Morgunblaðið - 27.04.1983, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1983
Sambandið:
Framkvæmdastjóra-
skipti í Búvörudeild
Rudiger Hess, sonur hins aldna nazistaforingja Rudolf Hess, sést hér koma til Spandau-fangelsisins í gær í
tilefni af 89. afmæli fóðurins.
Enn deilt um hvort dagbækur Hitlers séu ófalsaðar eða ekki:
Hess segir Hitler hafa
verið pennalatan mann
Frankfurt, 26. aprfl. AP.
RUDOLF HESS, sem í dag hélt upp á 89 ára afmæli sitt innan
veggja Spandau-fangelsisins, minntist aldrei nokkru sinni á að Hitl-
er hefði haldið dagbækur, í öllum þeim ótölulega fjölda yfirheyrslna,
sem hann varð að ganga undir. Hefur Hess sagt, að Hitler hafi verið
„schreibfaul“, eða pennalatur eins og það útleggst á íslensku.
Kemur þetta fram í máli fræðingurinn Charles Hamil-
Eugene K. Bird, sem ritað hef-
ur söguna „Fangi númer sjö“
og fjallar um Hess. Dregur
hann mjög í efa að dagbæk-
urnar séu ófalsaðar. í sama
streng hefur þekktur banda-
rískur rithandarsérfræðingur
tekið. Hann hefur rannsakað
ótalin sýnishorn sýna af rit-
hönd Hitlers og staðhæfir, að
dagbækurnar séu ekki skrifað-
ar af honum.
„Það leikur ekki nokkur vafi
á því, að dagbækurnar eru
falsaðar,“ segir rithandarsér-
ton. „Skriftin ber öll merki
falsara. Hvergi er að sjá neinn
stílbrigðamun á einstökum
bókstöfum og slíkt er óhugs-
andi í jafn löngu rituðu máli
og hér er á ferð. Þá er að sjá
vissan titring í skriftinni, sem
stafar af þeirri staðreynd að
falsarinn var ekki fær um að
skrifa jafnhratt og Hitler."
V-Þýska blaðið Stern segir
hins vegar, að Hess hafi verið
kunnugt um bækur þessar og
hann geti borið vitni um, að
þær séu ófalsaðar. Hins vegar
er talið hæpið, að Hess fái
leyfi til þess að skoða bækurn-
ar.
Sérfræðingar deildu enn í
dag um það hvort dagbækur
Hitlers, sem dregnar hafa ver-
ið fram í dagsljósið, væru
ófalsaðar. Á sama tíma skýrði
hægrisinnað vikurit í Munch-
en frá því að það hefði fyrst
allra skýrt frá fundi dagbók-
anna, þann 24. desember sl.
Blaðinu hefði verið boðinn
birtingarréttur á þeim, en því
boði hafi verið hafnað vegna
gruns um fölsun. Þá segir
blaðið einnig og leggur á það
áherslu, að fundurinn hafi
ekki vakið neina athygli, þeg-
ar frá honum var skýrt fyrir
réttum fjórum mánuðum.
Mótelrekstur í Hafnarfiröi:
Svæði ofan Reykjanes-
brautar koma til greina
Skipulagsnefnd Hafnar-
fjarðarbæjar vinnur nú að at-
hugun á hvar hægt sé að
koma fyrir tveimur mótelum,
en umsóknir þar að lútandi
bárust bæjaryfirvöldum fyrir
nokkru, samkvæmt upplýs-
ingum sem Mbl. fékk hjá
Einari Inga Halldórssyni,
bæjarstjóra í Hafnarfirði í
gær.
Sagði Einar Ingi að þegar um-
sóknirnar bárust hefði bæjarráð
óskað eftir því að skipulagsnefnd
kannaði möguleika á staðsetningu
og væri það mál í skoðun. Sagði
Leiðrétting
VILLA slæddist inn í kosninga-
úrslit úr Norðurlandskjördæmi
vestra. Þar sagði að auðir og ógild-
ir seðlar hafi verið 622. Þetta er
rangt, því að auðir og ógildir voru
185. Þá greiddu atkvæði 5.897
manns, sem er 85,46% af kjörskrá.
Beðizt er velvirðingar á þessu.
hann að nokkrir staðir á svæðinu
fyrir ofan Reykjanesbraut kæmu
til greina fyrir þessa starfsemi, en
niðurstöðu um það væri að vænta
fljótlega.
Þeir aðilar sem sótt hafa um
leyfi til þessa reksturs sagði Einar
að væru Jón Kr. Gunnarsson
ásamt fleirum og Þórður Stefáns-
son.
AGNAR Tryggvason, framkvæmda-
stjóri Búvörudeildar Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga, verður 65
ára í febrúar á næsta ári. Samkvæmt
gildandi reglum lætur hann þá af
framkvæmdastjórastarfi, og aö eigin
ósk hættir hann um næstu áramót.
Agnar hefur starfað hjá Sambandinu
frá 1947, þar af sem framkvæmda-
stjóri Búvörudeilar frá 1962. Stjórn
Sambandsins hefur ráðið sem eftir-
mann hans Magnús G. Friðgeirsson
sölustjóra í Sjávarafurðadeild. Hann
kemur til starfa í Búvörudeild 1. júlí
og starfar með Agnari til næstu ára-
móta, en tekur þá við deildinni.
Magnús G. Friðgeirsson er
fæddur í Reykjavík 20. ágúst 1950.
