Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1983 61 Núverandi litir eru miklu dekkri. Árið 1918 var sett flaggstöng á verslunarhús föður míns á Höfn í Hornafirði. Ég var þá verslunar- stúlka þar. Gamla búðin, núver- andi Byggðasafn Austur-Skaft- fellinga ,var skreytt fána á hátíð- um og sunnudögum og einnig þeg- ar skip komu og farþegar stigu í land. Eftir bláa fánalitnum man ég því að ég dró upp þennan frels- isfána í mörg ár. í áðurnefndri grein H.K.L. þ. 7. desember í fyrra, skömmu fyrir jólin, er skáldið á Gljúfrasteini í skáldaham. Hann lætur gamminn geisa og ræðst í að tala um þjóð- kvæði Matthíasar Jochumssonar, á þann hátt að það er ekki eftir hafandi og má telja fróðleikinn um Unitara í Ameríku og efni í þjóðsönginn sem hann telur þaðan fenginn hugarfóstur eða bara skáldskap. Nóg um það. Næst ber ég niður í greininni með fyrirsögninni „Þjóðsöngur í mútum". Einhver villa hefir slæðst þarna. Söngvar eru ekki í mútum, það eru söngraddir. Piltar komast í mútur á kynþroskaaldri. Þeir verða hásir en sú hæsi hverf- ur að því skeiði loknu. Þarna hefir eitthvað skolast til. Skáldið segir um áðurnefnt þjóðkvæði séra Matthíasar: „Þessu kvæði er ekki auðvelt að finna stað. Þjóðlegt er það aunganveginn í þeim skilningi sem ættjarðarljóð gerast og ber lítinn svip af þjóðsöng eftir því sem slíkur skáldskapur er skil- greindur." Eftir þessa fræðslu tók ég fram söngbók mína sem inniheldur marga þjóðsöngva frá ýmsum löndum. Þar stangast margt á við fullyrðingar H.K.L. í fyrsta lagi er engan sérstakan skáldastíl að finna í þessu söngvasafni. Þar kennir margra grasa. Gaman væri að geta flett upp í bók um þá skilgreiningu. Síðan nefnir skáldið sex þjóðsöngva sem að hans mati eru til fyrirmyndar. Fyrst tekur hann upp brezka þjóðsönginn „God save the Queen", þýðing: „Guð varðveiti drottninguna". Bretar biðja fyrir drottningu sinni og að henni gangi allt í haginn. Næst telur hann upp danska þjóð- sönginn, „Det er et yndigt land“, þýðing: „Það er eitt fagurt land“. Danir tala um land sitt sem er þakið beykiskógum. Þjóðsöngvar þeirra hafa verið tveir. Kong Kristian stod ved höjen Mast. Þýðing „Kristján konungur stóð við hátt mastur", í reyk og gufu o.s.frv. Norski þjóðsöngurinn, „Ja, vi elsker dette landet", þýðing: Já, við elskum þetta land“, vogskorið og veðurbarið. Þessi söngur líkist að efni til okkar viðaukalagi, „fs- land ögrum skorið". Þjóðsöngur Svía: „Du gamla du fria“, þýðing „Þú gamla frjálsborna", háfjöll- ótta norðurland o.s.frv. Þýzki þjóðsöngurinn „Deutschland, Deutschland úber alles“, þýðing: Þýzkaland, Þýzkaland öllu ofar“, öllu framar á jörðinni. Franski þjóðsöngurinn, Marseillaisen, „Allons enfantes de la patrie", er í þýðingu Matthíasar Jochumsson- ar svohljóðandi: Fram til orustu, ættjarðarniðjar. Upp á vígbjartri herfrægðarstund. Mót oss hel- kaldra harðstjórnarviðja hefjast gunnfánar dregnir af grund, heyr- ið vígdunur hrægrimmra fjanda. Húsfeður yðar og niðja þeir að brytja niður bitrum geir búast óðir milli yðar handa, því, landar, fylkið fljótt, og fjandmenn höggv- um