Morgunblaðið - 14.04.1983, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1983
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir BJÖRN BJARNASON
Bretar ættu þá eins og nú kjarn-
orkueldflaugar bæði á sjó og á
landi. í ákvörðuninni um að fá
bandarískar kjarnorkueldflaug-
ar til Evrópu felst eindregin við-
leitni til að tengja kjarnorku-
varnir Bandaríkjanna og banda-
manna þeirra í Evrópu saman
með trúverðugum hætti svo að
hugsanlegum árásaraðila sé
ljóst að átök sem hann stofnar
til muni magnast stig af stigi og
breytast í gjöreyðingarstríð að
lokum. Með þessum hætti telja
Atlantshafsbandalagsríkin að
trygging sé fengin fyrir því að
enginn nema sá sem er vitstola
þori að leggja til atlögu við þau.
Án gagnráðstafana muni Sov-
étmenn hins vegar fá óþolandi
einokunaraðstöðu með yfir-
þyrmandi kjarnorkumætti gegn
Evrópuþjóðunum.
1 hugmyndinni um bráða-
birgðasamkomulag krefst Reag-
an þess að Sovétmenn fækki
kjarnaoddum í meðallangdræg-
um eldflaugum sínum alhliða,
það er ekki aðeins þeim sem
beint er gegn skotmörkum í
Evrópu. Þessi krafa á rætur að
Andrei Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, á blaðamannafundin
um í Moskvu 2. apríl sl., hinum fyrsta sem hann heldur í fjögur ár.
Eldflaugastríðið held-
ur áfram í Evrópu
ÁÐUR en síðustu lotu í viðræðum Bandarfkjamanna og Sovétmanna
um meðallangdrægu eldflaugarnar í Evrópu (INF-viðræðunum) lauk í
Genf þriðjudaginn 29. mars síðastliðinn lögðu Bandaríkjamenn fram
málamiðlunartillögu sem er frávik frá lokamarkmiði þeirra sem felst í
„núll-lausninni“. Þessi tillaga nýtur stuðnings aöildarlanda Atlants-
hafsbandalagsins en henni hefur verið hafnað af Sovétmönnum. Andrei
Gromyko, utanríkisráöherra, gerði það formlega á fyrsta blaðamanna-
fundi sínum í fjögur ár sem hann efndi til 2. aprí). Síðan hafa utanríkis-
ráðherrar Varsjárbandalagslanda hist á fundi og tekið undir sovéska
sjónarmiðið. í tengslum við þann fund hélt Dimitri Ustinov, varnar-
málaráðherra Sovétríkjanna, ræðu þar sem hann hótaði Banda-
ríkjunum að Sovétmenn myndu gera ráðstafanir til að geta gert út af
við þau með meðallangdrægum eldflaugum ef Bandaríkjamenn tækju
til við að setja upp slíkar eldflaugar í Vestur-Evrópu.
Hinn 30. mars hélt Ronald
Reagan, Bandaríkjaforseti,
ræðu og skýrði opinberlega frá
þeim tillögum sem stjórn hans
hafði lagt fram í Genf daginn
áður. Fram til þessa hefur
Reagan haldið fast við hina
svonefndu „núll-lausn", það er
að segja að Bandaríkjastjórn
muni hætta við áform um að
koma fyrir 108 Pershing 2-eld-
flaugum og 464 stýriflaugum í
Vestur-Evrópu ef Sovétmenn
fjarlægðu allar 600 SS-20-eld-
flaugar sínar af yfirborði jarðar
og einnig eldri gerðir meðal-
langdrægra eldflauga, SS-4 og
SS-5. Nú segir forsetinn hins
vegar að það sé „betra að hafa
þó ekki nema fáeinar en marg-
ar“ eldflaugar og leggur því
fram hugmynd um bráðabirgða-
samkomulag sem felur í sér að
kjarnaoddum sem þessar eld-
flaugar geta flutt sé fækkað.
Ástæðan fyrir því að forsetinn
talar um kjarnaodda en ekki
eldflaugar í tillögu sinni er sú,
að í hverri SS-20-eldflaug eru
þrír kjarnaoddar, það er að
segja með hverri flaug má senda
kjarnorkusprengju á þrjá mis-
munandi staði, en í hverri
bandarískri flaug á að vera einn
kjarnaoddur, ein kjarnorku-
sprengja. Hugmynd forsetans er
einnig sú, að Bandaríkjamenn
myndu í desember á þessu ári
byrja að koma Pershing 2 og
stýriflaugum fyrir í Vestur-
Evrópu en ekki miða endanlega
fjölda þeirra við töluna 572.
Næði hugmynd Reagans fram
yrðu Sovétmenn að fjarlægja
nokkurn fjölda meðallang-
drægra eldflauga sinna. Það
færi eftir niðurstöðum samning-
anna, hvað þær yrðu margar.
Sovétmenn hafa alfarið neitað
að fallast á „núll-lausnina“.
