Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 14
54
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ1983
Ævintýri
fyrir sælkera
Einu sinni bjó afbragðs kokkur í Austurlöndum nær.
Hann hóf að baka brauð með fyllingu úr kjöti og
grænmeti. Rétturinn sló í gegn svo um munaöi.
Löngu seinna barst uppskriftin í gegnum grískan
kokk upp til íslands. Og auðvitað sló pítan, eins og
rétturinn heitir, samstundis í gegn. Um það vitna
fastagestir Pítunnar á Bergþórugötu. Og það er eng-
inn smáhópur. Ef þú smakkar pítu þá ert þú sam-
stundis kominn í þann hóp.
Pítan er fyllt með:
Lauk, papriku, tómötum, gúrkum og dressing.
Og þú ræður hvort hún er framreidd með:
• buffi • kótilettum • fiski eöa • kjúklingi
PÍTAN
Bergþórugötu 21
sími 13730
Erum fluttir —
Höfum stækkað
Háberg hf. hefur opnaö nýja varahlutaverslun
undir nafninu Bílaland, í Skeifunni 5, suöur-
enda.
Meö tilkomu þessarar nýju verslunar getum viö
boöiö enn betri þjónustu viö stórbættar aö-
stæöur.
Auk varahluta í rafkerfi bifreiöa, þá bjóöum viö
fjölbreyttara úrval almennrar rekstrarvöru fyrir
bíla. Góö staösetning. Næg bílastæði fyrir allar
stæröir bíla.
Veriö velkomin.
Bílaland — Háberg hf.
S: 84788 — S: 33345
Metsölubiad á hverjum degi!
Um Reykjavíkurhöfh og
viöskiptavini hennar
Stjórnsýsla á villigötum
eftir Jónas Haralds-
son lögfrœðing
Á síöustu árum hafa umræður
manna beinzt mjög að því, hver sé
staða einstaklingsins gagnvart
ríkisvaldinu og stöðugri ásælni
þess, þá einkum hvernig hið
opinbera hefur seilzt æ dýpra í
vasa borgaranna í formi krafna
um hærri skatta og hærri þjón-
ustugjöld fyrir þjónustu, sem
stofnanir þess og fyrirtæki veita
borgurunum.
Ekki ætla ég mér hér að fjalla
um þann þáttinn, hvað sé eðlilegt
og sanngjarnt að skattar og þjón-
ustugjöld skuli vera há og hvað
hið opinbera eigi að taka til sín af
fjármunum borgaranna í einu eða
öðru formi.
Á hinn bóginn vil ég leyfa mér
að fara hér nokkrum orðum um
þann þátt þessa máls, sem snýr að
innheimtu þessara gjalda til hins
opinbera eða öllu heldur skoða
nánar, hvaða aðferðum opinberir
þjónustuaðilar mega og geta beitt
til þess að innheimta greiðslur
fyrir sína þjónustu.
Eins og kunnugt er, þá hafa
þessir opinberu þjónustuaðilar,
svo sem síminn, rafmagnsveiturn-
ar o.fl., vissar innheimtuheimildir
til að grípa til, ef vanskil verða á
greiðslum. Standi menn ekki i
skilum, þá er þessum aðilum
heimilt að loka fyrir frekari þjón-
ustu, unz viðkomandi hefur greitt
skuld sína. Dugi þessi aðferð ekki
er heimilt að innheimta skuldina
með lögtaki. Aðrar eða fleiri inn-
heimtuleiðir hafa þessir aðilar
ekki, enda taldar fullnægjandi.
Einn þessara opinberu þjón-
ustuaðila eru hafnirnar, sem ég
ætla hér að gera að sérstöku um-
fjöllunarefni, þ.e.a.s. hvað snertir
þennan sama þátt um innheimtu-
heimildir hafnanna, eins og þær
birtast í hafnalögum, reglugerðum
og gjaldskrám. Hef ég kosið að
beina orðum mínum að Reykjavík-
urhöfn, bæði vegna þess að höfð er
til hliðsjónar reglugerð og gjald-
skrá Reykjavíkurhafnar, auk þess
sem sérstaklega verður vikið að
tilkynningu frá hafnarstjórn
Reykjavikurhafnar síðar í grein-
inni. Svipuð sjónarmið ættu að
geta gilt um aðrar hafnir landsins.
Frumvarp að nýjum
hafnalögum
Síðustu daga þingsins nú í vor
var lagt fram á Alþingi frumvarp
að nýjum hafnalögum. Gerir
frumvarp þetta ráð fyrir nýjum og
enn frekari innheimtuaðferðum
fyrir hafnirnar en gilt hafa. Eru
þá þessar innheimtuleiðir orðnar
svo margar og fjölbreyttar að
varla er hægt að láta sér detta
lengur neinar frekari aðferðir í
hug, jafnframt því sem hróplegt
ósamræmi er orðið milli þeirra að-
ferða og leiða, sem hafnirnar geta
farið, og þeirra leiða sem aðrir
opinberir þjónustuaðilar geta far-
Jónas Haraldsson
„Beri maður saman þær
innheimtuaðferðir og
tryggingaheimildir, sem
höfninni er annarsvegar
gert heimilt að beita, og
þær sem öðrum opinber-
um þjónustuaðilum eru
heimilaðar, slær að manni
óhug.“
ið við innheimtu þjónustugjalda.
En hverjar eru þá þessar inn-
heimtuheimildir hafnanna, verði
þetta frumvarp óbreytt að lögum?
