Morgunblaðið - 16.04.1983, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 16.04.1983, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1983 + Sambýlismaöur minn og faöir okkar, EINAR JÓHANNSSON, Jökulgrunni 3, Roykjavík, andaöist föstudaginn 15. apríl að Hrafnistu. Ragnheiöur Oddsdóttir, Óskar Einarsson, Tryggvi Einarsson, Guóríöur Einarsdóttir, Guófinna Ríkey Einarsdóttir, Dagný Elsa Einarsdóttir. + Faöir okkar, GEIR BENEDIKT BENEDIKTSSON, Hvammsgoröi 6, lést í Borgarspítalanum miövikudaginn 13. april. F.h. aöstandenda. Oddur Geirsson, Benedikt Geirsson, Gunnar Geirsson. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, SVEINN ELLERTSSON, fyrrverandi mjólkurbússtjóri, lést í Héraöshælinu, Blönduósi þann 14. apríl. Alma Ellertsson, Bragi Sveinsson, Brynhildur Sigmarsdóttir, Eva Sveinsdóttir, Jóhann Aagnegard, ída Sveinsdóttir, Ríkharöur Kristjónsson og barnabörn. + Maöurinn minn, faöir, tengdafaöir, afi og langafi, SAMÚELJÓNSSON frá ísafiröi, sem lést í Landsp/talanum 11. apríl, veröur jarösunginn frá Dóm- kirkjunni mánudaginn 18. apríl kl. 3 e.h. Ragnhildur Helgadóttir, Selma Samúelsdóttir, Ketill Jenssen, Lára Samúelsdóttir, Stefán G. Þórarinsson, Brynjólfur Samúelsson, Þorbjörg Bjarnadóttir, Friögeröur Samúelsdóttir, Einar Ó. Gíslason, Samúel J. Samúelsson, Þórkatla Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför eiginmanns míns, föður, tengdafööur og afa, GUDMUNDAR GÍSLASONAR, umboóssala, Noröurbrún 1, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 18. apríl kl.13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö en þeir sem vildu minnast hans, láti Hjartavernd njóta þess. Ásta Þórhallsdóttir, Björn Guömundsson, Ólafía Ásbjarnardóttir, Hólmfríöur Guðmundsdóttir, Guömundur Pátursson og barnabörn. + Útför móöur minnar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR SIGURBJÖRNSDOTTUR frá Söndum, Akranesi, Skólavegi 3, Keflavík, fer fram frá Keflavíkurkirkju, í dag laugardaginn 16. apríl kl. 2. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Kristniboöiö. Sigurbjörn Tómasson, Guðrún Halldórsdóttir, Siguröur S. Sigurbjörnsson, Pálmar Breiófjörö, Þorvaldur Þ. Sigurbjörnsson, Halldóra Konráösdóttir, Konráó Davíó Þorvaldsson. + Viö þökkum innilega öllum þeim, sem auösýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, RÖGNU FRÍMANN, Hamarsstíg 14, Akureyri. Guómundur Frímann, Valgeróur Frímann, Karl Jörundsson, Gunnhildur Frímann, Sverrir Gunnlaugsson, Hrefna Frímann, Þorsteinn Jökull Vilhjálmsson, barnabörn og barnabarnabarn. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- ok minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Minning: Stefán Pétursson útgerðarmaður Einn af síðustu víkingum ís- lensks sjávarútvegs er fallinn í valinn. Stefán Pétursson, skipstjóri og útgerðarmaður, lést þann 5. apríl sl. Hann var fæddur á Húsavík 23. júní 1906 og var því tæpra 77 ára að aldri. Fyrir unga og dugandi menn á Húsavík hefur sjómennsk- an löngum verið heiliandi og Stef- án hefur sjálfsagt ekki verið gam- all þegar hann ákvað að verða fiskimaður. Þeir bræður Stefán og Þór eignuðust sinn fyrsta bát rúmlega tvítugir og hófu fiskverk- un. Bátar þeirra stækkuðu og þeir urðu fleiri og víst er um það að ailir sem fylgst hafa með sjávar- útvegsmálum sl. 20 ár vita hver Stefán Pétursson var. Stefán var annálaður dugnaðarmaður og sótti sjóinn af fádæma hörku, þó með þeirri forsjá sem prýðir góð- an skipstjóra og aflamann. Hann þoldi enga meðalmennsku, hann var aldrei hálfvolgur, annaðhvort var hann með eða á móti hverju málefni. Hann var maður sem þorði að taka afstöðu og ákvarðan- ir, en flanaði þó ekki að neinu. Stefán var góðum gáfum gæddur, minnugur og vel lesinn. Það sveið stundum undan beittum athuga- semdum hans, oft vegna þess að þær hittu beint í mark. Stefán var óvæginn við sjálfan sig og gerði líka kröfur til annarra. Hann stóð við orð sín og ætlaðist til að aðrir gerðu slíkt hið sama. Hann upp- skar