Morgunblaðið - 14.04.1983, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1983
23
Landfræðideild háskólans í
Bern í Sviss bárust þessar myndir
af íslandi frá NOAA-gervihnett-
inum 23. mars sl. Þær eru teknar
klukkan 2 e.h. að íslenskum tfma
úr 800 km hæð.
Skýjaþykkni hylur hafið allt í
kringum landið en létt er yfir
landinu sjálfu. Skyldi líka hafa
verið svona létt yfir hugum lands-
manna á þessari stundu? Lengst
til hægri á stærri myndinni má
greina útlínur suðurhluta Noregs
og í norðri má grilla í Grænland.
Það er mjög óalgengt að svo
góðar myndir berist af Islandi.
Móttökustöð landfræðideildarinn-
ar í Bern er ein af fjórum slíkum
stöðvum í Evrópu og hún getur
fengið myndir úr NOAA-gervi-
hnettinum fjórum sinnum á sól-
arhring. Hann fer hring eftir
hring í kringum jörðina en deild-
inni berast ekki myndir teknar
vestar en þessar.
E1 Salvador:
Pólitískir fang-
ar látnir lausir
San Salvador, 13, apríl. AP.
STJÓRNVÖLD hafa látið lausan
31 pólitískan fanga á undanförn-
um tveimur vikum, en svo mörg-
um föngum hefur ekki áður verið
sleppt á svo stuttum tíma frá því
borgarastyrjöldin hófst í landinu
fyrir þremur árum.
Talsmaður stjórnarinnar
sagði þetta ekki vera í neinum
tengslum við frumvarp um
sakaruppgjöf fyrir vinstri
sinnaða uppreisnarmenn sem
myndu hætta andspyrnu sinni
og taka þátt í kosningum, sem
fram eiga að fara í desember á
þessu ári.
Francisco José Guerrero, að-
stoðarmaður Alvaro Magana
forseta, sagði að lausn fang-
anna nú væri til komin vegna
þess, að ekki hefðu fundist
nægar sannanir fyrir sekt
þeirra. Þeir voru sakaðir um að
„hafa tekið þátt í hryðju-
verkastarfsemi".
Ásakanir
Spánverja
alveg til-
hæfulausar
— segja Bretar um
heimsókn skipa sinna til
Gíbraltar
Lundúnum, 13. aprfl. AP.
BRESKA flugmóðurskipið „Invinc-
ible“ ásamt tylft freigáta og annarra
skipa koma tií Gíbraltar í kvöld, þrátt
fyrir reiði spænskra stjórnvalda.
Breska varnarmálaráðuneytið til-
kynnti í dag að ásakanir sem fram
hefðu komið í spænskum fjölmiðlum
þess eðlis, að bresku skipin væru
komin á vettvang til að kanna varn-
ir Gíbraltar, væru með öllu tilhæfu-
lausar.
Talsmaður varnarmálaráðuneyt-
isins sagði að ekki væru fyrirhugað-
ar neinar æfingar á Gíbraltar og
þessi fimm daga heimsókn væri að-
eins árlegur atburður.
Spænsk stjórnvöld sendu á mánu-
dag breskum stjórnvöldum skeyti
þar sem lýst er „áhyggjum og
óánægju" vegna heimsóknarinnar.
Þar segir einnig, að vera breskra
skipa á þessum slóðum sé óæskileg
og því bætt við, að „Spánn ítreki enn
einu sinni ósk sina um að Gíbralt-
ar-málið verði leyst með samning-
um, í tengslum við niðurstöðu Sam-
einuðu þjóðanna til að tryggja heild
spænskra landsvæða".
Spánverjar hafa löngum krafist
yfirráða yfir Gíbraltar sem þeir létu
af hendi við Breta í „Utrecht"-
samningunum 1713.
PLO hafði
varað við
Abu Nidal
Parí.s, Lissabon, 12. aprfl. AP.
ABU Iyad, einn af nánustu sam-
starfsmönnum Yasser Arafats,
sagði frönskum embættismönnum
frá því á leynilegum fundi í desem-
ber sl., að Abu Nidal-hreyfingin,
sem segist bera ábyrgð á morði
Palestínumannsins Issam Sartaw-
is, hefði í undirhúningi fjöldamörg
hryðjuverk í Evrópu og Bandaríkj-
unum á þessu ári.
Franska fréttastofan kvaðst
hafa það eftir áreiðanlegum
heimildum, að Abu Iyad, sem
heitir réttu nafni Salam Khalaf,
hefði haft samband við franska
embættismenn 27. desember sl.
og varað þá við fyrirhuguðum
hryðjuverkum Abu Nidal-hóps-
ins í Frakklandi, Italíu, Banda-
ríkjunum og Líbanon.