skjótt. Á storð, á storð, sem steypiflóð skal streyma níðings- blóð. Til viðbótar þeim sem skáldið telur upp ætla ég að nefna tvo aðra. Ámeríski þjóðsöngurinn „Star-Spangled Banner", þýðing „Stjörnuglitrandi fáni“. Þeir syngja um fána sinn og frelsi. Rússar hafa haft tvo þjóðsöngva. Hinn nýi heitir ekki annað en þjóðsöngur Sovétríkjanna. Ekki veit ég hvaða boðskap hann færir, hinn gamli var þekktur kommún- istasöngur „Internationalen“, sem lagður var niður sem þjóðsöngur fyrir tveimur áratugum, að sögn. Þýðing á nafni hans er: Milliþjóða eða Milliríkjasöngur. Kommúnist- ar hafa borið sína fána og sungið þennan söng víðar en á sínu föð- urlandi. Flokkspólitík kemur þarna inn í myndina. Lítið veit ég um þennan flokk, annað en það sem er fjarstætt hugmyndum þorra manna á Islandi, svo sem: Niðurrif kirkna, útrýming trú- mála og skerðing á mannréttind- Sem sjá má á ofangreindri taln- ingu og upplýsingum, hafa þjóðir heims mismunandi viðhorf til þess hvaða málefni þeir vilja útbreiða í þjóðsöngnum sínum. Ef við vær- um að líkjast sumum þeirra þyrft- um við að vera hernaðarþjóð. Her- hvatning og áróður er áberandi i mörgum þeirra. Hvað segir skáldið um þetta? Efni í okkar þjóðsöng segir hann vera of háfleygt. Okkar happ er það að þjóðsöngur vor er hátt yfir aðra hafinn. Hann kennir oss að hefja hugsanir vorar á hærra stig. Margir þeir sem flytja kvæði og sálma séra Matthíasar finna til vissrar kenndar sem ekki verður frá þeim tekin. Ég aðhyllist kirkjutónlist, þess vegna hefi ég verið iðin við að syngja einsöng í kirkjum. Þær eru nú orðnar þrjá- tíu talsins innanlands og utan. Þann 11. ágúst í fyrrasumar kom ég fram í Hóladómkirkju á Hólahátíð. Þar fluttum við Olafur Tryggvason, orgelleikari, hinn undurfagra söng séra Matthíasar og Sigfúsar Einarssonar, „Faðir andanna". Þetta lofkvæði ætti að berast landa á milli með friðar- boðskap sinn. Þarna lék ég og söng sálma frá endaðri 15. öld á lang- spilið. Að því hljóðfæri ættu ís- lendingar að hyggja. Takið eftir setningum úr þjóðsöng vorum: „ó vert þú hvern morgun vort ljúf- asta líf, vor leiðtogi í daganna þraut," eða niðurlagsorð þjóð- kvæðisins: „Verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár sem þroskast á guðsríkisbraut." Séra Matthías Jochumsson er og verður æðsta skáld íslendinga, vegna þjóðsöngsins fyrst og fremst. Það hryggir mig ásamt öðrum, að skáldbróðir hans, Nób- elsverðlaunaskáldið, hefir gert til- raun til að rýra gildi þjóðsöngsins. Því fræga skáldi tekst það ekki. Sveinbjörn Sveinbjörnsson er og verður í efsta sæti, fyrst og fremst vegna þjóðsöngsins, sem höfuð- tónskáld íslendinga. Tónskáldin þrjú áðurnefndu (nöfn þeirra hafa verið birt), hafa á samviskunni þá vanrækslu að hjálpa ekki til við að stöðva útbreiðslu á skrumskældu verki Sveinbjarnar Sveinbjörnss- onar og fleiri ísl. listrænna tón- verka í framleiðslu þeirri sem hef- ir verið hart deilt á. Þessu þarf að kippa í lag. Ég óska þess að ráða- mönnum sem eiga að hafa eftirlit með þjóðsöngslögunum auðnist að stöðva fyrir fullt og allt það rang- læti sem átt hefir sér stað. Frelsistákn þjóðarinnar eiga að vera friðhelg. Reykjavík 10. apríl 1983. Námsstefna á vegum Þroskahjálpar: „Skóli fyrir LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp halda, dagana 18.