Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 30
70 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1983 safjörður er miðstöð ferðamannaþjónustunnar á Vestfjörðum. Hér sést yfir gamla kaupstaðinn. Náttúrufegurð er víða mikil á Vestfjörðum. Þeari mynd er tekin rið Hornbjarg. Ferðaskrifstofa Vestfjarða: Vestfirðir mikið til ónum ið land fyrir ferðamenn „FERÐASKRIFSTOFA Vestfjarða var stofnuð fyrir um það bil einu og hálfu árí. Eigendur eru Flugleiðir hf„ biejarsjóður Isafjarðar, Ferðaskrifstofan Úrval, Alþýðusamband Vestfjarða og fleiri, allt í allt tíu aðilar,“ sagði Reynir Adolfsson, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Vestfjarða, þegar Morgun- blaðið forvitnaðist um rekstur fcrðaskrifstofunnar og ferðamöguleika á Vest- fjörðum. „Aðaltilgangur ferðaskrifstof- unnar er að auka fjölbreytni í ferðamálum Vestfirðinga, þ.e.a.s. að auka ferðalög útlendinga og ís- lendinga um Vestfirði. Síðastliðið sumar var nokkurs konar byrjun og stóð þá ferðaskrifstofan fyrir sex ferðum norður á Hornstrand- ir. Nú þessa dagana er að koma út ferðabæklingur, þar sem ferðir þær sem ferðaskrifstofan stendur fyrir I sumar verða kynntar. Stefnt er að því að bjóða upp á einhverjar ferðir á hverjum degi frá 15. júní fram í byrjun sept- ember. Skoðunarferðir um bæinn ísa- fjörð eru nú teknar upp í fyrsta skipti og er farið um bæinn og saga hans rakin. Farið verður til Bolungarvíkur og alla leið út í Skálavík, vík sem nú er komin í eyði. Yfir hásumarið verður boðið upp á sólarlagsferðir og er þá boð- ið upp á kaffi og meðlæti úti í náttúrunni. Fagranesið mun sigla um ísa- fjarðardjúp tvo daga vikunnar og í tengslum við þær ferðir býður ferðaskrifstofan farþegum upp á að aka inn Djúpið aðra leiðina að morgni og að taka síðan bátinn frá Reykjanesi til baka. Þá er í sam- vinnu við flugfélagið Erni boðið upp á útsýnisflug um Vestfirði. Hornstrandaferðir verða í sumar eins og í fyrrasumar og verður boðið upp á helgarferðir í Aðalvík og Hornvík, en einnig lengri gönguferðir, 5—10 daga. Allar ferðir norður á Hornstrand- ir eru með fararstjórum. Það sem aðallega er verið að reyna hérna með rekstri ferða- skrifstofunnar er að bjóða ferða- mönnum og þá ekki síður Islend- ingum en útlendingum upp á hag- kvæmar ferðir um Vestfirði og að kynna Vestfirði sem ferðamanna- stað. Þetta eru fyrstu skrefin sem verið er að stíga, það voru engar slíkar skipulagðar ferðir hér áður en ferðaskrifstofan tók til starfa. Við reynum að nýta þau sam- göngutæki sem fyrir hendi eru og tengja þau saman, eins og til dæmis Djúpbátinn, Vestfjarðaleið og flug um Vestfirði. Hvað rekstur ferðaskrifstofunn- ar almennt snertir að öðru leyti, þá erum við með umboð bæði fyrir Samvinnuferðir og Úrval í sam- bandi við sólarlandaferðir. Við höfum því upp á marga möguleika að bjóða til utanlandsferða fyrir Vestfirðinga. Um undirtektir við rekstri ferðaskrifstofunnar frá þvi að hún var stofnuð má segja, að þær hafi verið mjög jákvæðar. A síðast- liðnu ári gekk reksturinn eins og til var ætlast og jafnvel betur og árið í ár hefur byrjað mjög vel. Við erum með í undirbúningi núna bækling með upplýsingum um alla Vestfirði, sem við vonum að komi á markaðinn i endaðan apríl, þar sem hver og einn bæjarkjarni er