Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1983 47 Ástralir í Hljóm- plotur Sigurður Sverrisson Men At Work CARGO CBS/ Steinar hf. Þótt lögin af fyrstu plötu Men At Work, Business As Usual, glymji enn í eyrum manns eru þeir komnir af stað með sína aðra breiðskífu, Cargo. Reyndar átti Cargo að vera komin út fyrir langalöngu, en vegna vinsælda þeirrar fyrstu var útgáfunni frestað. Sjálfur hef ég ekki heyrt alla fyrstu plötuna þeirra, aðeins vinsælustu lögin á borð við Down Under og Johnny Be Good, svo einhver séu nefnd. Að nógu er víst að taka. Mér sýnist Cargo vera næsta rökrétt framhald af fyrsta afkvæminu. Heildarsvip- urinn er létt, þægileg og átaka- lítið popp en umfram allt mjög vel flutt og einkar áheyrilegt. mennirnir að baki Men At Work eru fimm talsins. Colin Hay á heiðurinn af söngnum og glamrar einnig á gítar, Ron Stryckert sér um gítarleikinn að mestu og leggur til bakraddir, Jerry Speiser lemur húðir og sönglar með, Greg Ham Ieikur nettilega á saxófón, flautu og hljómborð, auk þess sem hann leggur hönd á bagga með söng. Loks er að telja John Rees, sem leikur á bassa og gegnir hlut- verki bakradda þegar svo ber undir. Það yfirgengur minn skilning gersamlega hvernig enska mús- íkpressan hefur fjallað um Men At Work. í umfjöllunum bresku poppritanna eru fimmmenning- arniur yfirleitt sagðir leika hundleiðinlega tónlist, stæla allt yfirvinnu og alla og vera Ástralíumenn ofan á allt annað. ég er þeirrar skoðunar, að tónlist Men At Work sé eitthvert það besta popp, ég endurtek popp — ekki rokk sem völ er á í dag. Hljóðfæraleikurinn er allur mjög pottþéttur og hljóðblöndun mjög snyrtileg, hvar sem á er litið. Trommuleikurinn er næsta einfaldur, en verður þó aldrei þreytandi vegna þess hversu nettilega er spilað. Saxófóni er oftlega beitt skemmtilega, svo og gítarnum, en bassaleikarinn sleppir yfirleitt öllum dúllum. Lög Men At Work eru öll í svipuðu tempói, a.m.k. á þessari plötu, nema eitt og það er loka- lag fyrri hliðarinnar, No Sign Of Yesterday. Það er öllu rólegra en hin. Annars eru lögin mjög svip- uð að gæðum, þó að mínu mati séu Overkill og I Like To, sem og No Restrictions þau bestu. Önn- ur koma þar skammt á eftir. Flest laganna, 7 talsins, eru eftir Colin Hay, en Ron Stryck- ert á tvö þeirra. Eitt laganna semja þeir kumpánar svo í sam- einingu. Það sem meira er við tónlist Men At Work er sú stað- reynd, að textar þeirra eru ekki eintómt þvaður eins og nær al- gilt er í þessari tegund tónlistar. Nægir þar að nefna It’s A Mis- take, þar sem deilt er á stríðs- rekstur. Þeir, sem þegar hafa kynnst men At Work, munu vafalítið rjúka upp til handa og fóta og festa sér eintak af Cargo þótt plötur séu nú orðnar óheyrilega dýrar. Fyrir þá, sem ekki þekkja til hljómsveitrinnar (ótrúlegt, en samt e.t.v. mögulegt) en hafa gaman af dægurpoppi af bestu gerð, er ekkert annað að gera en að nurla saman fyrir Cargo því hér er á ferðinni gæðapopp. Geföu henni tíma Finnbogi Marinósson John Watts The Iceberg Model EMI EMC 3427 Þegar „One more twist", fyrstu sólóplötu John Watts hafði verið rennt í 1. sinn í gegn var mér það hulin ráðgáta hvers vegna hún var til umfjöllunar. Þvílíka leiðindaplötu hafði ég ekki heyrt í langan