Um lögmæti þeirra vík ég lítillega
að síðar.
Þau gjöld, sem greiða ber til
hafnanna, eru annars vegar skipa-
gjöld, sem er samheiti ýmissa
gjalda, sem greidd eru vegna
skipa, og hins vegar vörugjöld og
aflagjöld, sem eru greiðslur vegna
afla og inn- og útflutnings af vör-
um, sem fara um hafnirnar.
Fyrir það fyrsta hefur Reykja-
víkurhöfn lögtaksrétt og getur
lokað fyrir frekari þjónustu á
sama hátt og hinir opinberu þjón-
ustuaðilar. Það sem höfnin hefur
heimild til þess að grípa til um-
fram alla aðra opinbera þjónustu-
aðila er eftirfarandi:
Reykjavíkurhöfn hefur sjóveð-
rétt í skipi fyrir skipagjöldum,
sjóveð sem gengur framar öðrum
sjóveðkröfum, svo sem launakröf-
um og slysabótakröfum skipverj-
anna, sem fengist ekki greitt fyrr
en höfnin hefði fengið sitt. Höfnin
hefur lögveðrétt í útflutnings-
birgðum og skipi og vátryggingafé
þess. Höfnin hefur haldsrétt í
skipi, farmi og skráningar- og
þjóðernisskírteinum skips til
tryggingar greiðslu skipa- og
vörugjalda. Höfnin hefur kyrr-
setningarheimild til tryggingar
vangoldinna gjalda. Höfnin getur
gert eiganda skips, skipstjóra, af-
greiðslumann varnings og kaup-
anda sjávarafla persónulega
ábyrga fyrir greiðslum til hafnar-
innar. Höfnin getur bannað skip-
stjóra og afgreiðslumanni að af-
greiða vöru, sem ógreitt er af. Þá
getur hafnarstjóri gefið tollstjóra
þau fyrirmæli að afgreiða ekki
þann, sem skuldar höfninni þessi
gjöld, sem getur þýtt m.a. það að
útgerðarmaður fær ekki lögskráð
á skip sitt.
I hinu nýja hafnalagafrumvarpi
kemur fram, að hafnayfirvöld
hafa enn á ný lagt höfuðið í bleyti,
hvernig komast megi á skjótvirk-
ari hátt í vasa viðskiptavina hafn-
anna. Og réttilega hugsað hjá
þeim, þá er fljótvirkasta leiðin sú
að ná peningunum, áður en út-
gerðarmaður fiskiskipsins eða
framleiðandi útfluttra vara fær
peningana í hendur. Frumvarpið
gerir ráð fyrir að viðskiptabanki
fiskkaupanda skuli standa hafnar-
sjóði skil á greiðslu aflagjalds, er
bankinn tekur veð í viðkomandi
framleiðslu. Á sama hátt segir, að
útflytjandi eða banki skuli halda
eftir vörugjaldi af varningi, þegar
hann greiðir framleiðandanum
söluverð varningsins.
f náinni framtíð verða hafnalög
endurskoðuð aftur og einhverjum
nýjum aðferðum í þessum efnum
bætt við. Mætti þá kannski hugsa
sér að láta útgerðarmenn borga
t.d. aflagjald fyrirfram, upp á
væntanlegan afla. Sumir útgerð-
armenn eru við aldur og fá ellilíf-
eyri. Tryggingastofnun ríkisins
gæti alveg eins og bankarnir hald-
ið eftir peningum handa höfninni,
kannski ekki miklu, en einhverj-
um krónum þó.
Samanburður á aðferðum
Beri maður saman þær inn-
heimtuaðferðir og tryggingaheim-
ildir, sem höfninni er annars veg-
ar gert heimilt að beita, og þær
sem öðrum opinberum þjónustu-
aðilum eru heimilaðar, slær að
manni óhug.
Það fyrsta, sem kemur upp í
hugann við skoðun á þessu, er hin
fádæma lítilsvirðing á viðskipta-
vinum hafnarinnar, sem fólgin er í
þessum ákvæðum. Af lestri þeirra
er Ijóst, að viðskiptavinir hafnar-
innar hljóta að vera sérstakir van-
skilamenn og óreiðumenn í fjár-
málum. Annað verður ekki ráðið,
fyrst höfninni er nauðsynlegt að
geta gripið til allra þessara að-
ferða og sífellt þarf að bæta við
þær.
f annan stað vekur það sérstaka
athygli og er umhugsunarefni,
hvernig einn opinber þjónustuaðili
getur einn og sér vaðið áfram inn-
an kerfisins og fengið slíkar heim-
ildir settar sér til handa í lög,
reglugerðir og gjaldskrá, án þess
að spyrnt sé við fótum eða þessi
mál skoðuð gaumgæfilega. Kæmi
þá í ljós, að mörg þessara ákvæða,
sem standa í reglugerðinni eða
gjaldskránni, hafa ekki lagastoð
og eru í raun ólögmæt ákvæði, ef á
reyndi, enda takmörk fyrir því
hvaða ákvæði hægt er að setja (
gjaldskrár, án þess að til þess sé
heimild í lögum. Hirði ég ekki um
að tíunda þessi atriði hér, en læt
Mesta úrval í bómullarefnum
á Norðurlöndum
Yfir 700 litir. Burda-fatasniöin vinsælu í
pökkunum fást hjá okkur. Cannon hand-
klæöaúrvalið er hjá okkur.
VIRKA
Klapparstig 25—27
simi 24747