tekinn fyrir og kynntur. Þar verða einnig göngukort og bæjarkort frá hverjum þéttbýliskjarna og upp- lýsingar um þjónustu á hverjum stað fyrir sig, auk náttúrulýsinga frá ýmsum stöðum á Vestfjörðum. Þá munum við auðvitað setja saman pakka með ferðum og gist- ingu eftir óskum hvers einstakl- ings. Þar getur verið um mikla fjölbreytni að ræða. Hér á Isafirði erum við til að mynda með gist- ingu sem spannar allar þarfir ferðamanna, allt frá farfugla- heimili upp mjög fullkomna gisti- aðstöðu fyrir ferðamenn. Við munum í sumar hafa manneskju staðsetta á flugvellinum á ísafirði, sem taka mun á móti ferðamönn- um þar og leiðbeina þeim um það sem þeir kunna að þarfnast og óska eftir. Síðar meir eru i undirbúningi ferðir um aðra hluta Vestfjarða, til að mynda um Barðaströndina, þar sem eru mjög margir fallegir og sérkennilegir staðir eins og til dæmis Látrabjarg og þar er líka allur Breiðafjörðurinn aðgengi- legur. Með þessum rekstri hér á Vest- fjörðum erum við að nema ónumið land og þar bíða ótal verkefni. Til dæmis grunar mig að margir ís- lendingar, sem þó kannski telja sig hafa farið víða um landið, hafi alls ekki komið til Vestfjarða og það er verkefni út af fyrir sig að benda þeim á þá fallegu náttúru, sem hér er og þeir hafa látið fram- hjá sér fara. En náttúran hér er mjög viðkvæm og við verðum að fara að öllu með gát,“ sagði Reynir að lokum. MURFILL KLÆÐNINGIN TEYGJANLEGA bítur sig viö undirlagiö og vinnur meö því ár eftir ár. er vatnsþétt. er samskeytalaus. harönar ekki og hrekk- ur því ekki í sundur. hindrar aö vatn komist í gegn. • hindrar aö vatn leiti inn í sprungur. • andar og hleypir út raka án þess aö leka. • er ódýrari. • er í mörgum litum. Hugsaðu þig vel um áður en þú velur nokkuö annað. S. SIGURÐSSON HF. Hafnarfirði — Símar 50538 & 54535 r Frá Afengisvarnarráöi Skýrslan sem stung- iö var undir stól Merk skýrsla er nýkomin út í Stokkhólmi. Hún fjallar um áfengismál á Bretlandi og ber nafnið „Alcohol Policies in the United Kingdom". Undarlegt má virðast að skýrsla þessi skuli gefin út í Stokkhólmi. En það er upphaf þess máls að sérfræðingar ríkis- stjórnarinnar bresku í félags- málum (The Governments Central Policy Review Staff), tóku saman skýrslu um ástandið í áfengismálum og áfengismála- stefnu Breta. Skýrslan var gerð fyrir stjórn Verkamannaflokks- ins og henni lokið f maí 1979. Niðurstaða sérfræðinganna var sú, að brýn nauðsyn væri að koma í veg fyrir að áfengis- neysla Breta héldi áfram að aukast og voru tillögur um að- gerðir þar að lútandi bornar fram. Þetta þóttu stjórnmála- mönnum vafasamar tillögur, kosningar voru á næsta leiti og útgáfu skýrslunnar frestað fram yfir þær. Þeim lyktaði með sigri íhaldsmanna og nýja stjórnin ákvað að birta ekki skýrslu sér- fræðinganna. Margrét Tatcher lýsti því yfir I fyrirspurnartíma í Neðri-deild breska þingsins í nóvember 1979. Niðurstöður vísindamann- anna, sem skýrsluna sömdu, eru í samræmi við það álit Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar (WHO), að beint samband sé milli heildarneyslu áfengis og tjóns af völdum efnisins; og neyslan sé ýmsu háð, m.a. við- horfum manna og ekki síður þvf hversu auðvelt sé að komast yfir áfengi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.