Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 6
3 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1983 Afþreying og upp- f bygging á Hörpu f Med tíð og tíma verður hún tal- in til meistaraverka poppsins Hljóm plotur Finnbogi Marinósson The Undertones The Sin of Pride ARDECK ARD 104/ EMI Seint á því herrans ári 1975 í borginni Derry á N-írlandi var hljómsveitin The Undertones stofnuð. Þeir sem til höfðu valist voru Feargal Sharkey (söngur), John O’Neill (gítar), Dee O’Neill (gítar), Michael Bradley (bassa- gítar) og Billy Doherty (tromm- ur). I fyrstu (eins og títt er með ungar hljómsveitir) spilaði flokkurinn aðeins á litlum stöð- um í heimaborg sinni og nánasta umhverfi. Lítið gekk og lengi vel virtist lítið eða ekkert ætla að verða úr hljómsveitinni. Það var ekki fyrr en John Peel hjá BBC 1 hafði spilað plötu, sem varð til eftir tónleika sem kallast „Battle of the Bands", að stóru útgáfu- fyrirtækin fengu áhuga á Under- tones. Baráttunni um undir- skriftina lauk síðan með því að SIRE Rec. hrepptu hnossið. Hjá SIRE komu út tvær plötur, en eftir það stofnuðu piltarnir sitt eigið fyrirtæki og er plötum á þess vegum dreift í gegnum EMI-risann. Tónlistin á fyrstu plötunni er kraftmikið og hrátt nýbylgju- rokk. Platan sem slík er nokkuð góð, en sem betur fer höfðu þeir vit á því að hjakka ekki í því fari. Strax á næstu plötu höfðu þeir hægt á ferðinni og meiri popp- tónn kominn í lögin. „Positive Touch" hét fyrsta platan á nýju merki og er tónlistin svipuð plöt- unni á undan nema hvað allt sánd er miklu fágaðra. Af plöt- unni varð lagið „It’s Going to Happen" vinsælt og ef einhver man enn eftir þessu lagi þá gefur það prýðis góða mynd af plöt- unni. Síðan „Positive Touch" kom út, hefur lítið farið fyrir flokkn- um. En í september á síðasta ári fréttist af honum í hljóðveri þar sem upptökur fyrir fjórðu plöt- una fóru fram. Árangurinn leit síðan dagsins Ijós fyrir nokkrum vikum. Plötuna kalla þeir „The Sin of Pride" og eru á henni ell- efu lög. Um þessi ellefu lög er það að segja að saman mynda þau heild sem er einhver sú besta sem enn hefur heyrst á árinu. Ekkert lag- anna er gott eða „allt í lagi“ heldur flokkast þau sem meiri- háttar góð. En eitthvað þarf það að vera meira en góð lög sem fá slíka umsögn. Og vissulega er það fleira sem kemur til. Hlustið til dæmis á hljómborðsleikinn og bakraddirnar í „Got to Have You Back“. Gítarleikinn í „Valentin- e’s Treatment" og „Luxury". Sönginn og hljómborðið í „Love Before Romance". Allt þetta og annað sem er ónefnt er svo gott og vel gert að með trega er plat- an tekin af spilaranum. Lögin sem nefnd eru hér að framan finnast öll á hlið eitt. Þá eru ótalin þau sem eru á hlið tvö og allt það sem þar er gott. Af þeim lögum ætla ég aðeins að nefna eitt og er það „The Love Parade". Flest lögin eru hreinir popp- rokkarar og inn í sum þeirra er blandað blæstri sem gefur „soul“- áhrif og í einu skín „funk“ í gegn. En hvorug af þess- um bylgjum er í „The Love Para- de“. Hinsvegar er notuð fiðla og staðgengill hennar og árangur- inn er lag sem með sóma hefði getað verið á góðri „ELO“-plötu. Það eina sem kemur í veg fyrir þetta er söngur Sharkeys. Með „The Sin of Pride" hefur Undertones skapað meistara- verk. Og ég er alveg sannfærður um að hér er á ferðinni plata sem með tíð og tíma verður sett á sama stall og önnur gullkorn tónlistarsögunnar. Tónlistin ★★★★★ Hljómgæðin ★★★★ FM/AM Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Medlöberen eftir Tage Schou Hansen um lögfræðinginn Holger Mikkelsen ætlar að endast höf- undi sínum vel. Hinar bækurnar, og mig minnir að hafi verið