Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 8
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ1983 Kysser I med næsen? Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdottir Kysser I med næsen eftir Iris Garnov er gefin út hjá Höst & Sön og er í flokki bóka sem eru á kápu- síðu kallaðar lær-lös-skáldsögur, sagðar léttar aflestrar og gerast í Danmörku nú. Lögð sé áherzla á spennu og húmor og efnið snerti okkur öll. Skáldsögurnar eru allar skrifaðar af þekktum dönskum ..Bevi(btlos.« De sag de til Hanne. at Iwu var bevidsíies. Hur mAtte læm* síg op ad væggen vtde pá gaisgen, mdeji hui gik md. Da hun áfmede <Wen, var alt hvidt. Ðet eneste der afveg. var Aqis?ia<j.s sorte hár, der fwd ud puden Kysserl næscn? rithöfundum. Að vísu hef ég aldrei lesið bók eftir téða Iris Garnov, en hún getur verið þekkt fyrir það. Og víst er bókin þægileg aflestrar, en húmorinn tröllríður henni svo sem ekki við fyrstu kynni. Þar segir frá ungri danskri stúlku, Hanne, og Grænlendingn- um Aqissiaq sem kynnast þegar foreldrar stúlkunnar taka á móti Aqissiaq við komu hans til Dan- merkur til að ganga í skóla. Gott vinfengi tekst með unglingunum og segir frá því snoturlega. Aqissi- aq mætir þó ekki alls staðar jafn hugljúfu viðmóti, það fer ekki á milli mála, að hinir frjálslyndu Danir og umburðarlyndu setja Grænlendinga skör lægra í mann- félagsstiganum. Á heimili Hanne eru ýmsar sveiflur, í hjónaband foreldra hennar eru komnir brest- ir, bróðirinn leiðist út í sukk og svall og Aqissiaq á í ýmsum erfið- leikum við námið. Heimþráin og hugsanir um fjölskylduna í Græn- landi toga í hann, en þó er ekki að efa, að hann langar einna helzt til að ná að minnsta kosti því að verða viðurkenndur af dönskum og hann langar að leggja sig fram til að úr fordómum dragi. Allar persónur eru ósköp lauslega upp dregnar, sannindin sem Iris Gar- nov ber á borð eru ekki ýkja frum- leg né merk, og ég dreg svo sem í efa, að bók á borð við þessa geri neitt sérlega mikið til að breyta hugarfari Grænlendinga til Dana, og þó náttúrlega sérstaklega Dana til Grænlendinga. Þó er tæpt á ýmsu, sem er akkur í, en hvergi er farið djúpt. Það getur verið að það vaki heldur ekki fyrir höfundi annað en skrifa fljótlesna og þægilega bók. En þá er líka heldur djúpt í árinni tekið að segja að tilgangur lær-lös-bókanna sé að dýpka skilning manna á millum. Ólíklegir elskendur í ólfklegri mynd; Kris Kristofferson og Jane Fonda í Rollover. í kreppu Kvíkmyndir Sæbjörn Valdimarsson AUSTURBÆJARBÍÓ: ROLLOVER. Leikstjóri: Alan Pakula. Handrit: I)avid Shaber. Kvikmyndataka: Guiseppe Kotunno. Tónlist: Micha- el Small. Aðalhlutverk: Jane Fonda, Kris Kristofferson, Hume Cronyn. Bandari.sk, gerð 1981 af Orion/ Warner Bros. Hinn alþjóðlegi fjármála- heimur, peninga- og gullmarkað- arnir, eru ekkert sérlega auðskil- ið fyrirbrigði í íslenskum al- múga. Sem betur fer. Okkur er það meira að segja um megn að þekkja haus frá sporði á því dæmalausa fyrirbrigði sem kall- ast íslenskt efnahagslíf. Og nú, þegar peningamál okkar eru komin í Gordíonshnút, þá býðst skemmtimynd um aðdraganda alheimskreppu. Ja, svei. En Rollover virkar samt ekki á áhorfandann sem hrollvekja né andlegt vandarhögg, til þess er hún alltof losaraleg og efnið of torskilið hinum venjulega kvikmyndahúsgesti, sem fyrr segir. Ánnars fjallar Rollover um auðjöfurinn Lee Winter (Jane Fonda), sem bregst hart við til að bjarga stórfyrirtæki sínu er maður hennar hverfur skyndi- lega af sjónarsviðinu. Sér til fulltingis fær hún einn af banka- stjórum viðskiptabanka hennar, Hub Smith (Krist Kristoffer- son). Nú, þau leita allra ráða að fljóta ofaná ólgusjó viðskipta- lífsins, hvar haldbesti farkostur- inn reynist arabískur olíuauður. Eða þar til Fonda siglir fleyt- unni endanlega í strand og kem- ur af stað nýrri heimskreppu. Minna mátti það nú ekki vera. Þessi efnisþráður og