Morgunblaðið - 27.04.1983, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1983
Áhugi almenn-
ings á fræðslu
um krabbamein
AÐALFUNDUR Krabbameinsfélags Reykjavíkur var haldinn 21. mars sl.
Þar kom fram að greinilega verður vart mikils og vaxandi áhuga á fræðslu
um krabbamein og krabbameinsvarnir. Á það við um skóla og félagasamtök
jafnt sem einstaklinga. Skýrslur formanns og framkvæmdastjóra gáfu jafn-
framt til kynna margþætt og öflugt fræðslustarf á liðnu starfsári.
Félagið hélt sjálft tvo fjölsótta
fræðslufundi á árinu, annan um
lyfjameðferð og interferon-með-
ferð við krabbameinum, hinn um
krabbameinsleit. Einnig voru út-
vegaðir fyrirlesarar og fræðslu-
efni á marga fundi aðra, þar á
meðal 8 fundi um krabbameinsleit
sem kvenfélög á Vestfjörðum
héldu fyrir forgöngu Sambands
vestfirskra kvenna.
Fræðslustarfið í grunnskólum
landsins var að mestu leyti með
sama sniði og undanfarin ár en
þau mannaskipti urðu að Sigurður
Ragnarsson fræðslufulltrúi lét af
störfum í fyrravor en við tóku um
haustið Einar Axelsson lækna-
nemi og Ingileif Ólafsdóttir hjúkr-
unarfræðingur. Á þessu skólaári
eru allir 5.-9. bekkir á höfuðborg-
arsvæðinu heimsóttir og nokkrar
fræðsluferðir hafa verið farnar út
á land. Fræðslustarf Krabba-
meinsfélagsins í grunnskólunum
miðar sem kunnugt er einkum að
reykingavörnum en þær eru einn
mikilvægasti þáttur krabba-
meinsvarna. Starfsemin hefur í
núverandi formi staðið rúm sjö ár
og kannanir borgarlæknis hafa
ítrekað sýnt að verulega hefur
dregið úr reykingum grunnskóla-
nema í Reykjavík frá því að hún
hófst.
Félagið stefnir að því að geta
næsta haust gefið framhalds- og
sérskólum kost á misjafnlega ít-
arlegum námskeiðum um krabba-
mein og krabbameinsvarnir. Sér-
stök áhersla verður lögð á fræðslu
um forvarnir við krabbameini.
Guðbjörg Andrésdóttir hjúkrun-
arkennari var í vetur ráðin til að
vinna að þessi máli sérstaklega.
Slík námskeið verða væntanlega
einnig á boðstólum fyrir félög og
fyrirtæki.
Tveir nýir bæklingar voru gefn-
ir út á starfsárinu, „Krabbamein í
vör, munni og nefholi" eftir Stefán
Skaftason yfirlækni og „Krabba-
mein í eistum" eftir Geir Ólafsson
lækni. Fimm áður útkomnir bækl-
ingar voru endurprentaðir. Unnið
var að bæklingi með leiðbeining-
um um endurþjálfun fyrir konur
sem brjóst hefur verið tekið af,
væntanlegur er bæklingur um
krabbamein í eggjastokkum. Tví-
vegis þurfti að endurprenta leið-
beiningaritið „Ekki fórn heldur
frelsun" vegna mikillar eftir-
spurnar frá fólki sem vildi hætta
að reykja. Öll fræðslurit Krabba-
meinsfélagsins eiga að liggja
frammi á heilsugæslustöðvum.
Út komu þrjú tölublöð af Tak-
marki. Var því eins og áður dreift
ókeypis til grunnskólanema um
land allt og ýmissa annarra. Upp-
lag Takmarks er 30 þúsund eintök.
Krabbameinsfélag Reykjavíkur
veitti að vanda nokkra styrki til
utanferða á fundi og ráðstefnur
um krabbamein og málefni
krabbameinssjúklinga og studdi
við bakið á Stómasamtökunum og
Samhjálp kvenna. Einnig veitti fé-
lagið styrk til útgáfu á riti
Krabbameinsfélags íslands um
krabbameinsskrána.
Árgjald félagsins til Krabba-
meinsfélags íslands og framlag til
byggingarsjóðs félagsins nam á
árinu samtals tæplega 2,4 millj.
kr. Að langmestu leyti er þar um
að ræða tekjur af Happdrætti
Krabbameinsfélagsins en einnig
að nokkru gjafafé.
Formaður Krabbameinsfélags
Reykjavíkur er Tómas Á. Jónas-
son yfirlæknir en aðrir í stjórn
Baldvin Tryggvason sparisjóðs-
stjóri, Erla Einarsdóttir gjaldkeri,
Jón Þ. Hallgrímsson læknir, Páll
Gíslason yfirlæknir, Sigríður List-
er hjúkrunarfræðingur og Þórar-
inn Sveinsson læknir. Fram-
kvæmdastjóri Krabbameinsfélags
Reykjavíkur er Þorvarður Örn-
ólfsson.
(Úr frf'tlatilkynníngu.)
Washington-pistill:
Að lifa lífinu lifandi
Kennedy Center var fagurlega
uppljómað er okkur bar þar að garði.
Prúðbúið fólk streymdi að ýmist
gangandi eða akandi og virtist
straumurinn endalaus. Það var
reyndar ekki undrunarefni, því að í
þessu geysistóra og glæsilega menn-
ingarsetri geta verið 6 uppfærslur
samtímis.
Þetta kvöld var sýnt í Eisenhow-
er-leikhúsinu leikrit eftir Moss
Hartmann. í óperusalnum söng
Placido Domingo. í tónleikasalnum
lék Andrés Segovia og þangað lá leið
okkar og unga fólksins. Menn höfðu
börn sín með sér.
