Morgunblaðið - 14.04.1983, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1983
33
Heildarsala Volvo
jókst um 39% 1982
HEILDARSALA Volvo-samsteypunnar var á síðasta ári um 75.624 milljaröar
sænskra króna, sem jafngildir liðlega 215.528 milljörðum íslenzkra króna. Til
samanburðar var sala samstevpunnar á árinu 1981 aö upphæð liölega 54.407
milljarðar sænskra króna, sem jafnjjildir um 166.059 milljörðum íslenzkra króna.
Söluaukningin milii ára er um 39%.
Heildarsala Volvo í fólksbílum var að fjárhæð um 18.109 milljaröar sænskra
króna, sem jafngildir um 51.610 milljörðum íslenzkra króna. Til samanburðar var
sala Volvo í fólksbílum að fjárhæð um 13.569 milljarðar sænskra króna árið 1981,
sem jafnj'ildir um 38.671 milljarði íslenzkra króna. Söluaukningin milli ára er um
33%.
Sala Volvo í stærri bílum var að
fjárhæð um 14.024 milljarðar
sænskra króna í fyrra, sem jafngild-
ir um 39.968 milljörðum íslenzkra
króna. Til samanburðar var sala
fyrirtækisins í stærri bílum árið
1981 að fjárhæð um 11.516 milljarð-
ar sænskra króna, sem jafngildir um
32.821 milljarði íslenzkra króna.
Aukningin milli ára er um 31%.
Söluaukning Volvo-samsteypunn-
ar er langmest í orkufyrirtækjum,
en þar var salan í fyrra upp á 33.512
milljarða sænskra króna, sem jafn-
gildir um 95.509 milljörðum ís-
lenzkra króna. Til samanburðar var
sala orkufyrirtækja Volvo á árinu
1981 að fjárhæð um 19.503 milljarð-
ar sænskra króna, sem jafngildir um
55.583 milljörðum íslenzkra króna.
Aukningin milli ára er því um 71%.
Heildartekjur Volvo-samsteyp-
unnar fyrir skatta voru um 2.440
milljarðar sænskra króna í fyrra,
sem jafngildir um 6.954 milljörðum
íslenzka króna. Til samanburðar
voru tekjur samsteypunnar um 1.425
milljarðar sænskra króna á árinu
1981, sem jafngildir um 4.232 millj-
örðum íslenzkra króna.
Heildarrekstrarkostnaður Volvo-
samsteypunnar á síðasta ári var um
70.992 milljarðar sænskra króna,
sem jafngildir um 202.327 milljörð-
um íslenzkra króna. Til samanburð-
ar var rekstrarkostnaður samsteyp-
unnar á árinu 1981 um 45.039 millj-
arðar sænskra króna, sem jafngildir
um 128.361 milljarði íslenzkra
króna.
Loks má geta þess, að tekjur Volvo
á hvern hlut voru á síðasta ári um
30,90 sænskar krðonur, borið saman
við 24,00 krónur árið 1981.
Kanna sölumöguleika iðn-
fyrirtækja í Færeyjum
NÝTT verkefni hófst hjá Útflutnings-
miðstöð iönaðarins í nóvember sl„ en
markmið þess er að fjölga íslenzkum
iðnfyrirtækjum í útflutningi. í þessu
sambandi dvaldist starfsmaður Út-
flutningsmiðstöðvarinnar í Eæreyjum
fyrir skömmu og var það þriðja feröin,
sem farin er á vegum þessa verkefnis
til Færeyja.
í fréttabréfi Félags íslenzkra iðn-
rekenda, Á döfinni, segir, að mun
meiri áhugi virðist fyrir þessu verk-
efni en upphaflega var búizt við,
þannig að frá upphafi þess hafi um
35 fyrirtæki snúið sér til Útflutn-
ingsmiðstöðvarinnar og beðið um að
sölumöguleikar þeirra yrðu kannaðir
í Færeyjum.
„Árangurinn hefur verið sá, að ein
10—12 fyrirtæki hafa nú þegar feng-
ið eina eða fleiri pantanir og tals-
verðar líkur eru fyrir því, að þessi
tala eigi eftir að hækka þar sem enn
er verið að vinna að málum nokk-
urra fyrirtækja," segir ennfremur í
fréttabréfinu.
Seinni hluta aprílmánaðar mun
Útflutningsmiðstöðin standa fyrir
vélakynningu á nokkrum stöðum í
Færeyjum í samvinnu við íslenzkt
fyrirtæki og um mánaðamótin maí-
júní er stefnt að því að fara til Fær-
eyja og er þeim, sem áhuga hafa á,
bent á að hafa samband við Jens P.
Hjaltested hjá Útflutningsmið-
stöðinni.
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF
Umsjón: Sighvatur Blöndahl
A II* ah KOMIÐ, SKOÐIÐ,
MllV er OC SANNFÆRIST
þegar þrennt er
L 300 sendibíllinn frá MlTSUBISHl hefur sannað
ágæti sltt á íslandi.
Nú getum við boðið tvær nýjar gerðir:
„LONCBODY" og „4WD".
4WD
fulHEKLA
Jj Laugavegi 170-172 Sir
HF
Sími 21240
þ! ipiðíl kvc ildl ill kl.2 »
HAGKAUP Skeifunni15