Morgunblaðið - 27.04.1983, Side 24

Morgunblaðið - 27.04.1983, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1983 V iðskiptavinurinn treystir vöru okkar — segir Bengt Nordström hjá Finlayson Hér má sjá skemmtilega samsetningu áklæða, sem ðll eru framleidd af Finlayson; gluggatjöldin, borðdúkurinn, húsgagnaáklæðin, svo og efnið utan um púðana. ykkur, sem sífellt standið í hitaveitu- og virkjunarframkvæmdum." Nordström tjáði blm. einnig, að út- flutningur fyrirtækisins hefði vaxið hægum en markvissum skrefum á und- anförnum árum, en árið í fyrra hefði verið erfitt. Allt stefni hins vegar í það að árið í ár kæmi betur, mun betur, út á öllum sviðum. „Ég held það skipti mestu máli fyrir fyrirtæki eins og Finlayson, að við trúum á vöru okkar og það sem meira er, er að við höfum fundið það svo vel, að viðskiptavinurinn sýnir okkur traust sitt með því að kaupa hana aft- ur og aftur," sagði Nordström. Þessi litla dama er með nýja tegund barnastígvéla frá Nokia á fótunum. Látum okkur annt um fætur kaupandans l»ótt nafnið Finlayson kunni að gefa til kynna, að hér sé um eitthvað ramm-finnskt að ræða er svo ekki. Vissulega er fyrirtækið finnskt og hefur verið allt frá stofnun þess árið 1820, en stofnandinn er skoskur kvekari að nafni James Finlayson. Þótt Finlayson væri af skoskum ætt- um, var hann ólíkur löndum sínum að því leytinu til, að hann var ósinkur á allt til uppbyggingar fyrirtæki sínu. Hann lagði ofurkapp á að hafa alltaf þann fullkomnasta tækjabúnað.sem völ var á hverju sinni og til gamans sakar ekki að geta þess, að fyrsta ljósaperan á Norðurlöndum var tendr- uð i verksmiðju Finlaysons árið 1882. Eins og svo mörg finnsk fyrirtæki er framleiðsla Finlayson ekki bundin við eitt svið, í þessu tilviki er þau þrjú; timbur-, plast- og textíliðnaður. Sú síðastnefnda er langsamlega stærst um sig með um 700 milljóna finnskra marka veltu á síðasta ári. Plastiðr.að- urinn kemur talsvert langt þar á eftir, og timburiðnaðurinn er nokkuð á óvart langminnsti hlutinn í veltunni. Að sögn Bengt Nordström, útflutn- ingsforstjóra Finlayson, hefur fram- þróunin orðið gífurleg. Ekki þýðir hins vegar að hengja hatt sinn alfarið á reynsluna að sögn Nordström. Komi ekki til framþróun í takt við tímann, þurfi fyrirtæki á þessum markaði, sem og öðrum, ekki að gera sér neinar vonir um að vera samkeppnishæf. „Reynsla og þekking eru aðalsorð Finlayson," sagði hann. Finlayson framleiðir á hverju ári 25 milljónir metra efnis, sem öll eru unn- in úr lituðum þræði. Stærsti hluti þessa efnis fer til fatagerðar, en hús- gagnaáklæði og gluggatjöld koma þar á eftir. Þá er ekki rétt að dylja þá staðreynd, að Finlayson á þriðjung hlutabréfa í Finnwear. Hjá fyrirtækinu vinna alls um 2.500 manns og um fimmtungur framleiðsl- unnar er fluttur út á ári hverju. Lengi vel var Finlayson í sérflokki hvað íbúðir starfsfólks snerti og enn í dag ræður fyrirtækið yfir um 1.500 íbúðum víðs vegar um Finnland, en þeim fer þó óðum fækkandi, þar sem þær standast ekki lengur kröfur nútímans. Að sögn Nordström hófst útflutn- ingur Finnlands fyrst fyrir alvöru fyrir um 25 árum þegar EFTA kom til sögunnar, og um svipað leyti hófust tengsl fyrirtækisins við ísland. Svíar eru stærstu kaupendurnir, þá hinn hluti Norðurlandanna, Sovétríkin, V-Þýskaland og England. „Við fluttum á síðasta ári út vörur til íslands fyrir um 5,2 milljónir marka, og það má að talsverðu leyti rekja til þess hversu vel tókst til með