Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1983 71 Eðlisfræöi: V“-ÖGNIN FUNDIN Eftir fjörtíu ára leit, sem kostaö hefur eðlisfræðinga um allan heim mikil heilabrot og ómælda fyrir- höfn, hefur hópur vísindamanna nú skýrt frá þvf, að þeir hafi alveg nýlega uppgötvað hina torfundnu „v“-ögn, en hún virðist gegna lyk- ilhlutverki í fjölskyldu atómagn- anna, sem stjórna öllu efni. Kjarnakljúfurinn í Cern „V“-agnarinnar hefur verið leitað svo lengi, af því að álitið var, að hún hefði til að bera eitt af frumöflum náttúrunnar — hið svokallaða veika afl — sem álitið er, að eigi meðal annars einna ríkastan þátt í myndun al- gengrar geislavirkni. Það er ennfremur skoðun vís- indamanna, að uppgötvun þessi renni hvað styrkustum stoðum undir samruna tveggja þessara afla, þ.e.a.s. rafsegulaflsins og veika aflsins. Uppgötvunin kann því að vera það skref, sem sker að fullu úr um gildi hinnar svonefndu samrunakenningar, en hún gengur út á það, að öll öfl náttúrunnar hafi upprunalega verið eitt einasta afl. Að sögn vísindamannanna fannst „v“-ögnin við þá feikna- legu krafta, sem leystust úr læð- ingi með tilstyrk 540 milljarða rafeindavolta í hinum risastóra kjarnakljúf í kjarnorkurann- sóknarstöðinni í Cern, skammt frá Genf í Svisslandi. Þessi til- raun var gerð þar í síðasta mán- uði. Þessi orka myndaðist í kjarna- kljúfnum þegar rafeindum (sem ásamt nifteindum mynda at- ómkjarna) var skotið á gífurleg- um hraða inn í straum and- nifteinda. Vitað er, að sérhver efnisögn á sér tilsvarandi and- efnisögn, sem er næstum því al- veg eins, en hefur aðeins mót- setta hleðslu eða snúnings- stefnu. Hvenær sem unnt reynist að láta efni rekast á and-efni sitt, breytast þau í meiriháttar orkublossa. Fjögur höfuðöfl í stórum dráttum er kjarna- kljúfurinn i Cern einna líkastur risastórum hring, um það bil 6,4 km að ummáli, og er honum komið fyrir í neðanjarðargöng- um báðum megin við svissnesk- frönsku landamærin, djúpt í jörðu, langt fyrir neðan svissn- esk kúabú, skóga og akra. Eftir að árekstri efnisagnanna hafði verið komið í kring í straummyndaranum, tók mikil mergð atómagna að þeytast vítt og breitt á mismunandi hraða innan greinis kjarnakljúfsins. í þeirri drífu efnisagnanna, sem þarna myndaðist, fundu vísinda- mennirnir „v“-ögnina. Þessi upp- götvun leiddi í fyrsta skipti í ljós tilveru þessarar sérstöku agnar, sem felur í sér veika aflið, en það er eitt af fjórum frumöflum náttúrunnar. Hin eru rafsegul- aflið, sem bindur saman atóm og sameindir, sterka aflið, sem heldur atómkjarnanum saman, og svo þyngdaraflið. Kenning Yukawas Dr. Oarlo Rubbia við Har- vard-háskóla í Bandaríkjunum, einn af stjórnendum samstarfs- hóps vísindamanna, sem unnið hefur að þessum tilraunum í Cern, sagði frá því á fundi í Fé- lagi bandarískra eðlisfræðinga. sem haldinn var í New York í síðustu viku, að í um það bil ein- um milljarða slíkra árekstra efnisagnanna, hefðu fundist fimm óvéfengjanlega „hrein" til- felli með „v“-ögnum. Svo virðist sem bæði hafi myndast „v“-agnir með jákvæðri og neikvæðri hleðslu. En vís- indamönnunum tókst hins vegar ekki að hafa upp á þriðju efnis- ögninni, sem álitið er að feli einnig í sér veika aflið, og kölluð er „z“-ögn; hún hefur enga hleðslu og er mun erfiðari að sýna fram á, af því að hún hefur miklu meiri massa en hinar. Allt frá því að hið einstæða vísindarit Japanans Hideki Yuk- awa var birt árið 1935, hefur það verið álit vísindamanna um