Abu Iyad var stofnandi
Fatah-hreyfingarinnar ásamt
Arafat og er grunaður um að
hafa skipulagt hryðjuverkasam-
tökin „Svarta september", sem
myrti 11 ísraelska íþróttamenn á
Ólympíuleikunum í Míinchen.
I dag var flogið með lík Issams
Sartawis frá Portúgal til Amm-
ans í Jórdaníu en ekki er vitað
hvenær útför hans fer fram.
Einn maður er nú í haldi vegna
morðsins, Marokkómaður sam-
kvæmt vegabréfi en grunur leik-
ur á að það sé falsað.
öö PIOIMEER
BÍLTÆKI — Viðkynnum bíltækjalínuna
frá Pioneer, því nú er rétti tíminn til að endurnýja
eða kaupa traust og hljómgott tæki í bílinn
KP 7800 útvarpskassettutæki
FM/MW/LW Fast stöðvaval
Lagaleitari. spilar beggja
megin, ATSC öryggikerfi
..Loudness". 6,5w
Kr. 8.760.-
KP 4800 útvarpskassettutæki
FM/MW/LW PNS truflanaeyðir
spilar beggja megin
ATSC öryggiskerfi ..Loudness,"
6 5w Kr. 7.080.-
KP 3300 útvarpskassettutæki
FM/MW/LW. PNS truflanaeyðir
..Autoreplay". ..Autoeject". 6,5w
Kr. 5.820.-
KE 1300 útvarpskassettutæki
FM/MW/LW Fast stöðvaval
ARCF kerfi stjórnar móttökustyrk
snertirofar, „Loudness" 6,5w
Kr. 8.870.-
KE 5300 útvarpskassettutæki
Quartz læstar stillingar
ARC móttökustillir
Sjálfvirkur stöðvaleitari
Fastar stöðvastillingar
Quartzklukka ..Loudness" 6,5w
Kr. 11.520.-
Ke* 33. ..Component"
útvarpskassettutækl
FM/MW/LW 15 fastar stillingar
..Dolby, Metal, Chrome"
lagaleitari. ..Loudness"
Tveirtónstillitakkar
stjórnar sjálfvirkum loftneti ofl.
Kr. 11.450.-
> t n ~zr | t
KE 4300 útvarpskassettutæki
FM/MW/LW Fast stöðvaval
ARC-kerfi. stjórnar rpóttökustyrk
spilar beggja megin ..Loudness"
6 5w Kr. 10.150.-
KP 707 ..Component"
„Metal, Dolby" kassettutækl
Tveir tónstillitakkar,
..Loudness"
Kr. 8.060.-
GEX 63 ..Component"
FM/MW/LW útvarpstæki
15 fastar stöðvar, ..Loudness"
Tveir tónstillitakkar ,,PNS, ARC"
Kr. 9.220.-
Ts162 Dx
Niðurfelldir. tvöfaldir
40 — 20.000 Hz 20w
Kr. 810.-
TS 697
Niðurfelldir, tvöfaldir
m/sérstaklega kröftugum bassa
30 — 22.000 Hz. 60w
Kr. 2.530.-
CD 5 ..Component"
5 banda tónjafnari
Kr. 3.920.-
Ts1644
Niðurfelldir, sérstaklega
þunnir (4 sm) Tvöfaldir ..coaxial'
— 20.000 Hz 25w
Kr. 1.480.-
TS 2000
Tvöfaldir 20 sm ..Woofer"
30 — 21.000 Hz, 60w
Kr. 3.370.-
GM 4 ..Component"
2x20w magnari
Hz 30 — 30 000 Bjögun 0,06%
Kr. 2.270.-
TS mb
Álímdir (t.d mælaborð, hurðir)
Tvöfaldir, stillanlegir
350 — 22.000 20w
Kr. 1.060.-
BP 320
Kraftmagnari 2x20w
Kr. 1.880.-
GM 120 ..Component"
2x60w magnari
Hz3ó — 30.000 Bjögun 0.04%
Kr. 5.140.-
TSW 203
Niðurfelldir 20 sm ..Woofer"
28—10.000Hz 60w
Kr. 2.200.-
BP 720 sambyggður
Kraftmagnari og tónjafnari
60 — 10.000 Hz 20w ,,Echo"
kr. 5.970.-
IHUOMBÆRl
HUÐM*HEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI
HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999-17244