—21. apríl, náms- stefnu í umboði „Nordisk Förbund Psykisk Utvecklingshámning“ (NFPU) (Norræn samtök um aöstoð við þroska- hefta). Þátttakendur eru frá öllum Norðurlöndunum og viðfangsefnið er „en skola för alla“ (Skóli fyrir alla), segir í fréttatilkynningu frá Þroska- hjálp. Norrænu samtökin hafa í yfirlýs- ingu frá 1982 sagt, að öll þroskaheft börn eigi að fá reglubundna kennslu, óháð því hvers konar þroskaheftingu er um að ræða eða hvort hún er lítil eða mikil. Þessi yfirlýsing var gerð, þar sem talið er sannreynt að öll börn — einnig þau sem eru mjög mikið fötl- uð — geti náð auknum þroska, fái þau kennslu og þjálfun. Hins vegar sé algjört skilyrði til árangurs, að kennslan og þjálfunin séu sniðin að getu og þörfum hvers og eins. Yfirlýsingin segir ennfremur að þýðingarmikið sé að kennslan fari fram í sem nánustum tengslum við skóla fyrir önnur börn. Á þann hátt náist helst árangur, í átt að félags- legri aðlögun í nútíma samfélagi, þ.e.a.s. að stefnt verði að því að þroskaheftir tengist þjóðfélaginu sem best, bæði í skóla og utan. Að þessu marki eru hins vegar margar leiðir, t.d. með sérkennslu- deildum í hinum almenna skóla og alla“ einnig, að þroskaheftir geti verið nemendur í venjulegum bekkjum. Þeim nemendum sem ekki geta búið í foreldrahúsum verði séð fyrir vist- un hjá fósturforeldrum eða í sam- býlum. Með þá hugmyndafræði sem áður greinir sem bakgrunn er námsstefn- unni ætlað að ræða og skýra hvernig æskilegast sé að samhæfingin verði framkvæmd í skólanum sem utan hans. Á ráðstefnunni verður reynt að fá fram niðurstöður, sem geti orð- ið grundvöllur fyrir áframhaldandi uppbyggingu á kennslu og annarri þjónustu fyrir þroskahefta, er bygg- ir á þeirri miklu reynslu, sem nú þegar er til staðar á Norðurlöndum. Egilsstaðir: Frá víðavangshlaupi grunnskólanemenda 1983. V íðavangshlaup grunnskólanemenda Kgilsstóðum, 27. apríl. HIÐ árlega víðavangshlaup nem- enda Egilsstaðaskóla fór fram í dag og munu hartnær 250 nemend- ur hafa tekið þátt í því. Keppt var í 9 flokkum. Forskólanemendur hlupu í einum hóp, en nemendum 1.—9. bekkjar var skipt í 4 flokka stúlkna og drengja. Frjálsíþróttaráð íþróttafé- lagsins Hattar gaf nú farandbik- ar til að verðlauna þá bekkjar- deild sem hverju sinni sýnir hlutfallslega besta þátttöku í víðavangshlaupinu. Að þessu sinni náðu tvær bekkjardeildir 100% þátttöku í hlaupinu og var dregið um hvor þeirra skyldi hljóta bikarinn. Bikarhafi 1983 er samkvæmt því 3. bekkur M. Víðavangshlaup þetta er jafn- framt úrtökuhlaup fyrir skóla- hlaup UÍA sem mun fara fram á Seyðisfirði að þessu sinni. Þrír fyrstu nemendur í hverjum flokki munu því keppa fyrir hönd skóla síns í skólahlaupinu á Seyðisfirði. 3. bekkur M — bikarhafi 1983 — ásamt kennara sínum. — Ólafur NON HF. Síðumúla 6, S:84209 - 84295 RANK XEROX umboðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.