Morgunblaðið - 14.04.1983, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1983
ALÞINGISKOSNINGARNAR
Kosningafundir Sjálfstæðisflokksins:
Kapprædur milli ungra sjálfstæðis- og al-
þýðubandalagsmanna í Sigtúni í kvöld
— útifundur á Lækjartorgi á miðvikudag
„SEGJA má að lokakadi kosningabaráttunnar hefjist í kvöld þegar ungliða-
samtök Sjálfstæðisflokksins og æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins heyja
kappræður í Reykjavík, sagði Inga Jóna Pórðardóttir, framkvæmdastjóri
Sjálfstæðisflokksins, er hún var spurð um væntanlega framboðsfundi Sjálf-
stæðisflokksins fyrir kosningar.
Steingrímur
Inga
„Það er í ráði að halda slíka
fundi í öllum kjördæmum landsins
nk. laugardag og sunnudag, sagði
Inga Jóna. Af öðrum kosninga-
viðburðum má nefna að Sjálfstæð-
isfélögin í Reykjavík eru með fund
um húsnæðismálin í Valhöll í há-
deginu á laugardag og að honum
loknum verður kosningafundur
ungs fólks haldinn í Gamla Bíói.
Þar verða bæði flutt ávörp og
skemmtiatriði. Þá er ráðgert að
halda útifund á Lækjartorgi mið-
vikudaginn 20. apríl nk. kl. 17.15 ef
veður leyfir. Síðan verður opið hús
fimmtudaginn 21. apríl í Valhöll
kl. 14.30 þar sem boðið verður upp
á fjölbreytta dagskrá og sérstök
skemmtiatriði fyrir börn,“ sagði
Inga Jóna. Hún sagði ennfremur
að frambjóðendur Sjálfstæðis-
flokksins mundu halda áfram af
fullum krafti að koma fram á
vinnustaðafundum, en um 10—12
Akranes:
Fundur um álmálið í kvöld
Umræöufundur um álmálið verður á
Akranesi í kvöld og mæta þar talsmenn
Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og
Alþýðubandalags.
Það er Verðandi, félag ungra sósíal-
ista á Akranesi, sem býður til þessa
fundar og verður hann haldinn í Rein,
húsi Alþýðubandalagsins og hefst kl.
20.30. Fulltrúum Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks var boðið að koma á
fundinn. Ræðumenn verða þeir Engil-
bert Guðmundsson, Birgir ísl. Gunn-
arsson og Guðmundur G. Þórarinsson.
Fundurinn er öllum opinn.
Kærufrestur vegna kjörskrár útrunninn:
Fólk getur komist á kjörskrá með dómi
ÞÓTT kærufrestur vegna kjörskrár
sé útrunninn, er hægt að fá fólk
dæmt inn á kjörskrá hjá dómstólum,
samkvæmt upplýsingum sem Mbl.
fékk hjá Óskari Friðrikssyni, sem
hefur umsjón með utankjörstaða-
skrifstofu Sjálfstæðisflokksins.
Óskar sagði að kærufresturinn hefði
runnið út sl. fostudag, en þrátt fyrir
það væri unnt að komast á kjörskrá
með fyrrgreindum hætti. Jafnframt
hvatti Óskar fólk til þess að kanna í
tíma hvort það væri á skránni.
óskar gat þess jafnframt að
best væri að fólk sem kysi utan
kjörstaðar kysi sem fyrst, því það
þyrfti að koma atkvæði sínu í sitt
kjördæmi og benti hann á að ef
kjósendur kæmu slíkum kjörseðl-
um á utankjörstaðaskrifstofu
Sjálfstæðisflokksins, yrði séð um
að atkvæðið kæmist á leiðarenda.
óskar sagði að kosning á spítölum
færi fram nk. laugardag og sunnu-
dag og kæmi þá fógeti á spítalana
og gætu sjúklingar þá kosið.
Oskar sagði ennfremur að utan-
kjörstaðaskrifstofan væri með
bílaþjónustu og aðstoðaði fólk við
að komast á kjörstað, ef eftir því
yrði leitað.
vinnustaðir eru heimsóttir dag-
lega. Að sögn Ingu Jónu hafa
flokknum einnig borist óskir um
að hitta fólk að máli í heimahús-
um og munu frambjóðendur Sjálf-
stæðisflokksins verða við þeirri
bón eftir föngum. Ennfremur er
fyrirhugað að frambjóðendur ræði
við fólk á götum úti og við verslan-
ir um stefnumál flokksins. Inga
Jóna bætti því við að landsmenn
mundu fá kosningabækling heim-
sendan um helgina, en þar verður
stefna Sjálfstæðisflokksins kynnt.
Frá utankjörstaöaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins.
Atvinnuvegimir hanga á horrim:
Ríkisbáknið
tútnar út
ÞJÓÐARFRAMLEIÐSLA hefur staðnað. Þjóðartekjur rýrna.
Rekstrarstaða atvinnuvega versnar; þeir sæta tapi, ganga á
eignir, safna skuldum, þ.á m. erlendis. Þegar bryddar á at-
vinnuleysi í ýmsum greinum þjóðarbúskaparins. Atvinnuleysi
jókst um 100% milli áranna 1981 og 1982, en hið síðara árið
vóru skráðir tvö hundruð þúsund atvinnuleysisdagar hér á
landi — og stór hópur íslendinga starfaði erlendis. Skráð at-
vinnuleysi í janúarmánuði sl. samsvarar því að 2.346 menn hafi
verið á atvinnuleysisskrá allan þann mánuð, eða 2,2% vinnu-
færra manna.
Meðfylgjandi tafla sýnir fjölgun starfa annarsvegar hjá at-
vinnuvegunum, sem þjóðarbúskapurinn og þjóðartekjurnar
byggjast á, hinsvegar hjá því opinbera, ríki og sveitarfélögum.
Hið opinbera sínnir og, nú orðið, áhættusömum atvinnurekstri,
engu síður en stjórnsýslu- og þjónustustörfum.
Opið hús í Kópavogi á laugardag
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Kópavogi efna til opins húss í húsakynnum Sjálfstæðis-
flokksins þar nk. laugardag kl. 15.00—19.00. Kaffiveitingar verða og munu 6 efstu
menn D-listans í Reykjaneskjördæmi mæta svo og varaformaður Sjálfstæðisflokksins,
Friðrik Sophusson. Forráðamenn Sjálfstæðisfélaganna hvetja stuðningsmenn D-list-
ans í Kópavogi og annars staðar í Reykjaneskjördæmi til þess að koma í Sjálfstæðis-
húsið á laugardaginn og rabba þar yfir kaffiveitingum við frambjóðendur flokksins og
varaformann.