all- an heim, að sérhvert af öflum náttúrunnar sé borið uppi af ein- hvers konar efnisögnum, sem losna. Rafsegulbylgjur eins og ljósbylgjur og radíóbylgjur bera tilveru rafsegulaflsins vitni. Yukawa sagði réttilega fyrir um tilvist þeirra agna, sem svo síðar hlutu heitið mesónur og bera með sér það afl, sem bindur eindirnar í atómkjarnanum saman. En hann sagði einnig, að það hlyti að vera til ögn, afar skammæ og með stóran massa, sem fæli í sér veika aflið. Veika aflið frá þrenns konar ögnum Síðar kom fram sú kenning, að um þrenns konar agnir sé að ræða, sem byggðu upp veika afl- ið — þ.e.a.s. jákvætt hlaðin ögn og önnur neikvætt hlaðin og svo óhlaðna „z“-ögnin; saman stæðu þær að veika aflinu. Enda þótt veika aflið grípi ekki inn í hversdagstilveru okkar á neinn hátt eins og er með þyngdaraflið eða rafsegulaflið (sem snýr rafmótorum), skiptir það þó höf- uðmáli í aðgerðum atómeind- anna. Það orsakar til dæmis þá tegund geislavirkni, sem þekkt er sem beta-klofning, þegar raf- eindir losna. Við leitina að „v“-ögnum eru hinar neikvætt hlöðnu rafeindir og jákvætt hlaðnar eindir (and- efnis-ögn rafeindar), sem látnar eru rekast á, fremur en að notast við róteindir til þess. Nú þegar hefur verið hafist handa við að byggja ennþá stærri hring í þessu skyni í kjarnorkurannsóknarstöðinni í Cern, og við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum er einnig verið að byggja álika stóran kjarna- kljúf, en hönnun hans er þó all- frábrugðin kjarnakljúfunum í Svisslandi. Með svo fullkomnum rann- sóknarbúnaði verður bráðlega unnt að gera mun nánari kann- anir í smáatriðum á sviði „v“-agna og „z“-agna og varpa skýrara ljósi á fleiri einstök at- riði viðvíkjandi þeim. Á þann hátt er hægt að ná fram miklu nákvæmari niðurstöðum en gjörlegt er með árekstrum rót- einda og andróteinda í þeim kjarnakljúfum, sem nú eru not- aðir í þessum vísindatilraunum. Táknar miklar fram- farir í eðlisfræöi Á fundi með bandarískum eðl- isfræðingum, sem haldinn var á Hilton-hótelinu í New York, 26. janúar síðastliðinn, skýrði svissneski kjarneðlisfræðingur- inn dr. Alan Rothenberg frá Cern svo frá, að annar starfs- hópur kjarnorkuvísindamanna, sem samtímis vann að annarri tilraun til að finna „v“-agnir með því að beita róteindum gegn and-róteindum, hafi í fjórum til- vikum fundið „algjörlega áreið- anleg“ dæmi um „v“-agnir. Hann bætti samt við, að enn yrði að vinna að frekari vísindalegum tilraunum, áður en endanlegri tilvist „v“-agna væri slegið föstu. Hann lét jafnvel í það skína, að þessar vísindalegu athuganir starfshóps hans kynnu ef til vill að hafa verið „eitthvað annað fyrirbrigði, sem vísindahugsuðir hefðu enn ekki látið sér detta í hug.“ En kjarnorkuvísindastöðin í Cern lét þó sjálf frá sér fara yf- irlýsingu um, að hinar vísinda- legu athuganir dr. Carlo Rubbias og samstarfsmanna hans „stað- festi, að uppgötvast hafi veik samtengjandi vektor-ögn, sem boðuð hafi verið í hinni saman- teknu vísindakenningu um sam- spil veikra og rafsegulmagnaðra afla“. í yfirlýsingunni segir ennfremur, að „þetta verður að teljast meiriháttar framfara- spor í þróun eðlisfræðinnar á vorum dögum". Þeir visindamenn, sem þátt tóku í þessum veigamiklu til- raunum á sviði kjarnorkueðlis- fræði í Cern, voru þangað komn- ir frá 11 vísindastofnunum í Austurríki, Bretlandi, Frakk- landi, Italíu, Svisslandi og frá Bandaríkjunum. Walter Sullivan í stað þess að birta skýrslu þessa, var gefið út rit þar sem bornar eru brigður á að nokkurt samband sé milli heildarneyslu og ofdrykkju og því haldið fram að engin nauðsyn sé að draga úr drykkjuskap. Hvatt er til atferl- is sem höfundur nefnir „skyn- samlega drykkju". Heiti bókar þessarar er „Alcoholism and Social Policy: are we on the lin- es?