Morgunblaðið - 27.04.1983, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1983
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 180 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 15 kr. eintakið.
Lausnarbeiðni
á leiðinni
Ríkisstjórnin ákvað á
fundi sínum í gær að
biðjast lausnar á fimmtu-
daginn. Er ekki að efa að þá
feli forseti íslands stjórn-
inni að sitja áfram sem
starfsstjórn, þar til nýtt
ráðuneyti hefur verið mynd-
að. Eftir ríkisráðsfundinn
mun forseti síðan ákveða
hverjum verði falið umboð
til stjórnarmyndunar. Mið-
að við úrslit kosninganna og
yfirlýsingar stjórnmálafor-
ingja að þeim loknum virð-
ist einsýnt, að frú Vigdís
Finnbogadóttir ákveði að
fela Geir Hallgrímssyni
þetta umboð fyrstum
manna. Þá ákvörðun tæki
forsetinn í samræmi við þær
hefðir sem hér hafa ríkt við
stjórnarmyndanir. Morgun-
blaðið vill hins vegar ítreka
það sjónarmið sem sett var
fram hér á þessum stað í
gær, að eins og aðstæður eru
nú er óeðlilegt að einhvers
konar hringekja með stjórn-
málaforingja innan borðs
verði sett af stað í því skyni
að forystumenn allra flokka
fái umboð til stjórnarmynd-
unar úr hendi forseta og
tímamörk ráði því hve lengi
þeir hafi það á hendi. Slíkur
háttur að þessu sinni væri
ekki annað en tímasóun.
Eins og málum er nú komið
er brýnt að hver stund verði
skynsamlega notuð til að
kanna þá möguleika sem eru
til stjórnarsamstarfs.
Nú þegar lausnarbeiðni
fráfarandi ríkisstjórnar er á
leiðinni er ekki tímabært að
fullyrða neitt um það,
hvernig tekst til um stjórn-
armyndun. Því miður felst
ekki í dómi kjósenda nein
ótvíræð vísbending frá þeim
um það, hvað við skuli taka.
Hitt sýnast allir stjórn-
málamenn vera sammála
um þessa stundina að
minnsta kosti, að Sjálfstæð-
isflokkurinn sé eðlilegur
burðarás í nýrri ríkisstjórn.
Eins og fram kom í kosn-
ingabaráttunni voru ýmis
ágreiningsatriði milli
sjálfstæðismanna og tals-
manna annarra flokka í um-
ræðum fyrir kosningar.
Kosningaúrslitin gefa það
síður en svo til kynna að
ástæða sé fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn að slá af í sinni
stefnu í viðræðum við aðra
flokka, hins vegar næst auð-
vitað ekki samkomulag um
neitt nema með málamiðlun
og til stjórnar á þessum
örlagatímum á auðvitað
ekki að stofna nema í góðum
anda þar sem samstaða rík-
ir til að standast þau miklu
átök sem óhjákvæmileg eru
eigi að bjarga þjóðarskút-
unni úr 100% verðbólguofsa,
upp úr skuldadjúpinu og sjá
til þess um leið að áhöfnin
hafi frið til að sinna í senn
björgunarstörfum og verð-
mætasköpun.
Sagt hefur verið að lýð-
ræðið sé tímafrekt. Það
þurfi bæði tóm og þolin-
mæði til að móta þá stefnu
sem hefur þann byr sem
krafist er í lýðræðisþjóðfé-
lagi. Stjórnmálamönnum
vegnar ekki vel nema þeir
kunni hvort tveggja að
skapa sér slíkan byr og nýta
hann. Geti þeir sameinað
þetta tvennt í ástandi eins
og nú ríkir hér einblínir al-
menningur ekki á klukkuna
og dagatalið meðan rætt er
um myndun nýrrar ríkis-
stjórnar, heldur bíður von-
góður eftir niðurstöðunni.
