Morgunblaðið - 14.04.1983, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 14.04.1983, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1983 íslensk fyndni á einmánuði — eftir Gunnar Björnsson fríkirkju- prest VERULEIKINN er stundum ótrúlegri en skröksagan. Og ekki vonum seinna, að við fáum að lesa í blöðunum ósvikna, ís- lenska fyndni á einmánuði. Nú berst sú frétt sunnan af Rosmhvalanesi, að kona ein hafi stefnt sóknarprestinum til fóge.a fyrir þær sakir að útdeila altar- issakramentinu. Það fylgir sög- unni, að þessi kirkjugestur hafi talið slíkt athæfi stríða gegn lög- um um brennivínsdrykkju á ls- landi. Fyrst héldum við þetta væri aprílgabb. Það verður gam- an að fregna af meðferð réttra yfirvalda á þessari nýstárlegu kæru. Ætli þjónusta náðarmeð- alsins verði skilgreind sem vín- veitingar? Eða verður bráðum bannað að lesa faðirvorið? Lævirkjarnir frá Bad Ems syngja í Garðakirkju Föstudaginn 15. aprfl næstkom- andi fá skólakórar og Bel Canto-kór- inn í Garðabæ góóa heimsókn. Mjög frægur barna- og unglingakór frá Þýskalandi, „Bad Emser Lerchen“ gistir í Garðabæ einn sólarhring á leið sinni frá Bandaríkjunum. Bad Emser Lerchen var stofnaður árið 1959 og hefur starfað síðan við góð- an orðstír, ferðast víða um lönd og unnið til verðlauna á alþjóðlegum söngstefnum. Þau koma nú úr þriðju Ameríkuferð sinni. Lævirkjarnir munu halda tón- leika í Garðakirkju, föstudags- kvöldið 15. apríl kl. 20. Á efnis- skránni verða bæði kirkjuleg og veraldleg tónverk. Stjórnandi kórsins er Hermann Zimmermann. Spékoppur Akureyringa kominn út KOMIÐ er út á Akureyri gamanritið „Spékoppurinn“. í Spékoppnum er á annað hundrað teikninga eftir Ragnar Lár, en hann er einnig höfundur óbundins máls. Höfundur bundins máls er Kögnvaldur Rögnvaldsson og útgefandi Gróa sf. I inngangi segir meðal annars á þessa leið: „Þessi bók er í eins konar annálsformi og fjallar að langmestu leyti um atburði ársins 1982. Lítið sem ekkert er af pólitísku þrasi í bókinni, enda treystum við okkur ekki til að keppa við fjölmiðlana í pólitískum skemmtilegheitum. Ef þessi bók fær þær móttökur, sem við erum að vonast til, þá hót- um við því að gefa aðra út að ári, en þið getið huggað ykkur við, að það verður ekki fyrr. Mál, sem kunna að rísa vegna út- komu þessarar bókar, skal reka fyrir bæjarþingi Kolbeinseyjar. Að endingu viljum við biðja þá afsökunar, sem við höfum gleymt að móðga." Úr barnaóperunni „Búum til óperu“. I leikför með óperu HÓPUR á vegum íslensku óperunn- ar er að leggja up í leikför/söngför út um land með barnaóperuna Búum til óperu, öðru nafni Litla sótarann, eftir Benjamin Britten. íslenska þýð- ingu gerði Tómas Guðmundsson. Þetta er í fyrsta sinn sem lagt er í slíka ferð á vegum íslensku óper- unnar og jafnframt i fyrsta sinn sem farið er með heila óperu í ferð um landið. Ætlunin er að halda fyrst upp í Borgarfjörð fimmtudaginn 14. apríl og verður sýningin að Varmalandi. Síðan er gert ráð fvrir að heimsækja uppsveitir Árnessýslu og að lokum er ráðgerð viku ferð norður í land í Skaga- fjörð, til Akureyrar og í Þingeyj- arsýslu. Litli sótarinn hefur verið sýnd- ur í vetur við prýðilegar undir- tektir og hafa á milli 13 og 14 þús- und börn og