Morgunblaðið - 16.04.1983, Page 12

Morgunblaðið - 16.04.1983, Page 12
Stjórnmálafundur Vorboðans í Hafnarfirði á mánudagskvöld SjálfsUeðiskvennafélagift Vorboöi í Hafnarfirði efnir til almenns stjórn- málafundar nk. mánudagskvöld 18. aprfl kl. 20.30 í Sjálfstcðishúsinu { Hafnarfirði. Ræður flytja Salome Þorkelsdóttir, alþm. og Kristjana Milla Thorsteinsson, viðskiptafrsðingur. Matthías Á. Mathiesen, alþm., Gunnar G. Schram, prófessor og Olafur G. Einarsson, alþm. flytja ávörp. Þá mun Júlíus Víflll Ingvarsson óperusöngvari syngja við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar og kaffiveitingar verða. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1983 ALÞINGISKOSNINGARNAR Frá fundinum á ísafirði. Fjölmennur stjórnmálafundur á ísafirði: Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag bera ábyrgð á aukningu verðbólgunnar — segir Matthías Bjarnason alþingismaður Kosningasamkoma ungs fólks í Operunni í dag UNGA fólkið í Sjálfstæðisflokknum efnir til kosningahátíðar í dag, laug- ardag, í húsi Íslenzku óperunnar, (Gamla Bíói) kl. 13.45-16.00. Þar munu fulltrúar ungra sjálfstæðis- manna flytja ávörp, þau Bessí Jó- hannsdóttir, Ámi Sigfússon, Davíð Oddsson og Geir H. Haarde. Þá mun hljómsveitin Þeyr, fyrsta íslenzka rokkhljómsveitin, sem leikur í húsakynnum óper- unnar, kynna nýjar stefnur, Þor- geir Ástvaldsson og Magnús Ólafsson skemmta og Júlíus Vífill Ingvarsson, óperusöngvari syngja. Magnús Kjartansson leikur létt lög frá kl. 13.45. Sjálfstæðiskonur á Suðurnesj- um efna til fjölskylduhátíðar i Stapa í Njarðvík í dag kl. 14.00. Á þessari fjölskylduhátíð munu koma fram fjölmargir skemmti- kraftar úr Vogum, Grindavík, Sandgerði, Garði, Njarðvík og Keflavík. Að sögn aðstandenda þessarar fjölskylduhátíðar munu frambjóðendur Sjálfstæð- isflokksins í kjördæminu mæta „og sýna kannski á sér nýja hlið“. Þessi fjölskylduhátíð á Suðurnesjum er öllum opin. Opið hús í Kópavogi í dag Sjálfstæðisfélögin í Kópavogi efna til opins húss í húsakynnum Sjálfstæðisflokksins þar, í dag, laugardag, kl. 15.00—19.00. Kaffiveitingar verða og munu 6 efstu menn á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykja- neskjördæmi mæta, svo og Frið- rik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Forráða- menn Sjálfstæðisfélaganna hvetja stuðningsmenn D-listans í Kópavogi og annars staðar í kjördæminu til þess að koma í Sjálfstæðihúsið á laugardaginn og rabba þar yfir kaffiveitingum við frambjóðendur flokksins og oorn form nnn SJÁLFSTÆÐISMENN héldu fjöl- mcnnan stjórnmálafund á ísafirði sl. miðvikudagskvöld, en frummælandi á fundinum var Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Auk Geirs fluttu ávörp þrír efstu menn á framboðslista flokksins fyrir kosn- ingarnar, þeir Matthías Bjarnason alþingismaður, Þorvaldur Garðar Kristjánsson alþingismaður og Einar K. Guðflnnsson stjórnmálafræðing- ur. Einar K. Guðfinnsson sagði í ávarpi sínu að sagt væri að al- menn pólitísk deyfð ríkti í landinu og að minni áhugi væri vegna kosninganna en venjulega. Hins vegar væri það ekki reynsla sjálfstæðismanna á Vestfjörðum og væri það vonandi tákn þess að hinn pólitíski leiði, sem um væri rætt, væri ekki ríkjandi í Vest- fjarðakjördæmi. Einar sagði illt til þess að vita, að vonbrigði manna með stjórn- málaþróunina frá árinu 1978 leiddi til þess að tækifærissinnuð stjórnmálasamtök hlytu byr undir