Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1983 55 nægja að benda á það grófasta, sem jafnframt er kennslubókar- dæmi um valdníðslu, þar sem seg- ir i 2. mgr. 21. gr. gjaldskrár Reykjavíkurhafnar nr. 108/1975: „Enginn skipstjóri getur vænzt þess að fá afgreiðslu fyrir skip sitt hjá tollstjóra, nema hann sanni með vottorði frá hafnarstjóra, að hann hafi greitt öll gjöld sín til hafnarinnar." Það sem að mínu mati er þó al- varlegast tilhugsunar í þessu, er það, að með þessum innheimtu- leiðum, sem höfnin hefur þarna, þá er gefið fordæmi fyrir aðra opinbera þjónustuaðila að krefjast þess, að þeir fái í sín ákvæði sömu eða samskonar heimildir, þannig að þeir geti líka gengið i skrokk á sínum viðskiptavinum til þess að ná inn greiðslum fyrir sína þjón- ustu. Á sama hátt gæti hið opin- bera fengið slíkar heimildir varð- andi innheimtu skatta og annarra opinberra gjalda. Til þess að fólk átti sig á þessu, hve hér er um alvarlega hluti að ræða, þá væri rétt að búa til dæmi t.d. um innheimtu á gjaldföllnum bifreiðaskatti hjá iðnfyrirtæki í anda innheimtuaðferða hafnar- innar að breyttu breytanda. Tollstjóraembættið gæti kyrr- sett bílinn og varning í honum eða beitt haldsrétti kæmist tollstjóri yfir vörzlu bílsins. Hann gæti svipt eiganda og ökumann öku- skírteininu og tekið skoðunarvott- orð bílsins í sínar hendur. Hann gæti gert ökumann og afgreiðslu- mann i pakkhúsinu persónulega ábyrga fyrir greiðslu skattsins eða gert þeim skylt að koma bifreið- inni í vörzlu embættisins. Hann gæti bannað ökumanni að keyra bifreiðina fyrir eigandann. Toll- stjóraembættið gæti skrúfað fyrir alla þjónustu og afgreiðslu hjá embættinu og bannað öðrum opinberum stofnunum að veita viðkomandi bifreiðareiganda nokkra afgreiðslu eða þjónustu, nema sá sami sýndi með vottorði, að hann hefði greitt bifreiðaskatt- inn. Þá gæti tollstjóri einnig gert þeim banka þar sem bifreiðareig- andi kynni að eiga peninga eða fengi að láni hjá, skylt að taka af því peninga til að greiða bifreiða- skattinn. Við þetta tilbúna dæmi væri endalaust hægt að prjóna í anda innheimtuákvæða sem höfnin hef- ur. Þau ákvæði gefa tilefni tii þess að spyrja hvort þetta sé fordæmi sem koma skal í viðskiptum hins opinbera og borgaranna. Fyrst höfnin hefur þessa heimild, þá af hverju ekki hinir? Ekki er höfnin merkilegra fyrirbæri en ýmsar aðrar opinberar þjónustustofnan- ir. Tilkynning hafnarstjórans í Reykjavík Nógu er slæmt til þess að hugsa, að höfnin fari að beita ákvæðum, sem ekki standast að lögum. Verra er þó, þegar höfnin setur ákvæði eða fyrirmæli, sem brjóta beint í bága við skýr ákvæði hafnalaga, sérstaklega þegar þetta stjórnvald er farið að taka sér vald, sem hevrir undir dómstólana. I september sl. birtist í Lögbirt- ingablaðinu tilkynning frá hafn- arstjóranum í Reykjavík um með- ferð mengunarmála, dags. 10. september sl., þar sem skýrt er frá samþykkt hafnarstjórnar á fundi hennar þann 26. ágúst sl. varðandi gjöld vegna mengunarbrota. Er í tilkynningunni vísað til 8. gr. reglugerðar fyrir Reykjavíkur- höfn, en þar segir í niðurlagi 8. gr: „Er hafnarstjórn heimilt að ákveða gjald, er innheimta má á staðnum fyrir hvers konar meng- unarbrot." f niðurlagi tilkynn- ingarinnar er síðan birt gjaldskrá