fullorðnir séð óperuna og sýningunum almennt mjög vel tekið. Alls eru í hópnum 20 manns, söngvarar, leikarar, hljómsveit og aðstoðarfólk. Leikstjóri er Þór- hildur Þorleifsdóttir, en hún endursamdi og staðfærði hluta verksins en stjórnandi er Jón Stef- ánsson. (Fréttatilkynning.) Atkvæðum frá Los Angeles verður bjargað „SENDIRÁÐIÐ í Washington hefur lagt til að það reyni að bjarga þess- um atkvæðum með því að þau verði send að kvöldi 19. aprfl með flugvél til New York og komið þar á Flug- leiðavél til íslands þann 20. Og það er ekki um aðra leið að velja,“ sagði Pétur Gunnar Thorsteinsson í utan- ríkisráðuneytinu í samtali við Mbl. í gær. Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins þykir tvísýnt að fslendingar, sem búsettir eru í og við Los Ang- eles, geti neytt kosningaréttar síns, þar sem þeim hafi verið til- kynnt að ræðismaðurinn, Halla Linker, væri í fríi og ekki hægt að kjósa hjá henni fyrr en 19. apríl. Næsti ræðismaður er í San Franc- isco, í 800 kílómetra fjarlægð. Utankjörstaðaatkvæði þurfa að berast áður en kjörfundi lýkur 23. apríl, og þar sem venja er að at- kvæði þessi séu send 1 pósti var útlit fyrir að þau myndu ekki nýt- ast, þar sem póstur er það lengi að berast frá Bandaríkjunum. Að sögn Péturs Gunnars teldi sendiráð íslands í Washington framangreinda leið færa og það mundi gera ráðstafanir til að koma atkvæðunum til landsins i tæka tíð. Hins vegar væri ekki hægt að þvinga ræðismanninn í borgina eða senda annan. Sæmundur fróði og Sorbonne — eftir Garðar Gíslason Hr. ritstjóri. í Morgunblaðinu er í dag í mið- opnu frétt frá blaðamanni blaðs- ins, sem staddur er í París, og sendir þaðan fregn af heimsókn forseta íslands til Frakklands. Þess er getið, að forsetinn hafi í þakkarávarpi í Sorbonne-háskóla minnst þess að Sæmundur fróði í Odda hafi komið þangað fyrstur íslendinga 850. Við fyrstu sýn tel- ur lesandi þarna um augljósa rit- villu að ræða, en síðar í frásögn- inni er villan endurtekin, þegar sagt er að forsetinn hafi í veislu hjá utanríkisráðherra rifjað upp skólagöngu Sæmundar á 9. öld. Er því nauðsynlegt að gera hér at- hugasemd. Sæmundur, einkasonur Sigfúsar í Odda, fæddist árið 1056. Faðir hans sendi hann ungan að aldri utan til náms, en heim kom hann frá námi einhvern tímann á árun- um 1076 til 1078, og segir Ari fróði í íslendingabók, að Sæmundur hafi komið frá Frakklandi. Sæm- undur, sem síðar fékk viðurnefnið hinn fróði, lést 22. maí árið 1133. Áður fyrr gátu menn sér til að hann hafi numið í París, og segir t.d. í Oddaverjaannál að hann hafi árið 1077 komið úr skóla í París. Ekki hefur mönnum tekist að staðreyna slíkt, og hafa aðrar uppástungur komið fram. Eiríkur Magnússon benti t.d. á (í Dagskrá I, 1896, bls. 135), að Sæmundur gæti hafa numið í skólanum við klaustrið Bec í Normandí, sem einmitt á þessum tíma hafði sér- stakt orð á sér sem lærdómssetur og dró til sín námfúsa menn úr nærliggjandi löndum, eins og ger- ist á öllum tímum. En því er athugasemd þessi nauðsynleg, að í París var á þeim dögum einnig skóli, á vegum dómkirkju Vorrar Frúar. Þar var þó enginn háskóli, þar sem háskól- inn í París var stofnaður árið 1200. Þeim mun síður var þar garður sá (collegium) sem