Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 18
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ1983 Vormenn íslands á Hallærisplani Gæti nokkur þjóð svo fámenn sem íslendingar átt efnilegri efnivið í vormenn íslands en þá æsku, sem getur sér nær daglega orðstír á heimsmælikvarða í námi, íþróttum, listum, bók- menntum og jafnvel vísindum. Við erum rúmar tvöhundruð þúsundir, líkt og íbúar í einni götu í stórborg, en stöndum samt jafnfætis eða erum jafnvel í fararbroddi meðal úrvals æsku- manna frá milljónaþjóðum heims í vestri og austri. En samt er daglega bæði leynt og ljóst, persónulega og opin- berlega nöldrað og kvartað yfir þessu unga, gáfaða og glæsilega fólki. Hallærisplanið er þar efst á blaði, sem áfangastaður ærsla, eiturneyzlu og aumingjaskapar villuráfandi vesalinga. Og fátt hefur valdið meiri og heitari gremju og réttlátari reiði en athæfi vesalinga, sem ráðast að baki aldraðra kvenna og ræna þær, þótt ekki sé það á Hallær- isplaninu. Og ekki skal því bót mælt. En slíkar andstæður í sama hópi, sömu kynslóð ungmenna, vor- manna Islands, hlýtur að vekja hugsun hinna eldri. Og sú hugs- un ætti að leiða til bættra að- ferða og haldbetri handleiðslu þessa dáðríka æskufólks. Hvað þarf að gera og hvað þarf að varast, til þess að allir stefni í átt til þess þroska, sem úrvalið getur náð, þótt ekki kom- ist allir á tindinn. Er ekkert hægt, nema opna hjá Villta tryllta Villa, sem virðist þó meinabót í bili, til þess að koma í veg fyrir framleiðslu á vesal- ingum, sem ræna konur, reykja hass og reika um hallærisplön? Telja má víst, að nöldur og níð um unga fólkið bæti ekki neitt úr þessu böli, ekki sízt er svo úr- skeiðis gengur, að varla er litið i blað eða horft á skjáinn, svo ekki sé eitthvað í þá átt ýjað, að „heimur versnandi fer!!“ Að sjálfsgöðu er eðlilegt á því bylt- ingaskeiði, sem 20. öldin hefur verið á íslandi, að margt sé ólíkt í aðstöðu og hugsunarhætti þriggja síðustu kynslóða. Og vel ættum við þau eldri að vita, að æskan, yngsta kynslóðin, þarf að berjast við þúsund hætt- ur og fjölda freistinga á vegum samfélags þar sem við áttum eina eða tíu til að sigrast á. Segja má aftur á móti, að þús- und ráð alls konar fræðimanna, skólakerfa og stofnana komi nú til stuðnings og styrks, þar sem við hin eldri áttum aðeins skóla reynslu og örbirgðar og úrræðin tvö: Að duga eða drepast. En ein- mitt í öllum dilkadrætti kerf- anna er ein stærsta hættan falin gullnu gervi. Sú hætta, að ein- staklingurinn, unglingurinn, barnið, persónuleikinn hverfi úr sögunni, verði aðeins númer en ekki nafn. Þessari gleymsku, sem er oft upphaf að ógæfuleið hins gleymda æskumanns og kveikir kenndir andúðar, haturs og hefnda, var einu sinni lýst og það á fyrirmyndarheimili af lít- illi, gáfaðri telpu með orðunum: „Að ég ætti hjarta enginn vissi til.“ Oft fæðist slík ásökun, jafnvel án orða í öllum sínum myndum í sambandi við hjónaskilnaði og skipbrot heimilanna. Þar líða beztu börnin og viðkvæmustu mest og sárast. Þar eru orsakir oftast drykkjuskapur og fram- hjáhald. En hvorttveggja má laga með sjálfsafneitun, þögn og biðlund til að forða börnum við ævilangri ógæfu. Þá eru skólar næsta þrepið og þar með talin öll kerfisheimilin, eða „heimili" í gæsalöppum, eins og sumir nefna það. Raunar veit ég þar margar úr- vals „dagmömmur“ og fóstrur að störfum, en stutt er þó yfir í „kerfið", sem telur börnin eftir númerum árs eða misseris en sést yfir, að þau eigi hjarta, sem jafnvel útivinnandi móðir „ekki viti til“. í skólunum sjálfum verður nú oft jafnvel lestrarkennsla að víkja til hliðar fyrir alls konar tækni og tölvísi, myndum og sýnum, sem nota skal í tækni- væddum, nýjum heimi reikni- véla, tölva og rafeinda. Jafnvel tungumál eru lærð í sama stil nýtízkuaðferða og myndbanda. Alls konar tækni er notuð við fræðsluna, sjónvarp, myndbönd, segulbönd, reiknivélar, ritvélar og tölvur. Síðar eiga börnin að kynnast fjarsjám og „laser“- geislum, svo vafalaust er þetta allt harla