fjallað um allar hér í blaðinu, eru De nögne træer, Tredje Halvleg, Den haarde frugt og Over stregen. Sú síðastnefnda fékk allgóða dóma og Schou Hansen fékk ýmsa viður- kenningu fyrir þá bók. I Medlöberen er Holger lögfræð- ingur á fimmtugsaldri. Hann sérhæfir sig enn í skilnaðarmálum og áhugi hans á fótbolta hefur ekki dvínað. Bækur Schou Han- sens um Holger Mikkelsen hafa að mínum dómi verið harla misjafn- ar og ekki allar átt neitt sérstakt erindi til annarra en kannski höf- undar síns. Þó er kannski forvitni- legt að fylgjast með ferli Mikkel- sens, einkum þar sem Schou Han- sen reynir ekki að gera hann að neinni „hetju" í orðsins venjulegu merkingu. Honum mistekst oft og einatt og í samskiptum sínum við meðbræður sína kemur fram harla átakanleg klaufska, sem er vissulega ekkert einsdæmi, en Schou Hansen kemur bara vel til skila. Ábyrgð manneskjunnar á sjálfri sér og gagnvart öðrum er kannski megintemað og það að maðurinn getur aðeins fengið að vera hann sjálfur, ef aðrir leyfa honum það og það fólk getur því aðeins myndað tengsl að báðir leggi eitthvað af mörkum. Engin himnaspeki, en komið vel til skila í meðförum Schou Hansens. A Stranger Is Watching eftir Mary Higgins Clark er reyf- ari af betri sortinni: Steve Peter- son hefur orðið fyrir því að kona hans Nina var myrt fyrir tveimur árum. Morðingi hennar hefur að líkindum náðst og aftaka hans stendur fyrir dyrum. Stúlkan Sharon hefur komið til skjalanna, þau Steve deila um réttmæti þess Fröken Hljóm- plotur Siguröur Sverrisson Bonnie Tyler Faster Than The Speed Of Night CBS/Steinar hf. Man nokkur orðið eftir Bonnie Tyler? Varla von, þí mörg herr- ans ár eru frá því hún var síðast á toppnum. Lagið It’s a Heart- ache dugir kannski til þess að kveikja á perunni hjá sumum. Hvað um það, frökenin er mætt til leiks á ný með breiðskífu, sem farið hefur sigurför um Bret- að menn séu líflátnir fyrir morð. Engu að síður hafa vinsamleg kynni tekizt með þeim. Sonur Steve varð vitni að morðinu á móður sinni, að minnsta kosti að því er talið var, og hefur atburður- inn haft mikil áhrif á ungan drenginn. Þegar sagan hefst á að lífláta hinn grunaða daginn eftir, en þá fara válegir atburðir að ger- ast. Sharon og drengurinn Neil eru numin brott og það bendir margt til þess, að sá sem aftök- unnar bíði, sé ekki sekur. Sögu- þráð í svona spennubók á auðvitað ekki að rekja, en Mary Higgins Clark spinnur þarna upp ágætis „plott" og greiðir úr því hagan- lega. Class Reunion eftir Ronu Jaffe. Fjórar konur, sem hafa verið saman í skóla fyrir tuttugu árum eða svo, hittast til að halda upp á útskriftarafmæli. Eftir skólaveruna hefur líf þeirra fjögurra tekið ólíka stefnu, eins og land. Samt er yfirbragð plötunn- ar allt ákaflega bandarískt og skyldi engan undra, þar sem Jim Steinman (lengst af lagasmiður Meatloaf) ræður hér ríkjum. Já, svipur Steinman leynir sér hvergi og verður aldrei sterkari en í tveimur laga plötunnar, sem hann er sjálfur skráður fyrir. Þar er engu líkara en Meatloaf- karlinn sé mættur til leiks á ný. Undarlegt hversu staðnaður Steinman virðist vera í laga- smíðum sínum, en látum oss renna aðeins yfir lög plötunnar. 