Morgunblaðið - 27.04.1983, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 27.04.1983, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1983 Lokaspretturinn í vestur-þýsku knattspyrnunni að hefjast: Sex lið eiga möguleika á að vinna titilinn í ár Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni, fréttamanni Mbl. í Þýskalandi. • Stuttgart og Bayern MUnchen skildu jöfn, 1:1, í Stuttgart á dögunum og þá var þeasi mynd tekin. Þýsku landsliösmennirnir Karl-Heins Förster og Karl-Heinz Rummenigge í baráttu um boltann. SJALDAN eöa aldrei hefur keppnin um Þýskalandsmeist- aratitilinn í knattspyrnu veriö jafn spennandí og í ár. Þetta er í tutt- ugasta skiptið sem leikiö er eftir svokölluðu Bundesligufyrirkomu- lagi. Áöur var liöunum skipt í norður- og suðurriöil. Aldrei áður í sögu Bundesligunnar hafa sex lið átt möguleika á aö vinna titil- inn, þegar svo fáar umferöir eru eftir eins og raun ber vitni. Fimm liö eru sem sagt á hælunum á meisturum Hamburger Sportver- ein. Þessi jafna keppni og mikla spenna verður einnig til þess aö það komist aftur í tísku aö fara á völlinn. Mikil vandamál steöja nú aö vestur-þýskri knattspyrnu. Áhorf- endum hefur fækkaö, árangur á al- þjóölegum vettvangi er ekki alveg eins góöur og oft áöur, félögin berjast mörg í bökkum fjárhags- lega. Erlend knattspyrnufélög sem eru betur stæö fjárhagslega not- færa sér þetta ástand til hins ýtr-- asta og reyna aö lokka til sín snjöllustu knattspyrnumenn Vestur-Þýskalands fyrir svimandi upphæöir. Þegar Werder Bremen (spútnik- liöiö í Bundesligunni í ár) lék viö Dortmund á dögunum sat herra Bersellini, þjálfari AC Turin á italíu á áhorfendapöllum og fylgdist gaumgæfilega meö öllum hreyfing- um eins efnilegasta knattspyrnu- manns Vestur-Þjóöverja í dag, Rudi Völlers. AC Turin geröi Brem- en 4 milljóna marka tilboð. Vel- gengni Werder Bremen að undan- förnu og heilbrigö stjórn félagsins hafnaði þessu draumatilboöi og Rudi Völler veröur áfram í Bremen a.m.k. til 1985. Bayern Munchen gat haldiö í Karl-Heinz Rummenigge og hafn- aö ævintýralegum tilboöum ít- alskra félaga meö hjálp Adidas- skóverksmiöjunnar. Hamburger Sportverein gat nælt sér í Frans Beckenbauer meö hjálp BP olíufélagsins. Aöeins meö hjálp stóru fyrirtækjanna úr iönaö- inum er hægt aö reka knattspyrnu- félög í Bundesligunni í dag. Skuldir félaganna i Bundeslig- unni eru taldar vera á bilinu 40 til 50 milljónir marka og aöeins Köln, Leverkusen, Dortmund og Mönch- engladbach geta státaö sig af jákvæöum reikningum. Hamburg- er er taliö skulda 11 milljónir, Stuttgart er í öðru sæti meö 6,5 milljónir, Bayern meö 4 og svo framvegis. Eitthvaö þarf aö gerast svo ekki fari illa. Besta lausnin er auövitaö aö keppnin sé jöfn og spennandi, þá koma væntanlega fleiri áhorf- endur. Fimm félög fylgja nú fast á hæla Hamburger Sportverein. Þau eru Werder Bremen, Bayern Múnchen, Stuttgart, Köln og Dortmund. Hverjir eru raunhæfir möguleikar þessara félaga á meistaratitlinum? Sex fyrrverandi leikmenn þessara ofannefndu félaga lýsa skoöun sinni: George Volkert, Hamburger Sportverein: „Hjá Hamburg geta allir stjórnaö leik liösins. Fyrir keppnistímabiliö hélt ég því fram aö félag mitt Hamburgef Sportver- ein yröi meistari. Einfaldlega vegna þessa aö í liöinu er valinn maöur í hverju rúmi. Magath, Hrubesch, Rolff, Kaltz geta allir stjórnaö hraöanum í leiknum. Þar aö auki ríkir mikiö samræmi í leik liösins sem má fyrst og fremst þakka snjöllum