tíma. En svona var þetta til að byrja með. Hægt og rólega vann platan á og í dag er hún í sömu hillu og bestu plötur plötusafnsins. Því hlakkaði ég til næsta glaðnings sem pilturinn myndi senda frá sér. Mér varð a ósk minni, því nýlega kom út önnur sólóplata hans, og ber hún nafnið „The Iceberg Model". Til að byrja með leist mér ekki á blikuna. f ljós kom að nokkrar breytingar hefðu orðið á hljóð- færaskipan. Tveir aðstoðarhljóð- færaleikarar voru á fyrstu plöt- unni, en á þeirri nýju eru þeir átta. Ekki nóg með það, kappinn hefur bætt við saxafóni og fiðlu. Jahérna. Tortrygginn setti ég plötuna á fóninn. Hafi ég verið hrifinn af „One more twist" þá er ég hreinlega ástfanginn upp yfir haus af þeirri nýju. Platan er hreint afbragð, og eiga nýju hljóðfærin sinn þátt í því. Fjögur fyrstu lögin á hlið 1 eru öll á góðum hraða og njóta blásturshljóðfærin sín mjög vel. Geysilegur kraftur er í þeim öll- um og er þar fyrir að þakka hversu trommur og blástur er haft framarlega. 5. lagið er „Money and power". Það er frek- ar rólegt og þungt. Fyrst virðist það ekki vera í sama gæðaflokki og þau fyrri, en þegar frekar er hlustað kemur það til. Það sama er að segja um fyrstu tvö lögin á hlið tvö og þau fjögur fyrstu á hlið eitt. Afbragðs góð og ekkert virðist ætla að spilla plötunni. En þannig fer það ekki. Ég er ekki tilbúinn að samþykkja síð- ustu þrjú lögin á plötunni. Þau eru róleg og frekar laus í reipun- um, m.ö.o. tilraunakennd. í dag spilla þau fyrir plötunni, en ef það fer eins fyrir þeim og „One more twist“, þá er ekkert að óttast. Þeir sem kunnu að meta fyrstu plötuna eiga ekki í mikl- um erfiðleikum að venjast „The Iceberg Model". Hinir sem ekki hafa notið hans hingað til ættu að snara buddunni upp á borðið og hlusta á „The Iceberg Model". Eitt er víst að bæði tíma og pen- ingum er vel varið þegar hún er annars vegar. Tónlistin ★ ★ ★ ★ Hljómgæðin ★ ★ ★ ★ ★ FM/AM inga, sem allir eru gengnir til hvíldar eftir langan vinnudag og ótrúleg afköst. Það kemur einnig í ljós, hvað þessir brautryðjend- ur voru blessunarlega ólíkir að eðlisfari og í viðhorfum til listgreinar sinnar. óhætt er að fullyrða, að mikið væri íslensk menning fátækari, hefði þeirra ekki notið við og þeir ekki fengið að helga sig köllun sinni. Því að allir höfðu þeir köllun, Einar Jónsson, Ásmundur Sveinsson og Sigurjón Ólafsson. Hér höfum við íslendingar verið jafn heppn- ir og á sviði málaralistarinnar, að miklir snillingar völdust til forustu strax í upphafi. Að því eigum við eftir að búa lengi, og einmitt þessi sýning í Listasafni íslands sannar það rækilega. Ásmundur Sveinsson: Vor, 1940. En í sambandi við núverandi sýningu, kemur það ánægjulega á óvart, hvað mikið er til af önd- vegisverkum eftir þá þrjá snill- Sigurjón Ólafsson: Knud Kasmussen, 1957. Einar Jónsson: Dögun, 1897—1906, myndhluti. Ljósmyndir, höggmyndir Valtýr Pétursson í Listasafni íslands stendur nú yfir sýning á ljósmyndum af höggmyndum, sem einnig eru til sýnis, og ekki man ég eftir slíku fyrirtæki hér á ferð áður. Þarna eru margar merkilegustu högg- myndir, sem gerðar hafa verið hér á landi, og eru það meistar- arnir Einar Jónsson, Ásmundur Sveinsson og Sigurjón Ólafsson, sem eru höfundar að