vegna þessa. Eins og sést á 1. tölulið tilkynn- ingarinnar, þá fjallar hann um greiðslu skaðabóta vegna mengun- aróhappa, þ.e. að viðkomandi skuli greiða höfninni kostnaðinn við að hreinsa höfnina eða hafnarmann- virki vegna mengunarinnar. Þrátt fyrir að skýrt sé tekið fram í 33. gr. hafnarreglugerðar- innar nr. 107/1975, að um bætur fari eftir almennum reglum og ef samningum verði ekki við komið um skaðabæturnar megi láta dómkvadda menn ákveða þær, þá ákveður hafnarstjórn upp á sitt eindæmi, að viðkomandi skuli ekki aðeins greiða tjónið að fullu held- ur skuli greiða 25% álag að auki. Hvers vegna 25% umfram fullar bætur en ekki 50% eða 100% sem þeir gætu alveg eins ákveðið, er vegna þess að hafnarstjórn hefur ákveðið það yfir kaffibolla að hafa þetta bara 25%. Sanngjarnir menn þar að verki eða hvað? Þessi 25% greiðsla umfram greiðslu fullra bóta telur hafnar- stjórn vera álag fyrir umsýslu og yfirstjórn eins og það er orðað, þótt hið rétta sé að sjálfsögðu það að greiðsla umfram fullar skaða- bætur er refsing í formi sektar, nema menn vilji kalla þetta verð- tryggingu á bótum eða miskabæt- ur. í öðrum tölulið í tilkynningunni segir, að mengunarvaldur greiði sekt fyrir mengunarbrot. í fram- haldi af því fylgir einhvers konar sektargjaldskrá, þar sem fjárhæð- ir sekta eru tilgreindar eftir tíðni og alvarleika mengunarbrota. í 27. gr. hafnalaga nr. 45/1973 segir, að með mál út af brotum gegn lögunum eða reglugerðum, settum samkvæmt þeim, skuli fara að hætti opinberra mála, en skv. 2. mgr. 26. gr. laganna skal setja í reglugerð ákvæði um sektir fyrir brot á henni, sem gert var á sínum tíma. Renna sektir í hafn- arsjóð. Ákvæði 2. ml. 3. mgr. 8. gr. reglugerðar fyrir Reykjavíkur- höfn, og áður gat um, skortir ekki aðeins lagastoð, heldur brýtur í bága við áður nefnd lagaákvæði. Gerir þetta reglugerðarákvæði ráð fyrir, eins og sést á tilkynning- unni, að hafnarstjórn sé heimilt upp á sitt eindæmi að ákveða gjald, er innheimta má á staðnum, fyrir hvers konar mengunarbrot. Eins og sjá má á tilkynningu hafnarstjórnar, þá er hugtakið gjald látið bæði ná yfir skaðabæt- ur og sektir þótt almenn merking orðsins sé greiðsla fyrir afnot, þ.e. afnot hafnarinnar sbr. gjaldskrá hafnarinnar. Að kalla skaðabætur og fjársektir gjald og álíta svo, að hafnarstjórn, sem aðili innan framkvæmdavaldsins, geti haft óbundnar hendur að ákvarða mönnum refsingu í formi sekta og gera mönnum að greiða skaðabæt- ur umfram fullar bætur eftir geð- þótta, stenzt ekki að lögum. Ballettmeistarinn Balanchin látinn New York, 2. maí. GEORGE Balanrhine, einn af mestu ballettmeisturum allra tíma, andaðist á sjúkrahúsi í New York í gær. Balanchine fæddist í St. Pét- ursborg, eða Leningrad eins og borgin heitir nú, I Sovétríkjun- um, en í starfi sínu kom hann víða við og starfaði t.d. mikið í Danmörku. Fyrir 40 árum stofn- setti hann New York-ballettinn og veitti honum forstöðu allt þar til fyrir mánuði, en þá dró hann sig í hlé, en sæti hans tók dansk- ur ballettmeistari að nafni Peter Martens. Dæmi eru þess þó I lögum, að lögregluyfirvöld hafi heimild til þess að ljúka minni háttar brotum með greiðslu sektar, sbr. 112. gr. laga nr. 74/1974 um meðferð opin- berra mála, sem mælir fyrir um heimild til handa