Morgunblaðið - 14.04.1983, Side 46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1983
„Verður
Örn með
í sumar?
ÖRN Óskarsson, hinn sterki
bakvðrður, sem gekk til liðs við
nýliða Þróttar í knattspyrnunni,
á nú við meiðsli ( hásin að
stríða og hefur reyndar átt (all-
an vetur.
Hann hefur verið í sprautu-
meöferð til að ná bólgunni úr
fætinum, og hefur hann ekkert
getað æft meö félögum sínum,
en aðeins getað trimmað.
Nokkrar líkur eru taldar á því að
hann fái bata en ef til þess kem-
ur að hann þurfi aö fara í upp-
skurð verður hann væntanlega
frá í átta til tiu vikur og yröi þaö
að sjálfsögðu mjög slæmt fyrir
Þrótt, svo og íslenska landsliöiö.
— SH.
KKÍ með
námskeið
Körfuknattleikssamband íslands
heldur A-stigs námskeiö í Vörð-
uskóla 16. og 17. apríl. Nánari
upplýsingar á skrifstofu KKÍ.
Jóhann Ingi hefur mikið verið (fjölmiðlum vegna góðrar frammistöðu hjá liðinu sem hann þjálfar. Hér má sjá hvar útvarpsfréttamaöur er
að fara að ræða við hann eftir sigurleik hjá Kiel. Eins og sjá má er Jóhann Ingi glaöur á svipinn enda tvö dýrmæt stig í höfn.
Lið Jóhanns Inga hefur ekki
tapað leik síðan 17. desember
Kiel er nú í fjórða sæti
í 1. deild í Vestur-Þýzkalandi
THEW-Kiel, handknattleikslið
það sem Jóhann Ingi Gunnars-
son þjálfar, gerir það mjög gott í
1. deildar keppninni um þessar
mundir. í fyrrakvöld sigraði liðið
Nettelsted með eins marks mun,
22—21, eftir hörkuleik. Kiel-liðiö
er nú í fjórða sæti (1. deild með
22 stig. Gummersbach hefur for-
ystuna með 26 stig, Grosswald-
stadt hefur 24 stig, og lið MTSV
Schwabing er í þriöja sæti meö
23 stig. Kiel á sex leiki eftir, þrjá
leiki á útivelli og þrjá leiki á
heimavelli. Þetta er besti árangur
THW-Kiel um langt árabil og hef-
ur árangur liðsins vskið verð-
skuldaða athygli f V-Þýskalandi.
Mikið hefur verið fjallað um störf
þjálfarans, Jóhanns Inga, og
þann góða árangur sem hann
hefur náð með liðsmönnum sín-
um.
— Ég get ekki veriö annaö en
ánægöur meö þann árangur sem
ég hef náð með liöið. Hann er
framar björtustu vonum okkar
allra. Liöiö hefur ekki tapað leik
síðan 17. desember á síðasta ári.
Og það var er viö lékum gegn
Grosswaldstadt. Þá hefur þessi
góöi árangur okkar orðið til þess
aö þaö hefur verið uppselt á alla
heimaleiki okkar hér í Kiel. Sjö
þúsund manns á hverjum leik.
Þetta eru forráðamenn liösins
mjög ánægöir með, svo og hinn
góöa árangur okkar. Ég get því
ekki sagt annað en aö þetta gangi
eins vel og kostur er sagöi þjálfari
liðsins, Jóhann Ingi Gunnarsson, í
spjalli viö Morgunblaöið í gær.
Jóhann sagöi að næstu sex
leikir liösins yrðu erfiðir. Hann ætti
von á því að heimaleikirnir myndu
vinnast, en tveir af þremur útileikj-
um myndu tapast. En að sjálf-
sögöu vonaöist hann eftir sigri í
öllum leikjunum. Ef liö mitt veröur
í einu af sex efstu sætunum í 1.
deild þá er ég mjög ánægður með
frammistööuna, sagöi Jóhann.
— ÞR.
• Þessi mynd er af öllum fararstjórum á Unglingameistaramóti fslands á skíðum sem haldið var á Akureyri um
síðustu helgi. Hún var tekin í verðlaunahófi í Sjallanum á mánudaginn, en Skíðaráð Akureyrar veitti þeim þá
öllum viðurkenningu fyrir frábært samstarf.
Júdómót
í Keflavík
BARNA- og unglingamót í júdó fer
fram laugardaginn 16. apríl kl.
14.00 í íþróttahúsinu v/Sunnubraut
í Keflavík.