meðferð hans er óttalega þurr og leiðin- legur og lítt áhugavekjandi. Ólíklegt ástaraévintýri hjálpar ekki uppá sakirnar. Ekki bætir heldur úr skák að Kris og Jane falla ekki nógu vel í hlutverkin; Jane full klár og greindarleg til að flækjast inní slíkan blekk- ingarvef og Kris karlinn alltof bóhemalegur til að taka að sér bankastjórahlutverk, jafnvel þótt nauðrakaður sé! Til að forð- ast misskilning skal þess getið að báðir þessir leikarar eru hátt- skrifaður hjá undirrituðum. Hume Cronyn, sá gamalkunni Broadway-leikari, er sá eini sem kemst snyrtilega frá myndinni. Rollover er að sjálfsögðu ágæt- lega gerð mynd tæknilega, enda um dýra Hollywood-framleiðslu að ræða. En því miður er það þungamiðjan, efnið sjálft, sem steytir á. John Lonsdale (Michale Caine) faðmar konu sfna, Anne Lonsdale (Andr- ea Marcovicci). Glufa í veggnum? Kvikmyndír Ólafur M. Jóhannesson Nafn á frummáli: The Hand. Handrit eftir Oliver Stone, byggt á sögunni „The Lizard’s Tail“ eftir March Brandel. Tónlist: James Horner. Myndataka: King Baggot. Framkvæmdastjóri: Clark L. Paylow. . Leikstjóri: Óliver Stone. Fyrsti aðstoðarleikstjóri: Kim Kurumada. Sýningarstaður: Laugarásbíó. Mér skilst að Michael Caine sé fluttur úr fína penthúsinu sínu í London, en þar hafði kappinn alia efstu hæðina í allra fínustu blokkinni. (Hér er átt við blokk sem býður upp á ræstingu, mats- eid og eignavörslu, en sllikar „blokkir" eru hér óþekkt fyrir- brigði enn sem komið er, þrátt fyrir að t.d. eldra fólk kysi vafa- laust að búa í slíkum íbúða- samstæðum.) Nú býr Michael Caine í New York þar sem hann fæst einkum við að leika í mynd- um sem fjalla um sálsýki, yfir- náttúrlega hluti og ofbeldi. (Hver man ekki eftir mynd Bri- an De Palma „Dressed to Kill", sem sýnd var fyrir nokkru í Bíó- höllinni?) Er þá hinn stórgóði breski leikari Michael Caine á niðurleið úr því hann leggur sig eftir myndum sem fjalla um hin lægri svið mannlegrar tilvistar? Það held ég varla. Fremur er eins og Caine hafi varpað af sér þeirri yfirborðsfágun sem fylgir breskri millistétt og horfið aftur til upprunans, sem er að leita meðal erfiðismanna. Caine held- ur jafnvel stíft við „cockneyska" framburðinn. Fannst mér raun- ar hálf ónotalegt hve hreimur- inn greindi hann frá samleikur- unum í nýjustu mynd Laugar- ásbíós „The Hand“. Það var ekki um að villast að hér var breskur leikari á bandarískri jörð. Eins og ég sagði fyrr í grein- inni þá hefir Michael Caine uppá síðkastið sérhæft sig í að leika í myndum sem fjalla um......sál- sýki, yfirnáttúrlega hluti og ofbeldi". „The Hand“ er engin undantekning að þessu leyti, því þar er fjallað um mann sem missir líkamshluta (hægri hönd- ina) en lifir samt áfram eins og heill og óskertur einstaklingur nema hvað persónuieikinn breytist skyndilega. Persónulega finnst mér efni þessarar myndar afskaplega áhugavert. Það er hvort sálin sé bundin líkaman- um eður ei. „The Hand“ svarar þessari spurningu ekki beint en gefur þó í skyn að sálarkraftarn- ir séu svo öflugir að þeir stað- næmist ekki við endimörk hornhimnunnar. Margir hefðu vafalaust óskað að þessi mynd gæfi skýrari vísbendingu um samband líkama og sálar. Að hér væri kveðið upp úr um hvort sál- in sé óháð efnislíkamanum. Því miður þá kveður myndin ekki upp dóm í þessu efni. Hér er að- eins varpað fram spurningum, áleitnum spurningum um sam- band líkama og sálar, um þann möguleika að manneskjan geti lifað áfram þótt efnislíkaminn rotni og samsamist moldinni. Auðvitað vonar maður að svo sé en hver getur verið viss fyrr en á dauðastundinni? Já, það er erfitt að vera efa- hyggjumaður rúinn trú á annað en það sem fyrir augu og eyru ber. Samt fannst mér smá hugg- un að sjá þessa nýjustu mynd Michael Caine, því þar er vott- fest að maður sem hefur misst lim finnur til í hinum horfna lík- amshluta rétt eins og hann væri enn til staðar. Ef sálin er óað- skiljanlegur