Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1983 MARGT BER VIÐ ÁÖKUFERÐ m BRESKAR BYGGÐIR Stóra Bretland er í rauninni fremur smátt land. Þó hefur það orðið vettvangur margra og mikilla atburða á umliðnum tveim árþúsundum. Saga og hefðir marka því hvern blett. Þess vegna er ökuíerð um breskar byggðir svo hrífandi. Sífellt er einhvers ánœgjulegs að vœnta. Við sveitavegina kúra syíjuleg lítil þorp, en þar gnœfa líka myndarleg óðalssetur breska sveitaaðalsins og rústir fornra klaustra og kastala. Og vandalaust er að komast um. Hvort sem ekið er á hraöbrautum eða hljóólátum hliðarvegum venst vinstri umferðin bœði fljótt og vel. Dómkirkjuborgir eru hvarvetna í landinu. York er dœmigerð. Höíuðkirkjan er írá 13. öld. Þröngu gömlu göturnar eru líka lallegar, t.d. Shambles. í verslunum þar má íá margan góðan gripinn - bœkur, myndir, tiskutatnað, íornmuni, skartgripi, leðurvörur, glervörur og postulín. Annað sem undrar þig ef til vill er hve alúðlegir Bretarnir eru. Fáðu þér hressingu á einhverri kránni við veginn. Áður en varir ertu kominn í pílukast við heimamenn. Gistirými fœrðu auðveldlega á hóteli til sveita eða í þorpskránni. Einnig er gott ráð að stansa þar sem .Bed and breakfast. skilti stendur í glugga eða hangir á garðshliði. Á þann hátt kynnist þú fólkinu, fœrð gott rúm að sofa í og ekta breskan árbít nœsta morgun: beikon, egg, ristað brauð og marmelaði með kaífi eða te. Háskólabœirnír eru traegir um víða veröld. Á heitu síðdegi er notalegt að verða sér úti um bát og láta reka niður ána Cam meðíram öllum Cambrldge háskólunum sem standa á árbakkanum. FARSKIP A EIGIM bIl um bretlamd Á eigin bil ertu írjáls íerða þinna og útgjöldunum rœður þú mikið til sjálíur, - rétt eins og hér heima. Þú ekur um borð í ms. Eddu, - og íerðin er haíin. í Newcastle ekur þú í land.: Allt Bretland liggur að íótum þér. ÓKEYPIS EINTAK AF UPPLÝSINGUM BRESKA FERÐAMALARAÐSINS, LEIÐA- LÝSINGAR, KORT OG HVERS KONAR FERÐAAÐSTOÐ: SIMI 25166.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.