Morgunblaðið - 27.04.1983, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 27.04.1983, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1983 15 Þessi fremur óskýra mynd er tekin á hafsbotni. Ljósa rákin á myndinni sýnir staðinn, þar sem sérfræðingar sænska hersins telja, að lítill kafbátur hafi legið um stund. símamynd Pressens Bdd. Qlof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar: Sjáum til þess, að slík áreitni endurtaki sig ekki Stokkhólmi. 26. apríl. Frá Guðfinnu Kagnars- dóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. „SÆNSK landhelgi, strendur okkar og hafnir og hernaðarlega mikilvæg svæði hafa orðið fyrir áreitni eriendra kafbáta. Slíkt er alvarlegt brot á regl- um þeim sem gilda um samskipti þjóða.“ Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar var ómyrkur í máli þegar hann tilkynnti álit ríkisstjórnarinnar á kafbátamálinu. „Við höfum borið fram kröftug mótmæli við sovéska sendiherrann í Stokkhólmi," sagði hann. „Sovét- ríkin hafa gert sig sek um alvarlegt brot á þjóðarréttinum og við for- dæmum ólöglegar og skipulegar til- raunir þeirra til þess að afla sér upplýsinga um sænska landhelgi." I mótmælum sínum til sovéska sendiherrans krefst ríkisstjórnin þess, að sovéska stjórnin gefi sjó- her sínum skipanir, sem leiði til þess, að sovéskir kafbátar haldi sig héðan í frá utan sænskrar land- helgi. „Stjórnin minnir einnig á, að sænski sjóherinn hefur fengið nýj- ar og strangari reglur um hvernig bregðast eigi við erlendum óboðn- um kafbátum. Ef kafbátur frá er- lendu ríki eða áhöfn hans verður fyrir skaða, er það algerlega á ábyrgð þess lands, sem óboðið fer inn fyrir sænska landhelgi," sagði Olov Palme. „Með þessu viljum við hafa það á hreinu, að Svíþjóð mun á allan hátt sjá til þess að slík áreitni erlendra kafbáta muni ekki endurtaka sig.“ Sovéskir smákafbátar í höfninni f Stokkhólmi: Sveimuðu undir kili bandarískra herskipa Stokkhólmi, 26. aprfl. Frá Gudfinnu Kagnarsdóttur, fréttaritara Morgunblaósins. ÞAÐ VAR í september síðastliðnum, að hjón, sem voru á gangi við strönd- ina á Lidingö í NV-hluta Stokkhólms, sáu dökka þúst fara í kaf rétt utan við ströndina. Á eftir var mikil ólga í sjónum. Sólarhring síðar sást kaf- hátsloftnet upp úr sjónum í miðri höfninni í Stokkhólmi. Lögreglunni var tilkynnt um bæði þessi atvik, en hún hristi bara höfuðið og sagði að hér gæti ómögu- lega verið um kafbát að ræða. Þeir gætu ekki athafnað sig í svo grunnu vatni. f dag vita þeir betur. Sönnun- argögnin úr Hársfirðinum sýna, að hér voru á ferðinni mjög smáir kafbátar, trúlega ekki nema 3—4 metrar á hæð og þurfa aðeins 5—6 metra dýpi til að komast allra sinna ferða. Allt bendir því til þess, að það hafi verið einn slíkur sovéskur smá- kafbátur, sem kannaði aðstæður í höfninni í Stokkhólmi einn sept- emberdag í fyrra, á meðan sænska lögreglan hristi höfuðið yfir ofsjón- um manna um hábjartan daginn. Það, sem kafbáturinn hefur trú- legast verið að athuga í höfninni, voru bandarísk herskip, sem voru þar í heimsókn. Það, sem umræð- urnar snerust aðallega um í Svíþjóð þá stundina, var hvort bandarísku herskipin væru búin kjarnorku- vopnum. Engan grunaði þá, að und- ir kili þeirra sveimuðu sovéskir smákafbátar. cru land, þeir Ijósu sjór. Inn á teikninguna hefur verið merkt hvar djúpsprengjum var varpað og hvar botnsprengjur voru sprengdar. Djúpsprengjurnar eru auð- kcnndar með blossa. Þá má einnig sjá hvar reynt var að hefta för kafbátanna með þar til gerðum girðingum. Þær eru auðkenndar með feitum strikum. Símamynd frá Pressens Bild. Mikið mannfall í loftárásum Iraka Nicosia, Kýpur, 26. aprfl. AP. TALA látinna borgara eftir loftárás íraka á borgina Pol-E-Dokhtar var dag í 21, og meira en hundrað manns munu hafa særst, að því er segir í fréttum opinberu írönsku fréttastofunnar IRNA í dag. I fréttinni segir að skóli, versl- anir og fjöldi húsa hafi verið al- gjörlega eyðilögð í árásinni á mánudag. Björgunarmenn munu hafa verið að störfum í nótt og segir í fréttum að þeir séu enn að finna lík í rústum