Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAf 1983 53 Hæstiréttur; Óvinnufærni skilyrði launakröfu vegna forfalla af völdum sjúkdóma NÝLEGA gekk í Hæstarétti dómur í máli Guðjóns Jónssonar gegn Kristni Sveinssyni byggingarmeist- ara og er dómur þessi athyglisverður fyrir þá sök að með honum er því slegið fóstu að óvinnufærni er skil- yrði þess að launa verði krafist vegna forfalla af völdum sjúkdóma. Því eru ráðleggingar lækna um dvöl á heilsuhælum t.d. ekki grundvöllur að launakröfum vegna dvalartfmans, að því er fram kemur í VSÍ-tíðind- um, sem Vinnuveitendasamband ís- lands gefur út. f VSÍ-tíðindum eru reifaðir málavextir, en þeir voru á þá leið að G, 68 ára gamall trésmiður, átti við þráláta vöðvabólgu að stríða, einkum í hálsi og herðum og átti að eigin sögn erfitt með ákveðnar hreyfingar. í júlímánuði leitaði hann til heimiiislæknis síns sem pantaði fyrir hann vist á heilsu- hæli NLFÍ í Hveragerði, en þar dvaldist maðurinn síðan í mánað- artíma um haustið. Að lokinni dvölinni framvísaði G vottorði heimilisiæknis síns við K, vinnuveitanda sinn, og gerði á þeim grundvelli kröfu til launa fyrir þann tíma sem dvöiin varði. Synjaði K um greiðslu launa, þar sem hann taldi að hælisvist félli ekki undir ákvæði samninga og um rétt verkafólks til launa í veik- Uppákoma í Hafnarfirði ANNAÐ kvöld kl. 20.00 verður hald- inn í íþróttahúsi Víðistaðaskóla kabarett og bingó. Fyrir þessari uppákomu stendur fjáröflunarnefnd Víðistaðakirkju. í bingóinu verður spilað um ágæta vinninga, sem allir hafa verið gefnir af þessu tilefni, og það kennir margra grasa í dagskrá kabarettsins. Þar verður fjallað í söngleik um síðasta framboðsfund í Reykjaneskjördæmi fyrir nýaf- staðnar kosningar og á sama hátt verður gert skil „þreifingum” og viðræðum við myndun þeirrar rík- isstjórnar sem hugsanlega verður skipuð ráðherrum úr Reykjanes- kjördæmi einvörðungu. En einnig verður á dagskrá sitt hvað fleira sem ef til vill er ekki rétt að telja upp hér. Að dagskránni standa þekktir og óþekktir listamenn í Hafnarfirði og sumir hverjir ekki beint þekktir fyrir þá hlið sem þeir sýna á sér í þessari kabarett- dagskrá. Það er von mín að sem flestir leggi leið sína í íþróttahús Víðistaðaskóla og styrki þannig byggingu Víðistaðakirkju, en njóti um leið skemmtilegrar kvöld- stundar. Sigurður Helgi Guðmundsson inda- og slysaforföllum. K byggði neitun sína á því að G hefði ekki verið óvinnufær af völdum sjúk- dóms og ráðleggingar lækna geti ekki lagt á sig greiðsluskyldu á grundvelli laga og samninga, um greiðslur launa í veikinda- og slysaforföllum. G hélt því hins vegar fram að vöðvabólga væri sjúkdómur sem félli undir skil- greiningu laga og samninga og forföll af völdum þess sjúkdóms veittu launþegum rétt til launa- greiðslna i þann tíma sem um væri að ræða. Einnig mótmælti G því að skilyrði laga um óvinnu- færni mætti túlka svo þröngt að alger óvinnufærni teldist forsenda launagreiðslna. Héraðsdómur féllst á kröfur G, en Hæstiréttur komst að gagn- stæðri niðurstöðu og sýknaði vinnuveitandann. í dómsorði Hæstaréttar segir m.a. að í vott- orði heimilislæknis stefnda (G), sé ekki tekin ótvíræð afstaða til óvinnufærni hans og í vætti sama læknis kemur fram að hann man ekki sérstaklega eftir afskiptum sínum af G í þeim tilvikum sem máli skipta. Segir Hæstiréttur að sjálfur hafi stefnandi lýst því yfir fyrir dómi að hann hafi hvorki talið sig óvinnufæran þegar hann vitjaði læknis síns, né þegar hann hóf dvölina á heilsuhælinu. Með vísan til þess sem að fram- an er rakið, segir Hæstiréttur, þykir stefnandi ekki hafa fært fullnægjandi sannanir fyrir því að hann hafi verið óvinnufær vegna veikinda á því tímabili sem um ræðir og því sé tekin til greina sýknukrafa áfrýjanda (K). I I * 9 < Stöðvum tilgangslausar fómir á fólki og fjármunum. Tala þeirra sem slasast,láta lífið og vistast á stofnunum til lengri tíma af völdum umferðarslysa hérlendis, árlega, fer stöðugt hækkandi. Mannslífin verða aldrei metin til fjár en eignar- tjónið er einnig gífurlegt. Láta mun nærri að ökutjón á árinu 1982 nemi 500.000.000 kr., en það samsvarar t.d. 166 einbýl- ishúsum eða 1660 nýjum fólksbílum. Samvinnutryggingar og Klúbbarnir öruggur akstur vilja leggja sitt af mörkum til að spoma við þessari óþolandi þróun og kalla alla ökumenn til ábyrgðar og samstöðu. Leggjum út í umferðina með réttu hugarfari og fækkum slysum. 5AMVINNU TRYGGINGAR 5 OJ LÚBBARNIR RUGGUR AKSTUR Fclög sem vilja þig heila(n) heim! Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága! JltoYBtsttMitfófr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.