Þeirra markmið í viðræðunum
er hins vegar að koma í veg fyrir
að bandarísku Pershing 2-flaug-
arnar verði settar niður í Evr-
ópu, þeir óttast þessar flaugar
vegna þess hve þær þurfa
skamman tíma til að ná til
skotmarka innan sovésku landa-
mæranna. Öðru máli gegnir um
stýriflaugarnar sem eru eins
konar mannlausar flugvélar og
fara hægar yfir. Sovétmenn
lögðu upphaflega til að við það
yrði miðað í Evrópu, að hvor að-
ili um sig hefði yfir að ráða 300
kjarnorkueldflaugum og
sprengjuvélum á árinu 1990. I
desember 1982 breyttu Sovét-
menn um stefnu og sögðust vilja
miða fjölda „burðartækja" við
162 hjá hvorum aðila um sig.
Þeir miðuðu þann fjölda við þær
eldflaugar á sjó og landi sem
Frakkar og Bretar eiga og geta
flutt kjarnorkuvopn. Þetta sov-
éska tilboð var bundið því skil-
yrði að hætt yrði við að koma
bandarísku flaugunum fyrir í
Evrópu.
Atlantshafsbandalagsríkin
hafa hafnað þessari tillögu Sov-
étmanna, enda ákváðu þau 12.
desemeber 1979 að svara
SS-20-eldflaugum Sovétríkj-
anna með ofangreindum gagn-
ráðstöfunum, þótt Frakkar og
rekja til þess að SS-20-eldflaug-
arnar eru á flutningavögnum
svo að auðveldlega má flytja
þær sem nú er beint gegn Evr-
ópu til þeirra staða í Sovétríkj-
unum þar sem þær ná til skot-
marka í Asíu.
Á blaðamannafundi sínum
sagði Andrei Gromyko að til-
lögu Bandaríkjastjórnar um
bráðabirgðasamkomulag væri
ekki unnt að samykkja af eftir-
farandi þremur ástæðum: I
fyrsta lagi nái hún ekki til
breskra og franskra meðal-
langdrægra kjarnorkuvoppna,
þar á meðal 162 eldflauga. I öðru
lagi nái hún ekki til mörg
hundruð bandarískra flugvéla í
Vestur-Evrópu og á flugmóð-
urskipum sem geta borið kjarn-
orkuvopn. Og í þriðja lagi ætti
einnig að eyðileggja meðal-
langdrægar eldflaugar í Asíu-
hluta Sovétríkjanna, þótt þær
séu ekki í neinum tengslum við
Evrópu.
í ummælum vestrænna blaða
um fund Gromykos kemur fram,
að hann hafi ekki verið eins
harðorður og ýmsir væntu. Það
sé því ekki með öllu vonlaust að
þoki í rétta átt þegar samninga-
nefndarmennirnir hittast aftur
í Genf 17. maí næstkomandi.
Hótanir Ustinovs, varnarmála-
ráðherra, gagnvart Bandaríkj-
unum hafa að vísu ekki aukið
bjartsýni manna og ljóst er að
enn vona Sovétmenn að þeir geti
haft áhrif á stefnu vestrænna
ríkisstjórna fyrir tilstuðlan
þeirra friðarhreyfinga sem mest
láta til sín heyra. Um páska-
helgina sagði Eugene V. Rostow,
sem lét af störfum sem yfirmað-
ur bandarísku afvopnunarstofn-
unarinnar í janúar, í sjón-
varpsviðtali, að hann héldi enn
fast við þá skoðun sem hann
hefði hvað eftir annað látið í
ljós, að Sovétmenn yrðu óhagg-
anlegir þar til á síðustu stundu,
þegar þeir sæju að bandarísku
eldflaugunum yrði örugglega
komið fyrir í Evrópu.
(ílcimild Al’)
Hvar eru
skeytin nú?
— eftir Birgi /s7.
Gunnarsson, alþm.:
Þegar sósíalistinn Mitterand
sigraði í forsetakosningunum í
Frakkiandi fyrir um 22 mánuðum,
kepptust þeir Svavar Gestsson og
Kjartan Jóhannsson um að senda
honum heillaóskaskeyti frá Al-
þýðubandalagi og Alþýðuflokki.
Með því vildu þeir undirstrika að
Mitterand væri þeirra maður —
sósíalisminn væri á uppleið.
Mitterand hófst þegar handa.
Hann þjóðnýtti fyrirtæki, hækk-
aði skatta og stórjók opinber út-
gjöld. Allar aðgerðirnar voru í
svipuðum dúr og lesa má um í
stefnuskrá Alþýðubandalagsins að
leysa muni allan vanda, þ.e. dæmi-
gerðar vinstri stjórnar aðgerðir.
Nú eru afleiðingarnar að koma í
Ijós. Verðbólga er meiri í Frakk-
landi en í nágrannalöndunum, 2
milljónir manna ganga atvinnu-
lausar og stjórnin hefur fylgt
eyðslustefnu, sem setur efnahag
landsins í hættu, en gerir hvorki
að draga úr atvinnuleysi né verð-
bólgu.
