Morgunblaðið - 14.04.1983, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 14.04.1983, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1983 39 fclk í fréttum Elton John berháttaði + Elton John setti nú um daginn tínan næturklúbb í Túnis á annan endann. Eftir dýrindis máltíö meí vinum sínum og nokkrum kaup- sýslumönnum, (Elton ætlar aö auglýsa nýja gerö af sólgleraug- um), tók Elton allt í einu upp á því aö fækka fötunum og varó smókingslaufan fyrst til aö fjúka en nærbuxurnar síðastar. Victoria Principal „Pamela Ewing“ vitnar í skilnaðarmáli + Á meðan Pamela Ewing gerir hvaö hún getur til aö halda í leif- arnar af hjónabandi þeirra Bobby Ewings á leikkonan sjálf, Victoria Principal, í dálitlum erf- iöleikum í sínu einkalífi, eins og við höfum raunar sagt frá. Sambýlismaður Principal heitir Harry Glassman, velmeg- andi lýtalæknir, og hafa þau ver- iö óaöskiljanleg í níu mánuöi. Harry er hins vegar giftur og nú hefur konan hans stefnt honum fyrir rétt og krefst þess aö hann greiöi henni og börnunum um 375.000 kr. ísl. í framfærslueyri á mánuöi. Kona Glassmans, Jane, hefur sundurliöaö reikninginn þannig: Tæpar 19.000 kr. í föt á mánuði, 6.250 í snyrtivörur, 12.500 í vinnulaun fyrir manninn sem hugsar um pottaplönturnar og slær grasflötina, 15.000 kr. fyrir sálfræöinginn og 20.000 kr. fyrir hvert barnanna þriggja. „Og svo þurfum viö líka eitthvað aö boröa,“ segir frú Glassman og telur aö rúmar 250.000 kr. muni duga til þess. Harry Glassman hefur um 12,5 milljónir kr. í tekjur á ári og segist ekki geta undir nokkrum kringumstæöum borgaö þessa upphæð, eöa 4,75 millj. á ári. Þaö er hins vegar hér sem Vict- oria Principal kemur inn í mynd- ina, því aö Jane hefur krafist þess aö hún verði látin segja frá því fyrir rétti hvaö Glassman hefur gefiö henni mikiö síðustu níu mánuöina. „Ég ætla ekki aö láta snuöa mig um einn einasta eyri þótt Glassmann hafi fundiö sér ein- hverja dúkku. Ég hef heldur ekkert á móti því aö skilja viö hann en þaö skal þó veröa hön- um dýrt,“ segir Jane Glassman. Dragtin Ný sending í stærðum 36—38. Glæsilegt úrval, gott verð. Dragtin, Klapparstíg 37. Sími 12990. Strandamenn Átthagafélag strandamanna heldur vor- fagnaö í Domus Medica laugardag 16. apríl kl. 21. Bingó og dans. Stjórn, skemmtinefnd og bygginganefnd. SPUNNH) UM STALÍN eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN klaufalega að orði við Stalín, þegar hann sagði: Ég er lyfjafræðingur að mennt og það hefur komið sér vel. Ég er af fátæku fólki. Ég er frá litlum bæ, en ég átti stóra drauma. Og þessir draumar urðu stærri en lífið. Áþreif- anlegri en veruleikinn. Ég reyndi að leika á hann eins og vindhörpu, án þess hann tæki eftir. Það hafa margir reynt, en veruleikinn lætur ekki að sér hæða. Eyru Stalíns eru viðkvæm og eiga erfitt með að greina milli þess, sem er satt eða logið. Og Yagoda brosir með sjálfum sér, þegar hann hugsar um, hvað hann hefur logið miklu í þessi eyru. En hann var ekki einn um það. Þú hafðir hugrekki, hafði Stalín sagt við hann. Og hann svaraði: Ég var ekki einn þeirra, sem gerðu sig ánægða með þægindin ein. Mitt takmark var að fá fimm mola í kaffið í staðinn fyrir tvo. Það voru mín mistök. Ég hef samt megnustu andstyggð