þessum verkum. Sá er ljósmyndað hefur, er ameríkumaður að nafni David Finn, og mun hann mjög þekktur fyrir að ljósmynda höggmyndir sérstaklega. Enda bera ljós- myndir hans þess merki, að hann veit, hvað hann er að fást við. Gerir sér sýnilega grein fyrir plastík þeirra verka, sem hann festir á filmur og er það viðkvæm og vandasöm iðja, svo að ekki sé frekar á kveðið. Það er í anddyri og forsal safnsins, sem þessari sýningu hefur verið komið fyrir, og þar sem alls eru á þessari sýningu 77 höggmyndir eða réttara sagt skúlptúrar, gefur það auga leið, að nokkuð þröngt er um hlutina. Mér fannst persónulega, að sum þessara verka hefðu mátt hafa meira svigrúm, því að hér eru svo mögnuð verk á ferð, að verkan þeirra eins og kallar á meira rými. En í anddyri hefur verið komið fyrir ljósmyndum Finn, og hefði einnig mátt vera rýmra um þær. Samt er heild þessarar sýningar með ágætum, og þarna fær maður að sjá meira af höggmyndum í eigu Lista- safns Islands en venjulega. Á þessari sýningu kemur glöggt í ljós þörfin fyrir meira húsnæði fyrir þetta fjársvelta safn, sem síðan orsakar óánægju og ósanngjarna gagnrýni á stjórn- endur þess. Líklegast er Lista- safn íslands ein af þeim stofnun- um, sem hvað mest verða fyrir barðinu á fjárans verðbólgunni. Allt hækkar í krónutölu, en framlag til listaverkakaupa fylg- ir hvergi eftir verðhækkunum listaverka. Afleiðingin er að minna kemur í hlut Listasafns íslands, og þar af leiðir, að yfir- lit safnsins á íslenskri list verð- ur auðvitað takmarkað og götótt. Ekki skulum við gera upp á milli þessara verka að sinni. Það væri eflaust hægt að draga þau nokkuð í dilka, en það yrði þá að gerast svo rækilega, að ekkert tækifæri er til þess nú. Ekki eru öll þau verk, sem nú eru til sýnis, í eigu Listasafns íslands. Sumt er í einkaeign og annað í eigu annarra safna, en safn Einars Jónssonar er í Hnitbjörgum á Skólavörðuholti og safn Ás- mundar Sveinssonar við Sigtún í Reykjavík. Sigurjón Ólafsson er svo nýlega horfinn af sjónarsvið- inu, að ekkert hefur verið gert í hans málum enn sem komið er. Það er enginn vegur að gera upp á milli þessara myndhöggvara. Þeir eru hver og einn stórmerki- legir á sinn hátt og sameiginlega hafa þeir skapað þjóðarauð, sem núlifandi samtíðarmenn þeirra hafa langt frá því metið að verð- leikum. Þeir voru allir það sér- stæðir persónuleikar og einstak- ir listamenn, að það hlýtur að taka nokkra mannsaldra að þeir fái þann sess í þjóðarsögunni, sem þeim hlýtur að bera. David Finn hefur unnið afar merkilegt verk með þessum ljósmyndum, sem hann hefur tekið af verkum íslenskra höggmyndaverka. Það er honum fjarlægt að notfæra sér belli- brögð tækninnar til a fá fram framúrstefnuleg áhrif í myndum sínum. Hann gefur hverju verki sérstakan blæ í ljósmyndun sinni, og einmitt þannig túlkar hann innsta eðli þess á látlausan og sannan hátt. Þetta er mjög skemmtileg sýn- ing og ekki spillir það, að grafík og annarri myndlist er komið fyrir sem bakgrunni þessara verka. Þarna fer saman smekkur og ágæt vinnubrögð. Hvergi er slakað á kröfum, og er það sann- arlega sæmandi þeim verkum, sem eru uppistaða þessa við- burðar í Listasafni íslands. Myndlist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.