Hann sat í Samvinnuskólanum
1969—1971, en stundaði fram-
haldsnám í The London School of
Foreign Trade 1972—1973. Frá 1.
nóvember 1973 hefur hann starfað
að sölumálum hjá Sjávarafurða-
deild, og haft sérstaklega með
höndum sölu á skreið, mjöli og
lýsi. Hann sat í stjórn Sambands
íslenskra samvinnufélaga sem
fulltrúi starfsmanna árin
1980—1982. Magnús er kvæntur
Sigrúnu Davíðsdóttur, og eiga þau
tvö börn.
Sýningum á
„Húsinuu fækkar
í Reykjavík
NÚ HAFA 47.000 manns séð kvik-
myndina Húsið, sem sýnd hefur ver-
ið í Háskólabíói í nokkrar vikur.
Samkvæmt upplýsingum frá
Edda-film, sem gerði myndina fer
nú að fækka sýningum á myndinni
í Reykjavík. Það fer því að verða
hver síðastur hér á höfuðborg-
arsvæðinu að sjá myndina.
Leiðrétting
LÍTILS HÁTTAR villur slæddust
inn í kosningafrétt Morgunblaðsins
á bls. 47 í gær. Þar var rætt um
hvaða áhrif tilkoma T-listans á
Vestfjörðum hefði haft og upplýs-
ingarnar hafðar eftir Þorkeli Helga-
syni dósent við Háskóla íslands.
Réttar eru þessar vangaveltur á
þá leið, að hefði T-listinn fengið
meira af atkvæðum og fellt Þorvald
Garðar Kristjánsson, hefði það ekki
orðið til þess að Geir Hallgrímsson
hefði orðið uppbótarmaður. Það
hefði kostað Sjálfstæðisflokkinn
kjördæmakjörinn þingmann án þess
að uppbótarmaður hefði komið í
staðinn.
Hefðu atkvæði T-listans hins veg-
ar orðið nokkru fleiri og talizt til
Sjálfstæðisflokksins, hefði uppbót-
armaður flokksins á Austurlandi
fallið út og flokkurinn fengið upp-
bótarmann á Vestfjörðum. Þannig
hefði þingmannafjöldi flokksins
ekki breytzt.
Stykkishólmi, II. apríl.
UM ÞESSA helgi hafa verið hér í
Stykkishólmi á vegum Kristniboðs-
sambands íslands þeir Skúli Svav-
arsson kristniboði og Benedikt
Arnkelsson guðfræðingur.
Þeir hafa haldið hér samkomur
í kirkjunni laugardags-, sunnu-
dags- og mánudagskvöld og sýnt
litmyndir frá starfinu í Afríku. Þá
hafa þeir heimsótt skólana, haft
barnasamkomur og eins heimsótt
sjúkrahúsið hér og Dvalarheimili
aldraðra. Næst er ferðinni heitið
út á Snæfellsnes og verða sam-
komur bæði á Hellissandi og í
Magnús G. Friðgeirsson
Fyrirlestri Geð-
hjálpar frestað
FYRIRLESTRI þeim, sem vera
átti á vegum Geðhjálpar annað
kvöld, fimmtudag, hefur verið
frestað vegna veikinda. Um fyrir-
lesturinn verður tilkynnt síðar.
Siglufjörður:
Leikritið
Getraunagróði
frumsýnt
Siglufirði, 25. apríl.
Hér hafa staöið yfir æfingar á leik-
ritinu Getraunagróði eftir Philip
King.
Jónas Tryggvason er leiksstjóri.
Frumsýning verður í Nýja bíó á
Siglufirði, þriðjudaginn 26.4. Sýn-
ingar verða einnig 27. og 28. á
Siglufirði, 29. á Hofsós og 30. á
Dalvík. Sjö leikendur koma fram í
verkinu, sem tekur um tvo tíma í
sýningu.
Matti.
Leiðrétting
í GREIN um úrslit kosninganna sem
birtist í dálkunum af innlendum vett-
vangi hér í blaðinu í gær segir, að
skipting þingsæta hafi raskast þéttbýl-
inu „í óhag“ í kosningunum á laugar-
dag. Þetta er rangt. A síðasta þingi
sátu 38 þingmenn sem fulltrúar ann-
arra kjördæma en Reykjavíkur og
Reykjaness, en nú eru þeir 35.
Þá er einnig nauðsynlegt að
árétta það, að sú breyting varð ekki
í þessum kosningum að dreifbýlis-
þingmenn fengju meirihluta í þing-
flokki Alþýðubandalagsins — þeir
höfðu hann fyrir. Hins vegar tapaði
Alþýðubandalagið nú þingmanni í
þéttbýli og hlutfallslega styrktu al-
þýðubandalagsmenn úti á landi
stöðu sína innan flokksins.
Björn Bjarnason
Ólafsvík.
Það er undravert hve mikið hef-
ir áunnist í kristindóms- og líkn-
armálum í Afríku af hálfu kristni-
boðsins. Enda skilur almenningur
þetta og metur störf kristniboð-
anna mikils, það sýna öll hin
frjálsu framlög landsmanna sem
halda þessu starfi uppi. Það eru
fjármunir sem gefa mikinn arð og
þeim arði grandar hvorki mölur
né ryð. Ég hvet alla landsmenn til
að kynna sér þessi mál og veita
þeim liðsinni.
Fréttaritari.
Fyrir utan sjúkraskýlið í Konsó. Hópur sjúkra og þjáðra bíður þess aö
komast að. Ættingjar og vinir, sem hafa fylgt þeim á staðinn, nota tímann á
ýmsan hátt á meðan þeir bíöa. Þcir hafa tekið með sér nesti, enda þarf oft að
fara um langan veg.
Kxistniboðið f Konsó
kynnt í Stykkishólmi