Morgunblaðið - 16.04.1983, Side 3

Morgunblaðið - 16.04.1983, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRlL 1983 3 Frá sýningu grunnskólanema í Grindavík. Einn hópur tók sér fyrir hend- ur umhverfi í heitum löndum og í því tilefni var reist þorp í einni skólastofunni, eins og hér má sjá. Ljósm. Mbl. Guðfinnur. Þessir piltar unnu að verkefni er nefnist íþróttir í Grindavík og hér má sjá afrakstur þess. Sýning á verkum grunn- skólanema í Grindavík NÚ UM helgina verður í grunn- skóla Grindavíkur sýning á verk- um, sem nemendur hafa unnið að í sérstakri starfsviku. Sýningin verður frá 14—21 í dag og frá 13—18 á morgun, sunnudag. Að sögn Gunnlaugs Dan Ólafssonar skólastjóra er sýn- ingunni ætlað að gefa mönnum hugmynd um þá verkefnavinnu, sem unnin væri í starfsvikunni. I vikunni er regluleg kennsla lög niður og nemendur vinna í stað- inn að ýmsum viðfangsefnum, flestum í stórum eða smáum hópum. Nemendur völdu verkefni að eigin vali. Meðal viðfangsefn- anna má nefna umhverfisvernd, tónlist, tölvur, þróun skólastarfs í Grindavík, íþróttir í Grindavík, umferðin, heilsan og við, fæðan, gamlir atvinnuhættir til sjávar og sveita og níu ára nemendur unnu verkefni er þeir nefndu umhverfi í heitu landi og hafa þess vegna reist lítið þorp í skól- anum. Auk þess verða munir, sem unnir hafa verið í hand- mennt. Skólaútvarp starfaði alla vikuna. í grunnskólanum í Grindavík eru 460 nemendur og tóku þeir allir sem einn þátt í verkefna- vinnunni. Starfsvikur af þessu tagi eru haldnar annað hvert ár, og er þetta önnur vikan af þessu tagi. Þá verða nemendur með skemmtun fyrir foreldra á sunnudagskvöldið og fer hún fram í kvenfélagshúsinu og hefst klukkan 21. Barnalæknar vara við notkun magn- yls og asperíns MORGUNBLAÐINU barst í gær fréttatilkynning frá Félagi íslenzkra barnalækna, sem er svohljóðandi: „Samkvæmt upplýsingum heil- brigðisyfirvalda, eins og komið hef- ur fram í fjölmiðlum, er nú hlaupa- bólufaraldur og inflúenzufaraldur í landinu. Félag íslenskra barnalækna vill vekja athygli á eftirfarandi: Á síðustu árum hafa rannsóknir bent til þess að notkun á acetylsal- icylsýru (Magnyl, Asperin) í sjúk- dómum þessum gætu leitt til svo- kallaðs Ray’s sjúkdóms. Ray’s sjúkdómur er mjög sjaldgæfur sjúkdómur, en alvarlegur, þar éð fram koma heila- og lifrarskemmd- ir hjá sjúklingunum. Ennþá hefir hann ekki greinst hér á landi með vissu. . Enda þótt þetta orsakasamband sé ekki fullsannað, hafa samtök bandarískra barnalækna séð ástæðu til að vara við notkun acet- ylsalicylsýru (Magnyls, Asperins) hjá börnum með ofangreinda sjúk- dóma.