Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 4. maí - Bls. 41-72 „Þetta er Jeríkó-rósin mín, ég hef átt hana árum saman og hún fer allt sem ég fer,“ segir Suzanne Brögger og bendir bim. á framandlega jurt, sem hefur um stundar- sakir tekið sér bólfestu í öskubakka í gestaherbergi Norræna hússins og minnir raunar í útliti meir á gyðing- inn gangandi en rósaraf- brigði. „Þegar ég tek hana úr vatni hniprar hún sig sam- an í litla brúna kúlu á ör- skömmum tíma, en breiðir svo úr sér, fagurgræn, þegar við erum komnar á áfanga- stað,“ segir Suzanne og sendir jurtinni víðförlu vin- samlegt augnaráð um leið og hún slær öskuna af vindl- ingnum í undirskál á borð- inu. Vegir ástarinnar og vegleysur Sjálf hefur Suzanne Brögger lengi þótt kynlegur kvistur á meiði danskra bókmennta, það hefur vafist fyrir skilgrein- ingarglöðum að marka henni ákveðinn reit, enda er hún þekkt fyrir að feta ótroðnar slóðir, jafnt í skrifum sínum sem einkalífi. Þetta tvennt hefur Brögger reynd- ar verið óspör á að tvinna saman í samræmi við einkunnarorðin „at gore det private offentligt", að opinbera einkamálin. En hispurs- lausar lýsingar á eigin upplifun- um hefðu, þótt litríkar séu, varla nægt einar sér til þess að skipa Suzanne Brögger á bekk metsölu- bókahöfunda í Danmörku, ef ekki kæmi líka til næmt skopskyn og sú mikla frásagnargleði, sem hvarvetna brýst fram í bókum hennar. Brögger fæddist í Danmörku en sleit barnsskónum i Bangkok og á Ceylon, þar sem nú heitir Sri Lanka. Til Danmerkur kom hún síðan til þess að taka stúdentspróf og hóf að því loknu rússneskunám við Kaupmannahafnarháskóla. Um sama leyti fór hún að skrifa blaðagreinar og áður en 'langt um leið var hún farin að þeytast heimshornanna á milli sem „freelance“-blaðamaður, þó hún skrifaði reyndar mest fyrir danska stórblaðið Politiken og geri enn, þegar hún er ekki að skrifa bækur. Fyrsta bók hennar, „Fri os fra kærligheden", kom út árið 1973 og önnur, „Kærlighedens veje og vildveje", tveimur árum síðar. Eins og titlarnir bera með sér, fjalla báðar þessar bækur um ástina og hinar ýmsu myndir sem það fyrirbæri getur tekið á sig í lífi fólks, þ.á m. mynd kúgunar- tækis. En einnig má segja að þær séu óður um leitina að hamingj- unni og áskorun til lesandans um að láta ekki viðteknar venjur og gildismat aftra sér frá þeirri leit. Eins og kunnugt er, voru róttækar kvennahreyfingar í mikilli upp- sveiflu á Norðurlöndum á þessum árum og mikill hiti í umræðum um samskipti kynjanna. Bækur Brögger þóttu athyglisvert fram- lag til þeirrar umræðu þótt sjálf segist hún aldrei skrifa með sér- staka hópa eða hagsmuni í huga. Þó hún taki mið af eigin reynslu og segi frá henni í tveimur fyrstu bókunum, eru „Créme Fraiche" (1978) og „En gris som har været oppe at slás kan man ikke stege" (lausl. þýtt: „Slagsmálasvín er ekki steikjanlegt"), sem kom út ári seinna, þó hvað hreinræktaðastar sjálfsævisögur. Créme Fraiche varð metsölubók líkt og hinar tvær fyrri og hefur nú verið prent- uð í ellefu upplögum í Danmörku og þýdd á þrettán tungumál, enda bráðskemmtileg (a.m.k. að mati undirritaðrar) — eins konar „veisla í farangri höfundar" — með heimspekilegum vangaveltum í bland. Suzanne Brögger hefur aldrei farið í felur með það að hún kann vel við sig í sviðsljósinu og gildir þá einu hvort það beinist að henni fáklæddri á fjölum Konunglega leikhússins, en þar hefur hún ver- ið borin um á gulldisk í gyðjugervi