nauðsynlegt. Þetta ber að gjöra. En hitt ekki ógjört að láta. Hvað gæti orðið um sál og hjartalag þess barns og framtíð- arheillir barna úr þeim skóla, sem gleymir að kenna bók- menntir og skáldskap. Vanrækir að minnast á og fást við fagrar listir og spekimál liðinna tíma og fyrri kynslóða, gleymir biblí- unni, sálmabókinni, Shake- speare, gullaldarbókmenntum, hugsjónum og fyrirmyndum. Vitaljósum andans á vegum mannkyns. Að sjálfsögðu er nauðsyn að fylgjast með tímans straumi, kenna hversdagsdönsku í verk- smiðjum og „shoppum", og bar- ensku í „búlum" og á torgum. En hitt er vist, að „rótarslitinn visnar vísir“. Ef aldrei eða vart er minnst á það og þá, sem urðu beztu fyrirmyndir og vitar á vegi hvort sem það var Strindberg eða H.C. Andersen, Hamlet, Sokrates, Platon eða Cicero, svo ekki sé nú minnzt snillinga og leiðarljósa okkar eigin sagna og ljóða. Sú æska, sem við eigum, gáf- uð, dáðrík og góð má ekki af þessum auði missa, verður að eiga rótum sínum jarðveg í gróð- urmold hugsjóna og fagurra, farsælla fyrirmynda. Annars er hætt við, að manngöfgi og drengskapur lúti í lægra haldi og jafnvel góðir drengir gleymi uppruna sínum og heillatak- marki framtíðar fyrir augna- bliksósk, sem hvetur hönd og fót til þess fáránlega verknaðar, sem ber fyrirsögnina: „Ráðist á gamla konu á götunni". „Bifreið stolið". „Brotizt inn hjá gull- smiðnum". „Hundruð æpandi á Hallærisplani". Ennþá má segja, að allt gangi vel, þrátt fyrir álag og streitu annars vegar og iðjuleysi og að- stöðuleysi um langar helgar hins vegar, athafnaleit og flæking frá föstudagskvöldi til mánudags- morguns hjá alltof mörgum. Og hvers vegna fær ekki æsk- an í fjölmenni sínar æskulýðs- hallir, þar sem úrvalsmenn og konur hafa stjórn og forystu? Hvers vegna eru ekki frásagn- ir og myndir í blöðum og sjón- varpi af því, sem er jákvætt og til heilla? Hvers vegna alltof margar fréttir um afbrot og aumingja- skap, brjálaða valdníðinga, vopn og fjöldamorð í stað þess, sem er ljós á vegum æskunnar og sýnir henni traust og verðskuldaða að- dáun? Svo má heimilið aldrei gleym- ast sem vermireitur hins við- kvæmasta og bezta með mömmu, pabba, ömmu og afa hverju í sínu hásæti. Það má aldrei verða afkimi og tóm í höllum samfé- lagshátta, hversu hátt sem alls- nægtarkröfurnar komast. Hvernig fór um ungviðið í Spörtu í fornöld, sem svipti drengina heimili sjö ára og yngri og framleiddi svo aðeins hrausta manndrápara? Er ekki þegar of mikið af slíku í aldarhætti þjóða nútímans. Fjölskyldulíf er hinn eðlilegi þáttur mannlegra heilla og far- sældar. Jafnvel svo vel gerð æska, sem hin íslenzka nú, er í bráðri hættu, ef móðirin vinnur að mestu utan heimilis, faðirinn kemur aðeins heim til að rífast eða farast í þreytu og amma og afi aðgerðarlaus og einmana á elliheimili. Er nokkur furða, þótt drengur, sem á slíkt heimili verði afbrota- maður og óknyttaunglingur eða heimasætan villist í vondan fé- lagsskap. Hin gáfaða og að allri gerð dáðríka, íslenzka æska í næstu nánd og á hengiflugi óttans í atomfylltri veröld brjálaðra valdhafa, þarf og óskar einskis fremur en aðstoðar, ástúðar og stranghlýrrar handleiðslu góðra foreldra, viturra kennara og göf- ugra stjórnenda og framsýnna, sem við enn getum fagnað í rík- um mæli. Þar má aldrei slaka á í sannleika og kærleika. Þaðan skal æskunni koma virðing og traust að verðleikum, en ekki fordómar og andúð. Munum að þar gilda fyrst og fremst nafn og manngildi ein- staklings, en ekki númer í stöðn- uðu kerfi eða hóp, sem heitir skríll á Hallærisplani auðs og allsnægta, þar sem frelsið glat- ast í villtum og trylltum dansi á skapabrún allsleysis og örbirgð- ar. Reykjavík, 1. febrúar 1983. Um vísitölu húsnæðiskostn- aðar og viðmiðunarleigu Ályktun stjórnar húseig endafélags Reykjavíkur Stjórn Húseigendafélags Reykjavíkur ítrekar fyrri ályktan- ir sínar um að svokölluð vísitala húsnæðiskostnaðar sé allsendis ónothæf til þess að verðbinda leigufjárhæðir, enda hefur það nú komið á daginn. Hún