Enginn hefur gert jafnmikið
fyrir gítarinn og Andrés Segovía.
Hann hóf gítarinn til vegs og virð-
ingar í heimi tónlistarinnar og
fyrir Segovía hafa helstu tónskáld
aldarinnar samið tónverk og til-
einkað honum.
Segovía hóf ungur nám í fiðlu-
leik en sneri sér fljótlega að gít-
arnum þrátt fyrir kröftug mót-
mæli foreldra sinna og kennara.
Þar sem honum reyndist ómögu-
legt að finna hæfan kennara, gerð-
ist hann sinn eigin leiðbeinandi.
Aðeins 16 ára að aldri var hann
orðinn þekktur í heimalandi sínu,
Spáni. Síöan hefur hann verið
óþreytandi og leikið í hljómleika-
sölum um allan heim.
Það var eftirvænting í salnum.
Segovía gekk inn á sviðið. Hann
heilsaði með því að lyfta gítarnum
í átt til áheyrenda. Tónleikarnir
hófust á Andante, Menuet og
Rondo eftir Sor. Gítarinn virtist
halda illa stillingu og varð af því
mikil truflun. Torroba var næstur
á efnisskrá. Verkið var nokkuð
langt, og styrkur fingranna ekki
alltaf jafn. Á miðhluta tónleik-
anna lék Segovía verk eftir Bach.
Þar kom fram Segovía sem flestir
Hrafnista í Hafnarfirði.
Nýtt happdrættisár
að hefjast hjá DAS
NYTT happdrættisár er að hefjast
hjá Happdrætti DAS, en starfsár
þess er frá maí til apríl ár hvert.
Vinningar hækka mikið að verð-
mæti, lægsti vinningur verður fimm-
tán hundruð krónur, en sá hæsti,
aðalvinningurinn húseign að eigin
vali fyrir eina og hálfa milljón
króna, segir í frétt frá happdrættinu.
Vinningar til íbúðakaUpa verða
ellefu, hver að upphæð 400 þúsund
krónur. Ennfremur 100 bflavinn-
ingar á 75 þúsund krónur og 300
utanlandsferðir á 25 þúsund krónur
hver. Húsbúnaðarvinningar verða á
7500 kr. og 1500 kr. Samtals verða
vinningar 7200, að heildarverðmæti
kr. 32.682.000,- Mánaðarverð miða
hækkar úr 40 kr. í 60 kr. Ársmiði
720 kr.
Happdrætti Dvalarheimilis
aldraðra sjómanna er nú að hefja
sitt 30. starfsár, en það var stofn-
sett af sjómannadagssamtökunum
í Reykjavík og Hafnarfirði 1954. Á
fyrstu níu árum þess rann ágóðinn
óskiptur til byggingar Hrafnistu í
Reykjavík, en þá var lögum þess
breytt og 40% hagnaðarins síðan
runnið til Byggingasjóðs aldraðs
fólks sem styrkir byggingar dval-
arheimila fyrir aldraða víðs vegar
um land. 60% hagnaðarins hefur
runnið áfram til bygginga Hrafn-
istuheimilanna, nú seinustu árin
til Hrafnistu í Hafnarfirði.
Fyrsti áfangi Hrafnistu í Hafn-
arfirði tók til starfa fyrir 5 árum,
en það er almenn vistdeild fyrir
100 vistmenn.
Annar áfangi Hrafnistu í Hafn-
arfirði var svo tekinn í notkun í
lok síðastliðins árs, en það er sér-
hönnuð hjúkrunardeild fyrir 88
manns. Byggingu hennar er þó
ekki lokið, þar sem eftir er að
ljúka frágangi 1. hæðar þar sem
verður fullkomin endurhæfingar-
aðstaða, læknastofur, skrifstofur,
sundlaug o.fl. Einnig er ólokið inn-
réttingu 5. hæðar og frágangi lóð-
ar.
Þar sem seinasta ár var ár aldr-
aðra, er athyglisvert og ánægju-
legt að benda á að margar stúkur
Oddfellowreglunnar og Lions-
klúbbar, auk launþegasamtaka og
sveitarfélaga, gengu til samstarfs
við okkar samtök við byggingu
hjúkrunarheimilisins.
Og áfram skal unnið, því verk-
efnin í hagsmunamálum aldraðra
eru óþrjótandi. Samhliða því að
ljúka hjúkrunarheimilinu er verið
að skipuleggja og undirbúa fram-
kvæmdir við byggingu verndaðra
þjónustuíbúða fyrir aldraða og ör-
yrkja í einnar hæðar smáhúsum í
lóð Hrafnistu í Hafnarfirði, hvert
með þremur litlum íbúðum af mis-
munandi stærð. Væntanlegir íbú-
ar þessara húsa munu eiga kost á
aðstoð ef veikindi verða og að
sækja þá félagslegu aðstöðu,
vinnu- og tómstundasali, heilsu-
rækt og annað það er vistfólk
Hrafnistu í Hafnarfirði á að
ganga að, sem og er í fullu sam-
ræmi við ákvæði nýsamþykktra
laga um málefni aldraðra.
Ibúðir þessar verða ýmist
byggðar með samstarfssamning-
um við áðurnefnd mannúðar-,
launþega- og sveitarfélög, íbúana
sjálfa og aðstandendur þeirra eða
af okkar samtökum, sem munu
hafa veg og vanda af öllum fram-
kvæmdum.
Sala á lausum miðum í Happ-
drætti DAS sem og endurnýjun
ársmiða og flokksmiða stendur nú
yfir.
Dregið verður í 1. flokki hins
nýja happdrættisárs 4. maí nk.
Lyftugangur í Hrafnistu í Hafnarfirði.