst. með því móti að ekk-
ert komi fyrir. Eg er því vana-
lega kominn heim til mín kl.
9— 10 á morgnana. Þá er farið að
leggja sig og sofið til kl. 5—6 á
daginn. Þetta er frekar erilsamt
og óeðlilegt líf, eilíf næturvinna.
Síðan við urðum tveir við prent-
un blaðsins hefur þetta þó orðið
miklum mun þægilegra. Við
vinnum sína vikuna hvor.“
x x
Morgunblaðið á slíkum
starfsmanni sem Guðbirni Guð-
mundssyni mikið að þakka.
Segja má, að hann hafi verið
þeirrar gæfu aðnjótandi að upp-
lifa þróun prentlistar, eins og
hún var frá fornu fari og þar til
tölvuöldin gekk í garð með öllum
þeim fyrirheitum, sem hún býð-
ur upp á. Gengnir vinir okkar
morgunblaðsmanna hefðu ekki
talið, að skera ætti við nögl
þakklætið við útför Guðbjörns
prentara. Með honum hefur
drengskaparmaður safnazt til
feðra sinna. En við eigum margs
að minnast, sem eftir erum, og
betra veganesti er ekki til i
harðri baráttu á kröfuhörðum
tímum en arfurinn, sem við hlut-
um eftir þessa góðu vini, því að
funi kveikist af funa.
Matthías Johannessen