“ og höfundurinn er M. Tuck. I breska sérfræðiritinu, Brit- ish Journal of Addiction (nr. 1, 77. árg. 1982), er skýrt frá því að áfengisframleiðendur, þ.e. þeir sem hagnast á framleiðslu og sölu sterkra drykkja, hafi ráðið því að skýrslu sérfræðinganna var haldið leyndri enda séu póli- tísk áhrif þeirra mikil. Tímaritið telur að almenningur eigi heimt- ingu á að fá vitneskju um hve margir breskir þingmenn séu á einhvern hátt tengdir áfeng- isframleiðslu og/eða áfengissölu og hve mikið fé áfengisiðn- aðurinn leggi í sjóði stjórnmála- flokkanna. Ritstjórn tímaritsins hafði komist yfir eintak af skýrslu sérfræðinganna en þorði ekki að birta hana af ótta við ákæru. En nú hefur Finninn Kettil Bruun, prófessor í áfeng- isfræðum við Stokkhólmshá- skóla, tekið af þeim ómakið og gefið skýrsluna út á vegum Fé- lagsvísindastofnunar háskólans. Þessi skýrsla, sem Bretastjórn taldi svo hættulega að hún mætti ekki koma fyrir almenn- ings sjónir, hefst á greinargerð um áfengisvandamál á Bret- landi. Neyslan hefur aukist und- anfarin 20 ár eins og víða annars staðar. Hér á íslandi hefur hún einnig aukist en þó ekki nærri því jafnmikið og þar. Og það sem sjálfsagt er athyglisverðast fyrir okkur er það, að neysla sterkra drykkja hefur aukist fimm sinnum meira á Bretlandi en hér. Drekka þó Bretar mikið af sterku öli og þar eru ölkrár á öðru hverju horni; en ýmsir ís- lendingar virðast telja sölu áfengs öls og bjórkrár líklegar til að draga úr brennivíns- drykkju hérlendis. Eftirfarandi skrá sýnir aukn- ingu áfengisneyslu á mann í þessum tveim löndum milli ár- anna 1968 og 1978 (miðað er við hreinan vínanda). Bretl. ísland Sterkir drykkir +117% + 23,7% Veik vín +265% +104 % Á þessum tíma dró úr ölneyslu á Bretlandi um 27% en hérlendis mun hún hafa aukist á sama tíma vegna sölu hraðölgerðar- efna og heimilda flugliða til að flytja sterkt öl inn í landið. Samkvæmt skýrslunni gera áfengisframleiðendur og inn- flytjendur ráð fyrir að neyslan muni halda áfram að aukast verulega og hafa þeir hagað fjár- festingum sínum eftir því. Á síðastliðnum 20 árum hefur dauðsföllum af völdum skorpu- lifrar fjölgað um 50%, og 84% fleiri karlmenn eru nú lagðir á geðsjúkrahús vegna drykkju en var fyrir 20 árum. Þó er hlutur kvenna þar verri. Innlagnir drykkjukvenna eru nú 145% fleiri en fyrir tveim áratugum. í öðrum kafla bókarinnar er fullyrt að ákveðið samband sé milli áfengisneyslu þjóðar og þess tjóns sem hún veldur. Því er mælt með því að ríkis- stjórnin taki upp áfengismála- stefnu sem komi í veg fyrir að drykkjan aukist enn. Þetta er raunar í samræmi við álit og stefnu Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar (WHO). I þriðja kafla er lagt til að þess verði gætt að raunverð áfengis lækki ekki; jafnvel er talið að rétt sé að það verði hækkað til að vinna gegn að drykkja aukist. Þetta hafði geð- læknafélagið breska (Royal Col- lege of Psychiatrists) lagt til I merkri álitsgerð. Áfengisgerð- armenn stungu aftur á móti upp á að skattar á vöru þeirra yrðu óbreyttir eða lækkaðir. Fjórði kaflinn fjallar um hömlur á sölu og (annarri) dreif- ingu áfengis. Dreifingarstöðum hefur verið