þjálfara liösins, Ernst Happel. Hann fær alltaf þaö besta út úr hverjum leikmanni liösins og samvinna varnarinnar og sóknar- innar er meö eindæmum góö. Öll liö einbeita sér aö halda Hrubesch niöri, en þá skora bara Jakobs, Hartwig eöa Daninn Bastrup mörk meö skalla." Sepp Maier, Bayern Múnchen: „Ég aövara hér með Hamburger, því aö fyrir nokkrum árum var for- skot þeirra meira heldur en núna í deildarkeppninni og þá var Bayern auðvitaö meistari aö lokum. Bæöi liöin eru álíka sterk hvaö liösskip- an snertir. Aftur á móti held ég aö Bayern liöiö sé haröara af sér und- ir mikilli pressu. Ef til vill er þaö eitthvaö erfiöara núoröiö þar sem flestir þekkja oröiö vel leikstíl liös- ins, sem ekki hefur breyst um ára- raöir. Auk þess setja meiösli Breitners strik í reikninginn. Bay- ern þarf því aö þróa leikstíl sinn áfram og breyta leik sínum til aö koma andstæöingunum stööugt á óvart." Horst-Dieter Höttges, Werder Bremen: „Möguleikar Bremen eru sérlega góöir aö þessu sinni. Þeir eiga auöveldasta prógrammiö eftir í deildinni. Leikmenn liösins ná sérlega vel saman og vinnur sem ein heild inn á leikvellinum. Auk þess eru engar stjörnur í liöinu á borö viö Rummenigge og Breitner hjá Beyern. Otto Rehagel þjálfari Bremen hefur náö frábærum árangri meö liðiö og er snjall aö byggja upp unga leikmenn. Nægir þar aö nefna Meier og Reinders, Rehhagel er þjálfari sem kemur til meö aö halda leikmönnum sínum viö jöröina og f því felst einnig stór möguleiki aö þeir vinni titilinn í ár. Klaus Sieloff, VfB. Stuttgart: „I fyrsta skipti á VfB Stuttgart nú möguleika á meistaratitlinum. Vörnin meö þá Förster-bræöur í fararbroddi er örugg og meö snjöllum miövallarleikmönnum getur liöiö leikiö breytilega knattspyrnu. Hver þeirra er einnig frábær skotmaöur og getur skoraö mörk aö löngu færi. Benthaus hef- ur skipulagt leik liðsins og meiri yfirvegun er í liöinu en oftast áöur, þess vegna getur liðiö einnig náö í stig á útivöllum. Það sem þó skiptir mestu máli fyrir Stuttgart í ár er að Sigurvinsson kom til liðsins, það voru rnikil happakaup. Það spilar einnig inn í að hann var lengi meidd- ur og hefur því aukakraft í loka- umferðirnar til að stjórna leik Stuttgartliðsins." Hans Tilkowski, Borussia Dortmund: „Eiginlega hafði lið Borussia góða möguleika til sigurs í ár. Vörnin er til að mynda ein sú þéttasta í Bundesligunni og fram- línumennirnir geta svo sannarlega bitið frá sér. Ef til vill er liðið ekki nægjanlega mótað til að vinna mótið í ár. Einnig þarf liðið að venja sig við þá staðreynd að það getur leikið meðal efstu liða og trúa því. Auðvitað fylgir því auka- álag að standa undir væntingum þegar vel gengur og þá er alltaf farið fram á betri árangur. Við þessa staðreynd þurfa leikmenn liðsins að lifa. Þessi hræðsla við velgengni hefur best sýnt sig í leikjum gegn HSV eða Bremen, ef til vill er hér einnig um minni- máttarkennd að ræða.“ Wolfgang Overath, FC Köln: „Ég hef meiri trú á að annað hvort Hamburger eða Bayern vinni titil- 1. Bayern Múnchen 62 2. VfBStuttgart 55 3. Hamburger SV 53 4. Bor. Dortmund +3 52 5. 