Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1983 63 Sveinn Finnbogason t.h. og Örn Ólafsson, eigendur hins nýja fyrirUekis Stoð hf. Ljósmynd Mbl. „Sérhæfum okkur í fram- leiðslu og innflutningi stoðtækja fyrir fatlaðaa — segir Sveinn Finnboga- son annar eiganda Stoðs hf. „VIÐ SÉRHÆFUM okkur i fram- leiðslu og innflutningi á ýmiss konar stoðtaekjum fyrir fatlaöa og á ég þar við Ueki eins og gerviútlimi, spelkur, hálskraga, innlegg og bakbelti svo eitthvað sé nefnt,“ sagði Sveinn Finn- bogason í samtali við Mbl., en hann hefur ásamt félaga sínum Erni Ólafs- syni stofnað nýtt fyrirtæki í Hafnar- fírði, sem heitir Stoð hf. Það kom fram í spjallinu við Svein, að þeir félagarnir væru báðir menntaðir stoðtækjasmiðir frá Sví- þjóð og hefðu verið starfandi hér á landi um árabil. „Við höfum áhuga á að reyna fyrir okkur með eigið fyrir- tæki, enda er ég þeirrar skoðunar, að markaður sé fyrir fleiri en nú eru starfandi," sagði Sveinn. Aðspurður sagði Sveinn, að gríð- legar breytingar hefðu orðið á þess- ari iðngrein á seinni árum, sérstak- lega með tilkomu nýrra mun meðfærilegri efna. „Ný plastefni auðvelda okkur starfið mjög mikið og gera hlutina yfirleitt betri en áð- ur var. Áður fyrr notuðum við aðal- lega járn og tré í starfi okkar og gat þá farið ótrúlega langur tími í að forma litla hluti, sem tekur skot- stund í dag“. Fyrirtæki þeirra félaga Sveins og Arnar er til húsa að Trönuhrauni 6 í Hafnarfirði. Samkeppni flugvélafram- leiðenda fer harðnandi — Thai Airlines samdi við Airbus eft- ir miklar viðræður við þá og Boeing RÍKISFLUGFÉLAGIÐ Thai Airlines í Thailandi tilkynnti í liðinni viku, að stjórn fyrirtækisins hefði ákveðið að ganga til samninga við Airbus-flug- vélaframleiðendurna evrópsku um endurnýjun flota félagsins, en undan- farnar vikur hafa farið fram miklar viðræður félagsins annars vegar við Airbus og hins vegar við Boeing- verksmiðjurnar bandarísku. Með auknum erfiðleikum flugfé- laga almennt á síðari árum hefur a útflutningsskýrslna svo og að sjá um endursendingar. „Þetta er liður í þeirri viðleitni okkar að geta veitt viðskiptavin- um okkar alla hugsanlega þjón- ustu hvað varðar flutning, þjón- ustu og pappírsgerð frá „húsi til húss“. Víðast hvar erlendis sjá flutningsmiðlarar alfarið um gerð tollskýrslna og annað sem tolli viðkemur, er hérlendis hafa inn- og útflytjendur að mestu leyti séð um þetta sjálfir og munu eflaust flestir halda því áfram. Margt bendir þó til þess að í framtíðinni muni sérstakir aðilar, s.s. flutn- ingsmiðlarar í auknum mæli sjá um þessa þjónustu, enda ætlast tollstjóraembættið til þess í aukn- um mæli að inn- og útflytjendur skili fullgerðum og réttum toll- skýrslum og öðrum þeim pappír- um, sem tilheyra án nokkurrar upplýsingaþjónustu frá þeim,“ sagði Steinn. Steinn sagði að í beinum tengsl- um við þessa auknu þjónustu, hefði Jón Bjarni Bjarnason verið ráðinn til starfa hjá fyrirtækinu, en hann hefur um árabil unnið að flutningamálum og tengdri þjón- ustu við inn- og útflytjendur og er því öllum hnútum vel kunnugur. „Hann mun, ásamt því að vinna að sölumennsku vegna flutninga er- lendis, hafa yfirumsjón með allri tollskýrslugerð, endursendingum og öllu því, sem viðvíkur þjónustu við inn- og útflytjendur gagnvart tollstjóraembættinu," sagði Steinn Sveinsson, framkvæmda- stjóri Flutningamiðlunarinnar að síðustu. eftirspurn eftir nýjum vélum stór- lega minnkað, sem hefur gert flug- vélaframleiðendum mjög erfitt fyrir. Sérfræðingar Wall Street Journal um flugmál segja þessa samningahrotu dæmigerða um ástandið. Hreinlega allt hafi verið lagt undir til að ná samningum, þótt aðeins sé