sveipuð gegnsæju gylltu hýjalíni, eða kappklæddri úti í Kristjaníu að setja á svið „öðruvísi" leikrit með frjálsum leikhópum á borð við „Sólvagninn“. Hún er skart- kona mikil og a.m.k. hér fyrr á árum voru það stundum ekki síður klæðaburður hennar og útlit sem athygli vöktu en ritsmíðarnar. Fleira lagið en að skrifa um eigið líf I bókinni um „Grísinn sem ... “ sýndi hún hins vegar á sér nýja hlið. Þar lýsir hún á ljóðrænan hátt hversdagslegri tilveru sinni í litla sjálenska bænum Löve, en þar hefur hún haft fast aðsetur um nokkurra ára skeið. Ekki voru allir sáttir við þessa bók. Skiptar skoðanir voru á því hve vel Brögg- er hefði farist úr hendi að breyta um stíl og — ólíkt hinum fyrri — varð hún ekki metsölubók. En slíkt er auðvitað ekki algildur mælikvarði á gæði bókar. Næst kom út úrval blaðagreina frá tímabilinu 1965—1980, „Brög“. Fyrir tveimur árum sendi Brögger svo frá sér bókina um Tone, hattasaumakonuna, sem sá aðeins björtu hliðarnar á tilver- unni, elskaði allt og alla og drakk ómælt magn af kampavini á dán- arbeðnum. Fyrir „Tone“ hlaut Suzanne Brögger „Laurbær-prisen", eftir- sóttustu bókmenntaverðlaun Dana, og var þar með búin að tíma var stöðugur straumur af fólki til hennar og það var eins og allir breyttust, færu að blómstra, við það að vera samvistum við hana. Tone stytti sér að lokum aldur, en það var ekki neinn harm- leikur, heldur athöfn sem staðfesti að fæðing og dauði eru hvort tveggja gjafir, sem lífið færir okkur og þeim fylgir sama tilfinn- ing. Fyrir mér táknaði Tone — líf hennar og dauði — þann styrk, sem við öll búum yfir, en bælum niður djúpt innra með okkur.“" „Tvöfalt siðgæði er skaðvaldur“ „Seinna bindið af Créme Fraiche verður líka sjálfsævisögu- legt ... en þó allt öðruvísi en fyrri hlutinn. Þessi bók verður skrifuð í miklu víðara samhengi og stefnan í henni mikið breytt frá þeirri fyrri, en á hvern hátt er eiginlega leyndarmál ennþá," segir hún. — En hvað með þá stefnu að lýsa upp leyndustu afkima einka- lífsins. Þjónar slíkt í reynd öðrum tilgangi en að svala forvitni náungans? „Hið tvöfalda siðgæði sem við búum við í dag, þar sem eitt kerfi siðareglna ríkir á heimavelli og annað opinberlega, er mikill skað- valdur. Ekki bara fyrir einstakl- inga, heldur mannkynið í heild, og allt, sem stuðlar að því að brjóta niður þennan vegg, er að mínum dómi af því góða. Allt of margir lifa tvöföldu lífi; einu „innávið" og öðru „útávið". Þetta ósamræmi í lífi fólks gerir það hrætt og óör- uggt, getur í raun af sér geðklofa, — auk þess sem það gerir valdhöf- unum auðveldara fyrir að halda okkur niðri. Á hverjum morgni ganga líka valdamiklir menn út af heimilum sínum og skipuleggja athæfi, sem þeir myndu aldrei þora að ámálga innan sinna eigin fjögurra veggja. Ég hef ekki áhuga á alþjóðlegri valdapólitík en mér fyndist falleg hugmynd að senda svo sem eins og 200 lítil börn inn til Reagans og Andropovs þar sem þeir sætu í 99Sorgina á að skrifa í vatn en meitla gleðina „Állt of margir lifa tröföldu //77; einu „innárið“ og ödru „útárið", segir Suzanne Brögger. „Þetta ósamræmi í lífi fólks gerir það brætt og óöruggt — getur f raun af sér geðklofa — auk þess sem það gerir raldhöfum auðreldara fyrir að halda okkur niðri(Ljósm. ólk.m.) í stein4 6 sanna að henni er fleira lagið en að skrifa um eigið líf. Suzanne Brögger kom nýlega hingað til lands í stutta heimsókn í boði Norræna hússins, danska menningarmálaráðuneytisins