hluti likamans gæti þetta þá átt sér stað? Hlyti þá tilfinningin í hinum horfna lík- amshluta enn að hverfa á samri stundu og hann færi brott, eða í það minnsta að elta líkamshlut- ann uppi og dvelja þar sem hann dveldist? Nú deyr horfinn lík- amshluti í flestum tilfellum. Er þá ekki rökréttast að álykta að manneskjan missi tilfinninguna fyrir líkama sínum í heild þegar hann deyr. Ekki þarf svo að vera úr því manneskjan skynjar áfram horfna líkamshluta eins og þeir voru í lifanda lífi. Því skyldum við ekki alveg eins geta lifað áfram úr því við getum misst höndina en samt haldið henni í sálrænum skilningi? Nýjasta kvikmynd Caine, „The Hand“, fær ekki Öskarsverðlaun. Til þess er hún of persónuleg og hasarkennd. Samt stendur Caine sig ágætlega og kvikmyndatöku- stjórn King Baggot er fagmann- leg. Þá ber þess að geta að ráð- gjafi varðandi geðlæknisfræði- leg atriði er Stuart Lerner pró- fessor við UCLA í Kaliforníu. Ráðleggingar prófessors Lerner komast vel til skila í myndinni í þeim texta er Brian Ferguson sálfræðingur og geðlæknirinn (sem Viveca Lindfors leikur) flytja. Ég ætla ekki að rekja frekar þann texta en þar er velt upp ýmsum spurningum varð- andi samband sálar og líkama og sambandsleysi. Nú kunna sumir að halda að allt þetta kjaftæði kvikmyndagagnrýnandans um sál og líkama í tengslum við nýj- ustu mynd Laugarásbíós „The Hand“ þýði að þar í bíóinu sé nú boðið upp á andafund. Svo er ekki því hér er eigi trú staðfest, fremur að bent sé á glufu í veggnum. Gott, verra, verst Meat Loaf Midnight at the Lost and Found EPIC EPC 25243 „Midnight at the Lost and Found" heitir nýjasta plata fitu- hlussunnar Meat Loaf. Piltinn þarf ekki að kynna. Hann var gífurlega vinsæll hér fyrir nokkrum árum með stórgóðri plötu sinni „Bat Out of Hell“. Við hana er þó það að athuga að maðurinn á bak við alla tónlist- ina var Jim nokkur Steinman. Hlutur hans í plötunni er stór og heyrist það best þegar hlustað er á nýju Bonnie Tyler- plötuna. Áður en næsta plata þeirra fé- laga kom út slitnaði það sam- starf og platan kom út án þess að Jim væri með. Platan var ekki svipur hjá sjón þrátt fyrir að hún væri í anda fyrri plötunnar. Jim gafst ekki upp þrátt fyrir ósamlyndi hans við Meat Loaf og sendi frá sér plötu á eigin nafni. Platan sú er hinn hræðilegasti gripur að öllu leyti nema einu. Með henni fylgdi lítil plata sem hafði að geyma hreint afbragðs gott lag sem heitir „Rock’n’- Roll Dreams Come Through". Á „MATLAF" hefur Meat Loaf endanlega losað sig við tón- listina sem er á tveimur fyrstu plötunum. En það sem tekur við er ekkert til að hrópa húrra fyrir. Lögin koma hvert úr sinni áttinni og heildarsvipur plöt- unnar er sundurlaus. „You Never Can Be Too Sure about the Girl" er misheppnaður popp-rokkari á ameríska vísu, í „Don’t You Look at Me Like That“ syngur Dale K. Rossington dúett með honum og hefur slíkt verið gert helmingi betur áður. „Razor’s Edge“ er lýsandi dæmi um stærsta galla plötunnar. Gítarinn er hafður alltof aftarlega í hljóð- blönduninni og fyrir vikið vant- ar kraftinn í lagið. Þetta lag er ekki það eina sem nefna má, því öll eru þau svona að síðasta lag- inu undanskildu. Þar fer gamall Chuck Berry-rokkari sem heitir „The Promised Land“. Gott lag í la la útsetningu, en eykur gildi plötunnar ekki neitt. Ofaná þetta leggst síðan sú staðreynd að lögin sem reynt er að vinna úr eru í flestum tilfellum hvorki fugl né fiskur. Og ef pilturinn ætlar að skapa sér varanlegt nafn þá ætti hann að útvega sér eitthvað bitastæðara. Fyrir nokkrum mánuðum sáum við Meat Loaf í þætti sem sjónvarpið sýndi og þar olli hann gífurlegum vonbrigðum fyrir hreint afleitan söng. Það væri ekki sangjarnt að segja það sama um sönginn á „MATLAF" en betur söng hann með Ted Nugent á „Free for ali“ en hann gerir á þessu nýja afsprengi. FM/AM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.