báða vængi. „Þeir menn sem enn eru að bera á borð fyrir kjósendur sömu klisjurnar og fyrir fjórum eða fimm árum, eru ekki líklegir til þess að boða betri tíð nú,“ sagði Einar. „Við vandamál þjóðar okkar verður ekki ráðið með er- lendum stjórnskipunarhugmynd- um, sem eiga ekki við hér á nokk- urn hátt,“ sagði Einar K. Guð- finnsson. Helgi H. Jónsson um varnarmálin: „Þjóðviljinn ... heiðarlegri en MorgunbIaðið“ „Máltækið segir að margt sé líkt með skyldum. Morgunblað- ið og Þjóðviljinn eiga það sam- eiginlegt að hræra saman flokkspólitík og fréttum. Þjóð- viljinn er þó að því leytinu til heiðarlegri en Morgunblaðið, að hann dregur enga dul á þetta. Annað hef ég ekki við Morgunblaðið að segja." Þetta var svar Helga H. Jónssonar, annars manns á lista Framsóknarflokksins í Reykjanesi, er Morgunblaðið innti hann eftir afstöðu hans til NATO og varnarsamstarfs við Bandaríkin. Þorvaldur Garðar Kristjánsson sagði í ræðu sinni að búa þyrfti að þeim landshlutum sem verst væru settir og höllustum fæti stæðu og þar sem hættan á fólksflótta væri mest. Ætti þetta einkum við um Vestfjarðakjördæmi. „Núna bíða okkar á Vestfjörðum risaverkefni, kannski meiri verkefni og öriaga- ríkari en við höfum haft við að glíma í marga áratugi," sagði Þorvaldur Garðar. Sagði hann að ekki gæti gengið að hlutur Vest- firðinga í sjávarafla og fisk- vinnslu færi minnkandi borið saman við landið. „Það verður að snúa þessari þróun við, þannig að okkar hlutur sé ekki minni en hann hefur mestur verið áður,“ sagði Þorvaldur Garðar. Jafn- framt gat hann þess að nauðsyn- legt væri að styrkja landbúnað á Vestfjörðum og ekki væri þolandi að fleiri sveitir færu i auðn en nú væri orðið. „Við verðum að stöðva þessa þróun og síðan að snúa vörn í sókn,“ sagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Matthías Bjarnason sagði að vinstri flokkarnir virtust ekki gera sér grein fyrir því að þeir tóku á sig þá miklu ábyrgð að verðbólgan er nú um eða yfir 100%. Þeir töluðu eins og það kæmi þeim ekkert við. Það væri einkum skringilegt að sjá leiðtoga Framsóknarflokksins þegar þeir töluðu um þennan vanda, það væri eins og hann kæmi þeim ekki við. „Framsókn- arflokkurinn og Alþýðubandalagið bera ábyrgð á því að hafa aukið verðbólguna og nú er hún orðin svo risavaxin að það verður ekki náð árangri nema með samstilltu átaki og myndun sterkrar ríkis- stjórnar,“ sagði Matthías. Matthías sagði erfitt að svara þeirri spurningu, hvað tæki við eftir kosningar, en það myndi þjóðin gera á kjördag. Eftir kosn- ingar yrði að mynda ríkisstjórn, sem þyrði að takast á við vandann. Hins vegar sýndi reynsla síðustu ára að Sjálfstæðisflokkurinn einn væri í stakk búinn til að takast á við þjóðarvandann. ,VIÐ ÁLÍTUM AÐ RETT SE 0G SJÁLFSAGT AÐ LEYFA EKKI UMRÆÐUR NE GEFA F0LKI K0ST Á AÐ VEUA UM NEITT NEMA Á GRUNDVELLI S0CIALISMANS HJÖRLEIFUR GUTTORMSSON iðnaðarráðherra *£\ ÍSLENSK LEIÐ í UNGIR Sjálfstæðismenn hafa gefið út veggspjald, þar sem vitnað er í skýrslur Hjörleifs Guttormssonar, iðnaðarráðherra, sem hann ritaði þegar hann var við nám í Austur-Þýskalandi og sendi Sósíalistaflokkn- um og Einari Olgeirssyni greinargerðir um þróun stjórnmála í kommúnista- ríkjunum og æskilega stefnu hér á landi. Fjölskylduhátíð á Suðurnesjum Skemmtikraftar frá Vogum, Grindavík, Sandgerði, Garði, Njarðvík og Keflavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.