Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 20
60
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1983
Halldór Kiljan Laxness,
kvikmyndaframleiðendur o.fl.
eftir Onnu
Þórhallsdóttur
Þann 19. marz sl. ritar hið
fræga skáld, Halldór Kiljan Lax-
ness, grein í Morgunbl. með fyrir-
sögn „Þjóðsöngur í mútum“. Aður
hafði hann skrifað í sama blað þ.
7. des. 1982 grein með yfirskrift
„Enn vantar þjóðsönginn", um
sama efni. Báðar þessar greinar
eru ádeila á íslenska þjóðsönginn
„Ó, guð vors lands", eftir lista-
mennina góðu Matthías Joch-
umsson og Sveinbjörn Svein-
björnsson. í seinni greininni
sendir skáldið háttv. Alþingi tón-
inn og ávítar það fyrir að sam-
þykkja lög honum til verndar og
telur að það hafi verið nægilegt að
styðjast við Bernarsáttmálann
sem íslendingar eru aðilar að.
Þessi alþjóðasáttmáli lögverndar
ritverk höfunda. Höfundarrétt
sinn fengu íslendingar árið 1972.
Hér bendi ég á að hvorki Bernar-
sáttmálinn né íslensku höfunda-
lögin fullnægðu því hlutverki að
geta aftrað frá því gerræði að
þjóðsöngurinn íslenski lenti i illa
meðferð og til vansæmdar í
kvikmynd Hrafns Gunnlaugsson-
ar, „Okkar á milli í hita og þunga
dagsins", ásamt samnefndri
hljómplötu. Margar skrumskæld-
ar útgáfur af þjóðsöngnum og
fleiri þekktum íslenskum sönglög-
um eru enn í fullum gangi í þess-
ari framleiðslu hans. Heiti ég á
viðkomandi ráðamenn í stjórnar-
ráði íslands að sjá um að þjóðfán-
inn og þjóðsöngurinn verði hið
bráðasta fjarlægðir úr nefndri
kvikmynd og að hljómplatan verði
gerð upptæk, bæði í heildsölu og
smásölu. Leiðinlegra og hættu-
legra bull og garg er tæpast hægt
að finna á plötumarkaðinum, þó
annað á því torgi sé ekki allt í
sómanum.
Við það að sýningar á nefndri
kvikmynd haldi áfram, með þeim
ágalla sem nefndur hefir verið,
verða æ fleiri vitni að höfunda-
lögbrotum. Rithöfundar og tón-
skáld eru þarna sviptir sæmdar-
rétti sínum. Verk þeirra eru sýnd
brengluð. íslendingar völdu sér
sjálfir þennan fagra þjóðsöng,
þeim ber að vernda hann. Margir
góðir íslendingar hafa ritað um
þetta efni, það er þjóðerniskennd
sem hefir blásið lífi í brjóst þeirra.
Tvær svargreinar Péturs Magn-
ússonar hafa ríkulega auðkennst
af þessari kennd.
Eftir Morgunblaðsgrein mína þ.
11. marz sl. sem bar yfirskriftina
„Fagna ber lögunum um þjóðsöng-
inn“, þóttist ég fullviss að eftir að
hafa ritað fjórar greinar um þetta
efni væri hlutverki mínu lokið. Þá
kom fram eftirspil skáldsins á
Gljúfrasteini sem fleiri en einn
þurfa að svara.
Hinn 19. nóvember 1982 var lagt
fyrir Alþingi stjórnarfrumvarp,
þjóðsöng íslendinga til verndar.
Það var síðan samþykkt 28. febrú-
ar 1983, á 105. löggjafarþingi þjóð-
arinnar. Þeir sem sömdu frum-
varpið voru lagaprófessorarnir
Gunnar G. Schram og Gaukur
Jörundsson, að ósk Gunnars
Thoroddsen, forsætisráðherra.
Flestir íslendingar glöddust yfir
því að þjóðsöngurinn hafði öðlast
sérlög sem fyrirbyggja áfram-
haldandi skemmdarverk á honum.
Lögin verka ekki afturfyrir sig,
á því hefir kvikmyndaframleið-
andinn flotið til þessa.
Háttvirtur menntamálaráð-
herra hefði getað afstýrt að sögn,
að sýningar hæfust á nefndri
kvikmynd, en vegna ráðlegginga
þriggja tónskálda ásamt fleiri
listamönnum sem voru ráðgjafar,
var ekki talin ástæða til aðgerða.
Listamennirnir sögðust vilja frelsi
í listsköpun sinni. í þessu tilefni
skapaði frelsið sársauka hjá heilli
þjóð. Ætli það sé þörf á eftirliti
við kvikmynda- og hljómplötuiðn-
aðinn?
Nú sný ég mér að stórskáldinu,
góðkunningja mínum H.K.L., og
ætla að malda í móinn eftir
fremstu getu. Greinar hans tvær
eiga það skilið að ekki sé þagað
um þær. Á Hornafirði hitti ég
skáldið á unglingsárum og höfum
við verið kunningjar síðan og rek-
ist á víða eins og skip í siglingum.
í bókaskáp mínum er áletraður
„Brekkukotsannáll" og frá mér
hefir hann fengið ljósmyndir, þar
á meðal sólmyrkvamyndina mína
frægu sem ég nefni „Betlehem-
stjörnu". Með það í huga að kunn-
Notið
tækifæríð
í eina viku!