sængurfatnaðinn hjá okkur. Hann sló svo sannarlega í gegn, en einnig hafa handklæðin frá okkur selst stórum meira en áður,“ sagði Nordström. „Staðreyndin er sú, að fjöldinn allur af fyrirtækjum telur ísland ekki vera þess virði að eltast við markaðinn þar. Við höfum hins vegar aðra sögu að segja. Til þessa höfum við einvörðungu flutt textílvðrur til landsins, en mér segir svo hugur um, að plastpípumar frá okkur eigi framtíð fyrir sér hjá I 4 — segir Morris Stejskal hjá Nokia, sem fram- leiðir tæpan helming skófatnaðar á íslandsmarkaði „Nokia er með allra stærstu skóframleiðendum í Evrópu og á síðasta ári framleiddi verksmiðjan 3,5 milljónir para af skóm. Af þeirri tölu fóru tæp 100.000 pör til Islands, og eins og kannski liggur í augum uppi, er salan á íslandi geysilega mikil, ekki hvað síst ef mið er tekið af íbúafjöldanum. ísland er enda eina erlenda landið, þar sem Nokia hefur látið gera sjón- varpsauglýsingu," sagði Morris Stejskal, svæðissölustjóri hjá risafyrirtækinu Nokia. Risafyrirtæki er orðið sem best lýsir Nokia. Hjá því vinna um 25.000 manns og heildarveltan á síðasta ári var tæpir 7 milljarðar finnskra marka, eða sem svarar 28 milljörðum ísl. króna. Umsvifin hafa aukist ótrúlega á undanförnum 10 árum, þó aldrei eins ört og síðustu þrjú árin. Á þeim tíma hefur veltan tvöfaldast og útflutningur þrefaldast. Starfsemi Nokia skiptist að megin- hluta til í átta deildir; skógariðnað, gúmmíiðnað, kapaliðnað, vélaiðnað, stálframleiðslu af ýmsu tagi, raf- eindaiðnað, plastiðnað og verkfræði- lega þjónustu. Sér í lagi hafa umsvif rafeindaiðnaðar fyrirtækisins vaxið ört á síðustu árum og með mun meiri hraða en önnur starfsemi Nokia. Fyrir okkur íslendinga þýðir nafn- ið Nokia sennilega ekki nema eitt: svört stígvél, sem meginhluti lands- manna hlýtur að hafa átt einu sinni eða oftar um ævina. Hingað til lands hafa einnig verið fluttir hjólbarðar, en til þessa í fremur takmörkuðum mæli. Þá er ekki ólíklegt að kaplar hafi verið fluttir hingað til lands, en Stejskal var ekki kunnugt um slíkt, enda er gúmmíiðnaðurinn hans sér- deild, og þá um leið útflutningur skófatnaðar til Islands. Tæpur helmingur alls skóinn- flutnings íslendinga kemur frá Nokia ár hvert. Salan hefur verið nokkuð stöðug á undanförnum árum, iðulega um eða rétt undir 100.000 pörum. Þessu til staðfestingar sýndi Stejskal blm. plagg yfir skóinnflutning fs- lendinga. „Þrátt fyrir að framleiðsla Nokia sé svo mikil, þarf enginn að óttast að fyrirtækið sýni einhvern flumbru- hátt í framleiðslunni. Að búa til góða skó er mikið vandaverk og t.d. er margfalt erfiðara og flóknara að gera góð stígvél en hjólbarða, þótt uppistaðan í báðum tilvikum sé auð- vitað gúmmí. Við látum okkur ákaf- lega annt um fætur kaupandans, enda segir það sig sjálft, að fólk kaupir ekki nema einu sinni skófatn- „Gömlu, góðu“ stíjrvélin frá Nokia. Hefðbundin stígvél, sem flestir kannast eflaust við. að sem því likar ekki. Alls starfa um 1.200 manns í skó- og stígvélaverk- smiðju Nokia, og Stejskal vildi vekja á því athygli, að með haustinu hæfi Nokia framleiðslu klofstígvéla á nýj- an leik eftir nokkurra ára hlé. Þá eru sex nýjar gerðir stígvéla væntanleg- ar í ár. Stór hluti skófatnaðar Nokia er fluttur út til Sovétríkjanna, svo og Noregs og Svíþjóðar. Alls var velta gúmmíiðnarins hjá Nokia um 850 milljónir marka í fyrra, og útflutn- ingur nam um fjórðungi þeirrar upp- hæðar. Heimsókn í höfuðstöðvar Marimekko: í fremstu röð