Morgunblaðið - 27.04.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.04.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1983 7 Scarsdale HÁDEGISVERDUR: Túnfiskur eöa laxasalat (olíunni hellt af), með sítrónu og vínediks-dressing. Grapeávöxtur, eöa melóna, eöa ávöxtur árstíöarinnar. Kaffi/ te. KVÖLDVERUR: Niöursneitt grillaö lamb, öll sýnileg fita sé fjarlægö. Salat úr salatblööum, tómötum, gúrk- um, selleríi. Kaffi/ te. 14 daga kúrinn í hádeginu loríon RESTAURANT AMTM ANNSSTÍGUR 1 TEL. 13303 Nýtt frá Finnwear WtSKl. i í tilefni af finnsku vikunni gefum við 10% afslátt af öll- um vörum frá Finnwear. GEíSiB H Listasafn Einars Jónssonar veröur 60 ára á þessu ári, og í tilefni afmælisins hefur veriö ákveöiö aö gera afsteypur af lágmynd Einars Jónssonar „Fæöing sálarinnar", sem hann gerði á árunum 1915—1918. Þar sem fjöldi afsteypanna er mjög takmarkaöur, hefur stjórn safnsins ákveðiö að hver kaupandi eigi þess kost aö kaupa eina mynd. Nánari upplýsingar eru veittar í síma safnsins 13797. Sögulegar kosningar Dagblaðid-Vísir sagði f forystugrein á mánudag: „l>essar kosningar urðu því sögulcgar. Óánsgja al- mennings með ríkjandi flokkakcrfi kemur glöggt í Ijós. Kftir er að sjá hvort þeir, sem veðjuðu á ný framboð, telja sig fá full- nægjandi lausn. Lausafylgið hefur í vax- andi mæli sett svip á kosn- ingar hér á landi. Mjög mikill hluti kjósenda hefur verið og er á „rás“ milli flokka og framboða. Sú tíð virðist cndanlega liðin, að flokkafylgið sé tiltölulega stöðugt. Skoðanakönnun DV hafði í stórum dráttum sýnt, við hvaða tilfærslum á fylgi mátti búast. Engin skoðanakönnun, gerð nokkru fyrir kosningar, getur auðvitað neglt niður nákvæmlega, hvernig úr- slitin verða. En það er dæmt af samanburði milli niðurstaða kannana og úr- slita kosninga, hversu góð- ar skoðanakannanir eru. Rétt er að menn athugi, að í því efni kom skoðana- könnun DV miklu betur út en aðrar skoðanakannanir, sem gerðar voru fyrir þess- ar kosningar. Næstu daga verður þæft um stjórnarmyndun. Fjölg- un fylkinga á Alþingi gerir hana örðugri. En mikið er í húfi, að vel takist til um myndun nýrr- ar rfkisstjómar. Þjóðarbúið má ekki við langvinnum erfiðleikum á því sviði. Hver dagur, sem aögerðir gegn vandanum dragast, getur orðið dýr.“ Alþýöubanda- lagið ekki af velta 1‘jóðviljinn sagði í forystugrein í gær: • l>að er auðfundið á viðbrögðum hægri aflanna Ummæli blaðanna um kosningarnar í Staksteinum í dag eru birtir kaflar úr forystugreinum annarra dagblaöa um úr- slit kosninganna. Alþýöublaöiö, Tíminn og Þjóöviljinn skýra sjónarmið fiokka sinna, en Dagblaðið-Vísir skrifar um sitt „kosningamál“, skoðanakannanirnar. að þeim finnst Alþýðu- bandalagiö hafa komið óþarflega vel út úr kosn- ingunum. Miklar vonir voru bundnar við það í þeirra röðum að nýju fram- boðin myndu taka svo mik- iö fylgi af Alþýðubandalag- inu að það yrði afvelta og áhrifalaust eftir kosningar. Kaunin varð önnur því að Alþýðubandalagið fær ívið skárri niðurstöðu á lands- vísu nú eftir nær fimm ára stjórnarsetu, heldur en það fékk í kosningunum 1971 eftir 12 ára baráttu gegn viðreisnarstjórn Sjálfstæð- isflokks og Alþýðuflokks. • (itkoma Alþýðubanda- lagsins er áfall fyrir aftur- haldið. I»að hefur styrk til sóknar og varnar. Enda þótt fylgi þess hafi talsvert dalaö frá glanssigrinum 1978, og mikil eftirsjá sé að því að ná ekki fjórða manni G-listans á þing í Keykjavík og þingsæti á Vestfjörðum, hefur Alþýðu- bandalagið engu að síður fengiö sterkt, þjóölegt og vinstri sinnað umboð. I‘að hefur staðið af sér árásir íhaldsins og samkeppni nýrra framboða. Það getur ótrautt blásið til sóknar á ný og skapað enn sterkari einingu gegn hægri öflun- um í landinu." Óveröskuld- aður ósigur Tíminn sagði í forystugrein í gær: Ef miðaö er við úrslit síðustu kosninga er Ijóst, að Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa tapað mestu fylgi, en Alþýðubandalagiö hefur einnig misst umtalsverðan hluta fylgis síns. Sigurveg- arar kosninganna eru nýju framboðin, Kvennalistarn- ir og Bandalag jafnaðar- manna, sem hafa saman fengið 7 menn kjörna. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur aðeins bætt stöðu sína, en mun minna en forystu- menn hans höfðu stefnt að, auk þess sem formaður flokksins missti þingsæti sitt í Reykjavík. Framsóknarmenn hljóta að telja aö ósigur flokksins — að missa 3 þingmenn og 6,4% atkvæðanna — sé að verulegu leyti óverðskuld- aður. Ljóst er að Fram- sóknarflokkurinn tapar á því aö hafa setið f ríkis- stjórninni síöastliðinn vet- ur án þess að hafa náð þar fram nauðsynlegum að- gerðum í efnahagsmálum. Ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins í ríkisstjórninni | fá hins vegar góða kosn- ingu í sínum kjördæmum. Alþýðubandlagið tapar um 2,4% atkvæðanna og ein- um þingmanni, en þaö er óneitanlega minna en ætla mátti. Það hlýtur að teljast óréttlátt að sá flokkurinn, sem mest hefur á sig lagt til þess aö knýja fram nauðsynlegar efnahagsað- gerðir, skuli tapa meira fylgi en hinir, sem þar hafa staðið til hliöar eða verið á móti slíkum aðgerðum." Sigur á skoð- anakönnunum Alþýöublaðið sagði í for- ystugrein í gær: Úrslit kosninganna eru áfall fyrir Alþýðuflokkinn. Flokkurinn tapar umtals- verðu fylgi og fær nú sex þingmcnn, en hafði níu áð- ur. Hitt er svo annað mál, að tveir þeirra þingmanna Alþýöuflokksins sem féllu í þessum kosningum, voru mjög nærri því að ná kjöri. Munaði þar aðeins örfáum atkvæðum. Hinu er heldur ekki aö leyna að framboð Banda- lags jafnaðarmanna var Al- þýóuflokknum erfitt í þess- um kosningum. Foringi Bandalagsins, Vilmundur Gylfason, kemur úr röðum Alþýðuflokksmanna, sagði skilið við flokkinn fyrir fáum mánuðum og stofn- aði þá hið nýja bandalag sitt. Bandalagið virðist hafa tekið umtalsvert fylgi frá Alþýðuflokknum. En þrátt fyrir slaka út- komu Alþýðuflokksins í þessum kosningum má þó ekki gleyma því, að flokk- urinn fékk miklum mun betri kosningu, en skoðanakannanir höfðu gefið til kynna. Því verður ekki á móti mælt að skoðanakannanir hafa óbein skoðanamyndandi áhrif og ævinlega er erfitt að heyja kosningabaráttu þegar skoðanakannanir sýna mjög slaka útkomu. Samkvæmt skoðanakönn- unum var Alþýðuflokkur- inn nærri því að þurrkast út af þingi. llrslit kosn- inganna sýna hins vegar allt aðrar og betri niður- stöður fyrir llokkinn." Hjálparstofnun kirkjunnar: 300 tunnur af síld til Póllands Á MIÐVIKUDAG var skipað í Laxá rúmlega 300 tunnum af sfld sem flytja á til Póllands á vegum Hjálp- arstofnunar kirkjunnar. Fyrst verður farið með sfldina til Svíþjóðar þar sem henni verður pakkað í 5 kg pakkningar, en þaðan verður sfldin flutt til Póllands með bflum. Hjálp- arstofnun kirkjunnar sendi fyrr í vetur 500 sfldartunnur til Póllands (50 tonn) ásamt 300 tonnum af kindakjöti. Sfldin reyndist það vel að Alkirkjuráðið — en Hjálparstofn- un kirkjunnar starfar í umboði þess hérlendis vegna Póllandshjálparinn- ar — ákvað að kaupa nokkurt magn af henni í viðbót. Hjálparstofnun kirkjunnar kaupir síldina af Síldarútvegs- nefnd á mjög góðum kjörum, að sögn Guðmundar Einarssonar framkvæmdastjóra HK. Þar sem mikilvægt er að koma síldinni sem fyrst til Póllands, eða fyrir vorhit- ana, var sænskt fyrirtæki, sem gat pakkað síldinni strax fengið til verksins, en það hefði tekið nokk- urn tíma að afla nauðsynlegra tóla til framkvæma pökkunina hér- lendis. Það mun taka 2—3 daga að umpakka síldinni. Virðulegt hús við Fjólugötu, Reykjavík -"^^rnmmmmmmmmmmmmmmm Vel byggt steinhús, aö grunnfleti ca. 95 fm. i kjallara hússins er 2ja herb. íbúö, geymslur og þvottahús. Á aöalhæöinni eru stofur, eldhús og lítil snyrting. Á efri hæöinni eru 4 góð svefnherbergi, baðherbergi og svalir. Geymsluris (manngengt) er yfir allri efri hæö- inni. Húsiö er vel byggt og viðhaldi hefur veriö sinnt. Húsiö stendur ofan viö götuna. Stór, ræktuö lóð. Bílskúrsréttur. Teikningar á skrifstofunni. ? 85009 — 85988 l Dan V.S. Wiium, lögfra^ingur. Ármúia 21. ólafur Guðmundsson sölum. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.