á bruðli. Stalín varð sótsvartur í framan. Nú kastaði tólfunum. Yagoda gerði sér grein fyrir því. Nú var of seint að leita skjóls í þeim orðum Stalíns, sem urðu honum minnisstæðust: Við skulum taka höndum saman, því að óvinir ríkisins og samsærismenn eru allt í kringum okkur, þetta nöðrukyn. Við stöndum saman, trömpum þá undir fótunum! Sjálfur hafði Yagoda harla viðkvæm meyjareyru, sem voru opin upp á gátt fyrir ljúfsáru hvísli elskhugans. Nei, hann hristir höfuðið, þetta er ekki góð samlíking. En alla vega: Stalín hafði stutt hann upp á Everest stjórnmálanna. Ekkert stjörnu- kerfi var svo vel upp byggt, að það kæmist í hálfkvisti við kenningar hans og hugmyndir. Hann varð smám saman í augum Yagoda eitt af alheimslögmálunum. Fyrirheit hans gerðu sólkerfin að öldugjálfri. f vetrarbrautinni verður alltaf að gera ráð fyrir, að loftsteinar hverfi út í tómið, en þá brenna þeir upp. Og Yagoda minnist þess, sem Stalín hafði sagt við Mironow, yfirmann í öryggislögreglunni, þegar hann var ásamt öðrum að reyna að fá Kamenev til að játa: Veiztu hvað land okkar vegur mikið með öllum verksmiðjum, vélum, her og hergögnum, og flotanum? Það veit enginn, svaraði Mironov undrandi. Það hljóta að vera stjarnfræði- legar tölur. Jæja, sagði Stalín, — og getur nokkur einn maður staðizt slíka stjarnfræðilega þyngd? Nei, svaraði Mironov. Ég vil játningu. Og ekkert annað, sagði Stalín ögrandi. Með það veganesti hélt Mironov til Lúbjanka- fangelsis. Yagoda hafði heyrt Stalín tala um, að tímarnir minntu á Róm, áður en kristindómurinn sigraði. Og endurreisn- ina. Þá herjuðu margir sjúkdómar á löndin. Og heil sólkerfi falskenninga brunnu upp í hvítum logum lyga og galdurs: Við brennum sinuna, svo að grasið megi vaxa, sagði Stalín fjálglega. Allar byltingar nema okkar hafa farið út um þúfur. Af hverju? Af því þeir fórnuðu ekki öllu fyrir byltinguna. Þegar þeir hættu að trúa á frönsku stjórnarbyltinguna, þá hættu þeir að fórna fyrir hana, en við fórhum öllu. Okkar ríki er byggt á sömu lögmálum og stjörnukerfin, lögmálum eilífrar reglu, þar sem einstakir loftsteinar þeytast út í myrkur og gleymsku og brenna upp. Einu sinni varst þú þumalfingur á minni hægri hendi, en það kom drep í fingurinn og verður að sníða hann af. En það mun vaxa nýr þumall samkvæmt lögmáli sósíalismans. Yagoda horfir ósjálfrátt á þumalfingur hægri handar. Hann beygir hann og lætur hann hverfa inn í lófann undir hina fingurna. Hann minnist þess, hvað það fór illa í hann, þegar Stalín sagði honum frá því, að hann væri að lesa Fouché, lögreglustjóra Napóleons, eftir Stefan Zweig. Og nú telur hann sjálfum sér trú um, að ofsókn- irnar á hendur honum eigi rætur í þeirri bók. Hann varð hræddur við Fouché. Það yfirfærðist á mig, hugsar Yag- oda og virðir enn fyrir sér þumalfingur hægri handar. Það er engu líkara en það sé honum hugarfró að sjá svart á hvítu, að þumallinn er á sínum stað á h'endinni og gegnir því hlutverki, sem honum er ætlað. Kannski hann eigi einhverja von. Hann reynir að finna bjartar hliðar á þeim örlögum, sem nú bíða hans, og ekki laust við að hann gæli við blekkinguna. En hann veit, að Stalín er ekki einungis KRAMHALD

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.