Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1983
51
Þannig mætti áfram rekja lof-
samlega dóma, allt þar til í síð-
ustu hljómleikaferð hans í fyrra.
Þar við bætist, að Berkovsky er
heimsþekktur fyrir þann þátt, sem
hann átti í að draga fram i dags-
ljósið konsertinn fyrir tvö píanó
eftir Max Bruch, sem hann lék hér
ásamt konu sinni, önnu Málfríði
Sigurðardóttur, píanþleikara, með
Sinfóníuhljómsveit íslands haust-
ið 1981 undir stjórn Jean Pierre
Jacquillat. Er saga þessa konserts
reyndar mjög óvenjuleg og nánast
reyfarakennd. Berkovsky segir
frá:
„Sutro-systurnar
sviku Bruch“
„Við verðum að fara rúm tíu ár
aftur í tímann, til ársins 1971, seg-
ir hann. „Þá brá ég mér ásamt
kunningja mínum, píanóleikara að
nafni Twining, á uppboð í Balti-
more á innbúi systranna Rose og
Ottiliu Sutro, en þær voru þekktar
um og fyrst eftir aldamótin, eink-
um fyrir að vera fyrstu píanó-
ieikararnir sem vitað er að hafi
spilað saman á tvö píanó ein-
göngu. Þarna keypti Twining
kassa með ýmsu dóti fyrir ellefu
dollara og á botni hans fundum
við handrit af konsert fyrir tvö
píanó eftir Max Bruch, með eigin-
handaráritun hans og ýmsum
breytingum, sem þær systur höfðu
gert. Ég fór á kaf í að endurgera
frumgerðina m.a. með aðstoð Her-
manns Busch, seilóleikara í
Busch-Serkin-tríóinu í Marlboro,
og kanna sögu konsertsins, en hún
er í stuttu máli þessi: Um páskana
1904 var Max Bruch sér til heilsu-
bótar á Capri og sá þá sérkenni-
lega skrúðgöngu syngjandi barna
á föstudaginn langa. Hann notaði
stef laganna sem börnin sungu í
hljómsveitarsvítu, sem aldrei var
fullgerð. Árið 1911 komu Sutro-
systurnar til Þýzkalands og léku
fyrir Bruch Fantasíu hans fyrir
tvö píanó op. 11 og báðu hann að
skrifa fyrir sig konsert fyrir tvö
píanó. Hann féllst á það og byggði
hann á hljómsveitarsvítunni frá
Capri. Árið 1915 komu systurnar
að sækja verkið. Þær fengu það til
æfinga í marz og áttu að flytja það
undir stjórn höfundar í apríl með
Philharmoníuhljómsveitinni í
Berlín, en þegar hann kom til að
stjórna höfðu þær þegar gert á því
ýmsar breytingar, sem honum lík-
aði ekki og bannaði hann þeim að
flytja það þannig breytt utan
Bandaríkjanna, vonaðist senni-
lega til að það gleymdist þar. Þeg-
ar heim kom breyttu systurnar
konsertinum enn frekar, auðveld-
uðu m.a. ýmsa kafla og léku hann
þannig, meðal annars undir stjórn
Stokovskys með Sinfóníuhljóm-
sveitinni í Philadelphiu og í New
York undir stjórn Josefs Stransk-
is. Verkið vakti litla hrifningu og
þar sem þær gátu ekki viðurkennt
breytingarnar söltuðu þær kon-
sertinn svo rækilega, að aldrei var
framar á hann minnzt.
En skiptum þeirra við Max
Bruch var ekki lokið, — upp úr
1920 hittu þær hann aftur, þá
aldraðan mjög og illa staddan
fjárhagslega, fengu hann til að
láta sig hafa handritið af fiðlu-
konsertinum í G-moll til útgáfu í
Bandaríkjunum og ætluðu að
senda honum það, sem fyrir yrði
greitt. Það gerðu þær aldrei og
hann lézt án þess að heyra meira
frá þeirn."
„Vildi að allir gætu
flutt verkið“
„Af okkur Twining er það að
segja," heldur Berkovsky áfram
frásögn sinni, „að við fluttum
konsertinn og hann var hljóðritað-
ur á plötu með Sinfóníuhljóm-
sveitinni í Lundúnum undir stjórn
Antals Doratis, en eftir það reis
ágreiningur milli okkar um fram-
haldið, — Twining vildi fá einka-
rétt til flutnings konsertsins, en
ég vildi að hann yrði gefinn út, til
að hver gæti flutt sem vildi. Þessi
deila fór fyrir rétt og var dæmd
mér í vil. Verkið var gefið út og
höfundarrétturinn fór til sonar
Bruchs. Eftir það var önnur hljóð-
ritun gerð með Sinfóníuhljóm-
sveitinni í Berlín undir stjórn
Lutz Herbigs og lék þar með mér
landi minn, David Hagan, en við
fluttum verkið saman allvíða. Á
írlandi lék John O’Conor það með
mér og Anna Málfríður hér og í
Þýzkalandi undir stjórn Herbigs."