Minnkandi
atvinna
Frá því var skýrt hér í
blaðinu í gær, að gífur-
leg vandræði steðji nú að ís-
lenskum fataiðnaðarfyrir-
tækjum og eru horfur á að
fækka verði starfsmönnum
á næstu vikum og mánuð-
um. Þessi lýsing er ekki
einsdæmi þegar litið er til
atvinnulífsins í heild. Verð-
bólguholskeflan sem fram-
undan er mun til dæmis
hafa mjög afdrifaríkar af-
leiðingar fyrir sveitarfélög
um allt land. Tekjur þeirra
aukast ekki í samræmi við
vísitölubundin útgjöld. Flest
eru þau svo skuldum vafin
fyrir að ekki er á þann
bagga bætandi. Við blasir
því, að þau verða að draga
úr framkvæmdum til að
halda í horfinu og bjarga
sér undan gjaldþroti. Sam-
dráttur opinberra fram-
kvæmda á þessu sviði mun
fljótt hafa áhrif á atvinnu-
stigið. Fyrir utan þetta er
svo ljóst, að sveitarfélögin
hafa ekki fjárhagslegt
bolmagn til að skapa skóla-
fólki sumarvinnu í sama
mæli og áður.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR
Tekst Mario Soares
nú að mynda starfhæfa
stjórn í Portúgal?
ÚRSLIT þingkosninganna í Portúgal á mánudag koma ekki á óvart,
spáin hafði verið nærri því eins. Sá vandi blasir við Mario Soares
formanni Sósíalistaflokksins að verða annað tveggja að mynda minni-
hlutastjórn, þar sem flokkur hans náði ekki hreinum meirihluta, ellegar
freista þess að fá Sósíaldemókrataflokkinn undir forystu Mota Pinto til
samstarfs, en þessir flokkar hafa samanlagt yfir sextfu prósent þing-
manna á nýju portúgölsku þingi.
ð blandast engum hugur um
að Sósíalistaflokkurinn er
sigurvegari þessara kosninga, og
í dag eða á morgun er trúlegt, að
Eanes forseti feli honum að
kanna möguleika á myndun
stjórnar. Forsvarsmenn Sósíal-
demókrataflokksins, Miðdemó-
krataflokksins og kommúnista
hafa allir viðurkennt sigur Sósí-
alistaflokksins en aðeins komm-
únistar hafa gefið afdráttar-
lausa yfirlýsingu um að ríkis-
stjórnarsamstarf komi ekki til
greina.
Stjórnmálaskýrendur töldu
þann möguleika vera fyrir kosn-
ingarnar, að Sósíaldemókratar
og Miðdemókratar myndu hugs-
anlega ganga í eina sæng og
endurvekja samstarf þessara
flokka innan Lýðræðisbanda-
lagsins, svo fremri sem þeir
flokkur Cunhals bætti við sig
fylgi frá síðustu kosningum,
fékk nú rösklega átján prósent.
