Morgunblaðið - 27.04.1983, Page 14

Morgunblaðið - 27.04.1983, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1983 Karl prins og Díana í 10 daga frí Lundúnum, 26. aprfl. AP. KARL prins og eiginkona hans hafa ákveóið að hvflast í tíu daga á eyjunni Eleuthera áður en þau halda heim eft- ir sex vikna ferð um Ástralíu og Nýja Sjáland, að því er segir í fréttum frá Buckingham-höll í dag. Talsmaður hjónanna sagði að þau hefðu ákveðið að taka sér þetta frí að ferðinni lokinni, í desember síð- astliðnum, þegar þau gerðu sér grein fyrir því hversu löng og erfið ferð þeirra yrði. Talsmaðurinn bætti því við, að þess væri óskað að frí þetta yrði virt af öllum sem einkaferð. Þau eru væntanleg til Bretlands þann 10. maí. Fundi slitið Breski forsætisráðherrann, Margrét Thatcher, tekur hér í höndina i Helmut Kohl, kanzlara Vestur- Þýskalands í Downing-stræti 10 á föstudag, en þá kvöddust þau eftir stutt fundahöld. Sakharov boð- in staða í Vín Vín, 26. aprfl. AP. AUSTURRÍKISMENN hafa ákveðið að bjóða Andrei Sakharov eins árs stöðu við háskóla samkvæmt beiðni hans, að því að haft er eftir prófessor nokkrum við Vínarháskóla í dag. Peter Weinzierl, prófessor, sagði að menntamálaráðuneytið hefði gefið leyfi sitt fyrir þessu boði og borist hefðu spurnir af því að Sakh- arov myndi að öllum líkindum sam- þykkja það. Einnig er álitið að stjórnvöld í Sovétríkjunum séu reiðubúin að veita honum leyfi til fararinnar. Sakharov, sem er eðlisfræðingur að mennt og hlaut Nóbelsverðlaun- in árið 1975, hefur verið rekinn í „útlegð" til borgarinnar Gorky vegna mannréttindabaráttu sinnar. Hann hefur nokkrum sinnum hafnað boði um heimsókn til Vest- urlanda, þar sem hann óttaðist að fá ekki að snúa aftur til heimalands síns. _______ ________ Dæmdur í átján ára fangelsi fyr- ir morðtilraun Beltast, 26. apríl. AP. LIÐSMAÐUR hins útlæga írska þjóð- frelsishers var í dag dæmdur í átján ára fangelsi fyrir morðtilraun á her- manni. Dómarinn, John Macdermott lýsti tilræðinu sem „kaldrifjuðu" og var- aði við því að aðrir sem störfuðu á vegum hryðjuverkasamtaka gætu vænst þungra refsinga. Erum fluttir — Höfum stækkað Háberg hf. hefur opnaö nýja varahlutaverslun undir nafninu Bílaland, í Skeifunni 5, suður- enda. Meö tilkomu þessarar nýju verslunar getum viö boöiö enn betri þjónustu viö stórbættar að- stæöur. Auk varahluta í rafkerfi bifreiða, þá bjóöum viö fjölbreyttara úrval almennrar rekstrarvöru fyrir bíla. Góö staösetning. Næg bílastæöi fyrir allar stærðir bíla. Veriö velkomin. Bílaland — Háberg hf. S: 84788 — S: 33345 ,Kaf'bátaskvrslan“ opinboruð í Svíþjóð í gærmorgun: Gátu athafnað sig að vild án þess nokk- ur yrði þeirra var Stokkhólmi, 26. aprfl. Frá Guðfínnu Hagnars- dóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞAÐ VORU a.m.k. þrír sovéskir kafbátar við Muskö-flotastöðina í Hársfirði, sunnan við Stokkhólm í haust. Þar af voru tveir kafbátanna mjög litlir, svonefndir „mini“- kafbátar af óþekktri gerð. Auk þess voru trúlega þrír aðrir kafbátar, einn lítill og tveir stórir, í skerjagarðinum utan við Stokkhólm á sama tíma. Þetta sýna niðurstöður sænsku kafbátanefndarinnar, sem birtar voru í dag. Sendiherra Sovét- ríkjanna í Stokkhólmi var í dag kall- aður