1. FC Köln 47 6. WerderBremen +9 40 7. Mönchengladbach 37 8. Kaiserslautern +3 32 9. Eintr. Frankfurt 25 10. Fort. Dússeldorf 20 11. BayerLeverkuses +3 18 12. Hertha BSC Berlin 17 I.FCNúrnberg +3 17 14. Arm. Bielefeld 15 15. VfL Bochum 14 16. Schalke04 12 17. Eintr. Braunschweig 9 18. KarlsruherSC 9 • Þýska knattspyrnuritiö Kicker gengst fyrir svokallaöri „Super- ball“-keppni, þar sem blaöið heiðrar félög fyrir skóknar- knattspyrnu. Félögum er gefiö stig fyrir hvern leik og því sem flest stigin hlýtur yfir keppnis- tímabiliö er veittur bikar í verö- laun. Hér sjáum við hvernig staö- an er í þessari keppni nú. inn. Þessi lið hafa mesta reynslu til að ná í nauðsynleg stig á úti- völlum og leika undir mikilli pressu, og jafnvel að sigra þó að þau leiki ekki sérlega vei. Heppnin fylgir þeim góðu. Ég óttast að reynsluleysi Bremen, Stuttgart, Dortmund og Köln verði til þess að annað hvort þessara tveggja ofannefndu liða vinni meistara- tignina í ár.“ Shilton fyrirliði - átta leikir í kvöld NOKKRIR leikir fara fram í kvöld í Evrópukeppni landsliða í knatt- spyrnu. Þeir eru þessir: Belgía — A-Þýskaland (1. riölll) Sovétríkin Portúgal (2. riöill) England — Ungverjaland (3. riöill) Danmörk — Grikkland (3. riöill) Wales — Búlgaría (4. riöill) Austurríki — V-Þýskaland (6. riöill) Noröur-írland — Albanía (6. riöill) Spánn — Irland (7. riðill) Búiö er aö veija enska liöið sem mætir Ungverjum á Wembley-leik- • Peter Shilton. vanginum og veröur þaö þannig skipaö: Peter Shilton, Phil Neal, Alvin Martin, Terry Butcher, Kenny Sansom, Sammy Lee, Gary Mabb- utt, Gordon Cowans, Luther Bliss- ett, Peter White, Trevor Francis. Shilton veröur fyrirliöi. Bobby Robson, landsliösþjálfari Englend- inga, sagöi í gær aö litlu heföi munaö aö hann veldi Ray Wilkins, frá Man. Utd., en hann heföi tekiö Gordon Gowans, Aston Villa, fram yfir, en Cowans átti frábæran leik gegn Wales ekki alls fyrir löngu, en þaö var hans fyrsti landsleikur „Þaö veröur gott aö hafa Wilkins á bekknum til aö grípa til ef okkur vantar reynslumikinn stjórnanda á miöjuna." 1982/83 | I 00 | | | j S j I 1 5 | * ] 1 1 * 2É § 1 { 5 i 3 «/> Hertha Beriin K 20 1:1 285 0:1 1:3 1:1 10 85 OO 52 oo 33 02 13 5:1 25 10 Arm. Bielefeld 2:1 1 1:1 2.0 12 294 285 2:1 20 22 5:1 20 02 42 20 115 32 15 VfLBochum 4Æ 1:1 C 02 12 145 3:1 12 1:1 1:1 0:1 384. 32 3:1 OO 285 2:1 22 Braunschweig 1:0 3A 0* K 3:1 oo 2:1 10 2:4 1:1 21.5 22 46 384. 1:1 22 1:1 145 Werder Bremen 3:1 21.5 4.6 60 E 42 22 30 32 30 75 1:1 3:1 20 10 32 40 32 Bor.Dortmund 2:1 11:1 3:1 32 OO R 12 75 1:3 40 43 20 3 -3 46 215 40 20 1:1 Fort. Dússeldorf 1:1 2A 2« 85 304 23 S 4.8 00 2:1 43 20 215 2:1 35 3:1 3:1 1:1 Eintr. Frankfurt 3:1 2:1 0:1 0:1 285 3:1 22 P 1:1 304 20 30 50 30 10 30 14.5 30 HamburgerSV 1:1 3:1 0:0 40 1:1 285 20 30 0 1:1 40 14.5 30 43 1:1 30 62 304 Kalsersiautem 2:2 3Æ 7.5 32 2:1 02 3:1 30 215 R 70 32 20 30 32 2:1 20 46 KarisnjherSC 1:1 4.6. 0Æ 3:1 12 19.4 14.5 10 12 1:1 T 1:1 22 20 OO 284. 22 12 1. FC Köln 4A 10 4:1 3:1 2:1 22 40 22 1:1 30 4:1 Hl 184. 21.5 75 52 2:1 12 Leveriaisen 2:1 0:1 1Æ 10 115 12 3:3 1:1 0:1 OO 285 OO A 32 1:1 10 384. 05 Bor. M'gladbach 14.5 3:0 3:1 30 12 23 50 3:1 1:1 285 50 10 3:1 6 OO 12 oo 10 Bayem Munchen 30.4 5A 3:0 1:1 1:1 30 10 40 22 14.5 6:1 0:1 50 3:1 A 10 285 40 I.FCNúmberg 42 1:1 1:1 OO 20 32 3:1 215 22 1:1 3:1 2:1 75 10 46 Z 32 05 Schalke 04 2O 7.5 205 3:3 02 12 3:3 32 46 OO 10 10 20 20 12 0:1 1 15 VfB Stuttgart 215 22 52 40 4:1 2:1 1:1 4:1 12 1:1 4:1 285 5 3 85 1:1 30 2:1 N • Á þessari töflu má sjá úrslit allra leikja í „Bundesligunni" í vetur. Auövelt ætti aö vera fyrir lesendur aö skilja þetta. Tökum dæmi:. Hertha Berlin vann Bielefeld 2:0 á heimavelli sínum; nafn Herthu er lesiö lárétt og Bielefeld lóörétt o.s.frv.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.