Þetta ástand kallar á enn frek-
ari aðgerðir í efnahagsmálum.
Þær voru tilkynntar viku fyrir
páska og eru áfram í sama dúr
vinstri stjórna. Gengið var fellt,
skattar hækkaðir og höft sett á
gjaldeyrissölu. Frakkar, sem vilja
fara til útlanda, fá ekki nema 2000
franka (ca. 6000,- ísl. kr.).
Þetta er rifjað hér upp vegna
þess að vinstri menn á íslandi
vilja helst kenna atvinnuleysi í út-
löndum við þau hjúin Reagan og
Thatcher. í kosningabaráttunni á
íslandi er efnahagsstefna þeirra
notuð sem grýla og víti til varnað-
ar. Nú er það að vísu svo, að verð-
bólga hefur verulega minnkað í
Bretlandi og Bandaríkjunum, en
atvinnuleysið er enn við lýði. Und-
ir sósíalistastjórninni í Frakk-
landi hefur hvorutveggja vaxið,
verðbólga og atvinnuleysi.
Nú er það auðvitað útilokað að
draga beinar ályktanir af því, sem
gerist í einstökum ríkjum erlend-
is. Aðstæður í hverju landi eru
það sérstakar. Dæmið frá Frakk-
landi kennir okkur þó tvennt:
Aukin verðbólga lækkar ekki
atvinnuleysið eins og vinstri menn
á fslandi halda fram — og að
atvinnuleysi fylgir ekki síður
efnahagsstjórn sósíalista.
Alþýðubandalagið hefur á
stefnuskrá sinni fyrir þessar kosn-
Birgir ísl. Gunnarsson
„Dæmiö frá Frakklandi
kennir okkur þó tvennt:
Aukin veröbólga lækkar
ekki atvinnuleysiö eins
og vinstri menn á Is-
landi halda fram — og
að atvinnuleysi fylgir
ekki síöur efna-
hagsstjórn sósíalista.“
ingar að taka upp haftastefnu. Þá
stefnu er Mitterand nú að fram-
kvæma í Frakklandi. Ekki virðist
hún ætla að skila þeim árangri,
sem að hefur verið stefnt. Það
vissu hægri menn fyrir, en til-
raunin í Frakklandi virðist ætla
að verða dýr.
Alþýðubandalagið vill fá að
gera samskonar tilraunir á ís-
landi. Kjósendur einir geta komið
í veg fyrir það í þeim kosningum,
sem framundan eru.
En meðal annarra orða. Ekkert
hefur heyrst um það nýlega að
Svavar og Kjartan hafi sent Mitt-
erand skeyti, hvorki til að óska
honum til hamingju með árangur í
efnahagsmálum né til að lýsa með
honum samstöðu. Hvernig skyldi
standa á því?
Birgir ísl. (lunnarsson skipar 3. sæti á
framboðslista Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík.
Einsöngur og dúettar
Tónlist
Jón Ásgeirsson
UNNUR Jensdóttir, sópran-
söngkona og Andrew Knight
enskur baritonsöngvari, héldu
tónleika sl. mánudag í Norræna
húsinu, með aðstoð Jónínu
Gísladóttur. Á efnisskránni
voru einsöngslög eftir Schu-
bert, Granados, Garald Finzi,
Sigvalda Kaldalóns, Gershwin
og einnig íslensk og frönsk
þjóðlög, sungin án undirleiks.
Dúettarnir eru eftir Purcell,
Mozart og Gershwin. Efn-
isskráin var mjög fjölbreytt og
spannár allt frá barokk til nú-
tímatónlistar og jazzlistar.
Þrátt fyrir margbreytnina var
nokkuð sterkur heildarsvipur
yfir tónleikunum og margt vel
sungið. Unnur er öruggur tón-
listarmaður og hefur fallega
rödd, sem ekki virðist vera full-
mótuð og slá frá því að liggja
bæði hátt og lágt á sópransvið-
inu, þó lægra sviðið sé það sem
henti röddinni betur. I viðbót
við þessa ósátt vantar nokkuð á
þéttleika raddarinnar, eins og
öndun og tónmyndun séu enn
einangruð vandamál en ekki
samstæð virkni í söng og túlk-
un. Styrkleikasvið raddarinnar
er mjög mikið og væri fróðlegt
að heyra Unni syngja með
hljómsveit, t.d. í óperu. Varð-
andi söng Unnar að þessu sinni
verður ekki betur séð en að að-
eins vanti herslumuninn á
þjálfun raddarinnar til að hér
sé á ferðinni góð söngkona.
Andrew Knight er góður söngv-
ari, kunnáttumaður og söng
mjög vel lögin eftir Finzi.
Frönsku þjóðlögin söng hann
frábærlega vel og sama má
segja um söng Unnar á nokkr-
um íslenskum þjóðlögum, þar
sem falleg rödd hennar naut sín
einkar vel.