um tvær vélar að ræða til að byrja með. Vélarnar tvær, sem Thai Airlin- es fær afhentar á árinu 1985 eru af gerðinni A-300—600, sem eru endurhannaðar vélar, sem eru ný- lega komnar í framleiðslu. Það sem stjórn fyrirtækisins setti á oddinn, að sögn talsmanns fyrirtækisins, var sú staðreynd, að hönduglegra er að flytja vörur í Airbus-vélun- um, en hinum nýju Boeing 767—200-vélum, sem einnig voru inni í myndinni. Sérfræðingar um flugmál telja þennan samning ekki aðeins vera mikilvægan fyrir Airbus að því leyti að Thai Airlines ákvað að eiga viðskipti við þá, heldur geti hann haft veruleg áhrif á flugfélög al- mennt í þessum heimshluta, en þau hafa töluvert fylgt hvert öðru í þessum efnum. í upphafi hafði Thai Airlines undirritað samning við Airbus með fyrirvara, en þegar ljóst var að ein- hver seinkun yrði á afhendingu vél- anna, ákvað Thai Airlines að rifta samningnum og leita eftir samn- ingum við Boeing. Skömmu síðar gaf talsmaður Boeing út þá yfirlýs- ingu, að „samningur aldarinnar“ hefði verið undirritaður milli félag- anna, sem gefur óneitanlega ákveðna vísbendingu um mikilvægi þessa samnings. Airbus-menn voru hins vegar ekki af baki dottnir og sendu menn til viðræðna á nýjan leik og þá á þeim nótunum, að ákveðinn afsláttur gæti vel komið til greina. Endirinn varð síðan sá eins og áður sagði, að Thai Airlines ákvað að ganga endanlega til samninga við Airbus. Frá Sydney í Ástrsalíu skrifar 34 ára húsmóðir. Hefur áhuga á tón- list, tennis, garðyrkju og fleiru, auk bréfaskrifta. Vill eignast pennavini á íslandi: Mrs. Suzanne Violet, 58 Albert Street, Guildford, New South Wales, Australia 2161. Sextán ára piltur í Ghana vill skrifast á við 13—28 ára Islend- inga af báðum kynjum. Hefur margvísleg áhugamál: Godfrey Ato Aggery, M.D.C.C. Box 23, Breman Esiam, Ghana. Sautján ára finnsk stúlka með margvísleg áhugamál: Marja-Liisa Koskenkorva, Pyykönkatu 5B 23, 94830 Kemi 83, Finland. Frá Ghana skrifar 24 ára karl- maður með ýms áhugamál: Akwasi Awuah Amankwah, c/o Mr. J.C.Kaiyah, Cape Coast Castle, Ghana. Sautján ára japönsk stúlka með lestraráhuga: Miho Nakazima, 794-5 Miyazimashinden, Fuji City, Shizuoka, 416 Japan. Frá Frakklandi skrifar 23 ára karlmaður sem vill eignast ís- lenzka pennavini, sem skrifa á frönsku: Gervais Vandepoel, 15 rue du General de Gaulle, 66110 Palalda, France. Fimmtán ára japönsk stúlka með tónlistaráhuga: Mine Yoshida, 504 Yuko family mansion, 5-3, 3-chome Yukocho, Chiba city, 280 Japan. Átján ára stúlka í Ghana með áhuga á tónlist, ferðalögum o.fl.: P.O.Box 728, Oguaa, Ghana Fjórtán ára vestur-þýzk stúlka, hefur hin ólíklegustu áhugamál: Katja Kramer, Stubbenweg 7a, D-2900 Oldenburg, W-Germany. Frá Suður-Afríku skrifar 21 árs piltur með áhuga á tónlist, bók- lestri, kvikmyndum o.fl.: Piotr Nerent, „Clovelly Apartments", 43 OTReilly Road, 2198 Berea, Johannesburg, Rep. of South Africa. Sautján ára stúlka i Ghana með áhuga á sundi, dansi, lestri og tónlist: Cecilia Toffah, A 19/4 Buckman Avenue, Gegem, Cape Coast, Ghana. Frá Belgíu skrifar knattspyrnu- áhugamaður er vill skrifast á við sína líka hér á landi. Hann getur ekki um aldur: Mieke Vissers, Brechtsebaan 97, B-2130 Brasschaat, Belgium. Mjúkar plötur undir þreytta faatur To*. „Rðttardam" Prufu-hitamælar + 50 til + 1000 C í einu tæki meö elektrón- ísku verki og Digital sýn- ingu. ^ötinrfiaKLCgiiuiir <J6ini©©©in) VESTURGOTU 16 - SÍMAR 14630 - 21480 mn 2000 NYJA STRAUMLÍNAN SLÆR ALLT ANNAÐ RAFLAGNAEFNI ÚT! Heimilístækl hf HAFNARSTRÆTI3 - 20455- SÆTÚNI8-15655 Ný kynslóð Vesturgötu 16, sími 13280.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.