Mótiö er á vegum júdódeildar
UMFK, og er opiö öllum börnum og
unglingum sem æfa júdó. Mótiö fer
þannig fram aö hver viöureign er
þrjár mínútur.
Þyngdarflokkar skiptast þannig:
7—9 ára +35 og +35 kg, 10—12 ára
+40 kg og +40 kg, 13—15 ára +62
kg og +62 kg. 13—15 ára opinn
flokkur stúlkna. Keppt veröur á
tveimur litlum völlum og foreldrar
og velunnarar þessa unga fólks eru
hvattir til aö mæta og aö sjálfsögöu
aörír.
Getrauna- spá MBL. -'S 3 3 e & o Sunday Mirror Sunday People Sunday Express News of the World -C a. 1 £ m ? á? SAMTALS
1 X 2
Arsenal — Man. Utd. 2 2 2 2 2 2 0 0 6
Brighton — Sheff. W'ed. 1 1 X 1 1 4 í 0
Coventry — Birmingham 1 1 1 X 1 X 4 2 0
Man. City — West Ham X X X 2 2 2 0 3 3
Notts. C. — Luton X 1 1 1 1 1 5 1 0
Southampton — Liverpool X 2 X X 2 2 0 3 3
Swansea — Stoke 1 1 X 2 X X 2 3 1
Tottenham — Ipswich 1 1 I 1 X 1 5 1 0
Watford — Nott. Forest 1 1 1 1 1 X 5 1 0
Chelsea — Newcastle 1 X X X 2 X 1 4 1
Derby — Barnsley 1 1 1 1 X X 4 2 0
Leeds — Fulham X 1 1 1 X 1 4 2 0
News of the World spáði ekki um leik Brighton og Sheffield Wednesday
einhverra hluta vegna.
Opna hollenska meistaramótið í júdó:
Bjarni í átta
manna úrslit
ÍSLENSKIR júdómenn stóðu sig
með ágætum á Opna hollenska
meistaramótinu í júdó um síðuatu
helgi, en það er sterkasta opna
mótiö sem haldið er ( Evrópu.
Bjarni Friðriksson komst ( 8
manna úrslit í sínum þyngdar-
flokki en þar voru 45 keppendur.
Þetta er geysifjölmennt mót og
styrkleiki þess felst m.a. í því aö
þaö sækja bestu júdómenn Aust-
ur-Evrópu og einnig þeir bestu frá
Bandaríkjunum og Kanada auk
Vestur-Evrópumanna.
Bjarni Friðriksson keppti í lótt-
þungavikt (+95 kg) ásamt 45 öörum,
sem kepptu í 12 riölum í forkeppn-
innl. Bjarni komst auöveldlega upp í
úrslitakeppnina eftir sigur yfir
Harbs frá Vestur-Þýskalandi og van
Rosmalen frá Hollandi sem hann
vann báöa á ippon (fulinaöarsigri
áður en lotu var lokiö). I úrsllta-
keppninni sigraöi Bjarnl m.a. ung-
verska landsliðsmanninn Istvan
Szepesi, einnig á ippon. Þegar
Bjarni var kominn í átta manna úr-
slitin mætti hann Neureuter frá
Vestur-Þýskalandi, fyrrverandi Evr-
ópumeistara og margföldum verð-
launamanni á heimsmeistaramótum
og Ólympiumótum (fókk silfur á OL
í Montreal 1976). Þetta var jöfn við-
ureign og stigin jöfn en Þjóöverjan-
um var úrskuröaöur sigurinn. Sigur-
vegari í flokknum varð Robert van
de Walle frá Belgíu, Ólympíu-
meistarinn frá 1980, sem heimsótti
íslenska júdómenn 1979. Annar
varð Gurin frá Sovétríkjunum.
Niels Hermannsson kepptl ( +70
kg flokki, en þar voru keppendur 67
að tötu. Níels varð annar í sínum
riðli eftir að hafa sigraö Hollend-
ingana Thijessen og Ned, báða á
ippon. Var Níels þar með kominn í
úrslitakeppnina, en tapaöi þar fyrlr
van Heest frá Hollandi sem varð
meistari í þessum flokki.
Þriðji islenski keppandinn á mót-
inu var Kolbeinn Gíslason sem
keppti í þungavigt. Hann tapaði
þremur viðureignum í riölinum, þar
af tveimur naumlega eftir aö hafa
haft yfirhöndina þar til í lokin.
Komst hann því ekki í úrslitakeppn-
Ina.
Frammistaöa Bjarna og Níelsar
er sérstaklega athyglisverö og
Bjarni sýndi þaö enn einu sinni aö
hann stendur bestu júdómönnum
heims á sporði.