Þess má geta, að þetta er ekki í
eina skiptið, sem Berkovsky hefur
dottið ofan á áður óþekkt tónlist-
arhandrit, hann hefur líka fundið
handrit verka eftir Mendelssohn
og Liszt, þegar hann hefur verið
að glugga í gömul söfn en þau hafa
ekki átt að baki sér sögu á borð við
konsert Max Bruchs.
Þarf aö stuðla að út-
flutningi íslenzkrar
listar og menningar
— En hvert stefnir Martin
Berkovsky í nánustu framtíð og
hver áhrif hefur það á feril hans
að búa á fslandi? Stundum er sagt,
að enginn ráði sínum næturstað
og hvort sem það mega heita örlög
eða tilviljun sem beint hafa hon-
um til íslands, er víst, að hér hef-
ur hann orðið fyrir meiri persónu-
legri reynslu, líkamlegri og sálar-
legri, en annars staðar, þar á með-
al dulrænni reynslu fyrir nokkr-
um árum, sem hafði mikil áhrif á
hann en frá henni hefur hann áð-
ur sagt í fjölmiðlum.
Ekki leynir sér, að Berkovsky
hefur fullan hug á að halda áfram
tónleikahaldi erlendis og kveðst
gera sér vonir um að geta sam-
ræmt það búsetu og starfi á ís-
iandi, sem hann segir gott land.
Hann hefur við orð, að við þurfum
ekki að sjá ofsjónum yfir því sem
erlendis gerist í tónlistarlífi, slík
gróska sem sé hér á því sviði.
„Fjölbreytni íslenzks menningar-
lífs er með ólíkindum," segir hann,
„og andrúmsloftið ákaflega hvetj-
andi, — það sem helzt þyrfti að
gera nú er að stuðla að meiri út-
flutningi íslenzkrar listar og
menningar."
uðu fjölskyldulíf, a.m.k. fyrir
þyrsta og forvitna blaðalesend-
urna. Þó svo að John Kennedy
kvæntist og sú fagra mynd væri
búin til af fjölskyldulífi hans,
sem hálfur heimurinn féll flatur
fyrir, hélt hann áfram kvenna-
stússi sínu. Hins vegar virðist
hann hafa verið leiknari en
Edward í að halda ímyndinni
nokkurn veginn óskemmdri.
Höfundur talar allmikið um
slysið á Chappaquidick-eyju,
sem allar götur síðan hefur verið
þrándur í framagötu yngsta
bróðurins og telur það dæmigert
fyrir „lánleysi" Edward Kenn-
edys, að fyrir það skuli hann
hafa verið. stimplaður kvenna-
bósi, þar sem samkvæmið hafi
ekki verið haldið í því skyni að
gestir hefðu náin samskipti,
Édward hafi einungis viljað
þakka stúlkunum, sem hafi allar
unnið fyrir Robert bróður hans,
með þvi að efna til smáveizlu
fyrir þær.
Sú mynd sem út úr þessari bók
kemur af hinni frægu Kennedy-
fjölskyldu er anzi mikið frá-
brugðin þeirri mynd sem við af
kynslóð Kennedy-aðdáendanna
ólum með okkur í denn tíð. Höf-
undurinn dregur einnig upp at-
hyglisverðar myndir úr forseta-
tíð John Kennedys, kosningabar-
áttu Roberts og þar áður ráð-
herradómi hans og svo baráttu
Edwards fyrir að hljóta útnefn-
ingu. Niðurstaðan er líklega sú,
að það sem átti við fyrir meira
en tuttugu árum, standist ekki
núna. Kennedy-fjölskylduna hef-
ur einhvers staðar á leiðinni
dagað uppi og hún hefur ekki þá
undirsamlegu og athyglisverðu
skírskotun sem á blómaskeiði
sínu. Sá fjölskyldumeðlimur,
sem einna geðþekkastur er, er
tvímælalaust Robert Kennedy,
en þó svo að á stundum þyki les-
anda skorta á hlutlægni þegar
fjölskyldunni er lýst, finnst mér
höfundur samt koma því bara
vel til skila hvílíkur örlagavald-
ur þessi fjölskylda hefur verið
bandarísku þjóðinni — og öfugt.