á fund utanrfkisráðherra og sendiherra Sviþjóðar í Moskvu var kallaður heim til að fá upplýsingar um málið. „Það er augljóst, að hér var um að ræða skipulagðar heræfingar á stóru svæði í sænska skerjagarðinum," segir Sven Andersson, formaður nefndarinnar, en sjálfur er hann fyrrverandi utanríkis- og varnar- málaráðherra Svía. Kafbátafjöld En það var ekki bara í október í fyrra, sem sovéskra kafbáta varð vart í skerjagarðinum sýnir kaf- bátaskýrslan. I júní voru 4—5 kaf- bátar við ströndina utan við Norð- ur-Svíþjóð, í júlí varð þeirra vart enn sunnar og í ágúst við Suður- maralandsströndina. Og í september bendir allt til þess að kafbáts af „mini“-gerð hafi orðið vart í höfn- inni í Stokkhólmi! „Þessir „mini“-kafbátar eru af áð- ur óþekktri gerð,“ segir Sven And- erson. Þeir komast í gegnum skörð og sund, sem venjulegir kafbátar kæmust aldrei í gegnum. Þess vegna hefur engum dottið í hug að vera á varðbergi gagnvart kafbátum svona innarlega í skerjagarðinum." Ekki hafa fundist nein tæki eða hlutir úr kafbátunum, en kafbáta- nefndin telur sjálf fullsannað, að um sovéska kafbáta hafi verið að ræða í öllum þessum tilvikum. „Það má,“ segir í skýrslunni, „telja fullsannað, að þeir kafbátar, sem orðið hefur vart innan sænskrar landhelgi frá því 1980 hafi í nær öllum tilfellum verið frá Sovétríkjunum." Nefndin byggir niðurstöður sínar á vitnisburði fjölmargra, sem séð hafa kafbátana, lýst þeim og teiknað þá. Sömuleiðis á mælingum og rad- arsendingum, svo og útvarpssend- ingum frá kafbátunum. Önnur hljóð- merki frá kafbátunum sýna einnig að þeir eru sovéskir. Ekkert hefur komið fram, sem sýnir, að hér gætu NATO-kafbátar hafa verið á ferð. Spor á hafsbotni Kafbátanefndin lagði einnig fram kvikmyndir frá sjávarbotninum í Hársfirði, sem sýna spor eftir kaf- bátana. M.a. sést, að um tvær litlar kafbátagerðir er að ræða. Annar kafbátanna hefur flutt sig eftir sjáv- arbotninum með beltum og sáust förin greinilega. M.a. sást hvernig kafbáturinn hefur beygt frá klettum, sem urðu á vegi hans á sjávarbotnin- um. Það synir einnig, að áhöfn hefur verið um borð. Auk þess sáust greinileg för eftir botn annars lítils kafbáts á svipuðum slóðum. Það er augljóst, að hér er um skipulagðar heræfingar að ræða, segir í skýrslunni, og kafbátum fjölgar ár frá ári. Auk þess virðast þeir vera farnir að vera við alla sænsku ströndina og á hvaða árs- tíma sem er. „En það alvarlegasta er kannski," segir Sven Andersson, „að kafbát- arnir hafa haldið áfram að halda til og æfa sig i sænska skerjagarðinum eftir kafbátaleitina miklu í Hárs- firðinum, þó svo sænsk skip og þyrl- ur hafi nú leyfi til að varpa að þeim sprengjum þegar við fyrstu sýn. Þetta sýnir eindæma frekju og ögrun við landið." Það er augljóst, að Svíþjóð er illa í stakk búin til að verjast slíkum heimsóknum, segir í skýrslunni. Kafbátavarnirnar eru miðaðar við stóra kafbáta af venjulegri gerð, en ekki litla kafbáta, sem geta smogið um öll sund og þurfa ekki nema 5—6 metra dýpi til að athafna sig. Það var þessvegna ómögulegt fyrir sænska flotann að hafa hendur í hári kafbátanna í Hársfirði. Á með- an netsprengjur og bátar vöktu yfir aðalsundunum sunnan og norðan í Hársfirðinum, þar sem haldið var að eina