Morgunblaðið - 16.04.1983, Síða 9

Morgunblaðið - 16.04.1983, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1983 9 iMfflDeMoaáö Umsjónarmaður Gisli Jónsson 189. þáttur Ágúst Karlsson í Vest- mannaeyjum, „gamall" og tryggur nemandi minn, sendir mér bréf sem ég þakka honum kærlega. Hann hefur mál sitt á því að þakka „fyrir hina stór- góðu þætti í Morgunblaðinu á laugardögum". Síðan gerir hann grein fyrir tveimur sendingum. Annars vegar er bréf frá Samvinnutryggingum, sem hann fékk sent um ára- mótin, hins vegar Ijósrit úr „Fréttabréfi" Islenska flug- sögufélagsins (1. tbl., 6. árg., mars 1983). Ágúst auðkennir þennan kafla í bréfi trygginga- félagsins: „Meðfylgjandi gíróseðil biðj- um við þig að greiða á næsta greiðslustað gíróseðilsins, sem er banki, sparisjóður eða póst- hús og færð þú þá neðri hluta gíróseðilsins greiðslustimplað- an og heldur honum eftir sem endurnýjunarkvittun með þeim vátryggingalegu upplýs- ingum, sem á honum eru.“ Um þetta lesmál segir Ágúst: „Gíróseðillinn er, að mínu mati, að óþörfu tvítekinn (Inn- skot umsjónarmanns: Ekki orðum aukið) í hinni löngu setningu, og svo finnst mér „vátryggingalegur" frekar am- bögulegt orð.“ Eg tek undir þessi orð Ágústs. Þau sýna enn, því mið- ur, hversu staglstíllinn virðist vera í miklum blóma. í ljósriti úr blaði íslenska flugsögufélagsins auðkennir Ágúst þennan hluta: „Þeir félagar sem möguleika eiga á að greiða gjöldin fyrir- fram eru hvattir til þess, því féð verður vel varið í þeim fjár- festingum sem félagið hefur nú þegar bundist á hendur.“ Um þetta segir Ágúst Karlsson: „Er ekki þarna um ranga beygingu að ræða? Og síðan virðist mér sem tveimur orða- samböndum hafi verið ruglað (blandað) saman. Einhver tekst eitthvað á hendur og svo geta menn bundizt samtökum um eitthvað." Umsjónarmaður svarar spurningunni játandi. Auðvit- að á að vera fénu, ekki féð, með sögninni að verja. Menn verja einhverju til einhvers. En fleira er hér athugavert. Það er ekki gott mál, þegar sagt er að verja fé í fjárfestingum. Orðið fjárfesting felur í sér hugtak fremur en eitthvað hlutlægt. Það er því ekki vel komið í fleirtölu. Að sjálfsögðu eru fjármunir (fé) nauðsynlegir til fjárfestingar. Varla þarf að taka það fram. Áður en lýkur segir Ágúst Karlsson: „I lokin langar mig svo til að slá á léttari strengina. Fyrir nokkrum árum sá ég mann skrifa axtur í stað akstur, og fór ég þá „að safna“ x-orðum, eins og ég kalla þau. Eru nú í „safni" mínu: axtur, loxins, huxa, rextur, laxmaður, vex- stæði, Foxvogur og loks var maður sem skrifaði Stoxeyri!" Umsjónarmaður rifjar það síðan upp að Ágúst Karlsson er höfundur orðsins krist- mennska (eftir Kristmanni afa hans) um það fyrirbæri mann- legs máls sem Englendingar kalla Spoonerism. Dæmi frá Englendingum: Séra Spooner ætlaði að biðja söfnuð sinn að syngja sálminn From Green- land’s icy mountains, en óvart sagði hann From Icelands greasy mountains. Dæmi úr íslensku: Við erum rakir steglumenn, steikjum að vísu