og vinafélaganna dönsku á íslandi. Hún las valda kafla úr bókinni sem færði henni lárviðarlaufin og svaraði síðan fyrirspurnum áheyr- enda í Norræna húsinu. Hátt á þriðja hundrað manns voru mætt til þess að hlýða á skáldkonuna og bendir það til þess að hún eigi sér þó nokkurn hóp aðdáenda hér á landi. Héðan var Suzanne Brögger á förum til Bandaríkjanna, að halda fyrirlestra og lesa úr eigin verkum í tengslum við „Scandinavia To- day“, menningarinnrásina miklu frá Norðurlöndum, sem stendur enn þar vestra. Við höfum aðeins örstutta stund til umráða þetta sunnudagssíðdegi milli upplestrar og kvöldverðar, sem halda á til heiðurs gestinum og rjúkum því úr einu í annað. En að sjálfsögðu berst talið að bókun- um, sem Brögger hefur reyndar oftsinnis sagt að séu ekki til þess ætlaðar að vera krufnar til mergj- ar á hefðbundinn hátt; heldur eigi hver og einn að innbyrða þær eftir hentugleikum — ýmist í smá- skömmtum eða í heilu lagi — nú, eða svelgjast á þeim ef svo ber undir. „Fæðingu og dauða fylgir sama tilfinning“ — „Þegar þú ferð að skrifa þessa bók, skrifaðu þá um sjálfa þig. Því það eina sem við höfum nokkurt vit á erum við sjálf ..." Þetta heilræði gefur Henry Miller þér í lokakafla Créme Fraiche og þú virðist hafa farið nokkuð dyggilega eftir því þangað til kem- ur að „Tone“. „Að skrifa um sjálfan sig felur ekki endilega í sér að vera alltaf miðpunktur eða burðarás sögunn- ar,“ segir Suzanne, „heldur er það aðeins einn sjónarhóll af mörgum, sem hægt er að standa á til þess að varpa ljósi á það sem maður er að reyna að skýra út fyrir sjálfum sér og öðrum. Ég lagði reyndar seinna bindið af Créme Fraiche til hliðar í miðjum klíðum til þess að skrifa um Tone, því saga hennar sótti svo á mig. Hún var ein af þeim manneskjum sem geta breytt sorg í gleði og mig langaði til þess að stuðla að því að hún lifði áfram í einhverri mynd. Fólk man svo stutt og þegar einhver, sem ekki er frægur, deyr, gleymist hann fljótt. Nú er Tone hins vegar orðin metsölubók og það hefði henni örugglega þótt gaman!“ seg- ir Suzanne Brögger brosandi og skáskýtur stórum brúnum augun- um upp á við. — „Sorgina á að skrifa í vatn en meitla gleðina í stein.“ Þessi setning kemur oft fyrir í „Tone“. Eru þetta ef til vill nokkurs konar einkunnarorð bókarinnar og þá þín um leið? „Það má segja það, já. Ég hafði þekkt Tone í sjö ár þegar hún lagðist banaleguna, sem varði reyndar í níu mánuði. Allan þann þann veginn að taka ákvarðanir um framtíð mannkynsins. Lítil börn sem myndu toga í buxna- skálmar leiðtoganna og skriða upp í kjöltu þeirra svo að þeir kæmust ekki hjá því að finna hvað þau eru mjúk og lyktin af þeim góð. Það gæfi þessum mönnum örugglega áþreifanlegra jarðsamband en þúsund skýrslur um ástand vopna- framleiðslu í heiminum." „Er vantrúuð á að eðlisþættir karla og kvenna séu svo ólíkir“ — Nú hafa bækur þínar eflaust verið mörgum konum hvatning til þess að fara eigin leiðir og láta ekki binda sig á klafa hefðbundins hugsunarháttar, en sú hvatning hefur kannski frekar tengst því að konur ættu rétt á því sem ein- staklingar að haga lífi sínu eftir eigin höfði en að þær berðust til áhrifa á kerfisbundinn hátt innan samtaka af einhverju tagi. Hvemig líst þér á að konur bjóði fram til þings með stefnu- skrá sem grundvallast á sérstök- um „kvennamálum", eins og ís- Rætt við dönsku skáldkonuna Suzanne Brögger

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.