“ Sigurður Pálsson vígslubiskup lætur af embætti MEÐ bréfi til biskups, dagsettu 12. apríl 1983, sagði séra Sigurður Páls- son vígslubiskup starfí sínu lausu. í bréfí vígslubiskups er tekið fram, að það sé í tilefni þess að á þessu ári eru liðin 50 ár frá prestsvígslu hans. Séra Sigurður Pálsson var vígð- ur sóknarprestur til Hraungerð- isprestakalls í Árnesprófastsdæmi 28. maí 1933. Hann var vígður vígslubiskup Skálholtsbiskups- dæmis 1. sept. 1966. Öll þessi 50 ár hefur hann haft á hendi opinbera þjónustu innan kirkjunnar. Ekki talin ástæða til að- gerða í Fríhafnarmálinu Rannsóknarlögreglustjóra ríkisins hefur borist bréf frá ríkissaksóknara þar sem fram kemur að ekki sé talin ástæða til aðgerða varðandi ætlað misferli verkstjóra í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli. Bréf ríkissak- sóknara er svohljóðandi: „Með bréfi, dags. 3. febrúar sl., senduð þér, hr. rannsóknarlög- reglustjóri, embætti ríkissaksókn- ara kærubréf Jóns A. Jónassonar, dags. 26. janúar sl. ásamt fylgi- skjölum varðandi ætlað misferli verkstjóra í Fríhöfninni á Kefla- víkurflugvelli með rangfærslu stimpilklukkukorta og þá jafn- framt frumgagna yfirvinnuskrán- inga. Málefni þetta var sent varnar- máladeild utanríkisráðuneytisins til álits og umsagnar. Umsögn varnarmáladeildar hefur nú borist embætti ríkissaksóknara í bréfi, dags. 5. þ.m. Þar segir meðal ann- ars svo: „Að höfðu samráði við ríkisend- urskoðunina taldi ráðuneytið ekki ástæðu til frekari aðgerða, enda stimpilklukka aðeins hjálpartæki til þess að skrá vinnutíma, en for- stjóri yfirfer stimpilkort og reikn- ar sjálfur út vinnutíma. Taldi ráðuneytið skýringar hans full- nægjandi. Sú var einnig skoðun meirihluta fríhafnarstjórnar, en minnihlut- inn (Jón A. Jónasson) lýsti yfir, að hann myndi krefjast frekari rann- sóknar." Að fenginni þessari umsögn og að lokinni gaumgæfilegri athugun ákæruvalds á möguleikum til að geta aflað lögfullrar sönnunar fyrir refsiverðri háttsemi er eigi krafist frekari aðgerða í málinu eins og það liggur fyrir.“ ísafjörður: Fimm til tíu ný lek- andatilfelli á mánuði ísafirði, 14. apríl. TÍÐNI kynsjúkdóma hefur aukist verulega á ísafírði síðustu mánuðina, og að sögn Skúla Bjarnasonar yfír- læknis við heilsugæslustöðina á ísa- fírði hafa komið til meðferðar 5—10 ný tilfelli á mánuði frá því í haust. í öllum tilfellum er um lekanda að ræða, en vart hefur orðið af- brigðis sem talið er vera komið frá Grænlandi, en venjuleg penesílín- lyf duga ekki gegn því, þó hægt sé að lækna tilfellin með öðrum lyfj- um. Hins vegar hefðu læknar mestar áhyggjur af því að konur gætu gengið lengi með sjúkdóminn án þess að einkennin kæmu í ljós, og veruleg hætta væri á að ófrjó- semi leiddi af slíku. Hægt væri að lækna sjúkdóminn í öllum tilfell- um, en nauðsynlegt væri að fá hann til meðferðar sem allra fyrst. Ekki kvað Skúli ástæðu til að ætla að lekandatilfellin mætti rekja til komu grænlenskra sjó- manna til bæjarins, en Grænlend- ingar leggja upp rækju á tsafirði. Sem kunnugt er eru kynsjúkdómar alvarlegt vandamál á Grænlandi. - Clfar Qpið í dag til kl4 SAAB- eigendur athugið, tökum þann gamla upp í nýjan -eða seljum hann fyrir þig ef þú vilt heldur. Mikil eftirspurn tryggir hagstæð skipti. TÖGCURHH SAAB UMBOÐIÐ BÍLDSHOFÐA 16. SÍMAR 81530-83104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.