SÚPER HLBOÐ
Holda nn
Kjúklingar
Stórir 7J
Unghænur
AÐEINS
AUSTURSTRÆTI 17
STARMÝRI 2
Meðalævi
*
Islendinga
lengist
MEÐALÆVI íslendinga lengist
stöðugt. Á árunum 1976—1980 var
meðalævi karla 73,5 ár, en var 71,6
ár á tímabilinu 1971—1975. Meðal-
ævi kvenna á fyrrnefndum tímabil-
um var 79,5 ár og 77,5.
Á árunum 1850—1860 var með-
alævi íslenzkra karla um 31,9 ár
og meðalævi kvenna um 37,9 ár.
Síðan hefur meðalævin stöðugt
verið að lengjast. Hún var 44,4 ár
hjá körlum og 51,4 ár hjá konum á
árunum 1890—1901. Síðan hækk-
aði meðalaldur í 52,7 ár hjá körl-
um og 58,0 ár hjá konum á tíma-
bilinu 1911-1920.
Á árunum 1941—1950 var með-
alævi karla orðin 66,1 ár, en með-
alævi kvenna 70,3 ár. Á árunum
1966—1970 var meðalævi karla um
70,7 ár, en meðalævi kvenna um
76,3 ár.
.Klæðum og bólstrumj
>gömul húsgögn. Gott'
úrval af áklæðum
BÓLSTRUNÍ
: ÁSGRÍMS, '
Bergstaðastræti 2,
' Sími 16807.
TJöfðar til
X Xfólks í öllum
starfsgreinum!
Anna Þórhallsdóttir
ingsskapur er í hættu, er mér
nokkur vorkunn. Hann getur
sjálfum sér um kennt með ógæti-
legum skrifum og hugleiðingum.
Ég mun beina spjótum mínum
aðallega að síðari grein hans, þó
hin fyrri sé einnig undir minni
smásjá. Þetta krukk skáldsins í
þjóðsönginn hefir án efa verið
mörgum ógeðfellt. Þjóðsöngurinn
„Ó, guð vors lands" hefir náð til
margra jarðarbúa og er talinn
fullkomið listaverk. Ég hefi átt því
láni að fagna að vera sópran-
söngkona í þremur úrvalskórum í
marga áratugi, þeim sem skáldinu
hefir verið tíðrætt um. Kórar
samanstanda af einstaklingum.
Söngvarar sem þar syngja geta
sungið öll kórlögin sérstætt. Menn
geta sungið þjóðsöng íslendinga ef
þeir yfirhöfuð syngja. Með dálitl-
um skalaæfingum nær t.d. hver
sópransöngrödd upp á fís eða g á
tvístrikaðri áttund, án mikillar
fyrirhafnar. Nú eru margir kórar
á íslandi með menntaða söng-
stjóra sem mennta hvern kórfé-
laga til þess að gera hann færari í
starfi. Þessir stjórnendur ættu
sem fyrrum að hafa sem oftast
þjóðsönginn í lok söngskrár sinn-
ar. Það mætti vera mælikvarði
góðrar söngmenntunar í landinu.
Ohæfur sem þjóðsöngur segir
skáldið sem hér er talað til.
Það er enginn einstaklingur sem
gefur forskrift að þjóðsöngvum.
Ljóð og lag höfðar til hugmynda
þeirrar þjóðar sem hefir kosið sér
hann og vissulega hefir íslensk
þjóð sett sér markið hátt. Fáir
vildu missa ánægjuna af því að
hlýða á þjóðsönginn á hátíðum og
sunnudagskvöldum. í fjölmiðlum
er hann oftast fluttur í hljóm-
sveitarbúningi. Tignarlegastur er
hann í blönduðum kór.
Þá er að tala um greinina með
upphrópun: „Enn vantar þjóð-
sönginn". Þau hróp eru algjörlega
tilgangslaus. Það vita allir sem
sungið hafa á íslandi. Ég byrjaði
að syngja í Reykjavíkurkórnum
árið 1928. Við grein mína þ. 11.
marz sl., átti að birta mynd af
þjóðsöngnum og þjóðfánanum sem
varðveitzt hefir frá árinu 1919 eða
1920 í myndasafni fjölskyldu
minnar. Þar sést þjóðsöngurinn
með prentuðum nótum. Því miður
er þessi heimildarmynd ekki nógu
skýr til prentunar í blaðið. Loka-
kaflinn í nefndri grein minni átti
að fylgja þessari mynd, hún var
fjarlægð en af vangá stóð kaflinn
eftir. Prentsmiðjupúki skaut upp
kollinum. Listamaðurinn, sem
gert hefir myndina, auðkennir sig
með nafninu M. Einarsson, meira
veit ég ekki. Hún stendur senni-
lega f sambandi við atburðinn 1.
des. 1918, þegar Sigurður Eggerz,
ráðherra, var fyrstur manna til að
draga fullveldisfánann að húni á
Stjórnarráðshúsinu í Reykjavík.
Árið 1919 var þjóðfáninn staðfest-
ur með konungsúrskurði af Krist-
jáni X. konungi Danmerkur og ís-
lands. Krossfáni vor kom fyrst
fram árið 1915, hann var staðfest-
ur af konungi sem sérfáni. Þá
heyrðu menn talað um stúdenta-
fánann, enda börðust stúdentar
hart fyrir fánamálinu. Loks árið
1944 kom lýðveldisfáninn. Allt var
þetta sami fáninn og við höfum f
dag. Lögun og form hið sama, en
blái liturinn var upphaflega eins
og myndin frá árinu 1919 sýnir.
Hann er frekar ljósblár eins og
þegar himinn er heiður og blár.