húsanna. í tilkynningu íraka í Bagdad-út- varpinu í gær sagði að sveitir flughersins hafi gert hnitmiðaðar árásir á stöðvar í íran í gær, en ekki var getið um árásir á þessa borg, Pol-E-Dokhtar, sem er um 150 kílómetra frá landamærum ír- aks og íran. „Kvef ‘ orsökin að hvarfi Chernenko - segir í tilkynningu frá skrifstofu hans Moskvu, 26. aprfl. AP. KONSTANTIN U. Chemenko, sem talið er að sé einn helsti andstæðingur Yuri V. Andropov í stjórnmálum, hefur náð sér eftir „Iftils háttar kvef' og mun snúa aftur til starfa innan tíðar, segir í tilkynningu frá skrifstofu hans í dag. Spurningar um heilsu hans vökn- uðu fyrr í þessum mánuði þegar hann var ekki viðstaddur athöfn í Berlín, þar sem allir leiðtogar aust- antjaldsríkjanna voru samankomn- ir til að halda hátíðlegt 100 ára dán- arafmæli Karls Marx. Austur-þýskir stjórnarerindrekar sögðu að sovéskir embættismenn hefðu tjáð sér að Chernenko væri veikur og gæti af þeim sökum ekki verið viðstaddur hátíðahöldin í Berlín, en ekki reyndist unnt að fá nánari upplýsingar um heilsufar hans. Þegar hann var síðan einnig fjarri hátíðahöldum í Moskvu í síð- astliðinni viku töldu vestrænir fréttaskýrendur að annað hvort væri hann alvarlega sjúkur eða ekki lengur í náðinni. Chernenko var einn helsti stuðn- ingsmaður Brezhnevs, sem lést 10. Veður víða um heim Akureyri 5 léttskýjað Amsterdam 16 heióskýrt Aþena 26 skýjaö Barcetona 17 léttskýjaó Berltn 20 heióskírt Brilssel 18 skýjaó Chicago 21 heióskírt Dublin 12 heióskirt Genl 13 skýjaö Helsinki 15 heiðskírt Hong Kong 29 heiöskírt Jóhannesarborg 20 heiðskírt Kaupmannahöfn 11 skýjaó Lissabon 17 skýjað London 16 rigning Los Angeles 21 heióskírt Madrid 14 skýjaó Malaga 20 lóttskýjaó Mallorca 20 léttskýjaó Mexíkóborg 31 heióskírt Miami 27 heióskírt Nýja Delhí 38 heiöskfrt New York 12 heiósklrt Ósló 10 heióskírt París 16 skýjaó Perth 26 heiðskírt Reykjavík 6 léttskýjað Rómaborg 22 heióskírt San Francisco 15 skýjaó Stokkhólmur 14 skýjað Sydney 22 skýjaó Tókýó 26 skýjaó Vancouver 13 rigning Vínarborg 19 heióskírt Þórshöfn 5 alskýjað nóvember síðastliðinn, og talið er að hann hafi verið sá sem Brezhnev kaus helst að yrði leiðtogi Sovétríkj- anna að sér látnum. Andropov skrifar banda- rískri stúlku Manchester, Maine, 26. aprfl. AP. TÍU ÁRA gömul stúlka, sem fékk bréf frá leiðtoga Sovétríkjanna, Yuri V. Andropov, þar sem hann lofar því að Sovétrfkin muni aldrei verða fyrri til að nota kjarnorkuvopn, segir að sá hluti bréfsins sem hún haldi mest upp á sé þar sem hann líki henni við persónu í bók eftir Mark Twain. Samantha Smith skrifaði Andropov bréf fyrir skömmu þar sem hún óskaði honum til hamingju með nýja starfið og spurði síðan:' „Hvers vegna viltu sigra heiminn, eða að minnsta kosti okkar land?“ Komið var með enska þýð- ingu á svari Andropovs á heim- ili hennar í gær, þar sem hann segist sjá af bréfi hennar að hún sé mjög „hugrökk stúlka" sem minni sig á „Becky" í bók- inni „Tom Sawyer" eftir Mark Twain. Samantha sagðist líta á þetta sem gullhamra og sagði þetta sanna að Andropov væri ekki eins vondur maður og hún hafði ímyndað sér. Bretland: Steel leiðtogi í kosningum London, 26. apnl. AP. DAVID Steel, leiðtogi Frjálslynda flokksins í Bretlandi, mun verða í far- arbroddi fyrir kosningabandalagi frjálslyndra og jafnaðarmanna í næstu kosningum en Roy Jenkins, formaður nýja Jafnaðarmannaflokksins, mun verða forsætisráðherra ef sigur vinnst. Steel greindi frá þessu í sjón- varpsviðtali nú um helgina og sagði vera um þetta samkomulag við Jenkins. Flokkarnir ættu þó eftir að leggja blessun sína yfir það. Marg- aret Thatcher verður að boða til kosninga fyrir maí á næsta ári en almennt er búist við þeim í haust. Nýi Jafnaðarmannaflokkurinn var stofnaður árið 1981 og er klofn- ingshópur úr Verkamannaflokkn- um. Frjálslyndi flokkurinn var stofnaður árið 1828 og er það megin- takmark kosningabandalags þe-s- ara tveggja flokka, að binda e þau tök, sem íhaldsflokk’ Verkamannaflokkurinn ’ breskum stjórnmálur- gi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.