í rúma þrjá áratugi Þessi laglega flík ber nafnið „Tjald“ og er úr 100% baðmull. Hluti af haustlínu Marimekko. „Árið í fyrra var okkur mjög gott og við veltum um 82 milljónum marka. Það er kannski ekki mjög mikið í sjálfu sér, en Marimekko er heldur ekkert risafyrirtæki," sagði Juliana Balint, blaðafulltrúi fyrirtæk- isins, er Morgunblaðið heimsótti höf- uðstöðvar þess í síðustu viku. „Marimekko er ekki með nema um 370 menn í vinnu og stjórn fyrir- tækisins hefur hreint engan áhuga á að þenja reksturinn mikið út. Við höfum heldur tekið upp þá stefnu að selja einkaleyfi til annarra land, t.d. Svíþjóðar, Japan og Bandaríkjanna." Það er dálítið athyglisvert, en flestir þeir, sem blm. ræddi við fyrir og eftir ferð sína til Finn- lands, voru þeirrar skoðunar að Marimekko væri þekktasta finnska nafnið hér á landi á sviði fatnaðar og áklæða. í raun dálítið merkileg staðreynd í Ijosi þess, að Mari- mekko er barnungt fyrirtæki í samanburði við gömlu risana í Tampere. Það var árið 1951 að Marimekko var sett á laggirnar af frú Armi Ratia og nokkrum félögum hennar við listaskólann í Helsinki. Þessi hópur hafði um skeið unnið að til- raunum með tauþrykk og tók síðan til við að útfæra tilraunir sínar á fatnaði. Uppátækið vakti feikilega eftirtekt og skriðunni var hrundið af stað. Orðið Marimekko þýðir annars í raun ckki annað en lítill kjóll handa Maríu. Frú Ratia veitti fyrirtækinu for- stöðu til dauðadags fyrir nokkrum árum, en þá tók Kari Matteson við. Útflutningur Maritnekko hófst á ofanverðum sjötta áratugnum og hefur vaxið mjög hröðum skrefum æ síðan. Útflutningslöndin eru nú orðin um 30 talsins og í fyrra var 41% framleiðslunnar selt úr landi. Mikilvægustu viðskiptalöndin eru Svíþjóð, V-Þýskaland, Holland og Sviss. „Marimekko hefur frá upphafi verið mjög sérstakt fyrirtæki inn- an finnska textíliðnaðarins," sagði Balint. „Okkar vörur hafa í flest- um tilvikum skorið sig úr varningi keppinautanna hvað útlit snertir og hönnun okkar hefur ætíð verið mjög sérstök.” Vörur Marimekko hlutu alþjóða- viðurkenningu svo að segja strax og þær voru sýndar á erlendri grund. Á þeim tíma (á sjötta ára- tugnum) var í raun ekkert til sem hét finnsk fatatíska. Efni frá Marimekko voru sýnd á Tríennaln- um í Mílanó, Bíennalnum í Feneyj- um og á heimssýningunni í Brússel og hvarvetna hlutu þau mikið lof. Hjá Marimekko starfa tveir hönnuðir á sviði áklæða og aðrir tveir hanna tilbúinn klæðnað. Annar fatahönnuðurinn heitir Marja Suna og hún hefur starfað hjá fyrirtækinu í þrjá áratugi, „og kemur sífellt með nýjar og ferskar hugmyndir," segir Balint. Annar áklæðahönnuðanna er japanskur og sjálf er Balint Ungverji, alin upp í Argentínu til 10 ára aldurs. Það er því vissulega snertur af al- þjóðlegum blæ yfir Marimekko, þótt hönnunin sé al-finnsk að upp- runa. „Marimekko hefur alltaf haft gott lag á að fylgja tískunni, án þess þó að fylgja hátískusveiflun- um hverju sinni. Fyrir fyrirtæki, sem ekki er stærra í sniðum en Marimekko, er ógerlegt að skipta um tísku á tveggja mánaða fresti, Það er auðvitað alltaf þægt að selja eitthvert takmarkað magn af slíkri hátískuvöru, en ekkert fyrir- tæki af þessari stærðargráðu ber sig með þeim hætti. Því leggjum við megináherslu á klæðnað sem fólk getur verið í við öll tækifæri, án tillits til hátískustrauma og árstíða. Það held ég okkur hafi tek- ist ákaflega vel í gegnum tíðina," sagði Balint.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.