að raðaldri og bítum ekki í lók. En þetta á auðvitað að vera: Við erum stakir reglu- menn, reykjum að vísu aö stað- aldri og lítum ekki í bók! Annað og meinlausara dæmi: Pípholtið er að skála í staðinn fyrir Skálholtið (skips- nafn) er að pípa! í bréfi Ágústs var réttilega tekið fram að bundist á hendur í blaði íslenska flugsögufélags- ins væri blanda af tveimur orðasamböndum: að takast eitthvað á hendur og bindast samtökum um eitthvað. Þetta er nefnt samruni (contamina- tion) og svo margrætt er um hann hér, að nú verður ekki orðum aukið. Það heitir hins vegar sam- dráttur í málfræðinni, þegar tvö atkvæði verða að einu. Al- gengast er að éa og ía breytist hvort tveggja í já. Um þetta eru mörg góð dæmi. Sögnin að sjá var á eldra málstigi séa, nafnorðið fé var í eignarfalli féar, eina sterka hvorugkyns- nafnorðið sem fékk eignar- fallsendinguna -ar í stað -s, rétt eins og menn væru að beygja orðin hönd eða köttur (féar, handar, kattar). Þannig er komið til hið merkilega eignarfall fjár, og eiga víst sumir erfitt með að koma því til skila. Sem betur fer, höfum við tökuorðið fés um andlit. Það ætti að hindra menn í að breyta eignarfallinu af fé úr fjár í fés. Ekki þætti nú björgu- legt að segja: Ekki eru allar ferðir til fés. Með samdrætti breyttust sagnirnar að fría (=elska) og fía (=hata) í frjá og fjá. Þær eru því miður báðar týndar og tröllum gefnar. En lýsingar- háttur nútíðar af báðum lifir góðu lífi, annars vegar frændi og hins vegar fjandi. Þau orð höfðu frummerkinguna vinur og óvinur. Enn er það nefnt samlögun (assimilation) þegar mismun- andi samhljóð verða alveg eins. Dæmi um það eru friðla > frilla eða einkja (sú sem er ein), en það verður með tíð og tíma ekkja. Er nú mikill vandi að rugla ekki saman öllum þessum „sam-orðum“: sam- runi, samdráttur og samlögun. Önnur málfræðiheiti . geta jafnvel komið til skjalanna og valdið ruglingi. Ég lagði einu sinni fyi r nemendur á prófi margar spurningar um hljóð- breytingar, og meðal annars var sú, hvað héti breytingin þegar féar breyttist í fjár. Ég fékk bráðfyndið svar frá manni sem áreiðanlega hafði einhverntima heyrt í málfræði talað um innskot. Hann sagði: Breytingin féar > fjár er að sjálfsögðu samskot! Að svo mæltu legg ég til að í stað orðanna húmorískur eða húmoristískur tökum við upp nýyrðið skopskynugur. I * £ usaval FLÓKAGÖTU 1 SÍMI24647 Verslunarhúsnæði í Hafnarfirði Sérhæð — bílskúr Nýleg vönduö neöri hæö viö Hagamel 150 fm 5 herb. Sér hiti. Sér inng. Sér þvottahús á hæöinni. Bílskúr. Ákv. sala. Sörlaskjól 2ja herb. rúmgóö samþ. kjall- araíbúö við Sörlaskjól. Sér hiti. Sér inng. Tvær sér geymslur. Ákv. sala. Kjalarnes Einbýlishús í smíðum viö Esju- grund. 