undankomuleið bátanna væri, fóru þeir trúlega allra sinna ferða út og inn úr firðinum um grunn sund, þar sem enginn var á verði. Trúlega, segir í skýrslunni, voru þrír kafbátar í Hársfirði þegar bát- anna varð fyrst vart, þann 5. október sl. haust, einn stór og tveir litlir. Stóri kafbáturinn fór trúlega strax í burtu er hann skynjaði að með hon- um var fylgst, en þeir litlu voru trú- lega í firðinum í nokkra daga. Allt bendir til þess, að slíkir „mini“- kafbátar geti verið í kafi vikum sam- an. Djúpsprengjur Það voru svo hljóðmerki og send- ingar frá þessum litlu bátum, sem urðu til þess, að sænski herinn varp- aði djúpsprengjum dag eftir dag í von um að neyða kafbátinn, sem haldið var að væri aðeins einn, upp á yfirborðið. „En þessar sprengjur höfðu ekkert að segja,“ segir Sven Andersson. „Við vorum allt of var- kárir og höfðum heldur ekki réttu vopnin." Nú hafa Svíar framleitt nýtt tundurdufl, sem leitar sjálft uppi skotmark sitt og veldur það miklu tjóni á kafbáti, að hann neyð- ist til að koma upp á yfirborðið. En það vantar samt mikið upp á að Svíþjóð geti varist slíkum heim- sóknum. Ströndin er 2.700 kílómetra löng og það vantar bæði rétt vopn, þyrlur, báta og annan útbúnað til þess að geta leitað uppi óboðna gesti. Kafbátavörnum hefur lítið verið sinnt á undanförnum 20 árum, segir í skýrsiunni, en eftir kafbátaleitina miklu á Hársfirði hefur skilningur manna aukist á nauðsyn þess að verjast erlendum kafbátum. Kaf- bátanefndin leggur nú til að varið verði 200-250 milljónum sænskra króna til þess að kaupa m.a. fjórar þyrlur, sérstaklega útbúnar til kaf- bátaleitar. „En þrátt fyrir það er enn langt í land áður en við getum ábyrgst að erlendir kafbátar leynist ekki við sænsku ströndina," sagði Sven Andersson. Sven Andersson, fyrrum utanríkis- og varnarmilaráöherra Svía, formaður kafbátanefndarinnar, skýrði frá niðurstöðunum á blaðamannafundi í gær- morgun. Sím»mynd AP. Vildu kaupa smákaf- bát frá Norðmönnum Osló, 26. aprfl. Frá Jan Erik Lauré, frétUriUra Morgunblaðsins. SOVÉTTMENN gerðu fyrir tveinmur árum tilraun til þess að kaupa ómannaðan smákafbát af Norð- mönnum, en fyrirhuguð viðskipti voru stöðvuð í norska utanríkisráðu- neytinu. Myrens-verksmiðjan í Osló er sú eina í landinu, sem framleiðir ómannaða smákafbáta. Þeir eru fjarstýrðir og hafa til þessa eink- um verið notaðir við neðansjáv- arverkefni við sérlega erfiðar að- stæður á olíuborunarsvæðum í Norðursjó. Fyrirspurn Sovétmannanna barst í gegnum japanskt fyrir- tæki, sem á hinn bóginn dró enga dul á að það væru Sovétmenn sem ættu að fá kafbátinn yrði af kaup- unum. Ekki var þá skýrt frá því til hvers Sovétmenn ætluðu að nota hann. Það var norska fyrirtækið, sem gerði utanríkisráðuneytinu við- vart um fyrirspurnina og fékk þá strax að vita, að ekki væri æski- legt að selja Sovétmönnum kafbát af þessari gerð. Aðalskýringin var sú, að báturinn væri útbúinn raf- eindakerfi, sem er bandarískt að uppruna og mjög háþróað. Forstjóri fyrirtækisins telur ekkert því til fyrirstöðu, að nota megi báta af þessari gerð til njósnastarfa á grunnsævi við strendur annarra ríkja. Auðvelt sé að stýra þeim frá stórum móður- kafbáti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.