sakadómurum, lögregluyfirvöidum og lögreglu- mönnum að afgreiða mál með greiðslu sektar, án málshöfðunar eins og 112. gr. greinir nánar frá. Skilyrði þess að þessari aðferð megi beita eru m.a. að sektar- fjárhæðir séu mjög lágar, brot skýlaust sannað eða þessi aðferð samþykkt af viðkomandi með und- irskrift hans. Mun þessari heimild lítið beitt. Á sama hátt heimilar 76. gr. laga nr. 59/1969 um tollheimtu og tolleftirlit tollyfirvöldum að ljúka máli með greiðslu sektar með svipuðu formi og áður gat, nema þessi ákvæði tollalaga eru ítar- legri að því leyti, að mál, sem lokið er á þennan hátt, skulu send sak- sóknara ríkisins, sem hefur ríka eftirlitsskyldu með því hvort brot- inn hafi verið réttur á viðkomandi einstaklingi. Hafnarstjórn Reykjavíkurhafn- ar hefur ekki slíka sektarheimild í hafnalögum, til þess að ákvarða viðskiptavinum sínum refsingu. Þvert á móti segir berlega í hafna- lögum, að með mál út af brotum á lögunum og reglugerð fari að hætti opinberra mála. Það er því hlutverk Sakadóms að ákvarða meintum mengunarvaldi refsingu í formi sektar, verði sekt hans tal- in sönnuð. Yrði þar væntanlega tekið tillit til málsbóta sakborn- ings, ef einhverjar væru, hvort sem hafnarstjórn líkar það betur eða verr. 1 34. gr. hafnarreglugerðarinnar er m.a. veitt heimild til þess að kyrrsetja skip vegna ógreiddra sekta. Samkvæmt 4. mgr. 6. gr. laga nr. 18/1949 um kyrrsetningu og lögbann er óheimilt að beita kyrrsetningu til tryggingar sekt- argreiðslum, nema sérstaklega sé mælt fyrir um það í lögum. Engin slík ákvæði eru í núgildandi hafnalögum. Höfnin lætur sér hvergi bregða og segir, að í lögum séu fyrirmæli um að setja skuli í reglugerð ákvæði um umferð í höfnum og um hafnsögu skipa. Hvort tveggja leggi hindranir á ferðaheimildir skipa í höfnum. I þessu sambandi má benda á að lögreglunni er heimilt að stjórna umferð og stöðva umferð. Engum dytti þó í hug, að lögreglan gæti á grundvelli þess haft heimild til þess að taka bíl úr umferð vegna þess að eigandinn ætti ógreidda sekt fyrir umferðarlagabrot. Lokaorð Hér að framan hefur verið fjall- að um einn þátt innan stjórnsýsl- unnar. í starfi mínu og utan þess hef ég þurft að hafa margvísleg samskipti við hina ýmsu aðila inn- an íslenzks stjórnsýslukerfis. Þau samskipti hafa verið mér oft og tíðum dapurieg lífsreynsla. Tel ég miðað við þá reynslu, að mjög víða sé pottur brotinn í þessum efnum, þar sem stjórnvaldaákvarðanir brjóta iðulega í bága við grund- vallarreglur stjórnarfarsréttar. Gæti ég hér nefnt fjölmörg dæmi um það máli mínu til stuðnings. Ástæður þess, hvernig málum er komið, eru vafalaust margar og margar skýringar til. Tel ég að sýringanna megi m.a. leita til þess, að þeir fjölmörgu einstakl- ingar, sem starfa innan stjórn- sýslukerfisins, hvort heldur þeir eru í fullu starfi hjá hinu opinbera eða t.d. sitja í nefndum eða ráðum, séu margir því marki brenndir að kunna ekki skil á grundvallarregl- um stjórnarfarsréttar. Hafa stjórnvöld heldur ekki sýnt þessu málefni neinn áhuga frekar en öðru, sem þessi mál snertir. í annan stað verður að hafa í huga smákóngaeðli okkar íslend- inga, þar sem hver þykist vera kóngur í sínu ríki, í ráðinu, í nefndinni o.s.frv. Þar sem menn taka sér gjarnan annað og meira