Morgunblaðið - 14.04.1983, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRlL 1983
35
að Sephardim falli vel mjög harð-
skeytt stefna Likud gagnvart
Aröbum. Margt af þessu fólki ólst
upp í Arabalöndum og þurfti að
þola harðræði og niðurlægingu af
hendi Arabanna og þykir því ekki
nema rétt mátulegt að Israelar
séu nú herraþjóð. í þriðja lagi
komi trúin og hefðin mjög við sögu.
Hugmyndafræði Verkamanna-
flokksins byggði á þeim kenning-
um sionismans að koma á fót
þjóðféiagi að vestrænni fyrirmynd
og lögð mikil áherzla á kibbutz-
uppbyggingu og ræktun jarðar-
innar. Hins vegar kom meirihluti
Sephardim yfirleitt af trúarlegum
ástæðum til að uppfylla spádóm-
inn. Þeir héldu sig vera að koma
til lands, þar sem smjör draup af
hverju strái og guð myndi leysa
snöfurmannlega öll þeirra mál.
Svo hafa þeir vaknað upp við
vondan draum og eru margir treg-
ir til að horfast í augu við veru-
leikann. Begin hefur komið fram
sem talsmaður hinnar gyðinglegu
arfleifðar og hefðar og því er
fjarska nærtækt að Sephardim
halli sér að honum umfram
Verkamannaflokkinn, sem Seph-
ardim staðhæfa að séu að reyna að
slíta tengslin við arfleifðina.
Samyrkjubúastefnan er talandi
tákn um hvað Ashkenazi Gyðing-
ar hafa látið sitja í fyrirrúmi, en
hún er svo aftur á nokkru undan-
haldi nú, miðað við það sem var
bæði fyrir stofnun Ísraelsríkis og
fyrstu tvo áratugina.
Sumir Sephardim standa á því
fastar en fótunum, að þeir séu og
langtum betur til þess fallnir að
verða aðalmenn í hugsanlegum
samningum við Araba vegna þess
að þeir þekki arabískt eðli og upp-
lag betur vegna uppruna síns.
Þetta gengur að vísu þvert á allar
tilfinningar þeirra i garð Araba,
sem eru langtum öfgafyllri en inn-
an Ashkenazi almennt, eins og áð-
ur hefur komið fram. Afstaða
Sephardim til Araba er ekki nei-
kvæð að ástæðulausu, ( ýmsum
löndum eins og til dæmis Marokkó
og Jemen voru Gyðingar svín-
beygðir og niðurlægðir — og þó
talar eldri kynslóð Marokkó Gyð-
inga eða Jemeníta af angurværð
um heimaland sitt og heldur í
heiðri ýmsa siði frá þessum lönd-
um sem eru og ekki beinlínis allir
gyðinglegir.
Það er trúlegt að Sephardim
telji að miklum meirihluta, að þó
svo að hagur þeirra — einkum er
átt við hina efnalegu afkomu —
hafi heldur versnað undir stjórn
Begins en hitt, að hann veiti þeim
þó ákveðna forsjá. Þeir telja, og að
mörgu leyti með réttu, að Ashken-
azi Gyðingar líti niður á þá og þeir
myndu verða endanlega undir ef
Verkamannaflokksstjórn kæmist
til valda.
Það er líklega ekki fráleitt að
rithöfundurinn Amos Oz hafi lýst
þessu nokkuð vel í blaðagrein sem
ég sá meðan ég var í ísrael. Hann
sagði:
»Ég var á kaffihúsi, þar sem
meirihluti gesta var Sephardim.
Karlmennirnir voru að dreypa á
bjór og allt í einu var ég orðinn —
sem kibbutznik — tákn og tals-
maður Ashkenazi kúgunar og þeir
beindu spjótum sinum að mér og
sögðu: Þið bíðið færis að traðka
okkur endanlega niður í svaðið. Á
meðan Begin er við völd erum við
öruggir. Hann stjórnar. Þó hafið
þið fjármagnið, bankana, blöðin,
Histadrut, sjónvarp og útvarp.
Lengst af hafið þið stjórnað ísra-
el. En hvað gerist svo. Við setturr
Begin yfir ykkur. Og nú skuluð þif
fá að súpa seyðið af því — leng
lengi."
texti: Jóhanna
Kristjónsdóttir
Þýsk-íslenska
félagið í Köln:
íslandsráð-
stefna í
níunda sinn
HIN árlega íslandsráðstefna á
vegum þýsk-íslenska félagsins
í Köln var haldin fyrir nokkru
í níunda sinn.
Ráðstefnuna sóttu um 150
manns frá Köln og víðar. Um-
fangsmikil bókasýning var í
tengslum við ráðstefnuna. Gat
þar að líta nýjar bækur á
þýsku um íslensk efni, svo og
eldri bækur úr safni íslands-
vinarins Heinrich Erkes, en
það myndar sérdeild í há-
skólabókasafni Kölnar.
Fyrirlestrar voru fluttir um
fjögur ólík efni. Dr. Schníitgen
flutti erindi um lögun og mót-
un basalts á íslandi og Dr.
Seewald talaði um trúarleg
þróunarstig í bókmenntaverk-
um Halldórs Laxness.
Fyrirlesarar frá Germaníu
voru Þórir Einarsson prófess-
or er fjallaði um fiskveiðar á
íslandi í efnahagslegu tilliti og
Úlfur Friðriksson er flutti frá-
sögn um íslendinga í útlönd-
um og útlendinga á íslandi.
Ráðstefnustjóri var H.G.
Esser. Forseti þýsk-íslenska
félagsins í Köln er Dr. Max
Adenauer, fyrrverandi borgar-
stjóri í Köln.
(FrétUtilkynning frí Germanfn)
iJPySur
sKVNomerroR .
Hamborgart
tiuUskn
í hádeginu,
á kvoldin - heima
í vinnunni,
á ferðalógum,
og hvar sem er.
>sina standa í 5 mín.í heitu vatni
í potti eða vaski, áður en hún er opnuð,
og rétturinn er tilbuinn.
Lykkjulok - enginn dosahnifur.
Fæst í næstu verslun!
Niðursuðuverksmiðjan ORA hf.
Sendum um land allt.
Útsölustaöir á Akureyri, Akurvík Glerárgötu 20.
g*E irumarkaðurinn hf.
túla 1A ni 86112.