1. Hafe You Ever Seen the Rain. Þokkalega farið með gamla góða perlu frá Creedence Clearwater Revival. Rödd Tyler nýtur sfn vel í þessu lagi og útkoman er sem gengur og sumt það hefur gerst hjá þeim, sem afdrifaríkt hefur orðið. Staða þeirra nú og lífsvið- horf er tekið til meðferðar, ásamt með því að höfundur bregður upp frásögn af þessum sömu stúlkum á yngri árum. Ytri aðstæður sem innri hafa valdið því að hver hefur farið sinn veg og það er spurning, hvort þær hafa aliar þroskast í svo ólíkar áttir vegna þessara mis- munandi aðstæðna og breyttra þjóðfélagsviðhorfa, eða hvort þær hafa sér meðvitandi unnið að þeim. Rona Jaffe er slyngur höf- undur sem kann vel að segja frá, en sama gildir hér og í The Other Woman, sem var getið í blaðinu fyrir skömmu, að hún skrifar býsna knappan stíl og ópersónu- legan, sem er í þessari bók meiri galli en kostur, öndvert við það sem var í fyrrnefndu bókinni. Mér er að vísu ekki kunnugt um hvort Class Reunion er fyrsta bók höf- undar, en hún er alltént sú sem sló í gegn í Bandaríkjunum. Hún á það sameiginlegt með bandarísk- um kvennabókmenntum, að hún er ansi mikið á eftir hinum evrópsku. cscn. Bomtiíft Flugten fra Farao 1!.U '.VI RF.RF.T AF 4 V Flugten fra Farao er eftir Cecil Bödker, þriðja bók í flokki um Móses og Israelsmenn til forna. Hinar fyrri eru Barnet í Sivkurven og Den udvalgte. f þeim var sagt frá bernsku og æsku Mós- es og um köllun hans til að leiða þjóð sína til frelsunar og er í þess- ari bók komið að því. Hér lesum við um hinar tíu plágur sem yfir Egyptaland gengu, tilraun faraós til að halda fsraelsmönnum sem þrælum og um björgunina þegar faraó og hermenn hans farast í Rauða hafinu. Höfundur byggir á frásögninni í 2. Mósebók, 7—15 kafla. Eins og aðrar bækur Cecil Bödk- ers, sem ég hef lesið, er hún skrif- uð af leikni og einlægni með ljóð- rænum undirtóni. Cecil Bödker hefur unnið gott verk með þessum aðgengilegu smábókum sínum og myndskreytingar eftir Svend Otto S. eru og mjög til prýði. fyrr segir þokkaleg. Þökk sé m.a. ágætu gítarsólói Rick Derringer, sem einhverju sinni hefði farið huldu höfði ef það hefði frést að hann væri eitthvað að bauka með fröken Tyler. 2. Faster Than The Speed Of Night. Það er hér, sem Meat- loaf-lyktin verður yfirþyrmandi. Nánast endurtekning á lögum hans frá 1978. 3. Getting So Excited. Þokka- legasta lag eftir Alan Gruner og eitt fárra laga plötunnar, sem hægt er að hugsa sér að leika nokkrum sinnum í viðbót án þess að fá óbeit á þvi. 4. Total Eclipse of the Heart. Jim Steinman er höfundur þessa lags, sem trónaði um tíma í efsta sæti enska vinsældalistans. Lag- ið er í raun óvenjulegt „hit“-lag, ekki hvað síst vegna uppbygg- ingar þess og lengdar. Eg fer hins vegar ekki ofan af því, að eftir inngangskafla lagsins er eins og maður detti skyndilega inn í lag Kate Bush, Wuthering Heights. 5. It’s a Jungle Out There. Þetta lag er um margt mjög vel flutt og annað tveggja bestu laga plötunnar. Rödd Tyler á hins vegar illa heima í reggae-lagi og í þetta lag vantar allan sannan reggae-fíling. Þegar ég finn slíkt hlýtur eitthvað að vanta. Samt er lagið sem slíkt, alls ekki slakt, en eitthvað vantar. 6. Going Through The Motions. Gamall slagari eftir Ian Hunter og Eric Bloom. Snyrtilega flutt- ur. Allt og sumt. Tyler á heima- velli í svona lagi. 7. Tears. Allra góðra gjalda vert sem ballaða, en ekki fyrir mig. Nei, ómögulega takk. 8. Take Me Back. Hver er þessi Billy Cross, ó nei, nei, nei ... 9. Straight From The Heart. Hjartað er Tyler hjartfólgið, en þetta er ballaða, sem maður hef- ur heyrt milljón sinnum áður. Niðurstaðan er því sú, að hér sé rétt um þokkalega plötu að ræða. Aðeins tvö laganna teljast vera góð, hin eru meira og minna slök. Hljóðfæraleikurinn er hins vegar iðulega til fyrirmyndar, en dugir ekki til. Þá held ég, að ekki sé vænlegast til árangurs nú á dögum að láta Jim Steinman stjórna hlutunum. Staðnaðri mann getur vart að finna i bandaríska poppheiminum og kalla þeir þó ekki allt ömmu sína í þeim efnum fyrir vestan. Tyler snýr aftur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.