vald en þeir hafa lögum sam- kvæmt, þar sem pólitík og persónutengsl blandast oft mál- um. Þá er það áberandi, að af hálfu æðstu stjórnvalda virðist skorta nær allt aðhald og eftirlit innan stjórnsýslukerfisins. Er dæmi þess, að lægra sett stjórnvöld hafi vaðið áfram í lögleysunni mánuð- um og árum saman án þess að gripið hafi verið i taumana. Þrátt fyrir að mönnum standi opin leið að leita til dómstólanna, telji þeir stjórnvöld brjóta á sér rétt, þá er það of seinvirk leið. Sérstakur stjórnsýsludómstóll gæti komið hér til greina. Þá er nauðsynlegt, að sett verði almenn stjórnsýslulög, og síðast en ekki sízt, að sett verði á stofn embætti umboðsmanns Alþingis, sem loks virðist í augsýn. Ég tel það vera grundvallar- kröfu hins almenna borgara, að gerðar verði tafarlaust ráðstafan- ir til þess að auka réttaröryggið í íslenzkri stjórnsýslu, svo draga megi úr þeim fjölda ólögmætra stjórnarathafna sem nú viðgang- ast um allt stjórnsýslukerfið. Jónas Haraldsson er lögfræóingur og starfar sem skrifstofustjóri hjá Landssambandi ísl. útregsmanna. Aðalfundur Vöku: Myndun meirihluta umbóta- sinna og vinstri manna hrein svik viö kjósendur Um mirtjan aprílmánuð sl. var hald- inn aðalfundur Vöku, félags lýðræðis- sinnaðra stúdenta. Á fundinum var Gunnar Jóhann Birgisson kosinn formaður félagsins, en aðrir í stjórn auk hans voru kosnir Baldur Erlings- son, Haraldur Guðfinnsson, Jóhann Baldursson, Jakob Bjarnason, Lína G. Atladóttir og Stefán Kalmansson. Vegna þeirra snöggu umskipta sem orðið hafa í stúdentaráði þá samþykkti fundurinn eftirfarandi ályktun: Aðalfundur Vöku haldinn í Lög- bergi 16. apríl 1983 vill taka fram eftirfarandi vegna nýmyndaðs meirihluta umbótasinna og vinstri manna. í nýafstöðum kosningum lagði Vaka höfuðáherslu á þann árangur sem náðst hafði í hagsmunamálum stúdenta síðan vinstri mönnum var ýtt úr valdastólum fyrir tveimur ár- um. Valdatíð vinstri manna hafði einkennst af óreiðu og skilningsleysi á rekstri Félagsstofnunar stúdenta og dauflegri baráttu í öðrum mikil- vægum hagsmunamálum. Vinstri mönnum var mikilvægara að nota stúdentahreyfinguna til framdrátt- ar sínum pólitísku skoðunum en að vinna að hagsmunum stúdenta. Á síðustu tveimur árum var þessari þróun snúið við og í samstarfi Vöku og umbótasinna voru hagsmuna- málin sett á oddinn og í nýafstöðn- um kosningum bætti Vaka við sig verulegu fylgi og vann mann af vinstri mönnum en umbótasinnar töpuðu lítilsháttar fylgi en fengu jafnmarga fulltrúa kjörna og í fyrra. Úrslit kosninganna voru því skýrar ábendingar frá stúdentum um að núverandi meirihluti ætti að halda áfram að starfa á þeim grundvelli sem hann hafði gert. Myndun meirihluta umbótasinna og vinstri manna eru því hrein svik við kjósendur. Það er einkennilegt að umbóta- sinnar skuli hefja þá menn til vegs á ný í stúdentahreyfingunni sem hvað verst léku hagsmunamál stúdenta um árabil. Það virðist vera skoðun umbótasinna að þeir treysti fylgi sitt með samstarfi við vinstri menn hveru fáránlegt sem það kann að vera, þegar ljóst er að fylgi vinstri manna fer sífellt minnkandi. Váka mun því skipa sér í andstöðu við hin sameinuðu vinstri öfl og reyna að standa vörð um þann sem náðst hef- ur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.