Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1983 65 fclk f fréttum O L. + Julian Lennon, sonur Jottn heitins Lennon, segist vera ákveöinn í að taka sér fööur sinn til fyrirmyndar og gerast söngv- ari. Hann var nýlega á skíöanám- skeiöi á Ítalíu og haföi nýju vin- konuna með sér, hana Debbie Boyland, sem hann segist elska út af lífinu. Julian er elsti sonur Johns og Cynthiu. Þegar faöir hans lést erfði hann stórfé og notaði þaö fyrst til aö lifa hinu Ijúfa lífi í London og öörum stórborgum Evrópu. Nú segist hann vera búinn aö fá nóg af því og ætlar aö fara aö huga aö framtíðinni. + Bítillinn Paul McCartney ætlar nú aö fara aö leika sjálfan sig í kvikmynd, sem að svo stöddu kallast „Beröu kveöju mína í Breiöstræti". McCartney hefur skrifað hand- ritiö sjálfur og samiö tónlistina og meöleikarar hans veröa m.a. kona hans, Linda, og Ringo Starr. + Þegar þau Karl prins og Díana voru í Nýja Sjálandi á dögunum brugöu þau sér um borö í stríösbát Maóría og sigldu með honum í stundarfjórðung. Maóríarnir voru vopnaóir spjótum og til alls líklegir eins og sjá má á Karli, sem virðist vera eitthvaö óöruggur meö sig. Díana ber sig þó betur og engu líkara en hún sé aö setja ofan í viö hann. Rennibekkir, bandsagir og borvélar fyrirliggjandi. G. Þorsteinsson & Johnson h.f. Ármúla 1 — Sími 8 55 33 BROSTU! MYNDASÖGURNAR ✓ Vikuskammtur af skellihlátri SPUNNIÐ UM STALÍN eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN yfirborðinu staðið með honum, en í hjarta sínu fylgt þeim, sem voru í pólitískri uppreisn gegn honum.) Nadya lokar bréfinu. Líf þeirra Stalíns rennur eins og kvikmynd gegnum huga hennar. Ef hún segði nú frá því, hvernig þau kynntust. . . þegar hann tók hana með valdi í járnbrautarlestinni — nei! Nei, hann bar af þeim. Hafði kjark. Og karlmaðurinn í honum var dýr, sem hægt var að falla fyrir. En hvernig skyldi fyrri konan hans hafa verið? Ekaterine Svanidze. Dökkhærð ... dularfull. Kölluð Keke eins og móðir hans. Eða þegar þau töluðu við Lenin saman, það var ógleymanlegt. Og hún sér ekkert eftir því að hafa látið Stalín fá minnismiðana hans. Krupskaya var ósanngjörn við Stalín ... já, það var hún. Og hún hafði áhrif á mann sinn. En Lenin hefði átt að meta Stalín meira en hann gerði. Og ekki gera upp við hann í póli- tísku stefnuskránni. Og þó ... Nadya opnar skrifborðsskúffuna og tekur upp litla skammbyssu. Hún horfir sem snöggvast á hana, svo ríður skotið af. Fálát og stolt safnast hún til feðra sinna. Henni var oftast um megn að ræða einkamál sín. Nú þarf hún þess ekki lengur. Svetlana hefur það eftir Alexöndru, fóstru sinni, að Carolina Till, ráðskona, sem alltaf var vön að vekja móður hennar á morgnana, hafi verið snemma á fótum næsta dag og farið með morgunverðinn upp til Nadya. Þá sér hún þessa voðalegu sjón. Nadya liggur í blóði sínu framan við rúmið. Líkaminn orðinn kaldur. Carolina hleypur inn í barnaherbergið, gefur barnfóstrunni bendingu, en getur engu orði stunið upp. Þær fara báðar inn í svefnherbergi Nadya. Lamaðar af ótta, einkum þó við að Stalín kynni þá og þegar að birtast, leggja konurnar líkið í rúmið og reyna eftir megni að láta það líta betur út. Ráðþrota grípa þær til símans. Þær hringja í þá, sem næstir standa í þeirra augum: Abel Yenukidze og Polínu Molotov. Molotov og Voroshíloff koma einnig. Þau eru öll orð- laus af skelfingu. Enginn getur trúað því, sem gerzt hefur. Nadya svaf ein í herbergi, en Stalín annaðhvort í skrifstofu sinni eða litlu herbergi, sem er við hliðina á borðstofunni. (Síðar sagði Polína Molotov Svetlönu öðruvísi frá því, sem gerðist en hér hefur verið rakið. Hún sagði: Við gengum nokkrum sinnum kringum Kremlhöllina unz móður þinni varð rórra. Hún sefaðist og fór að tala um iðntækniskólann og möguleika sína að hefja starf, en sá framtíðardraumur var henni mjög hugstæður og þóknan- legur. Faðir þinn var hrottalegur við hana og hún átti erfiða daga með honum. Það vissu allir. En þau áttu líka mörg góð ár saman. Þau áttu fjölskyldu, börn, heimili og allir elskuðu Nadya. Hvern hefði grunað, að hún gripi til slíks örþrifaráðs. Hjónaband þeirra var auðvitað ekki full- komið, en hvaða hjónaband er það? Þegar hún virtist alveg róleg, skildum við, og hvor fór sína leið. Ég var sannfærð um, að allt væri í lagi. Að öldurnar hefði lægt. En svo morguninn eftir er hringt til að segja okkur þessa skelfilegu fregn. Þetta segir Polína Molotov 1955, þá nýkomin úr fjög- urra ára útlegð í Kazakhstan. Sakarefnið: hún er Gyðing- ur! Stalín geðjast ekki að henni og vill ekki, að Svetlana umgangist hana. Hún sér hana því sjaldan. Polína ruglast í atburðarásinni. Þolir ekki það andlega álag, sem útlegð- in er.) 25 Stalín situr í borðstofunni. Hann er að hugsa um atburði næturinnar. Hann er að hugsa um, að Nadya sé eina manneskjan, sem honum þyki í raun og veru vænt um. Hann er að hugsa um, að ef hún deyi, þá deyi allt það góða í honum sjálfum. Allt það góða í þjóð hans, það er hann að hugsa um. Og hann sér eftir æðiskastinu, sem hann hafði tekið um nóttina. Hún var FRAMHALD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.