Robert de Sorbon stofnsetti árið 1257, og kenndur var við upphafsmann sinn og velgjörðarmann. Sérlega Ijúft og fallegt verk — segir Elísabet F. Eiríksdóttir sópran- söngkona, sem syngur í fyrsta skipti með Sinfóníuhljómsveit Islands í kvöld í KVÖLD flytja söngsveitin Ffl- harmonía og Sinfóníuhljómsveit íslands Requiem eftir franska tón- skáldió Gabriel Fauré. Einsöngv- arar eru tveir á þessum tónleikum, og er þetta frumraun annars þeirra með Sinfóníuhljómsveitinni, Elísa- betar F. Eiríksdóttur, sóprans. Elísabet hefur vakið mikla at- hygli að undanfömu, ekki síst fyrir söng sinn á óperutónleikum Söngskólans í Reykjavík fyrr í vet- ur. Morgunblaðið átti stutt spjall við Elísabetu í gærdag um hlut- verk hennar í kvöld og ýmislegt fleira. „Já, það er rétt, þetta er í fyrsta skipti sem ég syng með Sinfóníuhljómsveit íslands. Þetta verður því ný og spennandi reynsla. En ég er ekki alveg óvön að syngja á sinfóníutónleikum, því fyrr í vetur söng ég með ís- lensku hljómsveitinni í forföll- um. Um verkið er það að segja að það er afskaplega ljúft og fal- legt. Það lætur lítið yfir sér, en er í rauninni talsvert vandmeð- farið. Ég syng aðeins í einum þætti, Pie Jesu heitir hann, eða Ljúfi Jesú. Þetta er Jesúbæn." Þú gast þér gott orð fyrir söng þinn á óperutónleikum Söngskól- ans fyrr í vetur. „Þú segir það. Þessir óperu- tónleikar voru haldnir í tilefni af 10 ára afmæli skólans og ég söng þar tvær aríur, aðra úr Grímu- dansleiknum eftir Verdi sem heitir Morro, ma prima in grazia, og hina úr Mefistofele eftir Boito, en hún er kölluð Elísabet F. Eiríksdóttir, sópran- söngkona. L’altra notte in fondo al mare. Þetta eru nokkuð snúnar aríur báðar tvær. Á þessum tónleikum sungu bæði núverandi og fyrr- verandi nemendur skólans, en ég telst til útskrifaðra nemenda, hef verið í söngskólanum frá stofnun hans og aðalkennari minn hefur alltaf verið Þuríður Pálsdóttir." Eitthvað fleira hefurðu sungið í vetur, er það ekki? „Jú, jú. Ég syng núna um þess- ar mundir í Míkadó. Þá söng ég í Töfraflautunni undir lokin, en ég tók við hlutverki fyrstu dömu, sem svo er kallað. Og svo hef ég sungið á smærri konsertum og kennt í söngskólanum." Næstu verkefni, hver eru þau? „Mér hefur verið boðið að syngja á Akureyri með Passíu- kórnum í mressu eftir Bruckner, sem stendur til að færa upp í byrjun júní. Ég hlakka virkilega til að takast á við það verkefni, en eins og er hugsa ég aðeins um tónleikana sem framundan eru.“ Aths. ritstj.: f ræðu í Sorbonne-háskóla 12. apríl 1983 sagði Vigdís Finnboga- dóttir, forseti íslands: „Það munu vera liðin 850 ár síð- an sá fyrsti þeirra, Sæmundur fróði, andaðist á íslandi. Við vilj- um trúa að Sæmundur hafi verið fyrsti Norðurlandabúinn til að sækja skóla í París. Samkvæmt fjölda munnmælasagna, sem al- menningur hefur eignað honum á hann að hafa haft heim með sér eftir skólavistina í Svartaskóla, þekkingu og andlega auðlegð, sem gerðu honum kleift við ýmis tæki- færi að sigrast á öflum hins illa, holdteknum af kölska." Frásögn af þessum kafla í ræðu forseta Islands brenglaðist í með- förum blaðamanna Morgunblaðs- ins og biðst blaðið afsökunar vegna þess. JNNLEN-T

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.