Mál hjónanna í Þingvallastræti 22 á Akureyri:
Dómur Hæstaréttar
stendur óhaggaður
- þó málið ynnist fyrir Mannréttindadómstólnum
„FÓLKIÐ getur reynt að kæra þetta til svokalladrar Mannréttindanefndar
Evrópu. Nokkur íslensk mál hafa farið þangað, en öll hafa þau sætt frávísun
eftir athugun þar, en það getur enginn bannað þessu fólki að snúa sér til
þessarar Mannréttindanefndar," sagði Þór Vilhjálmsson forseti Hæstaréttar
í samtali við Morgunblaðið. Tilefni samtalsins var frétt í Mbl. þar sem það
var haft eftir hjónum á Akureyri, að þau ætluðu að leita til æðra dómsstigs en
Hæstiréttur væri, en hjónunum var nýlega í dómi Hæstaréttar gert að rýma
íbúð sem þau eiga í Þingvallastræti 22 á Akureyri.
Þór sagði að framgangsmáti
mála sem þessara væri þessi:
Mannréttindanefndin fjallaði um
málið og tæki ákvörðun hvort um
það yrði gerð skýrsla og hvort það
færi áfram til Mannréttinda-
dómstólsins. Þór sagði að í fæst-
um tilfellum næðu mál til dóm-
stólsins, en ef nefndin teldi málið
þess eðlis að rétt væri að gera um
það skýrslu, þá sendi nefndin síð-
an skýrsluna til ráðherranefndar
Evrópu eða e.t.v. Mannréttinda-
dómstólsins. Það væri í valdi
nefndarinnar hvaða umfjöllun
mál fengju.
„Það eru konan og maður henn-
ar sem ákveða hvort málið fer til
nefndarinnar, en hvort málið fer
frá nefndinni til Mannréttinda-
dómstólsins, það ákveður nefndin
en ekki þau,“ sagði Þór.
1 því tilfelli að málið fengi náð
fyrir augum nefndarmanna og
færi til dómstólsins, þá skæri
dómstóllinn aðeins úr hvort
opinber ákvörðun íslenskra
stjórnvalda bryti í bága við
mannréttindasáttmála Evróru.
Dómstóllinn segði ekkerÞum það
hvort farið hafi verið að íslensk-
um lögum gagnvart hjónunum.
„Dómur Mannréttindadómstólsins
hefur engin bein áhrif á réttar-
stöðu fólksins, en islenska ríkið er,
eftir þeim reglum sem gilda um
samskipti milli rikja, skuldbundið
til þess að koma því til fram-
kvæmda sem í dómnum segir, með
einhverjum þeim ráðum sem ís-
land velur," sagði Þór.
Því hefur hugsanleg jákvæð
niðurstaða Mannréttindadóm-
stólsins þau áhrif, að sögn Þórs, að
íslenska ríkið yrði að breyta þeim
réttarreglum sem fólkið hefur
orðið fyrir barðinu á og sem
dómstóllinn telur ekki samrýmast
Mannréttindasáttmála Evrópu. í
öðru lagi gæti dómstóllinn tekið
til meðferðar tjón fólksins og
ákveðið bætur sem íslenska ríkið
yrði að greiða, en dómur Hæsta-
réttar stæði hins vegar óhaggað-
ur.
Fornbókaverslunin Fróði á Akureyri:
Selur bækur á
90 krónur kílóið
Akureyn, 26. aprfl.
FORNBÓKAVERSLUNIN Fróði á Akureyri, sem Bárður Halldórsson á og
rekur, hefur tekið upp þá nýbreytni, sem ekki mun tíðkast hér á landi, að
selja gamlar bækur eftir vigt.
Fornbókaverslunin er nýflutt í
nýtt húsnæði að Gránufélagsgötu
4. Þar fékk hún til umráða stærra
pláss en áður var og gerði það m.a.
unnt að setja upp tvö langborð,
þar sem á er raðað bókum, sem
allar eru seldar eftir vigt. Eitt kíló
af bókum kostar krónur 90. Að
sögn Bárðar hafa þegar fjölmargir
nýtt sér þetta tilboð verslunarinn-
ar og þykjast hafa gert góð kaup.
Einnig hefur verskunin til sölu
málverk eftir ýmsa nafnkunna
listamenn — og að sjálfsögðu
einnig úrval bóka, sem seljast á
miklu hærra verði en 90 krónur
kílóið.
GBerg.
MorgunblaSi4/Ó!.K.M.
Olíuflekkir af þessu tagi hafa myndast í vesturhöfninni í Reykjavík
síðustu daga og var Ijósmyndara blaðsins m.a. tjáð, að smurolía hefði
fyrir slysni runnið í sjóinn. Myndin er tekin niður undan kaffivagnin-
um.