Morgunblaðið - 25.05.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.05.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1983 3 'Wá TVÆR skútur liggja við festar f Reykjavíkurhöfn. Sú sUerri er bandarisk, Consort að nafni og kom hingað frá New York. Mun banda- rískur ellilaunaþegi vera þar á ferð ásamt vinum og vandamönnum, og ferðinni vera heitið til Finnlands. Hin skútan er (slensk, frá Stykkis- bólmi, nýkomin frá Englandi. MorjfunblartiðEmilía r MUNOSSON á v ix 9 f* Spurt og svarað um garðyrkju LESENDUR eru minntir á að Morgunblaðið býður lesendum sínum í ár eins og undanfarin ár upp á lesendaþjónustu um garð- yrkjumál. Geta lesendur komið spurningum sínum á framfæri í síma 10100 á morgnana milli klukkan 11—12 og munu svörin síðan birtast í blaðinu nokkrum dögum síðar. Fyrirspurnir þurfa að vera undir nafni og heimilisfangi. Morgunblaðið hefur fengið Hafliða Jónsson, garðyrkju- stjóra Reykjavíkurborgar, til að svara þeim fyrirspurnum, sem kunna að koma frá lesendum. Varla hægt að gera togara út eftir 1. júlí — segir Jón Ingvarsson, framkvæmdastjóri ísbjarnarins „FRÁ áramótum hefur uppistaðan í afla togaranna hér suðvestanlands verið karfi. Þetta er feikna mikið magn og búið að framleiða á fimmta þúsund lestir af karfafiökum upp í næsta árs samninga við Rússa. Bandarikjamarkaðurinn er ekki það stór, að hann geti tekið við því magni, sem Rússar kaupa ekki og auk þess hefur þar orðið verðlækk- un á karfafiökum. Þetta eru því ískyggilegar horfur fyrir þetta karfa- svæði hér og karfahúsin, það þýðir nánast að ekki verður hægt að gera togarana út eftir fyrsta júlí,“ sagði Jón Ingvarsson, framkvæmdastjóri Isbjarnarins, í samtali við Morgun- blaðið. „Hvernig það fer, hvort skipun- um verði skammtað eitthvert há- marks magn, eða þetta verði leyst á einhvern annan hátt sé ég ekki nú, en ég get ekki séð annað en þetta geti jafnvel haft í för með sér stöðvun togaraflotans hér suð- vestanlands. Við erum nú með um 650 lestir af karfaflökum í geymslum eða um 29.000 kassa og fer meirihluti þess á Rússlands- markað. Ekki eru teljandi mögu- leikar á vinnslu karfa á aðra markaði og má segja að allir möguleikar séu fullnýttir. Það bætir heldur ekki úr skák, að „flugfiskurinn" lækkaði fyrir skömmu úr 75 centum niður í 67 fyrir pundið. Þá er annað mál, sem menn verða að hafa í huga. Fram til þessa hefur karfinn verið verð- Þó hafa fiskifræðingar talið að karfastofninn væri ofveiddur og í hættu. Nú er það spurningin hvað gert verður. Verður haldið áfram að verðbæta karfann eða hvað verður gert? Að þeim tekjum slepptum lítur dæmið mjög illa út, enda er hún nú þegar rekin með miklu tapi á karfaveiðunum og karfavinnslan stendur höllum fæti. Því sé ég ekki hvernig verður hægt að veiða og vinna karfa, verði þessar verðbætur lagðar bættur um 15% til útgerðarinnar. niður,“ sagði Jón. Fæst ekkert nema karfi og ekki hægt að selja hann — segir Magnús Magnússon, yfirverkstjóri hjá BÚR „MÉR sýnisl útlitiö vægast sagt slæmt. Það viröist vera komið stopp á alla sölu á karfa, ekki bara til Rússlands, heldur líka til Ameríku. Uppistaða fisks hjá okkur er karfi, ætli hann hafi ekki verið um 90% af afia togaranna frá áramótum, bókstafiega enginn þorskur í aflan- um og er það mikill munur frá þvl í fyrra. Ætli það verði ekki bara binda flotann, ekki geta allir siglt með karfann nú. Það fæst ekkert nema karfi og ekki hægt að selja hann,“ sagði Magnús Magnússon, yfirverkstjóri hjá BÚR, í samtali við Morgunblaðið. „Það er þegar búið að frysta talsvert upp í næsta árs samning við Rússa og nú erum við með um 90.000 kassa af karfaflökum í geymslu. Ætli það sé ekki aðeins meira af því á Ameríkumarkað. Nú er aðalhrotan hjá okkur eftir, svo við sjáum fram á mikil vand- ræði. Eftir þennan tíma í fyrra var karfi flakaður hjá okkur á hverju kvöldi til 10 og í frystihús- inu vinna nú um 220 manns,“ sagði Magnús. Oteljandi áskoranir og eilífar hringingar og gífurlegar hvatningar hafa nú borið þann árangur að ákveðið hefur verið að halda AUKA R0KKHÁTÍÐ BCCAtmy föstudaginn 27. og laugardaginn 28. maí í Nú er því allra síöasta tækifæriö til aö sjá þessa stórkostlegustu rokkhátíö allra tíma þar sem allir gömlu góöu og síungu söngvarar rokktímabilsins koma fram meö hinni frábæru hljómsveit Björg- vins Halldórssonar og nú meö Gunnari Þóröar- syni. Góðir gestir frá Noregi Í tilefni þessarar síöustu hátíöar höfum viö fengiö til landsins eina vinsælustu dans- hljómsveit Norömanna, Four Jets, og mun hún leika fyrir dansi aö loknu rokkstuöinu. Four Jets hafa sent frá sér 13 LP-plötur og nokkrar litlar og hafa mörg laga þeirra kom- ist í 1. sæti norska listans. Miðasala og borðapantanir dagtega í Broadway kl. 9—6. Pantanir óskast staðfestar i síma 77500.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.