það að sjá ávöxt ævistarfs síns og hann átti það skilið. Byggðarlög státa stundum af mik- illi gjaldeyrisöflun fyrir þjóðar- búið. Hvað skyldi Stefán Péturs- son hafa aflað mikils gjaldeyris, beint og óbeint? Þeim fækkar nú þessum gömlu kempum sem byggðu upp íslensk- an sjávarútveg til þess sem hann er nú. Þeim eigum við öðrum fremur að þakka þau lífskjör sem við búum við. Það er eftirsjá að hverjum og einum. Nú er skarð fyrir skildi. Björn Dagbjartsson Til er á segulbandi glögg lýsing ömmu okkar, Helgu Þorgríms- dóttur, á kjörum sjó- og verka- manna á Húsavík um og upp úr aldamótunum 1900. Þar, sem víð- ast hvar annars staðar á öllu Norðurlandi, háði mannfólkið bar- áttu upp á líf og dauða árið út og inn. Árið 1881 var eitthvert það erfiðasta, sem sögur fara af. Margir gáfust upp, og sáu þann kost einan vænlegastan, að hverfa af landi burt og leita nýrra heim- kynna. Ekki er svigrúm að fjalla nánar um umkomuleysi margra manna á þessum árum. Möguleik- ar, til þess að bjarga sér og sínum, voru afar takmarkaðir. Hver og einn lagði sig fram um bjargræð- istímann. Ekki var spurt um tíma né aldur, ef möguleiki var á vinnu, afla eða heyþurrki. Foreldrar Stefáns voru merk- ishjónin Hólmfríður Eiríksdóttir úr Skagafirði og Pétur Jónsson frá Tjörnesi, S.-Þing. Dugnaður og at- orkufólk. Pétur annálaður hand- verks- og landbúnaðarmaður. Hún hagsýn og iðin húsmóðir. Þegar á unga aldri var Stefán settur til vinnu eftir því, er mögu- leiki gafst til. Hann vandist því öllum verkamanna- og sjóvinnu- störfum frá æsku. Hann, ásamt yngri bróður sínum Þór, óx úr grasi með stöðugu aðhaldi að allri vinnu er til féll. Afrakstur var rétt til þess að framfleyta sér. Á þess- um árum á Húsavík og allt fram yfir seinni heimsstyrjöldina, var það algeng venja, að á heimili verka- og sjómanna voru húsdýr til búdrýginga. Það var einnig á heimili Péturs og Hólmfríðar. Sjálfur hefur Stefán sagt sér- stæða sögu frá því hvernig hann kynntist fyrstu „gengisfelling- unni“. Móðir hans hleypti út geit- inni í júníbyrjun. Geitin missti nyt. Hins vegar „kröfðust" bræð- urnir Stefán og Þór þess af móður sinni, að þeir fengju fullt glas af mjólk. Hún var ekki til. Fram- leiðslan ekki nóg. En fullnægja varð körfunum. Þá varð það eitt ráð að fylla glasið með vatni og seðja hungið og koma á móti kröf- unum. Þetta er táknræn saga. Stefán vildi ekki hafa hlutina fálska. Hann vildi, að allt væri á hreinu og fyrirleit blekkinguna. Oft var hann hvassyrtur vegna „aðferða" spekinga í efnahagsmál- unum, er oft voru fólgnar í út- þynningu verðmæta. Sem sagt stungið upp í lýðinni með verð- minni þáttum. Athafnasaga þeirra bræðra er einstök. Þeir byrja um fermingu að róa, fyrst á opnum bátum, en síðar á 8 tonna báti um fjölda- mörg ár, Skallagrím að nafni. Stefán var formaður. Á þessu báti sótti Stefán iðulega langt út fyrir Mánáreyjar og að Grímsey. Sigl- ingatæki voru einn áttaviti. Þann- ig var um marga aðra smábáta á Húsavík á þessum árum allt fram um seinni heimsstyrjöldina. Samt sóttu þeir margra tíma siglingu norður í íshafið. Þeir bræður eign- uðust marga báta og gerðu þá út af miklum myndarskap, bæði á Húsavík og út frá Sandgerði. Þá var viðtekin venja að 2—300 Hús- víkingar færu í verið frá áramót- um til um miðjan maí. Hinn tím- ann voru bátar fyrir norðan og mannskapur mest í heimahöfn. I nokkur undanfarin ár hefur Stef- án ásamt sonum sínum haft aðal- bækistöð í Kópavogi. Ásamt út- gerð höfðu þeir bræður um- fangsmikla fiskverkun með hönd- um. Á meir en háifrar aldar starfsferli Stefáns hefur á ýmsu gengið í þjóðféiagi okkar. En saga Stefáns og Þórs er ekki þessu lík. Með þrotlausu starfi, mikilli hag- sýni og nýtni, hefur þeim vegnað vel og miklu mun betur en flestum öðrum. Samstarf þeirra er lýsandi dæmi um árangur, þegar saman fer gott samstarf, yfirveguð ráð- stöfun fjármagns og þekking á verkefninu. Sameiginlegt var þeim báðum að gera fyrst og fremst kröfu til sjálfs síns og