hefur ætíð hækkað miklu minna en aðrar vísitölur nema einu sinni á ári, 1. apríl, en þá tekur hún óeðlilegt stökk. Vísitalan hefur ekki tekið tillit til mikillar hækkunar raun- vaxta og stóraukinnar skatt- heimtu á leiguhúsnæði. Þeir, sem leigja út frá sér húsnæði, hafa af þessum sökum beðið ómælt tjón á undangengnum árum, enda er eign húsnæðis til útleigu ákaflega óviturleg fjárfesting miðað við að- stæður í dag. Fækkar íbúðum til leigu dag frá degi. Stjórn Húseigendafélags Reykjavíkur hefur reynt að gæta hagsmuna húseigenda á Reykja- víkursvæðinu eftir megni á und- anförnum árum, en því miður orð- ið lítið ágengt í baráttunni við ásælni ríkisvaldsins. Varðandi þá hlutfallslega fáu húseigendur (ca. 10%), sem enn leigja húsnæði, hefur félagið m.a. óskað eftir við- ræðum við samtök leigjenda um sanngjarna leiguviðmiðun, en af því hefur enn ekki orðið. Staða leigjenda í Reykjavík er í mörgum tilvikum slæm vegna þess hve lítið húsnæði er í boði og fer hún versnandi. Þó búa mjög margir leigjendur við afar lága leigu, sem engan veginn stendur undir kostnaði húseigenda. Hafa verðlagsyfirvöld iðulega bannað eðlilegar hækkanir á leigu á und- anförnum árum, en stundum leyft hækkun leigu miðað við vísitölu húsnæðiskostnaðar, sem aldrei var ætluð til þess að mæla kostnað við leiguhúsnæði og er vægast sagt mjög undarlega samsett. Hefur grundvelli hennar verið breytt hvað eftir annað á gerræð- islegan hátt hin síðari ár. Leigjendasamtökin hafa skorað á stjórnvöld að lögbinda skerðingu á þeirri hækkun húsaleigu, sem varð nú 1. apríl sl., vegna hækkun- ar vísitölu húsnæðiskostnaðar. Stjórn Húseigendafélags Reykja- víkur vill benda á að miðað við stöðu á leigumarkaði nú mundi slíkt aðeins fæla menn enn frekar frá því að leigja út og getur jafn- vel orðið sú þúfa, sem veltir hlass- inu, þannig að leiguhúsnæði á frjálsum markaði hverfi gjörsam- lega. Ekki getur það verið í þágu leigjenda almennt. Stjórn Húseigendafélags Reykjavíkur bendir á, að það fjár- magn, sem eigandi fasteignar hef- ur bundið í eign sinni má ekki gefa af sér lakari kjör en bjóðast ann- ars staðar, svo sem í spariskírtein- um eða á verðtryggðum banka- reikningum. Kostnaður við leigu- húsnæði er: 1. Viðhald, ca. 1% á ári. 2. Afskriftir, ca. 1% á ári. 3. Fasteignagjöld, ca. 0,7% á ári. 4. Eignarskattar, ca. 0,9% á ári. (Eftirágreiddir.) Þetta eru um 3,6% af verði fast- eignar og bætast síðan við um 4% raunvextir, sem t.d. spariskírteini gefa af sér. Þessi 7,6% þarf eig- andi fasteignar að fá til þess að standa jafnfætis eiganda spari- skírteinis, eftir að hann er búinn að greiða ca. 40% tekjuskatt af leigunni. (Leigan er tekjuskatt- skyld, en vextir af spariskírtein- um ekki.) Leigan þyrfti því að vera 12,7% af verði fasteignar, eða ca. kr. 10.500 á mánuði fyrir milljón króna eign! (Ca. þriggja herbergja íbúð.) Hér er þó ekki reiknað með neinni borgun vegna þeirrar áhættu, ónæðis og vinnu sem óhjákvæmilega fylgir útleigu hús- næðis. Skorar stjórn Húseigendafélags Reykjavíkur á fulltrúa leigjenda að berjast með Húseigendafélag- inu fyrir því að skattar á húsnæði og leigutekjur verði felldir niður og að ríkið hætti að yfirbjóða vexti með útgáfu spariskírteina, þannig að leiga geti lækkað og húseigendur sjái sér aftur hag í því að leigja húsnæði sitt og eðli- legt ástand skapist á leigumarkað- inum. Stjórn Húseigendafélags Reykjavíkur bendir á, að þau vandkvæði, sem steðja að leigusöl- um, og að framan er getið, eiga við húseigendur almennt og hvetur löggjafarvaldið til þess að bæta úr. Þá vill stjórnin benda á að leiguhúsnæði í opinberri eign er ekki þjakað af sköttum eins og einkahúsnæði og nýtur auk þess beinna styrkja eða lægri vaxta úr opinberum sjóðum, sem greiddir eru af landslýð öllum. Krafa um auknar leiguíbúðir í opinberri eigu kallar á stóraukna skattheimtu og hlýtur því að vera skynsamlegra að stuðla frekar að því að leigu- húsnæði í einkaeign haldist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.