fjölgað mjög síðustu tvo áratugina. Meira að segja kjörbúðir hafa fengið rétt til að selja áfengi, að ógleymdum kránum frægu og fjölda vínsölu- húsa. Lagt er til að ríkisstjórnin stemmi stigu við frekari fjölgun áfengissölustaða. í kafla, þar sem fjallað er um áfengi og vinnu, er bent á að inn- an vissra starfsstétta virðist meiri hætta á að menn leggist i drykkju en innan annarra. Þá er bent á það fjárhagstjón sem fyrirtæki, sveitarfélög og ríki verða fyrir vegna slysa og fjar- vista sem af drykkju stafa. Athyglisverð skrá er birt um dauða af völdum skorpulifrar en sá kvilli er talinn alltraustur mælir á áfengisneyslu þjóða. Ef meðaldánarlíkur manna af völd- um skorpulifrar eru 100 þá eru dánarlíkur eftirtalinna starf- stétta sem hér segir: læknar 311 blaðamenn 314 sjómenn 628 víngarðaþjónar (bar) 633 kráareigendur (pub) 1.576 Sérfræðingarnir hvetja stjórnvöld, fyrirtæki og stéttar- félög til að einbeita sér að því að koma í veg fyrir drykkju á vinnustöðum. Einn kaflinn fjallar um áfengi og umferð. Árið 1967 voru sett í Bretlandi ákvæði um leyfilegt áfengismagn í blóði ökumanna. Þau leiddu til þess að mjög dró úr umferðarslysum. Sérfræð- ingarnir leggja til að heimild verði veitt til að ganga úr skugga um hvort ökumaður sé ölvaður með blástursprófunum á vegum úti. Þá er minnst á áróðurinn fyrir áfengisneyslu og fræðsluna sem á að stuðla að því að úr henni dragi. Áfengisframleiðendur leggja stórfé í auglýsingar, eink- um í sjónvarpi. Og flestir þekkja að ýmsir þættir í þeim fjölmiðli eru þannig gerðir að í þeim er um hvatningu til áfengisneyslu að ræða. í skýrslunni er lagt til að áfengisauglýsingar verði háð- ar ströngu eftirliti, einkum með tilliti til þess að komið verði í veg fyrir að áfengisneysla sé gerð eftirsóknarverð. Sérfræð- ingarnir vilja láta rannsaka framlög áfengisframleiðenda til íþróttahreyfingarinnar. I kafla um milliríkjaviðskipti er sagt að viskíútflutningur sé fjárhag Breta mikilvægur. Bent er á að ef til vill geti hann orðið bitbein þjóða í milli í náinni framtíð þar eð Alþjóðaheilbrigð- isstofnunin hafi lýst því yfir að aukið tjón af völdum áfengis í þróunarlöndunum sé uggvænleg. Sérfræðingar hafa áhyggjur af innflutningi tollfrjáls víns frá öðrum löndum Efnahagsbanda- lagsins, en hann eykst sífellt. Stungið er upp á að hafnar verði viðræður innan Bandalagsins um að draga úr vínframleiðslu. Að lokum er drepið á stjórn á áfengismálum. Hún er nú á mörgum höndum í Bretlandi. Stungið er upp á að stofnað verði Áfengisvarnaráð til að sam- ræma störf og stefnu. Segja má að tillögur sérfræð- inganna gangi ekki langt, ef mið- að er við áfengismálastefnu á Norðurlöndum og jafnvel í Frakklandi. Ekki er rætt um að draga úr áfengisneyslunni, held- ur einungis að koma í veg fyrir að hún aukist. En það var ekki aðeins of stór biti að kyngja fyrir áfengisframleiðendur held- ur jafnvel einnig fyrir breska stjórnmálamenn. Tímaritið British Journal of Addiction, sem fyrr var nefnt, gagnrýnir enn í 2. hefti þessa árs bresku stjórnina fyrir að birta ekki skýrsluna. Jafnframt er hæðst í ritinu að „skynsamlegri drykkju" og meðal annars sagt að skorpulifur gefi tilefni til aukinna fjárfestinga í breskum áfengisiðnaði. í forystugrein sama heftis er hvatt til átaks gegn áfengisvandanum þótt „ríkisstjórn, sem sé fús til að selja heilbrigði þjóðarinnar fyrir ágóðahlut og eigin hag, spyrni við fótum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.