6 herb., stór bílskúr. Akureyri Einbýlishús viö Noröurgötu sem er hæð og ris 6 herb. 2 eldhús (timburhús). Stór lóö. Söluverö 600 þús. Akureyri 2ja herb. nýleg stór íbúö. Svalir. Jörð Til sölu á Svalbarösströnd. Hentar sérstaklega vel fyrir garörækt. Helgi Ólafsson, lögg. fasteignasali, kvöldsími 21155. Til sölu á góöum staö í miöbænum, 80—90 fm versl- unarhúsnæði. Stór lóö og góöir stækkunarmöguleik- ar. Húsnæöiö mætti einnig nýta fyrir skrifstofur, fé- lagsheimili og fleira. Opíö kl. 1—4 í dag. Fasteignasala Árna Gunnlaugssonar, Austurgötu 10, sími 50764 Valgeir Kristinsson, hdl. Raðhús í Selási Raöhús til sölu viö Melbæ og Brekkubæ. Húsin selj- ast frágengin að utan meö gleri og útihurðum. Húsin eru kjallari og tvær hæöir, samtals 288 fm. Bílskúr fylgir. Lóö frágengin. Húsin eru aö veröa fokheld. Verð á endahúsum kr. 2150.000. Ekki endahús kr. 2050.000. Bjorn Traustason, sími 83685. 83000 Verslunarhúsnæði við Grensásveg Til sölu verslunarhúsnæöi á besta staö viö Grensás-1 veg (einkasala). Einbýli eöa raðhús óskast Viö samning kr. 500 þúsund. Heildarverö ca. 3 millj. Austurbær, vesturbær Reykjavík. Einbýlishús viö Hverfisgötu Hafnarf. Járnklætt timburhús (steyptur kjallari.) Húsiö erl vandaö og endurnýjaö, nýtt tvöfalt gler í öllum glugg-1 um. Samtals 8 herb., stór bílskúr. Laust strax. Hag-1 stætt verö. FASTEIGNAÚRVALIÐ Silfurteigil Sölustjóri: Auöunn Hermannsson, Kristján Eiriksson hæstaréttarlögmaöur. <5WJND FASTEIGNASALA Opið í dag 13.00—18.00 Einstaklingsíbúðir LYNGHAGI, 24 fm. Verð 400 þús. SNÆLAND, litil lagleg 30 fm einstaklingsíbúö í nýju húsi. Verö 700 þús. 2ja herb. RAUOAVATN, 50 fm hús með bílskúr. 1000 fm lóð. Verö 600 þús. HVERFISGATA, 80 fm mjög falleg risíbúö meö nýjum innréttingum. Verö 1050 þús. ÖLDUGATA, 45 fm miöhæö. Verð 650 þús. LAUGAVEGUR, 50 fm 3ja til 4ra herb. Verö 750 til 800 þús. SKEIÐARVOGUR, ágætis jaröhæö, 65 fm. Verö 900 þús. HRAUNBÆR, 78 fm lagleg íþúð á 1. hæð. Verö 950 þús. 3ja herb. FRAMNESVEGUR, 70 fm á 1. hæö i eldra steinhúsi. Verö 1100—1150 þús. HJALLABREKKA, prýölleg 87 fm jaröhæö. Útsýni ylir Fossvoginn. Verö 1050—1100 þús. HREFNUGATA, mjög falleg 90 fm ibúö í þríbýlishúsi meö bil- skúr. Verð 1500 þús. KRUMMAHÓLAR, 86 fm skemmtileg íbúö með útsýni yfir Elliöa- vatn. Bílskýli fullfrágengiö. Verö 1,1 millj. KÓNGSBAKKI, 80 fm á 1. hæö. Búr og þvottahús innaf eldhúsi. Verð 1100 þús. 4ra herb. ENGIHJALLI, 110 fm íbúö með parketi á gólfum. Mjög falleg. Þvottahús á hæöinni. Verð 1,3 millj. KÓNGSBAKKI, 110 fm skemmtileg íbúö á 3. hæö í blokk. Þvotta- hús í íbúðinni. Verð 1300—1350 þús. VESTURBERG, gott verö. 110 fm íbúö á 1. hæö í 4ra hæöa blokk. Búr og þvottahús innaf eldhúsi. Verð 1050—1200 þús. Fer eftir útb. ENGJASEL, 4ra til 5 herb. glæsileg 117 fm íbúö. Bílskýli fullkláraö. Verö 1500 þús. GARÐABÆR, 4ra herb. rlsíbúö í tvíbýli. Bílskúr. Verö 1,4 millj. KJARRHÓLMI, 4ra herb. góö íbúö á 2. hæð. Búr og þvottahús í íbúö. Verð 1300—1350 þús. Raðhús RAÐHÚS VIÐ FRAMNESVEG. 80 fm skemmtileg hæö, ris og kjall- ari. Verö 1,5 millj. GARDABÆR, viö Kjarrmóa, 90 fm á tveimur hæðum. Bílskúrsrétt- ur. Verö 1450 þús. Ólafur Geirsson vióskiptafræöingur. Guöni Stefánsson. r- 29766 I_□ HVERFISGÖTU 49

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.