Útkoma Sósíaldemókrata-
flokksins kom flatt upp á ýmsa
sem höfðu gert ráð fýrir að fylg-
ið myndi hrynja af flokknum
eftir hina dæmalausu og mjög
gagnrýndu stjórn Pinto Bals-
emao síðustu árin. Mota Pinto,
forvígismaður flokksins í kosn-
ingabaráttunni og einn af mörg-
um fyrrverandi forsætisráðherr-
um, þótti skorta skírskotun til
fólks, mörgum finnst hann lit-
laus stjórnmálamaður, þótt eng-
inn dragi í efa hæfni hans og
góðar gáfur. En Sósíaldemókrat-
ar mega í sjálfu sér una vel við
að fá um 28 prósent atkvæða,
eftir að hafa verið í forsæti rík-
isstjórnar síðustu ár, sem bók-
staflega talað hefur verið dug-
Soares og flokkur hans fékk um
36 prósent atkvæða og um eitt
hundrað þingmenn af 250. í síð-
ustu kosningum fékk Sósíalista-
flokkurinn um 31—32 prósent
atkvæða og ýmsir höfðu á orði,
að tími væri til kominn, að Soar-
es segði af sér og leyfði nýjum
mönnum að spreyta sig, enda
væri af flestu sýnt að hylli hans
meðal kjósenda og málflutning-
ur flokksins næði ekki til fólks-
ins á sama hátt og fyrr. En Soar-
es þráaðist við og hefur nú upp-
skorið ávexti erfiðis síns, þó að
meirihluta fengi hann ekki — og
hefur sjálfsagt ekki búizt við
honum í neinni alvöru. Soares er
58 ára, hann er fæddur 16. des-
ember, tvívegis hefur hann
gegnt forsætisráðherrastarfi áð-
ur. Árið 1975, ári eftir bylting-
una í Portúgal, þegar kommún-
istar voru allsráðandi í landinu
og mikill kvíði var meðal þorra
almennings um hvort lýðræðið
nýfengna væri að fara fyrir lítið,
skipulagði Soares flokksmenn
sína um gervallt landið til mót-
mælafunda og gangna. Þessir
fundir voru iðulega haldnir í
uUos
,U>U>h ,
axMuir
lunto<t
tamos
Hvarvetna blöstu við veggspjöld ( Liasabon með myndum af Soarea.
fengju góða útkomu í kosningun-
um. Nú kemur á daginn að Sósí-
aldemókratar hafa fengið um 28
prósent og Miðdemókratar losa
12 prósent — sem er töluverður
fylgismissir hjá hinum síðar-
nefnda. — Sameiginlega hafa
þessir tveir flokkar þar af leið-
andi möguleika á að koma sam-
an meirihlutastjórn. Það er
varla líklegt í bili, samstarfið
innan Alianca Democratica var
orðið báðum erfitt undir lokin og
djúpstæður ágreiningur verður
sennilega ekki upprættur í ein-
um hvelli, þó svo að nýir menn
hafi tekið við forystu beggja
flokka.
Miðdemókrataflokkurinn háði
baráttu sína undir stjórn Lucas-
ar Pires, nýs flokksformanns,
sem er aðeins liðlega þrítugur að
aldri og sýndi að margra dómi
mikinn dugnað og útsjónarsemi í
kosningarbaráttunni. Hann þyk-
ir góður ræðumaður, höfðar til
fólks með málflutningi sínum,
en hefur sennilega goldið þess,
að sögn heimilda Mbl. í Lissa-
bon, hve ungur og tiltölulega lítt
þekktur hann var. Kommúnista-
Lucas Pires formaður Miðdemó-
krata.
laus hvernig sem á er litið.
En samt er það gamla bar-
áttuljónið og sjarmörinn Mario
Soares, sem risið hefur úr ösku-
stónni og mun nú leiða Portúgal
að öðru óbreyttu á næstu árum.
trássi við herinn, sem þá var
mjög atkvæðamikill og mikið
hugrekki og kjark þurfti til að
bjóða byrginn þeim öflum, sem
þá óðu uppi. Soares öðlaðist
mikla aðdáun og virðingu landa
sinna á þessum tíma og raunar
var hann ásamt Cunhal þekkt-
astur þeirra stjórnmálaforingja
sem mynduðu flokka eftir bylt-
inguna og hafði verið í útlegð í
París lengi.
Efnahagsmál settu svip sinn á
kosningabaráttuna í Portúgal
enda hafa þau ekki á níu ára lýð-
ræðisskeiði staðið svo illa sem
nú. Erlendar skuldir nema yfir
13 milljörðum dollara og við-
skiptahallinn á síðasta ári varð
um 5 milljarðar. Verðbólgan er
um 25 prósent, atvinnuleysi hef-
ur aukizt, menntamál landsins
hafa aldrei komizt í fullkomið
lag eftir óstjórn kommúnista þar
1974—1975, mengun og óþrif eru
vaxandi vandamál. Það er áreið-
anlegt að Soares og þeir sem
hann velur sér til fylgdar verða
að bretta upp ermarnar, spýta í
lófana og hefjast nú snarlega
handa.