svo var vel fylgst með öðrum. Vinnutíminn langur og vel nýttur. Þrátt fyrir harða sjósókn, sem var á tíma einhver sú harðasta er um getur á vetrarvertíð, tók Stef- án þátt í félagsmálastörfum, þó einkum hin síðari ár. Hann sat í mörg ár í stjórn Landsambands ísl. útvegsmanna og einnig í stjórn Sölusambands ísl. fiskframleið- enda. Ekki var Stefán ætíð sam- yrtur meðstjórnarmönnum. Hann h'élt einarðlega fram skoðun sinni. Samt söknuðu menn hans, þegar hann dró sig í hlé fyrir fáum ár- um. Það var eins og hressandi norðangustur væri horfinn. Meiri kyrrð yfir umræðum. Stefán kvæntist Katrínu Júlí- usdóttur (bátasmiðs) frá Húsavík. Þau eignuðust tvo syni, Júlíus og Pétur. Júlíus veitir nú allri starf- semi í landi forstöðu, en Pétur er skipstjóri á M/S Pétri Jónssyni og farnast vel. Báðir hörkuduglegir menn. Með Stefáni Péturssyni er fall- inn í valinn einn af þessum hörku- duglegu mönnum, er hófu sig upp úr eymdinni og umkomuleysinu með þrotlausu starfi og fyrir- hyggju. Það er einmitt dugnaðinn og hörkuna, sem vantar í forustu- sveit þjóðarinnar í dag og sá vilji að bjarga sér, sem gerði hann stóran og nýtan þegn. Hann skil- aði miklu dagsverki og það þrátt fyrir áratuga veikindi, er lang- flestir hefðu gefist upp fyrir og lagt árar í bát á miðjum aldri. Við vottum Katrínu, sem verið hefur mikið veik undanfarin ár, og sonum ásamt fjölskyldum, okkar dýpstu samúð. Maríus og Jón Á. Héðinssynir Það kom mér ekki á óvart, þegar ég frétti lát vinar míns og velgerð- armanns, því hann var búinn að berjast við veikindi um lengri tíma. Þegar kveðja þarf vin, sem maður hefur átt alla sína ævi, renna minningar í gegnum hug- ann, ekki síst frá æskuárum, minningar frá Borgarhóli. Við systkinin, sem áttum heima uppi á loftinu, áttum fulla hlutdeild í út- gerð þeirra bræðra, Þórs og Stebba. Þau í bifreiðinni Þ-18 með Þór, en ég í mb. Skallagrími með Stebba. Þannig var hlutdeild okkar skipt í þeim bræðrum á æskuárum okkar. Á Borgarhóli var margt fleira, sem við töldum okkur eiga, svo sem tíkin Týra, spilin hans Þórs, taflið fína, sem hékk upp á vegg og var úr gleri, og margt fleira. Mb. Skallagrímur var stórskip í mínum augum. Hann slitnaði upp af legunni á Húsavík í ofsaveðri og rak á land. Mér er minnisstætt, þegar Stebbi stökk um borð á milli ólaga og náði í nýja talstöð, sem var í honum, en á næsta ólagi brotnaði hann. í gegnum hugann streyma minningarnar áfram. Þeir bræður létu þetta ekki á sig fá, tóku á leigu bátinn mb. Óla Bjarna og minnist ég þess, er Stebbi kom með hann alveg fullan af þorski úr línuróðri. Þegar þeir bræður réðust í að láta smíða mb. Barðann á Siglufirði, og við komu hans til Húsavíkur verða tímamót í sögu staðarins. Þá kom um líkt leyti mb. Vísir og koma þessi tvö nöfn mikið við sögu Húsavíkur. Áfram líða árin og ekki sitja þeir bræður auðum höndum, Stef- án veiðir, en Þór verkar aflann í landi. Nýsköpunin komin, Stefán átti þátt í því eins og fleiri. Nýr bátur frá Svíþjoð, mb. Pétur Jónsson, annar frá Danmörku, einnig sama nafn, mb. Pétur Jónsson, Náttfari frá Noregi, Dagfari, Náttfari og Ljósfari frá Austur-Þýskalandi, að ógleymd- um nótabátnum, sem hann lét smíða í Svíþjóð eftir sinni teikn- ingu, því skipasmiðurinn hafði aldrei séð svoleiðis báta. Mörgum þótti Stefán vera nokkuð stífur og fráhrindandi, en svo var ekki. Hann var einn af þeim, sem ekki báru á borð tilfinningar sínar, en hann var vinur vina sinna. Stefán hafði alltaf gaman af að ræða þjóðfélagsmál enda róttæk- ur framfarasinni og sá mun lengra fram í tímann en aðrir. Einkum voru sjávarútvegsmál honum hugleikin, enda hafði hann reynslu og þekkingu á þeim langt fram yfir marga aðra. ísienska þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld við alla slíka menn sem Stefán. Ég tek mér það leyfi að flytja kærar þakkir frá okkur öllum, sem fengum að njóta samvistar og vináttu Stefáns Péturssonar. Skjöldur Þorgrímsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.